Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Tíminn 9 llllll AÐ UTAn" MAO DÝR KU N Nú eru liðnir um átta mánuðir síðan kínversk yfirvöld létu til skarar skríða gegn námsmönnum og brutu þar með á bak aftur baráttu þeirra fyrir lýðrœði og mannréttindum. Þó að foringjarnir hafi sýntfyllstu hörku íþessum aðgérð- um og núfréttist lítið afandófiþar í landi bendir margt til þess að ólga séþar enn undir niðri. Svo mikið er víst aðyf- irvöld eru ekki fyllilega örugg um óskorað vald sitt og grípa til ýmissa ráða til að beygja allan almenning, allar 1200 milljónirnar undir vilja sinn. Þá kemur Maó Tse-tung í góðar þarfir og geta núverandi ráðamenn margt afhon- um lœrt. Maó-dýrkun hefur verið tekin aftur upp íKína og segir Der Spiegel nánarfrá því. tekin upp a ný i Kina! Fall félaganna í Austur- Evrópu hefur skotið leiðtog- um Kína skelk í bringu. Nú treysta þeir á að endurlífgun Maódýrkunar tryggi beim áfram völdin. Lögreglan alls stað- ar nálœg Því sem nœst á hverju kvöldi er lögreglan gestur á litlum krám í Péking. Bílstjórar veröa að reikna meö því að vera stöðvaðir til eftir- lits á nœturnar. Eftirlitsmennirnir leita að vœndiskonum og klám- blöðum, þeir gá vendilega að and- ófsmönnum og borgaralegum- frjálslyndum ritum. Athygli þeirra beinist að hverju því sem gœti stofnað kínverskum sósíalisma í hœttu. í verksmiðjum og á skrifstofum hefur nú verið hafin ný herferð til aö kanna hugarfar starfsmanna. Þar sem yfirvöldin treysta ekki þegnum sínum fyllilega, þrátt fyrir öll holl- ustuávörpin, neyðir hún óbreytta borgara enn á ný til að ástunda sjálfsgagnrýni og vill komast að því hvaða augum Kínverjar líta kommúnistaflokkinn og hina blóði drifnu „gagnbyltingu" 4. júní sl. Flokksfélagarnir í Peking verða að afhenda félagaskírteinin sín og það er ekki fyrr en þeir hafa gengið undir nákvœma prófun sem þeir fá þau aftur í hendur. „Þetta er hrein- asta ógnun," segir menntamaður Leiðtogarnir enn óöruggir um stöðu sína Þetta stranga eftirlit sýnir hversu óöruggir leiðtogarnir í Pek- ing eru um stöðu sína enn, sjö mán- uðum eftir valdbeitinguna. Hið hraða fall evrópsku félaganna og grimmilegt líflát rúmenska skoð- anabróðurins Nicolae Ceausescu hefur gert þá óttaslegna. Stjórnvöld hafa sent fleiri lögreglumenn til miðborgarinnar og í háskólahverf- ið. Borgarstjórnin í Peking hefur gefið út fyrirskipun þess efnis að allur mannsafnaöur á Torgi hins himneska friðar sé harðbannaður. Beiðni verkamanna, sem vildu mótmœla launalœkkunum, neituöu embœtlismenn jafneindregið og óskum stúdenta í Peking um að minnast dánardags hins virta fyrr- um forsœtisráðherra Chou En-lai með minningargöngu. Öryggis- sveitir fengu skipanir um að kœfa mótmceli í fœðingunni og öll frí hermanna hafa verið afnumin. Að öllum þessum fyrirmœlum afgreiddum álitu yfírvöld það ekki óyfirstíganlegt að fella úr gildi her- lögin sem gilt höfðu í vissum hlut- um höfuðborgarinnar síðan í maí 1989. Yfirvöld vildu með þeirri ákvörðun sýna sjálfsöryggi og kalla fram jákvœð viðbrögð hjá ferða- mönnum og erlendum auðkýfing- um til að fjárfesta í landinu. Erfiðar útskýringar á falli kommúnism- ansíEvrópu Á hinn bóginn reynir kommún- istaftokkurinn að útskýra fyrir óbreyttum löndum sínum hverjar séu ástœðurnar til þess að hinn fallni sósíalismi í Austur-Evrópu „setur Kína í þá stöðu að verða áfram óháö og traust ríki", eins og segir í dagblaði stjórnvalda, hvers vegna hin kínverska útgáfa sósíal- ismans heiti „lokasigri", eins og Ji- ang Zemin flokksforingi orðar það. Hrun brœðraflokkanna kenna kínversku kommúnistaforingjarnir þeim manni um sem þeir tóku á móti með kostum og kynjum í maí sl., leiðtoga Sovétríkjanna Míkhafi Gorbatsjov. 