Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 31. janúar 1990 MINNING lllllllllllllllMllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll .................. Oddný Einarsdóttir Árnesi Fædd 22. apríl 1921 Dáin 23. desember 1989 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dauðans dimmu nótt. “ (Valdimar Briem). Þetta sálmvers kom mér fyrst í hug þegar ég frétti lát mágkonu minnar, Oddnýjar Einarsdóttur, sem bar að á Þoríáksmessudag s.l. í þann mund er fagnaðarhátíð krist- inna manna var að ganga í garð og allir voru í undirbúningi til að fagna þeirri dýrð sem mannkyninu var búin með komu jólabarnsins, Jesú Krists. - Inn í þá dýrð gekk hún af þessum heimi eftir langvarandi erfið veikindi. Þegar svo var komið, sem henni, þá var það kærkomin lausn þó vinaskilnaðurinn sé og verði við- kvæm stund. - Sigurganga frá þján- ingu og vanmætti, sem enginn mann- legur máttur getur breytt eða bætt. í>á lýtur maður höfði og segir: „Verði, Drottinn, vilji þinn.“ Við fráfall Oddnýjar langar mig að minnast hennar með nokkrum kveðju- og þakkarorðum fyrir kynn- in við hana í rúmlega fjóra áratugi. Þar er margs að minnast og margt að þakka. Verða þau orð mín fátæk- legri en efni standa til og ég hefði viljað. Ber þar ýmislegt til, en þó það helst hvað margt er farið að mást í huga mér. Oddný Sumarrós, svo hét hún fullu nafni, var fædd á Norðfirði (Neskaupstað) 22. apríl 1921. For- eldrar hennar voru Einar Brynjólfs- son og kona hans Þórstína Þorsteins- dóttir. Var það seinna hjónaband beggja foreldra hennar og áttu þau bæði börn frá fyrri hjónaböndum sínum. Oddný ólst upp með foreldr- um sínum og hálfsystkinum frá fyrri hjónaböndum foreldra sinna, auk hálfbróðurins, Lúðvíks Jósefssonar, fyrrum alþingismanns og ráðherra, sem móðir hennar átti milli manna sinna. Einn albróður átti hún, Rafn, sem er látinn fyrir nokkru. Sjálf var hún yngst barna móður sinnar. Hér verður ætt Oddnýjar ekki rakin. Til þess skortir mig allan kunnugleika. En hún bar það með sér að hún var af góðu bergi brotin. Hún var greind kona, smávaxin og fíngerð, tápmikil og hraðvirk með afbrigðum meðan hún hélt heilsu, létt á fæti og varð ekki mikið fyrir því að vippa sér yfir það sem fyrir varð í nokkurri hæð, ef því var að skipta. Hún var nokkuð dökk yfirlit- um með dökkt hár og móbrún augu með geislandi bliki. Hún var lundlétt og hreinskiptin í orðum og gerðum. Eflaust hefur hún snemma farið að taka til hendi og vinna sér og sínum það gagn er hún mátti, slík var skapgerð hennar og atorka, en þá sögu kann ég ekki að rekja. - En atvikin höguðu því svo til að hún barst hingað norður í Árneshrepp fullorðin kona og festi hér þær rætur sem ekki slitnuðu. - Það var góð sending. - Hér samlagaðist hún fljótt fólki og varð eins og innborinn hreppsbúi og undi svo vel hag sínum að aldrei heyrðist frá henni óyndis- orð. Og hún varð samgróin því lífi og lifnaðarháttum, sem hér var lifað og búið við. Hún kom hér inn í stóran frændgarð. Milli hans og hennar myndaðist fljótt gagnkvæm vinátta, sem hélst órofin alla tíð. Það sama mátti segja um aðra ná- granna og sveitunga, þó vandalausir væru. Hún varð af öllum vel látin og eignaðist stóran