Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. janúar 1990 Tíminn 7 ■ I9T ...............Illllllll................II............Illlllll.................II................Illlllll....................................................................................................................... Saga braggabarns Kjöt Höfundur Ólafur Haukur Símonarson Leikstjórn Slgrún Valbergsdóttir Leikmynd og búningar Messíana Tómasdóttir Lýsing Egill örn Árnason Leikhljóð Ólafur örn Thoroddsen Síðastliðinn föstudag var frum- sýnt í nýju Borgarleikhúsi nýtt íslenskt leikrit og heitir því hrá- slagalega nafni Kjöt. Höfundur- inn, Ólafur Haukur Símonarson, hlaut fyrstu verðlaun fyrir leikritið í samkeppni á vegum leikhússins á síðastliðnu ári. Olafur Haukur er enginn nýgræðingur í leikritun og er skemmst að minnast leikritsins Bílaverkstæði Badda sem margir sáu í fyrra í Þjóðleikhúsinu. Hið nýja leikrit fjallar um lifandi kjöt og dautt. Hið lifandi fólk sem ekki er gætt eðlilegu tilfinningalífi, hið dauða kótilettur, kjötfars og lærissneiðar. Leikurinn gerist í kjötbúð í þann mund sem fyrstu bítlalögin tóku að hljóma, sem mun hafa verið 1963, en tilfinningafirring sú, sem leikn- um er einkum ætlað að lýsa, er tímalaus og því óþarft að færa annað en umgerð verksins við tímabundnar staðreyndir. í fyrri hluta verksins hljóta áhorfendur að fylgjast einkum með verslunarstjóranum Alla í einni af mörgum matvöruverslunum Magna. Ásamt Alla starfa í versl- uninni móðir hans Salvör, sem salötin framreiðir, afgreiðslustúlk- urnar Magdalena og Marta og tveir ungir aðstoðarmenn, Bergþór og Matthías. Samskipti þessara pers- óna í vinnslurými inn af versluninni er efni leikritsins og þá einkum þeirra Alla og móður hans sem hann fyrirlítur og hatar af ástæðum sem ekki eru gefnar upp fyrr en á síðasta stundarfjórðungi verksins eða svo og stendur verkinu fyrir þrifum. AIli er afskaplega leiðin- legur maður, framkvæmir ekki svo handarvik að hann þusi ekki draugalegri röddu fullkomlega flat- ar alhæfingar um allt og ekkert, meinlega kvalráður. Sveitastúlkan Marta þýfgar hann um hlýju í sinn garð milli þess að hún kastar upp í salatið eða klósettið. Alli hefur skömm á henni, einmitt fyrir til- finningasemi hennar. Andstæða Mörtu um allt fas er Magdalena, gleðikvendi sem ögrar og að lokum brýtur harðstjórann Alla. Borgþór er undirmálsmaðurinn, hundslega undirgefinn Alla, haltrar um og reynir árangurslaust að leggja góð orð til kerskni og mannfyrirlitning- ar hinna. Á þeim tæpa sólarhring sem leikurinn gerist, hefst á föstu- dagsmorgni, er menntaskólanem- inn Matti ráðinn, fjörkálfur sem kemur persónum leiksins og áhorf- endum til að hlæja. Sviðsmyndin helst nálega óbreytt meðan á sýningu stendur. Hún lítur helst út sem beint fram- hald innréttingarinnar í sjálfum sýningarsalnum en er í mun óljós- i ara samhengi við leiksýninguna, myndar fleyg sem upphefst í end- ann af gríðarlegum járnstiga sem hverfur inn í þann sorta sem yfir öllu hvílir, á hægri hönd er gengið inn í verslunina og upp á kontórinn sem myndar ábúðarmikið skips- stefni, gagnsæja trjónu sem minnir á siglingu og þar með stefnumið sem allra síst er við hæfi um Alla garminn, aðalpersónuna, leikurinn til þess gerður að afhjúpa bjargar- leysi hans og víl. Á vinstri hönd er ísskápurinn lengst af, heimilisskáp- ur af stærstu gerð, og rennerí persónanna að honum minnir á ekkert fremur en timbraða rútínu- landa heima hjá sér að morgni vinnudags. Innar á sviðinu er frysti- geymslan sem með góðum vilja má sjá að hefur um ytri gerð líkingu af braggagafli og á að