Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminni Miðvikudagur 31. janúar 1990 Miðvikudagur 31. janúar 1990 Tíminn 9 Forstjóri Merlin Press í London lá á sjúkrahúsi, las ferðasögu Dufferins lávarðar frá íslandi og ákvað að gefa hana út á ný en tæp 90 ár eru frá síðustu útgáfu: v':rvv Við reyndum að drekka Dufferin undir borð Eftir David Keys í London Um þessar mundir er að koma á markaðinn í Bretlandi endurútgáfa á einhverju þekktasta riti 19. aldar um ísland, en því sem næst 90 ár eru nú liðin frá síðustu útgáfu þess. Bókin sem hér um ræðir, og var fyrst gefin út í London 1857, varð metsölubók á 19. öldinni og er nú gefin út á ný með sérstökum inngangi eftir Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands. Það var írskur þingmaður í lávarða- deild breska þingsins sem skrifaði bókina „LETTERS FROM HIGH LATI- TUDE“ þar sem hann lýsir ferð ensks leiðangurs um óbyggðir íslands. Höf- undurinn, Dufferin Távarður, varð síðar sendiherra við rússnesku keisarahirðina og hjá tyrkneska soldáninum, landstjóri í Kanada og að lokum vísikonungur í Indlandi. Hann áleit Þingvelli svo fagran stað „að það væri þess virði að ferðast umhverfis jörðina til að sjá hann“. Reykjavík hins vegar lýsti hann sem „samsafni nýlegra kofa“ sem væru um- kringdir „eyðilegri hraunbreiðu sem hljóti að hafa spýst upp glóheit úr einhverjum fjarlægum inngangi til Vítis“. Ekki samboðið lávarði að tapa í kappdrykkju Dufferin lávarður lýsir íslenskri gest- risni þannig: „Herramennirnir á staðnum buðu okkur strax velkomna á heimili sín og voru opinskáir, röggsamir og innilegir þannig að það kom manni gersamlega á óvart.“ Hann fór til Heklu, Skaftárjökuls og á hverasvæðin. Sem gestur í Reykja- vík átti hann í nokkrum erfiðleikum með tungumálið en virðist hafa tekist að halda uppi samræðum á latínu við þá íslendinga sem höfðu notið menntunar í klassískum tungum. Sjálfsvirðing írska lávarðarins bauð að hann skyldi ekki bíða lægri hlut þegar íslensku gestgjafarnir hvöttu hann til látlausrar kappdrykkju. í bókinni viður- kennir hann að í eitt skipti hafi hann gengið fulj langt í þessum veisluhöldum enda drukkið dágóðan skammt. Þrjár flöskur af frönsku rauðvíni, fjórar flösk- ur af kampavíni, tvær flöskur af þýsku víni, hálf flaska af sérrí og átta glös af brennivíni. Trúlega hefur lávarðinum orðið illt af glundrinu, sem hefur fengið hann til að leiða hugann að heilsufari sínu og ann- arra. í bók sinni gerir hann athugasemd við það sem hann áleit vera slæmt heilsufar þjóðarinnar. „Hversdagsmatur bjargálna íslenskrar fjölskyldu er þurrk- aður fiskur, smjör, hákarl svo úldinn að hann er farinn að gerjast, og skyr, einkennileg ostategund ólík öllu öðru sem ég hef smakkað, ofurlítið lambakjöt og rúgbrauð. Eins og við er að búast er þetta fábreytta fæði ekki mjög styrkjandi fyrir heilsuna. Skyrbjúgur, holdsveiki og fleiri hörgulsjúkdómar eru mjög algengir þar sem siður mæðra er að hætta að hafa börn sín á brjósti þriggja daga gömul og gefa þeim í staðinn kúamjólk, sem leiðir til skelfilegs barnadauða." Dufferin hreifst af inniiegum kossi Dufferin lávarður var mjög snortinn af íslandi og að því er virðist íslenskum konum. Eitt sinn eftir að lávarðurinn írski og væntanlegur vísikonungur á Indlandi hvíslað í gríni ráðleggingum að meðreiðarmanni sínum Fitz segist hon- um svo frá: „Um leið og ég sneri mér að Fitz hvíslaði ég að honum að að á íslandi væri það talin sjálfsögð kurteisi ferða- manna þegar þeir yfirgæfu viðkomustað að kyssa konurnar sem hefðu verið svo vænar að hafa ofan af fyrir þeim. Ekki datt mér í hug að hann tæki mig trúanlegan. Menn geta því ímyndað sér skelfilega líðan mína þegar ég skyndilega sá hann sýna þá dirfsku - sem ég öfundaði hann raunar af og vogaði mér ekki að líkja eftir - að faðma fyrst að sér móðurina sem nokkurs konar forleik, og síðan svífa á dótturina eins og ekkert væri eðlilegra og sýna henni sömu blíð- mennskuna Ég