Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 31. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Háttsettur sovéskur embættismaður sagði að stjórnvöld í Sovétríkj- unum væru fylgjandi pólitískri lausn á málum Azerbajdzhan eftir að sovéski herinn hélt inn í Bakú og braut andstöðu Þjóð- fylkingar Azera í borginni á bak aftur fyrir nokkru. Vyache- slav Mikhailov, sem eryfirmað- ur Þjóðarbrotadeildar mið- stjórnar sovéska kommúnista- flokksins sagði Ijóst að mark- mið sovéskra yfirvalda væri áframhaldandi forystuhlutverk kommúnistaflokkanna í Kák- asusríkjunum. NYJA DELHI - Vishwan ath Sharma hershöfðingi í ind- verska hernum varaði Pakist- ana við því að senda menn yfir vopnahléslínuna í Kasmír sem skilur að heri ríkjanna tveggja. „Slíkt ævintýri yrði dýrkeypt," sagði hershöfðinginn. Indverj- ar og Pakistanar hafa háð tvær styrjaldir vegna Kasmír gegn- um tíðina og hafa sextíu manns fallið Indlandsmegin í Kasmír á einni viku eftir að skæruliðar múslíma hófu vopnaða baráttu gegn yfirráð- um Indverja. PRISTINA - Að minnsta kosti sex manns féllu í Kosovo héraði í kynþáttaátökum Serba og Albana. Að minnsta kosti einn hinna föllnu var lögreglu- maður. WASHINGTON - Dómari í Iran-Kontra hneykslinu hefur skipað Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseta að afhenda dagbækur og ýmis persónuleg skjöl er tengjast Kontramálinu. Er það gert vegna réttarhald- anna yfir John Poindexter fyrr- um ráðgjafa Reagans, en lög- fræðingar hans segja Reagan einan geta skorið úr um hvort forsetinn vissi af athæfi Poin- dexters og hafi lagt yfir það blessun sína. LONDON - Nítján manna áhöfn af grísku flutningaskipi var talin af eftir að skipið sökk á Ermarsundi í fyrrinótt í mikl- um stormi. Tvö lík og björgun- arbátur hafa fundist. BLOEMFONTEIN - Lög realan beitti táragasi í átökum vio unglinga sem mótmæltu ferð ensks krikketliös í Suður- Afríku, en hins vegar var frið- söm mótmælaganga látin í friði. ÚTLÖND l'i| Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna: Sameinað Þýskaland örugg framtíðarsýn Sameinað Þýskaland er örugg framtíðarsýn að mati Mikhafls Gorbatsjofs forseta Sovétríkj- anna sem hitti Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýska- lands að máli í gær. Hins vegar tók Sovétleiðtogin það skýrt fram að sameining þýsku ríkj- anna gæti ekki orðið veruleiki í náinni framtíð, heldur þurfí langan og varfærnislegan undir- búning fyrir sameininguna, þar sem allir aðilar sýndu ábyrgð og staðfestu. Gorbatsjof lét orð þessi falla á blaðamannafundi í Kreml rétt áður en hann hitti Hans Modrow að máli, en Modrow hélt rakleitt til Moskvu eftir að hafa samið um myndun þjóðstjórnar í Austur-Þýskalandi með stjórnarandstöðunni og flýtt kosningum um tvo mánuði. Er talið að Modrow vilji skýra Sovétmönn- um frá myndun hinnar nýju stjórnar þar sem kommúnistar verða þar valdalitlir. Gorbatjsof tók skýrt fram að þó enginn vafi væri á þvf að þýsku ríkin sameinuðust í framtíðinni, þá skipti þróun heimsmála og mála í Austur- Þýskalandi og í Sovétríkjunum á næstunni miklu í því máli. Taka yrði tillits lit þeirra áhrifa sem sameining þýsku ríkjanna hefði á Evrópu og alþjóðastjórnmál. - Tíminn sjálfur ýtir undir þessa þróun, gefur henni afl. Það er nauð- synlegt að bregðast við af ábyrgð og taka ekki úrlitaákvarðanir í þessum efnum á götum úti, sagði Gorbatsjof og vísar þar til fjölmennra kröfu- funda í Austur-Þýskalandi þar sem hundruð þúsunda Austur- Þjóðverja hafa safnast saman og krafist sam- einingar þýsku ríkjanna. Greinilegt er að hugsanleg sam- eining þýsku ríkjanna er ofarlega í hugum ráðamanna í Sovétríkjunum. í frétt Prövdu, málgagns sovéska kommúnistaflokksins, af þróun mála í Austur-Þýskalandi undanfarnar daga segir að helstu mál komandi kosninga væri framtíð þýsku þjóðar- innar og möguleikinn á sameiningu þýsku rtkjanna. Gorbatsjof hnykkt á þeirri skoðun sinni að sameining þýsku ríkjanna verði eitt skrefið í allsherjarsam- komulagi um öryggi og samvinnu í Evrópu og niðurskurði á hernaðar- sviðinu. íbúar Leipzig hafa veríð iðnir við að krefjast sameiningar þýsku ríkjanna. Þar hafa nokkrum sinnum rúmlega 100 þúsund manns séð ástæðu til þess að fylkjast út á götur og krefjast sameiningar, nú síðast í fyrradag. Nú hefur Mikhafl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna lýst þvi yfir að þýsku ríkin verði örugglega sameinuð í framtíðinni, slíkt sé einungis tímaspursmál. Fimmtíu