Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 2. febrúar 1990 Timinri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 George Bush George Bush hefur nú gegnt embætti Banda- ríkjaforseta í eitt ár og virðist njóta trausts meðal þjóðar sinnar, ef marka má skoðanakannanir. í sambandi við vinsældir Bush er því haldið fram að hann njóti þess beinlínis hversu friðvænlegt er í sambúð risaveldanna, þó fæstir reki það mál til núverandi Bandaríkjaforseta sérstaklega. Hvað það snertir hefur Bush verið í skugga annarra sem sérstakur frumkvæðismaður að bættum samskipt- um austurs og vesturs. Hins vegar hefur honum tekist að halda þannig á hlut Bandaríkjamanna gagnvart hinni nýju þróun í heimsmálum að hans eigin þjóð virðist sætta sig við framgöngu hans í því máli. í fyrradag flutti George Bush sína fyrstu form- legu stefnuræðu á Bandaríkjaþingi. Sú ræða hefur vakið athygli fyrir þá tillögu sem forsetinn bar þar fram að stórveldin fækkuðu hermönnum sínum á meginiandi Evrópu miklu meira en hann hefur áður lagt til. í byrjun forsetatíðar sinnar var Bush með hugmyndir um miklu minni fækkun hermanna í Evrópu. Sl. vor lagði hann til að tala hermanna stórveldanna hvors um sig yrði miðuð við 275 þúsund, en nú gerir hann tillögu um 195 þúsund hermenn fyrir hvort um sig. Ef litið er á tölur um núverandi hermannafjölda stórveldanna á meginlandi Evrópu myndi þetta þýða að bandarískum hermönnum fækkaði um 65 þúsund en sovéskum um 370 þúsund, því að sovéskir hermenn hafa alltaf verið fleiri og dreifð- ari um alþýðulýðveldin en bandarískir í NATO löndum. I fréttum Reuters í gær segir að sovét- stjórnin taki tilboði Bush vel og telji það skref í rétta átt, og framkvæmdastjóri NATO telur að almenn samstaða sé um stuðning við fækkunarhug- myndir Bandaríkjaforseta. Hvað varðar afskipti Bush af þróun Evrópumála er þessi tillaga hans um fækkun í herafla stórveld- anna án efa athyglisverðust síðan hann lagði fram hugmyndir sínar um afvopnun á fundi leiðtoga Atlantshafsríkja í maí á fyrra ári. Þær hugmyndir greiddu fyrir málamiðlun í deilum Vestur-Þjóð- verja og Bandaríkjamanna um hvernig standa skyldi að afvopnunarmálum. Það er því engin ástæða til að vanmeta störf George Bush á forsetastóli, þótt því fari fjarri að þau séu öll óumdeilanleg, s.s. innrásin í Panama, sem hann sætir gagnrýni fyrir, ekki aðeins erlendis, heldur einnig heima fyrir. Innrásin í Panama varpar ljósi á hvar það verður í náinni framtíð sem vandamál Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum koma til með að liggja. Fari svo sem líkur benda til, að Bandaríkin muni smám saman draga sig út úr Evrópumálum eftir meira en 40 ára einbeitingu á því sviði, þá getur ekki hjá því farið að þau fari að líta til með sínum eigin „bakgarði“, rómönsku Ameríku, þar sem stjórn- málaóreiðan hefur fengið að dafna í skjóli banda- rískrar íhlutunar án jákvæðrar uppbyggingar- stefnu. GARRI Steingrímur Ólafur Ragnar Þórarinn V. Einar Oddur Guðmundur J. Ásmundur Tímamót í samningum Þá eru horfur á því að samningar séu að takast og má vel vera að skrifað hafi verið undir þegar þetta er lesið. Eftir fréttum að dæma er hér um óvenjulega samninga að ræða, og mun óhætt að segja að aldrei