vera til marks um uppruna þeirra Salvarar, Alla og Magdalenu, tengsl þeirra og lífsvanda. Fyrir utan óútskýrt nart og nagg þessara persóna allra, nema nýliðans, ber fátt til tíðinda á líðandi stund, helst það að stolið hefur verið úr peningakassa versl- unarinnar undanfarið og lætur Alli móðan mása um það sem annað. Nokkur leikræn framvinda verður af því tilefni en annars draslast persónumar í tilgangsleysi innan um fjarstæðukennda leikmunina með fortíðarfjötra sína níðþunga á ganglimunum án þess að nokkur innsýn sé veitt í nöldrið. Raunsæis- legri leikmynd hefði getað lífgað mikið upp á þessa sýningu en virðist gerð af einhvers konar mis- lögðu listamannsstolti, á þann veg að listamaður sækir sér innblástur í verk annars manns og býr sfðan til sitt eigið og ekkert nema gott um slíkt háttalag að segja, ef ekki væri um leikmynd og leikrit að ræða. Vandi áhorfandans verður meiri eftir því sem á líður. Engu skiptir hvað þessi ógnarlegi stigi á að merkja, efnið gefur ekki annað í skyn en að þau mæðgin, Alli og Salvör, búi á efri hæð húsrýmisins sem í sjálfu sér er ekki merkilegt eða óvenjulegt fyrirkomulag. T.d. gæti maður Salvarar, faðir Alla, hafa dáið og þau tekið við rekstrin- um og Alli tekið að hata móður sína fyrir að hann væri sem þessu nemur bundinn heimahögunum, hefði ekki uppburði í sér til að slíta sig lausan. Hræmugleg birtan í vinnslurýminu gefur slíkan van- mátt til kynna; ótvíræð ummerki um að öll eru þama af illri nauðsyn. Skýringin er önnur og langsóttari en alveg óvitlaus. Þetta fólk, sem ber fyrír sjónir áhorfandans á sviðinu, virðist sam- mála um að gera það eitt sem það sjálft síst æskir, hvað sem líður ósamþykkt þess sín í milli. Malla hefur komið í vinnuna þennan föstudagsmorgun við því búin að sér verði sagt upp og vill verða skrefinu á undan og segir sjálf upp eftir daginn. Að lokinni vinnu dregur hún upp brennivín, hópur- inn dettur í það og fer á ball og þá er auðvitað fjandinn laus, engar hindranir fyrir því að fólk geti sýnt sína innri gerð. Allar hömlur fjúka eins og venjulega á íslensku fylliríi. Alli opnar hug sinn fyrir Möllu. Og harmsaga kemur í ljós. Uppruni beggja er svipaður, bæði úr bragga- hverfi, þvílíku reykvísku fátækra- hverfi eftirstríðsáranna, bæði vaxið upp við slík skilyrði, við sálarfars- legar og efnalegar þrengingar. En þau hafa farið ólíkt að á fullorðins- ámnum. Alli byrgt sig inni með hatur sitt og hrist þá af sér sem hafa viljað honum vel og er nú sjálfur að krókna bak við ísvegginn sem hann hefur styrkt með þessu hátta- lagi. Malla hefur fleytt sér áfram og gert hömluleysi að helsta metn- aðarmáli sínu. Að svo komnu er slík manneskja Alla ómótstæðileg og til yfirburðanna finnur hún, ögrar honum uns hann má ekki við meiru og til átaka kemur þeirra í milli í áhrífamiklu lokaatriði. „Kjöt“ er saga braggabarns sem var fryst inni með tilfinningar sínar og af úrræðum hins uppkomna manns við þeirri hremmingu. Þetta er góð saga og merk. Byggingu leikritsins er hins vegar mjög ábótavant, lausnir í tíma og rúmi helst til klaufalegar. Kynning á persónunum tekur nær tvo þriðju af ytri tíma verksins. Ljóst er að eitthvað verulegt hlýtur að hrjá hinn unga verslunarstjóra og sam- band hans við móður sína og framkoma hans við fólk yfirleitt er meira en lítið undarleg. En það er ekkert listrænt eða dularfullt við þá óvissu, hún er einfaldlega frá- hrindandi og niðurdrepandi svo tilþrifalaus sem hún er og bundin persónu Alla á líðandi stund. Engu er líkara en aðrar persónur en hann hafi afráðið að vera tákn yfir hugarástand hans og ekkert annað, og þó síst