vinahóp. Fyrir sínu heimili stóð hún af stakri prýði og myndarskap, svo lengi sem hún hafði heilsu til og þó mikið lengur en geta hennar leyfði. Og allt til síðustu stundar bar hún það mjög fyrir brjósti. Það var sumarið 1946 að Oddný kemur í Norðurfjörð með fjögurra ára drenghnokka sem hún átti. Sá drengur er Hávarður, nú bóndi á Kjörvogi. Höfðu þá tekist kynni með henni og Benedikt bróður mín- um á vertíð syðra, veturinn áður. - Svo var þá ástatt í Norðurfirði, að bræður mínir Sveinbjörn og Bene- dikt bjuggu þar hálfgerðu félagsbúi eftir að faðir okkar lét af búskap. Var Sveinbjörn þá kvæntur Sigur- rósu Jónsdóttur frá Asparvík og héldu þau heimilið en Benedikt var lausari við. í heimilinu var faðir okkar, þá háaldraður og blindur. Auk þess var Valgeir bróðir okkar þar þegar hann var heima. Hafði svo staðið um nokkur ár. Eftir að Oddný kom t Norðurfjörð fór hún fljótlega til bús með Bene- dikt og gengu þau í hjónaband nokkru síðar. Varð faðir minn í heimili þeirra og naut þess þau ár er hann átti ólifuð. Sýndi Oddný hon- um mikla og hlýja umönnun, sem hann mat mikils. Var það öllum börnum hans stórt þakkarefni hvað ævikvöld hans varð bjart og notalegt eftir langa og starfsama ævi. Þar átti Oddný stóran hlut að. Hér var Oddný komin inn í stóran frændgarð. Auk sambýlisins við þau Sveinbjörn og Rósu og þeirra börn, voru þrjár systur Benedikts húsfreyj- ur á nágrannabæjunum í Norðurfirði þar sem vart er meira en steinsnar milli býlanna. Auk þess sem við fjórir bræðurnir vorum þá búandi á öðrum bæjum í sveitinni ásamt okk- ar fjölskyldum, að ótöldum Valgeiri bróður okkar, sem var í heimili hennar og lét sér mjög annt um heimili bræðra sinna og varði sér öllum því til hjálpar þau ársem hann átti ólifuð. - í þessum stóra frænd- garði ávann Oddný sér vináttu og virðingu. Og sambýli þeirra svil- kvennanna, Oddnýjarog Rósu, varð að innilegri vináttu, sem aldrei bar skugga á. Sömu sögu var að segja um aðra sveitunga hennar, sem nokkuð höfðu saman við hana að sælda og kynntust henni. Það var jafnan gestkvæmt í Norðurfirði og ekki dró úr því við komu Oddnýjar. Þá voru hvorki bílar né bílvegir. Menn ferðuðust þá á hestum eða fótgangandi, þegar ekki var farið á sjó. Komu þá margir við í Norðurfirði, skyldir og óskyld- ir. Kom sér þá vel að hesthúsið í Norðurfirði var rúmgott og gesta- borðið stórt. - Athygli gesta vöktu snör handtök hinnar smávöxnu konu við að búa gestum og gangandi vel fram bornar veitingar á hlýlegan hátt og gistingu þegar svo bar undir. Öllum þótti gott til þeirra að koma. Nokkuð var þröngt um nýju hjón- in fyrst í stað. En Benedikt bætti fljótlega úr því svo þau höfðu sér- íbúð undir sama þaki. - Jarðnæði þeirra bræðranna var líka of lítið fyrir tvíbýli, en jarðnæði lá þá ekki á lausu svo erfitt var úr því að bæta. Bjuggu þá margir þröngt, öfugt við það sem nú er. - Á þessum árum var orðið nokkurt los um presta í Árnesi og prestssetrið ekki setið að stað- aldri. Forráðamenn kirkjunnar vildu bæta úr því með einhverjum hætti, að jörðin væri ekki mannlaus. Varð það úr að Benedikt var boðið að taka hálft Árnesið sem nýbýli og skyldi fylgja því 1/3 hluti hlunninda staðarins, sem er rekaviður og