Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 1
 Frumvarpsdrög um nýja skipan mála í Þjóðleikhúsinu gera ráð fyrir afnámi æviráðninga og gjörbreyttri yfirstjórn: í nýjum drögum að frumvarpi að lögum um Þjóðleikhúsið er gert ráð fyrir verulegum breyt- ingum á starfsemi leikhússins. Þjóðleikhúsráð verður aflagt og þar með sú skipan að stjórn- málaflokkar á Alþingi skipi fulltrúa í það. í staðinn á að koma sérstök þjóðleikhúsnefnd sem annist ráðgjöf og eftirlit með fjármálum leikhússins. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður ókleift fyrir leikhúsið að treysta á auka- fjárveitingar til rekstursins því árlega verði gerður sérstakur samningur milli þjóðleikhús- stjóra og fjármálaráðherra og menntamálaráð- herra um fasta upphæð sem leikhúsið fær og verði þjóðleikhúsnefndin ábyrg fyrir því að einungis þeirri upphæð verði eytt. Þá verða æviráðningar starfsfólks aflagðar. • Baksíða Spurnir af niðurstöðum Jóns Guðmundssonar við Tækniháskóiann í Lundi um að alkalívirkni væri enn til staðar í íslenskri steypu hafa framkallað mikil viðbrögð hér heima. Forstjóri Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins fór til Svíaríkis í gær til að kynna sér rannsókn Jóns, en Sturla Einarsson byggingameistari fullyrðir að alkalí- virkni sé enn í íslenskri steypu og sýndi okkur dæmi um tveggja ára steypu sem hann segir sanna sitt mái. • Blaðsíða 5 Sturla Einarsson bendir á skemmdir í rúmlega 2 ára gamalli steypu sem hann segir ótvtræöar alkalískemmdir. Tímamynd: p/etur Niðurstöður úr rannsókn Jóns Guðmundssonar við Tækniháskólann í Lundi um alkal ívirkni í íslenskri steypu blæs nýju lífi í efasemdarmenn: Ríður alkalí ennþá húsum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.