Malla sem streitist á móti þvílíkum óskapnaði. Tvískinnungur milli raunsæis og táknsæis einkennir allt verkið. Raunsæið er öðrum þræði hrá- slagalega ágengt eins og titill verks- ins gefur í skyn, en það verður fyrir hverju áfallinu af öðru. Eftir vinnu og hressingu á vinnustað heldur starfsfólk verslunarinnar saman á ball en eftir dansleikinn snýr það allt aftur til verslunarinnar til að framlengja skemmtunina og gerir það í vinnslurýminu. Sjálft lokaat- riðið er með enn meiri ólíkindum, þótt það sýni vel sálarástand Alla og samband hans við foreldra sína, auk þess sem það er magnað sjón- arspil. Til þess að ná þeim árangri er trúverðugleika hvað hinar pers- ónurnar varðar - nema Magna - fórnað með hinum afkáralegasta hætti. Leikur er með miklum ágætum; leikstjóri og hver leikari um sig nýtti svo sem framast var kostur það sem fyrir hann var lagt. Og fer þá að vonum að mest verður úr þeim hlutverkum sem líflegust eru, þeirra Elvu Óskar Ólafsdóttur, sem lék Magdalenu, og Árna Pét- urs Guðjónssonar sem lék undir- málsmanninn Bergþór. Stefán Jónsson var sannfærandi í hlut- verki menntskælingsins, trúðsins. Ragnheiður Elfa Arnardóttir var yndislega kerlingarleg sem Marta, álút um herðar og með upphand- leggina þétt að síðunum gekk hún þúfnagang um sviðið, stynjandi yfir vonsku mannanna. „Hún sker af sér fingurna hvern af öðrum, spyrjandi elskar hann mig, elskar hann mig ekki,“ segir Malla um Mörtu og ást hennar á Alla. „Hvers vegna ferðu svona með hana?“ „Ef það væri ekki ég þá væri það einhver annar,“ svarar Alli á dýr- mætu en næstum einstæðu innsæis- augnabliki í verkinu. Sálarmorð- ingjanum, nauðgaranum Alla, sem Þröstur Leó Gunnarsson lék, er allt of þröngt sniðinn stakkurinn til að hann nái að verða það sem höfundur ætlar honum. Klisju- kennt rausið er það og ekkert annað. Samband þessarar vanda- sömustu persónu verksins við móð- ur sína, sem leikin var af Hönnu Maríu Karlsdóttur, er að sama skapi mjög óljóst og eins og áður sagði óskiljanlegt lengst af. En þar verður leikurum ekki um kennt. Þá er ógetið Magna sem Þorsteinn Gunnarsson lék, stóð stutt við á sviðinu en með þeirri fyrirferð að betur hefði ekki verið gert. Búningar Messíönu eru skemmtilegir og lýsandi um tíma leikritsins og persónugervinga. Knallrauður kjóll Möllu ögrandi og andstæður sniðlausum skol- brúnum kjól Mörtu. Er í borgarleikhúsinu sem í sögu H.C Andersen um keisarann klæðlausa svo komið málum að enginn þykist sjá það augljósa af ótta við að segja eitthvað óviður- kvæmilegt. Ég sem hélt að leikhús- fólk væri svo opið og einlægt hvert í annars garð. Góð frammistaða leikaranna gerir þessa sýningu vel þess virði að sjá hana. Sagan er einnig góð þótt hún krefjist nokk- urra heilabrota og talsverðrar bið- lundar eins og hún er fram borin. En gallarnir á sýningunni eru stórir og augljósir og furðulegt má það heita að í öllum þeim mannsafnaði sem að leikuppfærslu stendur hafi enginn orðið til að benda á þá og stuðla að því að þeir yrðu færðir til betri vegar áður en að frumsýningu kom. Það er reyndar meiri háttar mál ef sá siður er hefur festst í sessi að leikmyndasmiður geti þjónað lund sinni og listrænum metnaði að vild við gerð leikmyndar. Um það framlag Messíönu verður það eitt sagt hrósvert að henni tókst að innrétta þann hluta salarins sem sviðið er ágætlega með tilliti til útlits salarins sjálfs, í því tilliti einu gegnir stiginn langi tilgangi, hann opnar leið inn í aðra vídd sem sviðið sjálft átti að gera en gerir ekki við svo búið. En þar er á ekkert að vísa, þar handan við er ekki neitt; í forgrunni hlýtur