Tíminn - 01.02.1990, Side 6

Tíminn - 01.02.1990, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU ' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heilbrigðisþjónusta Eitt af einkennum velferðarþjóðfélags er góð al- menn heilbrigðisþjónusta. Það sem m.a. skilur að þróuð þjóðfélög og vanþróuð er það á hvaða stigi heilsugæsla og læknisþjónusta er. Því almennari og lýðræðislegri sem heilbrigðisþjónustan er því skýr- ari eru að jafnaði auðkenni velferðarþjóðfélagsins. Hvað sem segja má um þróun íslenskrar heil- brigðis- og læknisþjónustu fyrr á tíð, þá þarf engum að blandast hugur um að síðustu 20 ár hefur verið leitast við að efla heilbrigðisþjónustu í landinu á grundvelli mótaðrar löggjafarstefnu sem hefur að markmiði að gera þessa félagslegu þjón- ustu - sem læknishj álpin að sj álfsögðu er - almenna og „lýðræðislega“. Til þess að svo megi verða skortir ekki pólitíska stefnumótun eða ákvarðanir og viljayfirlýsingar löggjafans. í hinum miklu umræðum sem eiga sér stað nú um þessar mundir um heilbrigðisþjónustu er ástæða til að sakna þeirrar heildarsýnar um stefnu og markmið sem nauðsynleg er til þess að fá yfirlit yfir svo viðamikinn málaflokk. Umræðan er allt of mikið látin snúast um afmörkuð ágreiningsefni, sérhagsmunasjónarmið innan læknastéttar og þann leiða hátt að gera heilbrigðismál að bitbeini ríkisvalds annars vegar og sveitarfélaga hins vegar án þess þó að skýrar línur séu dregnar í þessu háværa jagi af hálfu sveitarfélaga og samtaka þeirra, enda er þeim það að líkindum vorkunnar- mál vegna ofríkis stærsta sveitarfélagsins, Reykja- víkurborgar. Fyrir venjulega borgara í þessu landi gætu menn m.a. freistast til að halda að það sem nú skiptir máli að ræða og snertir skipulag heilbrigðisþjónust- unnar sé að gera upp einhverjar sakir milli al- mennra heilsugæslustöðva og einkarekinna lækna- stofa, að þar þurfi önnur hugmyndin að standa yfir höfuðsvörðum hinnar. Þetta er slæmur umræðu- grundvöllur, því að í rauninni er samkomulag um að hvort tveggja fyrirkomulagið eigi rétt á sér í eðlilegum hlutföllum. í sjálfu sér getur enginn haft á móti því að læknar reki sínar eigin stofur á eigin fjárhagsábyrgð, en það væri mikil afturför í þróun heilbrigðiskerfisins, ef brjóta ætti á bak aftur lögfesta stefnu um uppbyggingu almennra heilsu- gæslustöðva. Full ástæða er að taka undir orð Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, héraðslæknis í Reykjaneshéraði, sem jafnframt er kennari í heimilislækningum við Háskóla íslands, í grein í Morgunblaðinu í gær að sú ákvörðun Alþingis að byggja upp heilsugæslu- stöðvar um allt land hafi verið „gæfuríkt spor“ í sögu heilbrigðismála. „Pað hefur sýnt sig,“ segir Jóhann Ág. Sigurðsson, „að heilsugæslustöðvar og þjónusta þeirra eru mjög góður kostur fyrir lands- menn. Pessi uppbygging hér á landi hefur einnig vakið verðskuldaða athygli erlendis, og á síðustu árum hafa hundruð erlendra leikra og lærðra komið hingað til lands til að kynna sér þessa merku þróun.“ Petta er sá sannleikur um þróun heilbrigðisþjón- ustu á íslandi sem ætti að vera útgangspunktur í umræðum um þetta efni, en ekki eilíft sérhags- munastagl heilbrigðisstétta og sveitarfélaga. GARRI Hin uppbúna sæng Talið er að skoöanakönnun Skáís, sem gerð var fyrir Stöð 2, ýti frekar en hitt á eftir mönnum um að sameinast í framboði til borgar- stjórnar gegn íhaldinu, sem nú er spáð gildari meirihiuta en nokkru sinni fyrr. Hin mikla meirihlutaspá byggir fyrst og fremst á stórfelldu fylgishruni Alþýðubandalagsins, enda eru þaðan komnar helstu þreifingar um sameiginlegan lista minnihlutaflokkanna í borgar- stjóm. Hrun uppá 13% Við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar fékk Alþýðubandalagið rétt rúm 20% atkvæða og undi þá sæmilega hag sínum. Þá örlaði hvergi á uppbúinni sæng handa hinum