Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 — 686300 NUTIMA FUJTNIN6AR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, ________«28822________ SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 .^<"bilas^ '\ ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tíminii FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Víðtækar breytingar í nýjum frumvarpsdrögum um Þjóðleikhúsið: pj iTH^Tau*] ] il i ifíl m i Pl Menntamálaráðherra hefur nú komið fram með ný frumvarpsdrög um lög um Þjóðleikhúsið. í þessum drögum er gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á rekstri Þjóðleikhússins. Meðal annars á að leggja niður ævi- ráðningar, þjóðleikhúsráð verður ekki skipað fulltrúum stjórnmálaflokka og völd þess verða jafnframt aukin. Þá verður skipuð þjóðleikhúsnefnd sem verður tengiliður við fjármáiayfirvöld og annast eftirlit og ráðgjöf varðandi fjármál Þjóðleikhússins. I Frumvarpsdrögin hafa verið send þingflokkum stjórnarflokk- anna og nýlega fékk menntamála- ráðherra nokkrum hagsmunaaðil- um frumvarpið til umsagnar m.a. í Þjóðleikhúsinu. Þeir aðilar sem Tíminn leitaði til þar vildu ekki tjá sig um frumvarpsdrögin að svo stöddu. Listrænt og f járhagslegt sjálfstæði Meginmarkmiðið með frum- varpinu mun vera að stuðla að því að Þjóðleikhúsinu sé stjórnað af ábyrgð, framsýni og listrænum metnaði. Þá á frumvarpið einnig að efla listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði. Einnig á það að stuðla að því að Þjóðleikhúsið hagi fjár- málastefnu sinni innan ramma fjár- laga og hafi ekki lengur möguleika á að kalla á aukafjárveitingar um- fram þann samning sem gera á í upphafi hvers árs milli þjóðleikhús- stjóra og menntamála- og fjármála- ráðherra. Æviráðningar verða sem fyrr segir afnumdar og verða starfs- menn ráðnir til takmarkaðs tíma í senn. Þá er gert ráð fyrir því að leikhúsið sjálft annist allar greiðsl- ur til starfsmanna sinna en ekki launaskrifstofa ríkisins. Politíkina burt Áhrif Þjóðleikhússráðs á stjórn- un og rekstur leikhússins verða aukin verulega. Er í frumvarpinu lagt til að stjórnmálaflokkarnir skipi ekki framar í ráðið, heldur verði meirihluti fulltrúa þess kjörn- ir af ýmsum samtökum listafólks. Einnig mun menntamálaráðuneyt- ið skipa einn fulltrúa í ráðið. Þá verða þjóðleikhússtjóranum gefnar frjálsari hendur en verið hefur varðandi val á samstarfsfólkí og er stefnt að því að enginn . starfsmaður leikhússins sé ráðinn til lengri tíma en leikhússtjórinn sjálfur. Lagt er til að þriggja manna nefnd, þjóðleikhúsnefnd, starfi með stjórn leikhússins til að treysta reksturinn og fjárhagsgrundvöll. Nefndin á að vera skipuð fulltrúum fjármálaráðuneytis, menntamála- ráðuneytis og þjóðleikhúsráði. Á nefndin að vera tengiliður við fjármálayfirvöld og annast eftirlit og ráðgjöf varðandi fjármál Ieik- hússins. Til að efla íslenska leikritun er lagt til að aldrei starfi færri en tveir leikritahöfundar við Þjóðleikhús- ið. -SSH ( 84 ára gömul kona slasaðist alvarlega og tvö stálpuð börn slösuðust minna, annað skarst á höfði og andliti en hitt kvartaði um eymsli í mjöðm, þegar Subaru skutbíll og Bens sendiferðabíll skullu harkalega saman á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs rétt eftir kl. 20 í gærkvöldi. Sendiferðabifreiðinni var ekið suður Kringlumýrarbraut. Skutbflnum var ekið austur eftir Laugavegi og skall sendiferðabfllinn harkalega á hægri hlið skutbflsins við framhurð. Bflstjórinn var einn í sendiferðabflnum en auk ökumanns skutliílsins var þar í framsætinu konan sem slasaðist mest, en bðrnin voru aftur í. Allir voru í beltum. Lögreglan Iýsir eftir Sjónarvottum að þesSU Slysi. -BG/Tímamyiid Pjetur Samningamir ekki komnir í hús. Ríkisstjórn gefur frekari tryggingar og lausir endar milli samningsaðila: Samningar ekki komnir í hús Samningafundir héldu áfram í gær eftir að hafa strandað