Tíminn - 01.02.1990, Side 17

Tíminn - 01.02.1990, Side 17
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 Tíminn 17 ri.wmwo ■ Mnr Húsvíkingar - Þingeyingar Steingrímur Guðmundur Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og Guö- mundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Að framsöguræðum loknum, fyrirspurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Húsavíkur Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF á Akureyri mun taka á móti FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Farog gisting í svefnpokaplássi mun kostatvötil þrjú þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 4. febrúarnk. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarkonur Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hafa með þvf áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. Stjórn LFK. Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Allir velkomnir. Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Stjórnin Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sfmi 36757. Illllllllillllilllllill! SPEGILL illlliiiiilllliiiilliiillliiiiiiiilliilllll ■í ' Grace er ekki beint sú manngerð sem fólk rekst á í Hagkaup á föstudögum. Grace Jones hin ógurlega Grace Jones hefur byggt frægð sína á þvf að ganga fram af fólki. Hún hefur skapað sér þá ímynd að vera árásargjörn, villt og grimm og til dæmis komið á svið sem villidýr f búri tii að undirstrika það enn- fremur. Nýlega kom hún fram á myndbandi sem framleitt var til styrktar bamahjálpinni og þar íklæddist hún aðeins þunnu lagi af leðju. Hún segir að atvinna sín byggist á ímyndinni og hún noti líkama sinn sem verkfæri til að koma henni á framfæri. Hún segir karl- menn ekki óttast hana vegna ofsa- fenginnar framkomunnar heldur vegna þess að hún hafi snemma tamið sér að hugsa eins og karl- maður. Hún ólst upp á Jamaica, átti fjóra bræður og segir föður sinn hafa verið afar sterkan persónu- leika. Hún sá að konurnar lifðu lífi sínu í skugganum af körlunum og neitaði að takast slíkt hlutverk á hendur. Þess vegna einbeitti hún sér að því að vera sjálfstæð í hugsun og gerðum. Pað er þetta frelsi í hugsun og samkeppnisandinn sem karl- mennirnir óttast, að áliti Grace, sem er ákveðin í að allt hennar líf verði ein sigurganga. Viðhaldið hikaði ekki við að nýta sér athyglina sem lætin höfðu í för með sér. Rokkarinn grip- inn glóðvolgur Heather Lockiear, ein aðal- stjarnan í Dynastyþáttunum, varð ekki beint hrifin þegar hún kom að eiginmanni sínum, rokkaranum Tommy Lee, í rúminu með fyrir- sætunni Jamie Elien. Heather hafði haft af því spurnir að makinn væri farinn að hlaupa út undan sér með umræddri fyrirsætu og réð sér því einkaspæjara til að' fylgjast með ferðum hans. Þegar spæjarinn lét hana vita að sést hefði til þeirra læðupokast inn á hótel í Hollywood, rauk hún á staðinn og stóð þau að verki. Fyrirsætan var fljót að nýta sér uppákomuna og segja amerískum kjaftablöðum söguna frá fyrstu hendi. „Hún var alveg fjúkandi ill, alveg bandóð. Hún ruddist inn, öskraði og æpti og réðst á Tommy Lee. Ég varð dauðhrædd og forð- aði mér hið snarasta." Og hún heldur áfram: „Ekki skil ég í því hvað maðurinn hennar sér við hana. Þetta er flatbrjósta bauna- gras. Ég skil ekki að Tommy Lee skuli taka hana fram yfir mig.“ Síðustu fregnir herma að Heat- her hafi sótt um skilnað en það er, að sögn kunnugra, mestmegnis til að hræða rokkarann til að halda sig á mottunni. Heather er foxill.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.