Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Greiðir hver landsbyggðarfjölskylda 13.000 kr. aðstöðugjald í borgarsjóð Reykjavíkur?: 300 milljóna framlag I borgarsjóð Reykjavíkur Áætla má að aðstöðugjöld sem Reykjavíkurborg fær af heildverslun með vörur sem landsbyggðamenn neyta/nota nemi um 300 milljónum kr. á þessu ári. Þetta svarar til um 13.000 kr. skatts til borgarinnar á hvert heimili á landinu utan suðvesturhornsins. Þarna er þó aðeins um hluta af „lands- byggðaskatti“ borgarinnar að ræða. Stofninn að tugmilljóna króna aðstöðugjöldum borgarinnar af fyrirtækjum eins og; Sambandinu (78 m.kr.) Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (10 m.kr.) Eimskip (31 m.kr.) og Samvinnutryggingum (22 m.kr.) svo nokkur dæmi séu nefnd, skapast að stórum hluta á landsbyggðinni. Muninn má kannski best sjá á því að tekjur Reykjavíkur af aðstöðu- gjöldum námu sem svarar 16.500 kr. á hvern borgarbúa á s.l. ári, en tekjur allra annarra sveitarfélaga að meðaltali 10.500 kr. á íbúa. Munur- inn skilaði Reykjavík um 600 millj. kr. tekjum á árinu 1989. Reykjavík fékk þá vel yfir helminginn af öllum álögðum aðstöðugjöldum í landinu eða um 2 milljarða af alls 3,6 millj- arða álgagningu. Að hluta til stafar þetta af því að heimilt hefur verið að leggja miklu hærri aðstöðugjöld á rekstur sem að mestu er í Reykjavík (t.d. verslun) heldur en algengasta rekstur á landsbyggðinni (sjávarút- veg og fiskvinnslu). „Pað er ekki nema von að Reykja- víkurborg hafi nóga peninga. T.d. hefur hver biti sem maður á Raufar- höfn lætur upp í sig áður verið skattlagður af Reykjavíkurborg, því nær öll heildsölufyrirtæki landsins eru í Reykjavík og borga sín gjöld þar. Það væri forvitnilegt að vita hvaða tekjur borgin fær á þennan hátt vegna innkaupa fólks annars- staðar a landinu". Nei, það er ekki íbúi á Raufarhöfn sem svo mælti í samtali við Tímann, heldur hann einn af stuðningsmönnum meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík. Heildarvelta heildverslunar í landinu 1988 (almenn heildverslun, bílavörur og byggingarvörur) var um 62 milljarðar kr. Þar af komu 79% „í kassa“ fyrirtækja í Reykjavík einni, en aðeins 7% reyndust hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni utan Reykjaness. Miðað við sömu hlutföll á nýliðnu ári, um 20% veltuaukningu mitli ára og að landsbyggðamenn kaupi álíka inn og borgarbúar má áætla innkaup landsbyggðarmanna í heildverslun- um Reykjavíkur í kringum 30 millj- arða króna 1989. Þótt borgin tæki aðeins 1% aðstöðugjald (heimild fyrir 1,3%) af þeirri veltu skilar þessi „landsbyggðaverslun" um 300 millj- ónum króna í borgarsjóð Reykjavík- ur á þessu ári. Deilt niður á íbúa landsbyggðarinnar greiðir hver fjögurra manna fjölskylda þar, í gegn um þessi viðskipti, í raun um 12.800 kr. í aðstöðugjald til Reykja- víkurborgar. Þama er þó aðeins um einn þátt, heildverslunina, að ræða. Hið sama á við um ýmsan annan atvinnurekst- ur, sem er til húsa í Reykjavík og borgar sín gjöld þar þótt hann bygg- ist í raun að stómm hluta á þjónustu eða viðskiptum við fólk úti á landi. Svipað er raunar uppi á teningnum varðandi tekjur borgarinnar af fast- eignagjöldum. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lengi getað hrós- að sér af lægri álagningarprósentu en í öðrum sveitarfélögum - mörg- um þar raunar til svo sárrar gremju að þar mun liggja höfuðástæða þeirr- ar breytingar á gjaldstofni fasteigna- gjalda sem veldur nú mörgum sveit- arstjórnarmönnum stórvandræðum. En þótt álagningarprósentan hafi verið lægri í Reykjavík lenti eigi að síður nær helmingur 3ja milljarða álagðra fasteignagjalda í landinu 1989 í kassa borgarsjóðs Reykjavík- ur. Það eru um 260 milljónir kr. umfram landsmeðaltal m.v. íbúa- fjölda. Þar nýtur borgin m.a. góðs af fjölda opinberra stofnana sem starfa fyrir landið í heild, en „eiga heima“ í Reykjavík og færa borginni þar með drj úgar tekj ur beint og óbeint. - HEI Rafdrifnum rúðum verður ekki útskúfað þrátt fyrir óhappið á Hnífsdalsvegi. Jón Baldur Þorbjörnsson hjá Bifreiðaskoðun íslands: Rafdrif nu rúðurnar fátíðir slysavaldar „Það er enginn neyðarupphalari á rafdrifnum bQrúðum og ef rafkerfið slær út er ekki hægt að opna þær,“ sagði Jón Baldur Þorbjörnsson verkfræðingur hjá Bifreiðaskoðun íslands. Tíminn spurði Jón Baldur að því hvort ástæða væri til að krefjast þess að í þeim bílum sem búnir væru rafdrifnum rúðum væri einnig