æðar- varp. - Þessu tilboði tók Benedikt og fluttist að Árnesi með fjölskyldu sína sumarið 1950. Engar byggingar fylgdu nýbýlinu. Varð því að notast við bráðabirgða húsnæði til að byrja með. Þar varð að byggja öll hús frá grunni. Fyrst peningshús og síðan íbúðarhús. Jafnframt var hafíst handa um ræktun túns. AUt kostaði þetta mikla vinnu og eljusemi, auk annars, enda féll Benedikt varla verk úr hendi á þeim árum, og svo hefur jafnan verið. Og hlutur Oddnýjar var heldur ekki smár í því uppbyggingastarfi. Varð nýbýli þeirra fljótt í röð bestu bújarða í sveitinni. Jafnframt lagði Benedikt sig fram um kynbætur á fjárstofni sínum og náði þar eftirtektarverðum árangri. Snyrtimennska og góð um- gengni setti svip sinn á heimili þeirra, innanbæjar sem utan. Þar hallaðist ekki á með þeim hjónunum. Ekki minnkuðu umsvif Oddnýjar við bústaðaskiptin. Meira var færst í fang og heimilið stækkaði. í Norður- firði höfðu þeim fæðst þrjú börn, Þórstína, elsta barnið, og tvíburarn- ir, Einar og Valgeir. Og í Árnesi bættust þrjú við: Þorgeir, Ingólfur og Sesselja. - Gestkvæmt varð hjá þeim í Árnesi líkt og í Norðurfirði. í hinu nýja umhverfi fór sem í Norðurfirði. Oddný varð öllum góð- ur granni og batt vináttu við grann- konur sínar og aðra. Fórum við hjónin og mín fjölskylda síst var- hluta af því. Hélst sú vinátta hennar til leiðarloka. Þar er stórt að þakka. Sambúð þeirra hjónanna var alla tíð með ágætum. Þau voru samhent um alla hluti og samhuga. Benedikt sýndi konu sinni alla tíð mikla um- önnun. Ekki síst naut hún þess eftir að heilsa hennar tók að bila. Eins og fram hefur komið eignuð- ust þau Oddný og Benedikt 6 börn, fjóra syni og tvær dætur, sem öll eru á lífi. Auk þess átti hún soninn, Hávarð, sem Benedikt gekk í föður stað. Hann er nú bóndi á Kjörvogi, hér í sveit. Fyrir rúmum 10 árum tók hann það býli í ábúð, eftir að það hafði verið í eyði um allmörg ár. Þar hefur hann byggt upp öll hús frá grunni og þar með bætt einu byggðu býli við okkar litlu byggð. - Það er líka þakkarefni. Tveir synir þeirra, Valgeir og Ingólfur, hafa tekið við búi af föður sínum og búa félagsbúi. Dæturnar tvær og tveir bræðurnir eru búsett í Reykjavík. Ég hefi hér að framan getið þess hve rösk og snör hún Oddný var, þessi smávaxna kona. Til dæmis um það segi ég hér frá litlu atviki. Eftir að bílfært varð hingað norð- ur í Árneshrepp lögðu margir leið sína hingað, einstaklingar og hópar, til að sjá og kanna nýjar slóðir og hið stórbrotna landslag, sem hér er, og fagurt umhverfi þar sem milli himin- hárra fjalla Ieynist eitt af þrem stærstu og samfelldustu gróðursvæð- um Vestfjarðakjálkans, Trékyll- isvíkin og nágrenni hennar, þar sem margt hefur verið gert til umbóta í ræktun og byggingum til gagns fyrir íbúana og gæti orðið komandi kyn- slóðum til gagns ef annarleg áhrif og óáran þjóðfélagsafla kæmu ekki í veg fyrir að njóta þess. Allt þetta blasir við augum vegfarenda og vek- ur undrun og unaðskennd ferða- langa. Eitt sinn bar svo til að rútubíll, með 30-40 konur, kom að sunnan, lagði leið sína hér um og ætlaði norður í sveit að sjá sig um. Rigning- ar höfðu gengið yfir þá áður og aurskriða runnið á veginn fyrir norð- an Árnes þar sem