í fyrrinótt á því að aðilar vinnumarkaðarins töldu tryggingar ríkisins ónógar fyrir því að búvöruverði yrði haldið óbreyttu út árið. Ekki var því skrifað undir neina samninga í fyrrinótt eins og margir bjuggust við. í gær sögðu samninga- menn sem Tíminn hafði tal af að bjartsýni á að samningar væru að takast hefði verið full mikil og að ekki væri víst að tækist að semja fyrr en í fyrsta lagi um helgina. Atvinnurekendur hafa lagt á það Vaxtabreytingar bankanna taka gildi í dag: Starfshópur í varanlega vaxtalækkun Viðskiptaráðherra skipaði i gær í starfshóp sem ætlað er að athuga um mögulegar aðgerðir bankakerfisins og ríkisstjórnarinnar sem leiða munu til þess að vaxtalækkanir samfara lækkandi verðbólgu verði varanleg- ar. Skipað var í starfshópinn að til- iiialiiiii Sambands ísl. viðskipta- banka og Sambands ísl. sparisjóða. Eftirtaldir menn eiga sæti í hópnum: Björn Friðfinnsson frá viðskipta- ráðuneytinu formaður, Eiríkur Guðnason Seðlabankanum, Hall- grímur Jónsson Sambandi ísl. spari- sjóða, Ólafur Örn Ingólfsson Lands- bankanum, Pétur Erlendsson Sam- vinnubankanum, Ragnar Önundar- son íslandsbanka og Sveinn Jónsson Búnaðarbankanum. Vextir breytast í dag í bönkum og sparisjóðum. Vextir af útlánum lækka í flestum tilfellum og er þetta gert að sögn bankamanna í þeirri von að verðlagsþróun á íslandi geti orðið sambærileg við það sem gerist í helstu viðskiptalöndunum. Hjá Landsbankanum verða for- vextir víxla frá deginum í dag 22% og af viðskiptavíxlum 23%. Af al- mennum skuldabréfum verða kjör- vextir 21,5%. Það verður þó ekki fyrr en 11. febrúar en hæstu skulda- bréfavextir með skuldbreytingar- álagi verða 23,5%. Skuldabréfavext- ir voru þann 11. þ.m. 30,5% þannig að lækkunin verður 9%. Yfirdráttar- vextir eru nú 26,5% en voru áður 29% Innlánsvextir verða óbreyttir hjá Landsbankanum. Yfirdráttarvextir eru frá í dag 25% hjá Búnaðarbankanum. Víxla- vextir 21,5%, vextir af viðskiptavíxl- um 22,5%, af almennum skuldabréf- um verða vextir 22%. Innlánsvextir breytast einnig hjá Búnaðarbankan- um. Af sparisjóðsbókum verða þeir 7% (voru 9%) Gullbók Í6% (óbreytt), metbók 17,5% (var 18%) Hjá íslandsbanka verða víxilvext- ir 21% (voru 26,5%) Kjörvextir af almennum skuldabréfum verða 19,75% (voru28%),yfirdráttarvext- ir verða 25% (voru 32%). Innlánsvextir fslandsbanka munu hins vegar lækka talsvert af flestum tegundum innlána. Af venjulegum sparisjóðsbókum verða greiddir 5% vextir en var áður 9%. Af bundnum innlánsreikningum lækka vextir úr 19-19,5% í 14%. -sá áherslu í viðræðunum að kosið verði um væntanlega samninga í allsherj- aratkvæðagreiðslu. Umtalsverð andstaða er gegn slíku innan ASÍ og forystumaður í hreyfingunni sagði í gær að slíkt þýddi stórkostlega eftir- gjöf á lýðréttindum og ætti ekki að eiga sér stað. Hann sagði að þótt samningar tækjust fljótlega þá hlyti að vera eftir að koma samningunum gegn um félögin til samþykktar en and- staða væri talsverð gegn þeim línum sem lagðar hafa verið enda skiptu þær hækkanir sem um væri talað þá lægst launuðu nánast engu máli. Andstaðan væri þó misjöfn eftir félögum. Það væri því alls óvíst um að hugsanlegir samningar taki gildi. Ríkisstjórnin ræddi í gær á löngum fundi kröfur um óbreytt búvöruverð • og gaf síðan út skriflega yfirlýsingu sem lögð var fyrir samningamenn. Þeir'hófu þegar að fjalla um hana í starfshópum en stóru samninga- nefndirnar settust síðan á formlegan fund kl. 23 í gærkvöldi og var búist við að hann stæði fram á dag. f gærkvöldi var eftir að ganga frá ýmsum sérmálum. Þar á meðal var greiðsla desemberuppbótar en ASÍ vill að ef fólk hætti störfum, fái það greidda uppbótina í hlutfalli við þann mánaðafjölda sem það hefur unnið á sama vinnustað, en missi hana ekki alveg, eins og nú er raunin, ef það hættir á vinnustað fyrir jól. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.