leikrit að gerast ef nokkurs staðar því að það er sjónarspil sem með háði afhjúpar klisjur og upplyfting þess gerir menn hæfari til að takast á við það sem er niðurdrepandi í raun- inni. Leikritið „Kjöt“ segirafeymd sem er verksins sjálfs en hefur litla burði til að vísa út fyrir sjálft sig á sammannlegar staðreyndir. María Anna Þorsteinsdóttir lllllllllllllllllllllllllll bækur 1111111:111!lillllilllllllll!lijillllil-H.liillll.lllllllIlilllllllI■Nllllll:l:lli.llllíllllllN^i.lilllilliliN:;kNíIiIIIIII'I;!!nillllilil'h,!iIJilllliliH'vNillllilTI-i.l.NHIHiH!vi;||||i||i|l!:il,i:|i||||!i:N;11.NiijilinTil;l,|i|j||!|'n111:1111:11:1:,:IíIiIiIII|!|!|T!i!;Vi;IíIiIiMTViiIi!I;N'!íi Leiðsögn til stjarnanna Ingvar Agnarsson Skákprent 1989 112 bls. Ég hafði það af að komast út á svalir eitt kvöldið meðan kuldarnir voru, og sjá: það var heiðskírt loft og sá vel til stjarna. Þarna voru þeir komnir, fornvinir mínir himinhnett- imir, sólbjartir, sólheitir í hinu dimma, kalda djúpi sem er óendan- legt í allar áttir og allt annað geymir, einnig okkur sjálf. Hérna erum við, í þessum víða geimi, og væri það hollt og gott hinum önnum köfnu athafnamönnum og öðrum sem áhyggjur hafa að losa hugsa sinn stund og stund þar frá. Á tíu til fimmtán mínútum er hægt að gleyma öllu jarðaramstri og verða frjáls borgari í himingeimnum. Við förum að spyrja hvað stjörnurnar séu, hvað þær séu og hvað þær heiti. Nýlega er út komin bók undir nafninu Leiðsögn til stjarnanna eftir íngvar Agnarsson og er hún, eins og nafnið bendir á, tilsögn í því að þekkja stjörnurnar á himingeimnum og vita nöfn þeirra. Hún er þörf viðbót í bókaforða okar íslendinga því engin bók hefur verið til sem gegndi þessu hlutverki fyllilega. Nú hefur verið bót á þessu ráðin og það með glæsibrag. Útgefandinn, Skákprent, hefur ekkert til sparað að gera bókina sem best úr garði hvað myndskreytingu snertir og ann- að útlit og hefur hann, auk þess sem höfundur leggur til, notið leiðbein- inga fræðimanna og einstaklinga sem hafa sýnt málinu áhuga og frá Stjörnuskoðunarfélaginu. En það félag hefur um árabil haft aðsetur sitt á Seltjarnarnesi og veitt fólki aðstöðu til að nota góðan sjónauka sem það á. Bókin Leiðsögn til stjarnanna er falleg bók og býður af sér góðan þokka. Aðalefni hennar er að kenna fólki, meðal annars með glöggum skýringarmyndum, að þekkja helstu stjörnumerki sem sjást hér á landi og síðan innan þeirra einstakar stjörnur. Fyrir byrjandann eru stjörnukortin á bls. 50-55, sem sýna víðáttumikil himinsvæði, mjög gagn- leg til að ná fyrsta yfirliti og síðan er hægt að rekja sig áfram hvað af hverju. En fyrir utan þessi frumatriði er í bókinni dreginn fram fjöldi atriða af margvíslegu tagi: goðafræð- in gríska, sem framar öllu öðru tengist stjörnumerkjunum, söguleg- ur fróðleikur um þróun stjörnu- fræðinnar. Einstök stjörnunöfn eru í þessari bók fjölmörg talin og rakinn uppruni þeirra, grískur, arabískur, norrænn, í tengslum við merkin sem þær mynda. Skrár eru um birtu- flokka, litróf og fjarlægðir einstakra stjarna - en það eru ókjör og ógrynni af furðulegasta fróðleik sem stjörnufræðingum hefur tekist að afla fyrr og síðar, en þó einkum á síðustu tímum með tilhjálp tækni- undra og ýmislegs samanburðar. Og enginn skyldi halda að sá fróðleikur sé gagnslaus eða þá svo „þungur" að enginn geti skilið hann. Það er einn höfuðkostur bókarinnar hvað hún er einföld og skýr í öllum atriðum, snýr sér beint til lesandans eða þess sem ætlað er að fara að skoða og greiðir fyrir honum. Sá sem augu hefur, hann horfi. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.