minnihlutaflokkunum, enda hafði þá Alþýðubandalagið enga þörf fyrir hina minnihluta- flokkana. Þeir gátu siglt sinn sjó og átt sig. Nú er hins vegar sótt ákaflega eftir því að fá Framsókn, Alþýðuflokkinn og Kvennalista til samstarfs og talið að Iff liggi við. Skýringin felst í þvi að í skoðana- könnun Skáís fékk Alþýðubanda- lagið aðeins 7%. Hrunið nemur um 13% og hefur ekki áður verið vitað um annað eins hrun. Auðvit- að má reikna með að niðurstöður skoðanakönnunar eins og þessarar eigi eftir að breytast fram að kosn- ingunum. En eftir þvi sem hug- myndafræðilegir félagar Alþýðu- bandalagsins sökkva dýpra í póli- tískan ófarnað í austurblokkinni, má alveg eins búast við að tapið hér heima verði meira. „Red light district“ í því rauða Ijósi sem þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar komu sér upp stendur Alþýðuflokknum næst að heij a samstarf við falleraða kandídata Alþýðubandalagsins. Gallinn er bara sá að skoðana- könnunin sýnir að Alþýðuflokkur- inn fær engan mann kjörinn í borgarstjórn en hefur einn núna. Alþýðubandalaginu mun þykja heldur snautlegt að hafa svo rýran kropp hjá sér í hinni uppbúnu sæng, sem þeir hafa búið væntan- legum samfylkingaraðilum. Það er því alveg eins víst að þeir verði að slökkva á rauða Ijósinu, en til skýringar skal þess getið að sums- staðar erlendis eru hverfi í borgum merkt með rauðu Ijósi, þar sem kátínukonur eru falar, og kallast það „Red light district“. Alþýðu- bandalagið flokkast auðvitað ekki undir slíkt. En þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru svolítið sein- heppnir og hafa raunar brugðið á það ráð að breyta um Ijós. Boðið upp á sjúkrarúm Nú er það staðreynd að Fram- sókn og Kvennalisti komu þokka- lega út úr skoðanakönnun Skáís. Engu að síður virðist eins og Al- þýðubandalagið geri ráð fyrir því, að fyrrgreindir tveir flokkar þurfi á sérstökum björgunaraðgerðum að halda í borgarstjórnarkosningun- um. Þess vegna er þeim boðið í hina uppbúnu sæng samfylkingar- innar þótt Ijóst sé að þar er ekki um að ræða sjúkrarúm fyrir Fram- sókn og Kvennalista, sem halda nokkurn veginn fylgi sínu heldur fyrir þá flokka sem hafa tapað allt að 13% frá síðustu kosningum. Hugsanlegt hefði verið hægt að tala um samfylkingu minnihluta- flokkanna ef mál hefðu staðið þannig að litlu munaði að meiri- hlutinn hefðist í kosningum. En augljóst er að því fer fjarri að svo sé. Atkvæðamagn minnihluta- flokkanna sameinaðra er nú talið þýða að fjórir eða fimm fulltrúar minnihlutaflokkanna nái sæti. Það eru því næsta litlar ástæður til að ganga til sængur með Alþýðu- bandalaginu við slíkar aðstæður. Flokkur með skilyrði Framsóknarflokkurinn þarf ekki að blandast við aðra flokka í fram- boði til að fela tap. Pólitískur skjöldur Framsóknarflokksins er hreinn. Hann átti enga ábyrgðar- menn í austurblokkinni og býr ekki við upplausn í flokknum. Aftur á móti er augljóst að Alþýðu- bandalagið á við bæði þessi vanda- mál að stríða. Engu að síður telur Alþýðubandalagið sig stjóma sam- fylkingartalinu og er að setja skil- yrði eins og sá sem valdið hefur, m.a. um prófkjör. Þessir tilburðir era hreint út sagt hlægilegir. Reynt er að láta líta svo út sem samfylkingin sé einhver fjölda- hreyflng. Ekki er Ijóst hvort fleiri era í þessari „fjöldahreyflngu“ en nokkrir tugir manna og kvenna. Vel má vera að þar sé að flnna einhverja sem vinna að málinu af góðum hug með happastjörnu vinstri manna að leiðarljósi. En málið horfir líka þannig við, að með samfylkingartalinu er verið að freista þess að bjarga AJþýðu- bandalaginu frá þeirri hneisu að falla úr því að vera stærstur minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm með þrjá menn kjöraa niður í það að fá einn mann kjörinn. Með samfylk- ingu sæist ekki hverjir væra að tapa stórt, og það yrði áreiðanlega gengið hart fram í því að hengja