bún- aður til að opna rúðurnar með handafli, en eins og fram hefur komið var rafdrifin rúða á þeirri hurð sem upp sneri á snjóruðnings- trukknum sem sjóflóð tók út af Hnífsdalsvegi og velti út í sjó s.l. laugardagsmorgun Þegar trukkurinn var kominn í sjóinn virkaði rafmagnsupphalarinn ekki og bílstjórinn, Jakob Þorsteins- son komst þó út um gluggann með því að brjóta rúðuna með höfðinu. Hefði hins vegar verið handvirkur búnaður hefði Jakob trúlega getað skrúfað rúðuna niður og bjargað sér út. „Þetta er fremur afmarkað tilvik. Stöðugt er unnið að því að búa til öruggari bíla en til grundvallar er hreinlega tölfræðilegt mat. Reynt er að auka öryggi þar sem mest er hættan á meiðslum og því sitja sértækari tilvik fremur á hakanum. Sama liggur að baki öryggisbeltum svo dæmi sé tekið. Þau bjarga í langflestum tilfellum en þau tilfelli eru vissulega til þar sem þau voru síður en svo til bóta,“ sagði Jón Baldur. Hann sagði að óhappið sem varð á Hnífsdalsveginum væri eitt af þeim sértæku og því væri afar ólík- legt að búnaði stórra bíla yrði breytt af þess sökum. I mörgum nýrri bílum eru komnar svonefndar samlæsingar en þá læsast allar dyr bílanna þegar einni hurð er læst. Þá er ekki hægt að komast inn ' í bílinn. Hins vegar er hægt að aflæsa hverri einstakri hurð og opna innan- frá. Jón Baldur var spurður hvort samlæsingar gætu reynst varasamar að því leyti að ef slys yrði og allar dyr væru læstar gæti það gert björg- unarfólki erfiðara fyrir að ná til þeirra sem í bílnum væru. Hann sagðist ekki telja að samlæs- INNKAUPASTOFNUN FÆR NÝJA STJÓRN ing byði hættum heim sérstaklega. Þótt dyr væru samlæstar væri samt hægt að opna sérhverjar þeirra innan frá. Þá ætti fólk ekki að venja sig á að læsa dyrum undir akstri enda tilgangur slíks vandséður. Hurðir í bílum ættu ekki að geta opnast við árekstur enda hefðu fram- leiðendur lagt mikið í að gera þær þannig úr garði. Hurðarhúnar og læsingabúnaður væri þannig gerður að lítil hætta væri á að hurðir opnuðust á ferð og þótt að fólk læsti dyrum innan frá þá yrðu dyrnar ekkert tryggari við það. Öðru máli gegndi um barnalæsing-" ar á afturhurðum en tölfræðilegar upplýsingar bentu ótvírætt til þess að þær drægju úr slysum. Dyrnar væru hins vegar jafn opnanlegar utanfrá þótt svo að barnalæsingar væru á. -sá fslenskur fjárhundur Það verður að viðurkennast að leitun er á jafn fallegum hundum. ÍSLENSKI FJÁRHUNDURINN: Þjóðargersemi sem ber að varðveita Fjármálaráðherra hefur skipað í stjóm Innkaupastofnunar ríkisins og þrjá fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórn Innkaupastofnunar er skip- uð þeim Hilmari Ingólfssyni skóla- stjóra, Loga Kristjánssyni verk- fræðingi og Þórhalli Arasyni skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu, sem er formaður stjórnarinnar. Þeir eru skipaðir til tveggja ára. Fulltrúi ráðherra í stjórn Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins em Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, Snorri Olsen skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytisins. Þau eru skipuð til þriggja ára. Aðrir í sjóðsstjórninni em Einar Ólafsson og Ögmundur Jónasson frá BSRB og Þorsteinn Jónsson frá BHMR. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Tíminn greindi frá því að síðasta ári að áhugamenn um hundarækt, og reyndar fleiri, hefðu af því verulegar áhyggjur að íslenski fjár- hundurinn væri að verða sárasjald- gæfur á íslandi. Á ráðstefnu sem haldin var um helgina sem Ieið, um íslenska fjár- hundinn komu fram miklar áhyggj- úr af þessari þróun mála og upplýst var að einungis 150 hreinræktaðir hundar væm á landinu. Af hverju þetta stafar er erfitt að segja til um, en svo virðist sem nágrannar okkar líti íslenska hundinn réttu auga því Danir og Norðmenn rækta nú af- brigðið í töluverðum mæli og er íslenski fjárhundurinn sýndur á öllum hundasýningum á Norður- löndum og víðar, m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum. í fréttatilkynningu frá Hunda- ræktarfélagi íslands um ráðstefn- una, sem nefnd er hér að ofan, segir að mikið starf sé framundan í ræktun íslenska fjárhundsins. „ís- lenski fjárhundurinn er þjóðarger- semi sem ekki má glatast og það er skylda allrar þjóðarinnar að varð- veita hann til frambúðar með auk- inni áherslu á ræktunarstarfinu og bættum aðbúnaði íslenska fjár- hundsins í landinu.“ -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.