Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 2
^ostudagur 2. febrúar 1990 2 Tíminn' Einar H. Einarsson Skammadalshóli, eftirlitsmaður með jarðskjálftamæli í Mýrdal í 19 ár: Skjálftamælirinn er inni í svefnherbergi Á dvalarheimili aldraðra í Vík í Mýrdal hefur verið settur upp jarðskjálftamælir til að fylgjast með hræringum eldstöðv- arinnar Kötlu. Einar H. Einarsson bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal hefur hýst mælinn og fylgst með honum frá 1971. Nú hefur Einar brugðið búi og flust með konu sinni, Steinunni Stefánsdóttur, á dvalarheimili aldraðra í Vík. Hjónin Einar H. Einarsson og Steinunn Stefánsdóttir gæta nú jarðskjálfta- mælis á dvalarheimili aldraðra í Vík í Mýrdal. Ráðamenn elliheimilisins og yfir- mcnn jarðskjálftadeildar Veður- stofu íslands lögðu að Einari að hafa áfram yfirumsjón með mælinum. Reyndist það auðsótt mál af hálfu þeirra hjóna og hefur honum nú verið komið upp í svefnherberginu. Þá hafði Einar einnig með sér talstöð frá Almannavörnum ríkisins, sem fylgir mælinum og hefur stöðinni verið komið fyrir í stofunni. „Hann er nú ekki vel settur hér í Vík. f>að gerir sjórinn. Hann vill tala við hann. Brimið kemur mjög vel fram á mælinum og ég verð að hafa minni mögnun á honum hér en á Skammadalshóli." sagði Einar í samtali við Tímann í gær. Hann játti því að hann hefði gaman af að stússa við mælinn og það sem honum fylgdi. Jarðskjálftamælir hefur áður verið staðsettur í Vík og segir Einar að margir hafi verið óánægðir þegar hann var fluttur úr kauptúninu. „Meðal annars þess vegna tóku menn vel í það að ég kæmi með mælinn með mér.“ sagði Einar. Einn helsti tilgangurinn með mælinum í Vík er eins og áður segir að fylgjast með Kötlu. Hvað segir Einar um hana. Er Katla dáin? „Nei. Ekki var hún dauð í sumar. Hún lifnaði einn daginn, en það stóð stutt og hún lognaðist út af aftur.“ Áttu von á gosi á næstu árum? „Það þætti mér ekki ótrúlegt. Pað er svo langt síðan hún gaus síðast." Það er tilgáta Einars að önnur eldgos á íslandi gætu hafa orðið til þess að létta á Kötlu. Sérstaklega nefnir hann í því sambandi gosið í Vest- mannaeyjum 1973. Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við Tímann í gær að þetta væri ágætis tilgáta, en ekki væri hægt að sanna neitt um þetta. Eru Víkurbúar almennt með hug- ann við Kötlu? Einar sagðist ekki alveg vita hvernig þetta væri í dag en veturinn 1977-78 hefði Katla verið með lífs- marki og þá ekki leynt sér að fólk var á varðbergi. „Þeir sögðu nú Víkarar að kerlingarnar hefðu verið búnar að taka til uppáhalds dótið sitt og setja það í skjóður við rúmgafl- inn, ef eitthvað óvænt myndi gerast.“ sagði Einar og hló. Einar fullyrðir að Katla muni ekki koma sér á óvart. „Hún lætur mig vita sólarhring áður með umbrot- um.“ Hann er nú að verða 78 ára gamall og segist vera orðinn slæmur til heilsunnar, en ekki svo andlega lúinn að hann geti ekki lesið af mælinum. Eftir hálfrar aldar búsetu á Skammadalshóli segist hann af- skaplega ánægður með nýja heimilið að Hátúni í Vík. „Starfsfólkið hér er einvala lið og við hjónin erum af- skaplega ánægð með dvölina.“ sagði Einar. „Það lá í augum uppi að einhver yrði að gæta mælisins og Einar hefur gert það með sóma. Eftir öll þessi ár má segja að hann sé orðinn sér- fræðingur á þessu sviði og okkur þótti mikils virði að hann skyldi taka mælinn með sér.“ sagði Ragnar Stefánsson j arðskj álftafræðingur. - ES Guöni Ágústsson alþingismaður gagnrýnir húsameistara ríkisins fyrir „einkapraxís“. Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra: „Kem urti 1 greii na að leggji 3 err ibætti ið af“ Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra segir það koma til greina að leggja niður embætti Húsamcist- ara ríkisins. Ef það væri gert yrði að tryggja að sambærileg þjónusta og embættið veitti yrði til staðar. Þetta kom fram í fyrirspurn varðandi emb- ættið sem Guðni Ágústsson alþingis- maður flutti á þingi ■ gær. Eitt af þeim atriðum scm Guðni gagnrýndi í ræðu sinni var að húsa- meistari ríkisins, Garðar Halldórs- son, væri í „stórfelldum einkaprax- ís“, eins og hann orðaði það. „Ég nefni hér tvö verk til sögunn- ar,“ sagði Guðni. „Hann er annar af tveimur arkítektum af væntanlegu hóteli Eimskipafélags íslands. Hann er enn fremur annar af tveimur arkítektum að viðbyggingu við Hót- el Sögu. Stangast þetta ekki á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna? Veikja slík vinnu- brögð ekki móralinn á vinnustað? Eftir höfðinu dansa limirnir, segir á einum stað, er þetta víðar látið viðgangast hjá ríkinu.