bjölluna á vitlausan kött. Garri VÍTT OG BREITT Fallerað menntakerfi Svo virðist að fara verði að skilgreina íslenska skólakerfið upp á nýtt og komast að því hver tilgangurinn er með rekstri þess. Draga verður fram í dagsljósið hvort skólarnir eru geymslustaðir eða menntunarstofnanir og hvort menntakerfið er sniðið að þörfum nemenda eða kennara, eða jafnvel byggingaverktaka. I síðasta tölublaði tímaritsins Þjóðlíf er gerð lítilsháttar úttekt á grunnskólunum og er það ömurleg lesning. í höfuðborginni eru margir skól- ar tvísetnir og skóladagurinn marg- oft sundurslitinn og bömin em því langdvölum í einhvers konar milli- bilsástandi, hvorki í skóla né utan og kann slíkt ekki góðri lukku að stýra. Ekki bætir úr skák að það sem áður voru heimili em nú mannlausar íbúðir, svefnstaðir. Skólarannsóknir og Tanzaníu- fræði sýnast ekki leiða til þess menntunar- og menningarauka sem gúrúar kennslumála gefa svo fögur fyrirheit um. Hundaþjálfun ístöðuleysi og agaskortur leiðir af sér ástand eins og ofbeldi og mannfyrirlitningu. Fræðslustjórinn í Reykjavík segir í nefndu Þjóðlífs- blaði að ráðleysið til að mæta því ófremdarástandi sé svo magnað að forystusauðir Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í höfuðborginni hafi svarist í fóstbræðralag gegn ung- lingavandamálinu í útvarpsþætti. Að flytja inn og temja þýska fjár- hunda til að halda ofbeldisseggjum í skefjum svo að friðsemdarfólki verði vært utandyra. Menntunarleysinu er mætt af slappleika sem ekki ríður við ein- Félagsblað BK •« »•«* Nrtw undallanii XMMUÓOO • (Wofc— í teyming. í fyrravor var prófum í gmnnskólum sleppt vegna kenn- araverkfalla, sem eru orðin fastur liður í þeirri viðleitni að brjóta menntakerfið og unglingana niður. Ekki minna en fjórðungur þeirra sem settust í framhaldsskóla s.l. haust áttu þangað minna en ekkert erindi. Árangurinn lét ekki á sér standa og varð stórfelldara fall á jólapróf- um í vetur en dæmi em um áður. Félagsblað Bandalags kennarafé- laga vísar einfaldlega til verkfalls- ins þegar skýrt er frá landsmetinu í falleringum í prófum og telur að nemendur hafi orðið af svo óskap- lega dýrmætri kennslu í nokkrar vikur að nú viti þeir ekkert í sinn haus. Minna er gert úr því að próflaus- ir gmnnskólakandídatar séu ef til vill fullmargir í framhaldsskólum. Launakjör og vanhæfni Kennarar vilja kenna lágum launum sínum og kjarabaráttu um vanhæfni skólakerfisins til að mennta börn og unglinga. Skóla- kerfið telur að skortur á byggingum hamli því að krakkarnir séu ekki á sinnulitlum flækingi á milli strjálla kennslustunda. Hvað sem því líður em illa læsir og vanhæfir nemendur sestir inn í framhaldsskóla og þar er messað yfir þeim í nokkra mánuði og síðan em þeir felldir og brotnir niður og launakjömm kennara kennt einhliða um. Sívaxandi fjöldi unglinga sem menntakerfið og þar með þjóðfé- lagið hafnar á þennan hátt verða utanveltu og beiskir og viðbrögðin verða þau að pólitískir frömuðir sjá ekki önnur ráð en að þjálfa mannætuhunda til að siga á það utangarðsfólk sem fótunum hefur verið kippt undan. Linnulaus áróðurinn fyrir því að enginn geti orðið maður með mönnum nema með langvarandi skólamenntun og að hvergi verði mannsæmandi framtíðarvinnu að fá án prófa og stöðuheita út úr menntakerfi gera höfnunina enn sárari og framtíðina vonlausari. En svo lengi sem pólitíkusar treysta á vel þjálfaða hunda til að halda utanskólafólki í skefjum er annarra úrbóta líklega ekki þörf. Hér er endurskoðunar þörf. Ekki aðeins á menntakerfi heldur ekki síður á afstöðuna til menntun- ar og svo á ekki að líða langskóla- fólki að ákvarða upp á einsdæmi, að það eitt búi yfir þekkingu og hæfni til halda atvinnuvegum og þjóðfélagi gangandi og að dæma alla þá úr leik sem ekki fíla Tanzan- íuhégiljurnr í botn. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.