fangar sleppa í Chile Fimmtiu vinstrí sinnaðir pólitískir fangar brutust út úr fangelsi í mið- borg Santíago höfuðborg Chile í gær. Nokkrír þeirra er sluppu sátu inni vegna meintrar morðtilraunar á Augusto Pinochet hershöfðingja fyr- ir þremur árum. Fangarnir fimmtíu flúðu fangelsið rétt fyrir dögun gegnum 50 metra löng jarðgöng sem grafin höfðu verið frá lestargöngum, undir fang- elsismúrana og inn í fangelsið. Er talið að flestir þeirra er sluppu hafi verið meðlimir í skæruliðahóp- um vinstri sinna sem barist hafa gegn herforingjastjórn Pinochets sem komst til valda með blóðugri bylt- ingu á sínum tíma. Maður sem sagðist vera einn af föngunum fimmtíu hringdi í útvarps- stöðvar og sagði að flóttinn væri einn liður í baráttunni fyrir því að pólit- ískum föngum í Chile verði sleppt. Herstjórn Pinochets þrætir fyrir það að í Chile séu pólitískir fangar, en lögfræðingar sem sérhæfa sig mannréttindamálum telja að um 450 pólitískir fangar séu í haldi í landinu. Patricio Aylwin sem tekur við forsetaembættinu í Chile 11. mars hefur heitið því að leysa alla pólit- íska fanga úr haldi, svo fremi sem þeir hafi ekki beitt alvarlegu ofbeldi. Aylwin var kjörinn forseti í kosning- um í haust. Samtök hinna pólitísku fanga svo og kommúnistaflokkur Chile hafa krafist þess að allir pólitískir fangar verði látnir lausir, einnig þeir liðs- menn hinna vinstri sinnuðu Maunuel Rodriguez Föðurlandsfylkingarinn- ar, sem gerðu Pinochet umsátur árið 1986 og felldu fimm lífverði hans. Skæruliðasamtök þessi sögðust hafa komið fyrir sprengju er sprakk utan við Hæstarétt Chile á mánu- dagskvöld. Enginn slasaðist í sprengingunni og skemmdir urðu litlar. Prosper Avril hershöfðingi á Haiti hefur brotið stjórnarandstöðuna á bak aftur: Neyðarástands- lögin afnumin Herstjórnin á Haiti afnam í gær neyðarástandslög sem í gildi hafa verið í níu daga og setti í gildi að nýju ákvæði stjórnarskrárinnar sem numin voru úr gildi þegar herstjórnin lagði til atlögu við andstæðinga sína og braut andóf þeirra á bak aftur. Frá þessu var skýrt í yfirlýsingu sem lesin var í ríkissjónvarpinu. - Þeim neyðarástandslögum sem í fyrstu var gert ráð fyrir að stæðu í 30 daga, hefur verið aflétt vegna þess að ákvæði þeirra hafa náð tilgangi sínum og gefið hernum ráðrúm til að ná tökum á krepp- unni, sagði í yfirlýsingunni. Prosper Avril hershöfðingi æðsti maður Haiti setti neyðarlögin á 20. janúar, kom á fót strangri ritskoð- un, lét umkringja og berja nokkra tugi stjórnarandstæðinga og hand- tók sex helstu leiðtoga þeirra. í yfirlýsingunni í gær var ekkert minnst á að ritskoðun yrði hætt. Atferli Avrils hefur verið harð- lega fordæmt af Bandaríkjamönn- um, Frökkum og Kanadamönnum, en þessi ríki hafa veit Haiti mikla efnahagsaðstoð undanfarin ár, en Haiti er fátækasta ríki Vestur- heims. Hafa Frakkar stöðvað alla aðstoð til Haiti vegna framferðis Avrils. Avril lét til skarar skríða gegn andstæðingum sínum í kjölfar þess að háttsettur herforingi var myrtur 19. janúar. Með aðgerðum sínum hefur hann í raun knésett stjórnar- andstöðuna á Haiti og komið í veg fyrir að hún geti tekið þátt í kosningabaráttu fyrir kosningar sem halda á í október. Avril sem komst til valda á Haiti í blóðugri byltingu fyrir sextán mánuðum var í fyrstu talinn um- bótasinnaður og hrósuðu Banda- ríkjamenn honum í hástert, enda hafði hann heitið frjálsum kosning- um á þessu ári. Honecker frjáls Honecker getur nú um frjálst höfuð strokið, en í fyrradag var hann fluttur beint af sjúkrahúsi og í fangelsi. Austur-þýskur dómstóll úrskurðaði í gær að Honecker væri of sjúkur til þess að þola fangavist. Nýlega var krabbameinsæxli við nýra fjarlægt úr þessum fyrrum leiðtoga Austur-Þýskalands. Honecker mun verða dreginn fyrir rétt í marsmánuði sakaður um landráð og spillingu. Lögregla skilur Serba og Albani Lögreglan skiidi að hópa kristinna Serba og albanskra múslíma sem hugðust ganga í skrokk hverjir á öðrum við bæinn Mogila sem er 40 km suður af Pristina, höfuðborg Kosovohéraðs þar sem sextán manns hafa verið drepnir í kynþáttaátökum undanfarna daga. Sjónarvottar segja að fjölmennar sveitir óeirðalögreglu hafi komið á staðinn áður en hópunum laust sam- an með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um, en hatur þessara þjóðarbrota hefur farið stigmagnandi að undan- förnu og voru litlir kærleika þar í millum fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.