leið þeirra lá um. í aurskriðunni festist bíllinn og varð að fá hjálp til að losa hann. Á meðan á því stóð urðu konurnar að fara úr bílnum. En kalt var í veðri með úrkomu, svo fljótt setti að konunum. Stutt var heim að Árnesi, býli Oddnýjar og Benedikts. Tóku kon- urnar það til bragðs að fara þangað til að leita sér skjóls meðan unnið væri að því að losa bílinn úr festunni. Um leið og þær komu í hlaðið dreif Oddný þær allar inn og veitti þeim kærkomna hressingu. Á ótrúlega skammri stund hafði hún borið þeim heitt kaffi og bakað pönnukökur í stórum stíl ásamt öðrum veitingum svo allar fengu vel útilátna nægju sína, auk hlýju, sem þeim var heldur ekki vanþörf á. - Svo fljótt og hressilega var þetta gert að konurnar undruðust stórlega hvernig ein kona á bóndabæ gat á jafn skömmum tíma, án fyrirvara, veitt svo mörgum góðan og notalegan beina á jafn stuttum tíma, að þær áttu engin orð yfir það. Minntust þær þess síðar á sérstakan hátt svo að þjóðkunnugt varð og sýndu með því þakklæti sitt. Ég læt þetta dæmi nægja um viðbrögð Oddnýjar þegar gesti bar að hennar garði. Það sýnir handtök hennar og að hún vissi ávallt hvað við átti og brást við samkvæmt því og að henni féllust ekki hendur þó óvænt bæri að. Þess nutu margir á eftirminnilegan hátt, sveitungar og aðkomu gestir. Það var gott að koma til þeirra Árneshjóna. Auk hlýlegra veitinga spunnust fljótt viðræður um dagsins önn og það sem efst var á baugi hverju sinni. Oddný var vel greind og fylgdist vel með því sem var að gerast og hafði ákveðnar skoðanir á atburðum og málefnum líðandi stundar og lét þær í ljósi. Og Bene- dikt fylgdist vel með málum og ræddi þau. Þótti öllum gott að koma til þeirra. Hjálpsemi var þeim báð- um í blóð borin. Þess nutu margir, og ekki síst nágrannar þeirra, í ríkum mæli, án þess að til endur- gjalds væri hugsað. Sjálfur átti ég og mitt heimili vísa aðstoð þeirra og barna þeirra, einkum Þórstínu, með- an hún var heima, og Ingólfs. - Fyrir hennar hlut að því ber ég fram þakkir okkar hjónanna, nú þegar vegferð hennar á meðal okkar er lokið. Þar er stórt að þakka. En líf Oddnýjar var ekki allt dans á rósum. Snemma á ævi hennar fór hún að kenna sjúkleika sem ágerðist þegar árin liðu og dró úr starfsþreki hennar og olli henni vaxandi vanlíð- an. Árum saman var hún með bilað- an maga og þurfti að gæta sérstakrar varúðar í mataræði sínu. Einnig bilaðist hún í lungum og það olli henni erfiðleikum og þrautum. Seinni árin varð hún að hafa súrefni við hendina sér til öryggis. - Þær eru orðnar margar sjúkraferðirnar henn- ar suður á sjúkrahús bæði til ýmissa læknisaðgerða og dvalar, oftast á Vífilsstöðum vegna lungnasjúkdóms hennar, nú síðustu árin, þegar hún var verst haldin. En þegar af henni bráði kom hún heim, því heima vildi hún vera þegar mögulegt var. Menn undruðust mjög hvað þessi veik- byggða kona, orðin upptærð af lang- varandi sjúkleika, hafði af miklu lífsþreki að má, og að lífskveikur hennar skyldi ekki vera löngu slokknaður. Hún bar sjúkleika sinn eins og sönn hetja. Æðruorð heyrð- ust ekki til hennar og þegar af henni bráði brá hún á glens og gamanyrði um vesöld sína og stutt var í gleði- bros á andliti hennar þegar