Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. janúar 1990 Tíminn 3 Stóraukið fall í framhaldsskólum: KENNARAVERKFALUD TALIN ADALÁSTÆDAN Mun meira fall var í framhaldsskólum á jólaprófum en verið hefur undanfarin ár. Eru orsakirnar taldar vera verkfall kennara og það að samræmd próf í 9. bekk voru felld niður. Þetta kemur fram í Félagsblaði Bandalags kennarafélaga. í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins fengust þær upplýsingar að í bígerð er að athuga þetta mál betur og fá fram samanburðartölur við fyrri ár. Árangurinn er mun lélegri bæði hjá nýnemum og þeim sem lengra eru komnir. Slæm útkoma á jóla- prófunum mun ekki vera bundin við ákveðna skóla eða gerðir skóla á framhaldsskólastiginu. Ástandið mun vera mjög svipað í áfangaskól- um annarsvegar og bekkjarskólum hinsvegar. í fyrrnefndu skólunum er þó slæm útkoma meira áberandi þar sem um eiginlegt fall í áfanga eða á önn er að ræða. f bekkjarskólunum er ekki um það að ræða að nemendur falli nema á vorprófunum en engu að síður er verri árangur einnig áberandi þar. í Félagsblaði BK segir að augljóst sé að fallið stafi af verkfalli kennara í vor og því að einkunnir nemenda úr 9. bekk hafi ekki gefíð rétta mynd af getu þeirra. Léiegri árangur eldri nemenda er rakinn til þess að vegna sex vikna verkfalls kennara hafi þeir kunnað minna en auk þess hafi komið los á nemendur í verkfallinu og þeir sem komust milli bekkja eða áfanga hafi ekki komist í gang við lærdóminn í haust. Framhaldsskólarnir fóru ólík- ar leiðir til að vinna upp verkfallið. Ýmist var prófað í vor eða haust, Grípa þurfti til rekunnar til að moka snjó ofan af glerþaki við íþróttahúsið á Flateyri, þar sem hætta var á að þakið gæfi sig undan farginu. íþróttahúsið er fjórir metrar að hæð og má glöggt sjá á myndinni hversu mikið hefur snjóað. Tímamynd Einar Harðarson Flateyri: Hættuástand varir enn Almannavarnanefnd Flateyrar kemur saman til fundar eftir hádegi í dag og verður þá tekin ákvörðun hvort yfirlýstu hættuástandi, sem varað hefur frá því á fimmtudag, verði aflétt. Að sögn Steinars Guðmunds- sonar formanns almannavama- nefndar þá sást í birtingu í gær- morgun að snjóflóð hafði fallið ofan við bæinn þá um nóttina. „Við fórum og skoðuðum það fyrir hádegi. Það náði niður undir neðstu húsin við Ólafstúnið og er tungan um 25 metra breið næst húsunum,“ sagði Steinar. Hann sagði að skyggni væri slæmt og væru þeir ekki búnir að sjá hvar upptök flóðsins væru í bæjargilinu. í fyrradag féll annað snjóflóð nokkru utar en það sem féli í fyrrinótt, og náðu flóðin saman. Eftir hádegi í gær hvessti af norðaustri, með bleytuhríð og var skyggni lítið. Eins og Tíminn greindi frá voru 9 hús rýmd vegna hættu á að snjóflóðum, en í þeim búa 30 manns. Fólkið hefur fengið að fara í hús sín til að ná í nauðþurftir, en dveist hjá ættingj- um og vinum sem ekki búa á hættusvæðinu. Að sögn Steinars er atvinnustarf- semi í bænum í fullum gangi og engan bilbug á mönnum að finna í þeim efnum. -ABÓ Varðskip kom með vaming til Flateyrar síðdegis á laugardag. Þegar upp var staðið var varningurinn að mestu kók og höfðu menn á orði að þá væri helginni að minnsta kosti reddað. Tímamynd Einar Harðarson eða hvorutveggja, og var kennsla fyrir prófin mismikil, hjá sumum mikil, hjá öðrum lítil sem engin. Að auki við þetta eru framhalds- skólarnir nú öllum opnir í fyrsta sinn, þar sem felld hafa verið niður skilyrði um lágmarkseinkunn. Telja margir að skólarnir séu ekki undir það búnir að vera fyrir alla. „... síst á þeim tímum þegar stjórnvöld eru með niðurskurðarhnífinn á lofti og beita honum óspart á skólana." Eins og segir orðrétt í Félagsblaði BK. Sem fyrr segir hefur framhalds- skóladeild mennamálaráðuneytisins á prjónunum að kanna þetta mál betur. Líklegast er að aflað verði gagna frá skólunum og með því fenginn samanburður við fyrri ár. Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra sagði að málið hefði ekki borist til ráðherra en full þörf væri á að kanna þetta mál betur. SSH I kennaraverkföilum hefur brunnið við að mæting hefur verið léleg í þá tíma þegar þó er kennt. Skoðanakönnun Skáís um borgarstjórnarkosningar: Sjálfstæðisflokkur fær meira en Davíð Samkvæmt skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 nýtur Sjálf- stæðisflokkurinn stuðnings afger- andi meirihluta kjósenda í Reykja- vík, eða 70,5% þeirra sem tóku afstöðu. Ef miðað er áfram við þá sem tóku afstöðu er fylgi flokkanna sem hér segir: Kvennalisti 11%, Alþýðubandalag 7%, Framsóknar- flokkur 6,2%, og Alþýðuflokkur 4,4%. Nærri fjórði hver svarenda í könnuninni var þó óákveðinn, eða 23,4%. Gefi könnunin rétta vísbendingu á Sjálfstæðisflokkurinn ekki vinsæld- ir sínar eingöngu Davíð að þakka, því þegar spurt var hvort viðkom- andi vildi að Davíð Oddsson yrði áfram borgarstjóri svöruðu 67,6% af þeim sem tóku afstöðu játandi, en 32,4% vildu einhvern annan. M.ö.o. þá voru þeir færri sem vildu Davíð sem borgarstjóra en þeir sem sögð- ust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, sé miðað við þá sem tóku afstöðu. Önnur skýring á þeim mismun sem er milli fylgis Davíðs annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar liggur í afstöðu þeirra sem eru óákveðnir. Mun fleiri voru óákveðnir þegar spurt var um flokka (23,4% óákveðnir), en þegar spurt var hvort menn vildu Davíð sem borgarstjóra (7,4% óákveðnir). Þannig er ekki ósennilegt að hlut- fallslega fleiri stuðningsmenn stjórn- arandstöðunnar í borgarstjórn séu meðal óákveðinna heldur en stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins. Sé það rétt er innbyggð skekkja í mæl- ingu þegar viðhorf þeirra sem tóku afstöðu eru skoðuð. Einnig var spurt hvort svarendur myndu kjósa sameiginlegan fram- boðslista stjórnarandstöðuflokk- anna og sögðust 32,8% myndu gera það. Hinsvegar sögðust 67,2% ekki myndu kjósa slíkan lista. Niðurstöð- ur þessar miðast við þá sem tóku afstöðu en 16,9% svarenda voru óákveðnir. í úrtakið voru valdir 1000 manns af landinu öllu, en einungis þeir sem búsettir voru í Reykjavík spurðir ofangreindra spurninga. Það voru 337 manns. -ssh/BG AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 1988-1. fl.D 2 ár 01.02.90-01.08.90 01.02.90 kr. 444,31 kr. 173,19 *lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiöslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1990 SEÐLABANKIISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.