“ í svari forsætisráðherra kom fram að ekki væru í gildi sérstakar reglur um hvaða skyldum störfum húsa- Guðni Ágústsson alþm. meistari mætti sinna utan við starf sitt hjá ríkinu, heldur væru í gildi almennar reglur um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar væri tekið fram að starfsmönnum ríkisins væri heimilt að vinna auka- störf, enda ylli það ekki vanrækslu á þeim störfum er stöðu þeirra fylgdu. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Steingrímur Hermannsson sagði húsameistara hafa gert sér grein fyrir öllum þeim aukastörfum er hann hefði tekið að sér og hann ekki metið það sem svo að það stangaðist á við embættisskyldur hans. -ÁG Þyrill gaf 1,6 milljónir Kívanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi varð tuttugu ára 27. janúar s.l.. Stofndagur klúbbsins var 27. janúar 1970, í upphafi voru félagar tuttugu talsins, en eru nú fimmtíu. Á þessum tímamótum veitti klúbburinn styrki að upphæð rúmlega sextán hundruð þúsund krónur. í hádegisverðarboði á afmælisdag- inn afhenti forseti Þyrils Viðar Magnússon eftirfarandi styrki í formi fjárframlaga frá klúbbnum: íþróttabandalagi Akraness, vegna kjörs á íþróttamanni ársins, fimmtán þúsund krónur. Elmar Þórðarsyni talkennara, vegna rannsókna á stami barna og útgáfu bæklings um stam, krónur fjörutíu þúsund. íþróttafé- lagi fatlaðra, fimmtíu þúsund . krónur. Björgunarsveitinni Hjálp- inni á Akranesi, til byggingar björg- unarstöðvar við Akraneshöfn, fimm hundruð þúsund krónur. Þroska- hjálp á Vesturlandi, krónur ein milljón, sem verja skal til fram- kvæmda á sumardvalarheimili fé- lagsins. Tvær megin fjáröflunarleiðir Kí- vanisklúbbsins eru flugeldasala fyrir gamlárskvöld og blómasala á konu- degi. Þyrli bárust margar gjafir í tilefni dagsins. Þá sæmdi Ólafur Jensson, formaður íþróttafélags fati- aðra Kívanisklúbbinn Þyril heiðurs- merki félagsins, fyrir veitta aðstoð. Akranesi/Stefán Heimsókn Havels ekki staðfest Síðdegis í gær hafði ekki borist endanleg staðfesting á því að Vacl- av Havel, forseti Tékkóslóvakíu, komi hingað til lands. En sem kunnugt er hefur honum verið boðið að vera viðstaddur frumsýn- ingu Þjóðleikhússins á leikriti sínu Endurbyggingin,- sem fyrirhuguð er um miðjan mánuðinn. Sveinn Björnsson, prótókól utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Tímann að vissulega væri fyrirvarinn orðinn stuttur og enn lægi ekki Ijóst fyrir hvers eðlis heimsóknin yrði, einkaheimsókn eða hálf opinber heimsókn. Þess vegna hafi ekki verið unnt að setja saman dagskrá fyrir heimsóknina. Aðspurður sagði Sveinn að af sömu ástæðu lægi ekki fyrir hver myndi bera kostnaðinn af heimsókninni, - Þjóðleikhúsið eða hið opinbera. Þó væri Ijóst að útgjöld Þjóðleik- hússins yrðu varla umtalsverð í þessu sambandi. Gísli Alfreðsson þjóðleikhús- stjóri sagði að ekki lægi fyrir hver kostnaðurinn yrði. Þó væri gert ráð fyrir að Havel komi hingað í einka- flugvél og Hótel Saga hafi boðið fría gistingu fyrir forsetann og fylgdarlið hans. Enn væri ekki ljóst á hvaða formi heimsóknin yrði en líklegast yrði um svokallaða hálf opinbera heimsókn að ræða. Gísli bætti því við að það borgaði sig tvímælalaust fyrir Þjóðleikhús- ið að leggja í kostnað vegna heim- sóknarinnar vegna þess hve hún vekti mikla athygli á verkinu. „Ef af heimsókninni verður, sem ég vona og geri ráð fyrir, vekur hún athygli heimsins á Islandi og Þjóð- leikhúsinu." Mun þetta verða í fyrsta skipti sem Havel verður vitni að sýningu á eigin verki á erlendri grund en rúmir tveir áratugir munu vera síðan Havel sá sýningu á eigin leikriti. SSH í gær tók Davíð Oddsson borgarstjóri fyrstu skóflustunguna að byggingu aldraðra við Lindargötu í Reyjavík. Framkvæmdirnar ná til 220 bílastæða og 93 þjónustuíbúða, þjónustumiðstöðvar og davistardeildar fyrir aldraða. Áætlaður heildarkostnaður við þessar byggingar er 1,5 milljarður á verðlagi dagsins í dag. Tímamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.