viðurkenni að ég var sem lamaður af skelfingu. Herbergið hring- sólaði fyrir augum mér. Fitz hringsólaði fyrir augum mér. Ég bjóst við að á næsta andartaki yrði okkur hent út á götu og unga daman fengi móðursýkiskast. Ekk- ert varð þó af slíku og málin þróuðust á þann veg sem engan hafði grunað. Af fullkominni einlægni, sem fór henni betur en allir kurteisissiðir sem kenndir eru í dýrum einkaskólum í heiminum, mætti hún honum á miðri leið í kossi. í augum hennar dansaði kankvísi og gleði og með tveim stútmynduðum rósrauðum vörum gaf hún honum eins hjartanlegan koss og hver okkar karlmannanna gat verið fullsæmdur af. Frá þeirri stundu ákvað ég að í framtíðinni myndi ég laga mig að siðvenjum fbúanna,“ sagði Duff- erin. í bókinni er líka að finna lýsingar á heimsóknum til Jan Mayen og Spitzberg- en og þar eru líka koparstungumyndir, byggðar á teikningum sem gerðar voru í leiðangrinum. ><v lh LETTERS FRO MGII LATITUDES HEING some Accomrr of \ voyage m 1856 m rm Uan "mM,: JAN MF-re.v, AND SPlrZBERGEN WPFÉRIW torrf0lt | ■ v. JOlíN MÖRr ,v WNoo-v 'RAY' ^Emarlr -* 3 I Búast má við að fróðleiksfúsir lesendur í Bretlandi muni á næstunni fræðast um ísland 19. aldarinnar með lestri bókar Dufferins lávarðar. Spítalalesning forstjóra Meriin Press Bókin var endurprentuð meira en tíu sinnum á síðari hluta 19. aldar og í Kanada 1903. Síðan hefur hún legið í gleymsku í Bretlandi, eða þar til enskur útgefandi, Martin Eve, stofnandi og forstjóri Merlin Press útgáfunnar í ■ London fékk nýlega í hendur eintak frá Viktoríutímanum til að lesa meðan hann lá á sjúkrahúsi. Hann minntist þess þá, að á fjórða áratugnum hafði faðir hans, sem var sjómaður, einu sinni mælt með því við hann að lesa frásögn Dufferins lávarðar af íslandi í LETTERS FROM HIGH LATITUDE. Þar sem hann lá í rúmi sínu á sjúkrahúsinu, heillaður og gagntekinn af 19. aldar lýsingu írska lávarðarins á íslandi, ákvað hann að gefa út bókina á ný og fór þess á leit við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta, að hún skrifaði inngang. Vigdís varð fúslega við þeirri bón og hefur innganginn á tilvitnun í frásögn Dufferins af fslandsævintýri sínu: „Loks hef ég séð hina frægu hveri sem allir hafa heyrt svo mikið um. En ég hef líka séð Þingvelli sem enginn hefur heyrt neitt um. Hverirnir eru vissulega stórkostleg náttúruundur, en stórkostlegri og dá- samlegri þó, eru Þingvellir! Sé það þess virði að sigla yfir Spánarhaf til að njóta fegurðar þá er það þess virði að ferðast umhverfis jörðina til að sjá Þingvelli“. Metum mikils framlag Dufferins lávarðar Síðan segir Vigdís í inngangi sínum: „Við íslendingar munum alTtaf kunna að meta þessar línur, sem Dufferin lávarður skrifaði á þeim tíma sem íslenska þjóðin var rétt að byrja að skynja fegurð náttúrunnar í nýju ljósi, vegna þess að þær lýsa nákvæmlega tilfinningum okkar í garð landsins okkar nú á dögum. Það var okkar lán að um miðja 19. öld kom nokkur fjöldi athyglisverðra útlendinga til íslands, sem höfðu laðast að landinu vegna bókmenntaarfsins sem er kjarni þjóðernis okkar, og hins ógreiðfæra og framandi landslags. Ásamt okkar eigin skáldum og undir áhrifum rómantísku stefnunnar bentu þeir þjóðinni, og öllum heimi á verðmæti landslagsins og menn- ingarinnar, sem er svo gífurlega ólík öllu öðru. öldum saman höfðu Islendingar barist erfiðri baráttu gegn römmum náttúruöflum til þess eins að halda lífi og Tímamynd Árai Bjama höfðu þar af leiðandi litið á hrjúft landslag síns eigin lands sem fjandsam- legt umhverfi. Nú hefur okkur tekist að gera þetta land, með sína stórbrotnu og áhrifamiklu náttúru að vini okkar. Það er sannfæring okkar að ef við helgum alla krafta okkar því átaki sem nú er gert til að gefa þessu landi aftur hinn fagra græna feld, sem það hafði að hluta glatað, muni okkur takast að gera það að ævrandi yndi í augum bæði eigin fólks og allra gesta okkar.“ » i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.