henni leið eitthvað betur. Allir sem nærri henni voru og veittu henni hjúkrun og aðhlynningu, reyndu að gera allt sem í þeirra valdi stóð að létta henni stundirnar og lífsstríðið. Þegar hún var heima veitti Benedikt henni frábæra umönnun og hjúkrun. Allt mat hún þetta mikils og var þakklát öllum sem veittu henni aðhlynningu í langvarandi sjúkleika hennar. Ég minnist þess, að viku fyrir páska, á s.l. vori, urðum við Oddný samferða í flugi suður. Þegar hún kom inn úr flugvélinni fyrir sunnan átti hún mjög örðugt um öndun. Sjálfur var ég lfka móður, þó ekki sem hún. En þrátt fyrir vanlíðan hennar brá fyrir gamalkunnu geisla- bliki í augum hennar og hún stundi upp með erfiðismunum: „Við erum bæði móð, Guðmundur minn.“ Meira gat hún ekki sagt. Þar skildu leiðir okkar. Ég fékk nokkra bót á meini mínu. Hún ekki. Því sit ég nú hér og færi þessi minningar- og kveðjuorð mín á blað. En ég gleymi ekki bliki augna hennar á þeirri stundu eða brosinu, sem breiddist yfir andlit hennar. Þar var enga uppgjöf að sjá eða vonleysi. Hún gekk sem hetja gegn örlögum sínum. Það var í síðasta sinn sem ég sá hana. - í sumar kom hún heim og var heima um tíma, en í haust varð hún enn að fara í sjúkraflugi. En nú átti hún ekki afturkvæmt og séð var að hverju dró. Síðustu vikurnar var hún mjög þjáð og gera þurfti á henni aðgerðir. Þær þoldi hún ekki. Hún var meðvitundarlaus síðustu stund- imar. Börn hennar skiptust á að vera hjá henni og vaka yfir henni þar til umskiptin urðu. Og Benedikt fór suður til að vera hjá henni. Hún andaðist daginn eftir að hann kom suður. Handtak hans fylgdi henni yfir landamærin. - Stríðinu var lokið. - Engill dauðans kom og bar hana inn í birtu og fegurð himnarík- is. - Skuggar lífsins skyggðu ekki lengur á skinið hinumegin. Utför hennar var gerð í Reykjavík þann 3. janúar frá Langholtskirkju að viðstöddu fjölmenni, þar sem burtfluttir Árneshreppsbúar og aðrir sýndu henni þökk og virðingu með nærvem sinni, því vissulega höfðu þeir sem kynntust henni margs að minnast og margt að þakka. Börnin hennar, sem búsett eru hér heima, tóku sig upp með mökum sínum og börnum, í flugi, til að vera við útför hennar. För þeirra greiddist vel og þau komu heim að kvöldi jarðarfar- ardagsins. Fyrir mína hönd, konu minnar, heimilisfólks míns, svo annarra vandamanna og vina í sveitinni, sendi ég henni hinstu kveðju okkar með hjartans bestu þökk fyrir vin- áttu hennar og þann skerf sem hún veitti okkur með komu sinni hingað og lífsstarfi. - Benedikt bróður mín- um og öllum ástvinum hennar send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Bæ, 13. janúar 1990 Guðmundur P. Valgeirsson. IBI , Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í greinibrunna. Verkið felst í gerð og flutningi 60 brunna. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. febrúar 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ||| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lagningu stofnlagnar í Kópavog. Verkið nefnist „Kópavogur - Efra kerfi". Verkið felst í lagningu ca. 1.900 m af pípum, 300 mm og grennri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. febrúar 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.