1 rökrœðuleiðbeininga- bœklingi embœttismanna segir að stefna hans hafi leyst úr lœðingi það sem þeir kalla nú „eyðilegg- ingu sósíalismans". Enn er gagnrýnin á yfirvöld í Moskvu á lœgri nótunum, líklega af hrceðslu um að stofna í hœttu því sambandi ríkjanna sem komst á á fyrra ári eftir 30 ára sambandsleysi. En Jiang flokksforingi gaf þó sov- Klámblöö oq andófs- bókmenntir lögö að jöfnu og brennd á báli. Hvort tveggja grefur undan „kmverska sósí- alismanum". éska miðstjórnarmanninum Wa- lentin Falin það brýna ráð í desem- berlok að umbœtur í Sovétríkjun- um yrðu að fara í „réttan farveg". Þann rétta farveg álíta Kínverjar Sovétrfkin hafa sagt skiliö við. Það er ekki langt um liöið síðan Sovét- ríkin tóku sér stöðu við hlið Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi vandamál Palestínu og þá gegn hagsmunum þróunarlanda og þar með líka gegn hagsmunum Kína. Hugmyndafrœðileg árás á Sovétríkin! Wang Zhen varaforseti heimt- aði m.a.s. hugmyndafrœðilega árás. Hann sagði: „Það sem Sovétríkin eru að aðhafast er löngu hœtt að vera umbœtur. Við œttum að gagn- rýna skýrt endurskoðunarstefnu Sovétmanna". í tilraun til aö víggiröa sósíal- isma sinn gegn öllu frjálsrœði hrista kínversku félagarnir nú aftur rykið af „Hinum mikla stýrimanni" Maó Tse-tung. Þar sem minningin um ofsafengna menningarbylting- armanninn hafði ekki fallið inn í endurbótahugmyndir Dengs Xiao- ping höfðu minnismerki um Maó verið rifin niður, og ferðamönnum verið seldar postulínsbrjóstmyndir og rauða bókin, sem hefur að geyma spakmœli hins látna leið- toga, eins og hver önnur skringileg- heit. Nú á að skerpa andstœðurnar inilli „sósíalismans með kínversk séreinkenni", eins og Maó auglýsti hann, og hinnar að því er virðist misheppnuðu evrópsku útgáfu hans. Auk þess vilja kínversku kommúnistamir styrkja undirslöð- ur sparnaðarstefnu að fyrirmynd Maós með því að leggja áherslu á þœr dyggöir að leggja hart að sér við vinnu og lifa fábrotnu lífi. Fyrirmyndarher- maður Maós aftur til eftirbreytni Skáldið og byltingarmaðurinn Maó Tse-tung, sem lést 1976, er hylltur í kvikmyndum og blaða- greinum. Rit hans eru endurútgefin, ný lög samin við kvœöi hans og gefin út á hljóðsnœldu, sem gefin er út undir titlinum „Sannarlega niikill maður sem átti engan sinn líka meðal samtímamanna". Snœldan er seld á um 130 kr. Al- þýðuforlagið Jilin hefur m.a.s. gef- ið út œttartré Maós, þar sem fram kemur að hann er afkomandi Zhu Wen keisara á tíundu öld. Herinn hefur líka aftur fundið fyrirmynd í Maó. Nýliðarnir í 179. deild fótgönguliðsins hafa í sam- einingu kynnt sér náiö hina frœgu grein hans „Að þjóna fólkinu" og eru þar með álitnir fyrirmyndar- sveit Frelsishersins. Yfirmaöur Hervísindaakadem- íunnar lýsti því yfir á ráðstefnu að „Þrátt fyrir að stríð nú á tímum séu að ýmsu leyti frábrugðin þeim sem háð voru fyrir 40 árum, eiga grunn- reglurnar í hugmyndafrœðilegri hernaðarhugsun Maós þar enn miklu hlutverki að gegna". Það eru ekki bara kenningar Maós sem kínverski kommúnista- flokkurinn grípur nú til, áróðursað- ferðir hans njóta nú líka vinsœlda á þeim bœ. Nú fjalla heilsíðu blaðagreinar um fyrirmyndarhermann Maós á sjöunda áratugnum. Lei Feng, sem þvoði sokka félaga sinna án þess að hugsa um sjálfan sig, gaf sjúkum mat sinn og trúði svo auðmjúkur á málstað kommúnistaflokksins, er nú aftur orðinn að hinni miklu fyr- irmynd. „Lei Feng"-hópar sópuðu lestarpalla, í Tianjin klipptu 8000 umferðarlögregluþjónar ókeypis hár almennra borgara og gerðu við reiðhjól, allt með fyrirmynd Lei Feng aö leiðarljósi. Kínverska fréttastofan uppgötv- aði nýjan áhuga á „flóknu og auð- ugu sálarlífi" Maós. Skólabrœður Xinyus, barnabarns Maós, sem stundar nám í sögu við alþýöuhá- skólann í Peking, grátbiðja hann því sem nœst á hverjum degi að segja sér frá afa sínum. En strákur- inn er ekki nema 19 ára og man ekkert eftir afa sínum. Félagarnir fara því bónleiðir til búðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.