fyrr hafi verið tekið annað eins tillit til ástands þjóðfélagsins eins og nú. Skynsamari menn ræð- ast við um launamálin en áður var, sumpart vegna þess að á þeim hvQir ekki krafa um að hleypa málum út I harðvítugar deUur af pólitískum ástæðum, og sumpart vegna þess að það friðarafl sem nú ræður ríkjum á milli vinnuafls og vinnuveitenda verður ekki rofið af offörum, sem sáu endalok allrar verkalýðsbaráttu líkamnast í „fyrírmyndarríkjum“ austurblokk- arinnar. Til varnar kaupmætti Ekki hefur alltaf tekist að lifa í sæmilegum fríði í landinu og hefur þar mest boríð á átökum vinnuafls og vinnuveitenda. Áður, eins og að þessu sinni, hafa ríkisstjómir verið kallaðar tU, svo hægt værí að ganga frá samningum. Þá hefur niðurstöðum af verkalýðsbarátt- unni veríð slengt út í allt þjóðfélag- ið með misjöfnum árangrí. Ólafur Ragnar Grímsson hefur einmitt haft á orði að þessu sinni, að erfitt værí að hugsa sér að leysa þessa deUu með erlendum lántökum sem bömum okkar værí ætlað að greiða. Við höfum einmitt hegðað okkur þannig margsinnis á liðnum áratugum án þess að dæmið hafi verið orðað jafn bókstaflega og hjá Ólafi Ragnarí. Það hefur komið fram að megin- markmið samninganna er að verja kaupmátt launa og ná um leið veralegum árangri í minnkun verð- bólgu. Verðbólgan er mikiU böl- valdur og bætir ekki úr, að Ijóst er að staða undirstöðuatvinnuvega er mjög bágborin. Tilkostnaði heimU- anna verður að halda í skefjum, en tU að halda verði á landbúnaðar- vöram óbreyttu tU lengri tíma þarf ríkið að leggja fram töluvert fé í niðurgreiðslur. Bankar, sem reikna nafnvexti út frá meðaltaU þríggja síðustu mánaða á undan, tala nú um að lækka nafnvexti í takt við minnkandi verðbólgu, og er reiknað með, farí sem horfir, að nafnvextir geti fljótlega lækkað um helming. Sú lækkun mun þegar hafa gífurleg áhrif á hagi heimil- anna. Gegn verðbólgu Steingrímur Hermannsson hefur lýst því að hér sé um að ræða kjarasamninga gegn verðbólgu, og því sé ríkisstjórnin heUshugarmeð- mælt samningagerðinni. Það er þvi Ijóst að ríkisstjórain gerir það sem hún getur tU að koma samningun- um í höfn. Steingrimur hefur lagt áherslu á, að viðræðurnar byggist á sjónarmiðum sem miði að því að ná verðbólgunni niður. Steingrím- ur hefúr Iýst því yfir að stjómin sé reiðubúin að tryggja að markmið samninganna náist. Þeir sem vinna að hinni stóra þraut að fá aUa lausa enda tU að ná saman era m.a. bjargvætturínn frá Flateyri, Einar Oddur Kristjáns- son, sem stendur nú í sínu fyrsta stórverki sem formaður Vinnuveit- endasambandsins. Viðmælendur hans era gamlir jaxlar á borð við Ásmund Stefánsson og Guðmund J. Guðmundsson, sem gaf út ágæt- ar minningar sínar frá verkalýðs- baráttunni á þessum vetrí. Ljóst er af viðræðum, að þessir menn og aðrír sem að viðræðunum standa, hafa ákveðið í upphafi að nálgast kjarasamninga frá nýrrí hlið. Þeim ætlar að takast það góðu heUli. Tímamót Fari samningamálin sem horfir þegar þetta er skrifað, er um algjör tímamót að ræða. í fyrsta sinn er tekið algjört tillit tíl ástandsins í þjóðfélaginu, og raunar líkt og menn hafí ákveðið að snúa bökum saman til að tryggja farsæla lausn. Forsætisráðherra hefur talað um „almennan sldlning á nauðsyn þess að ná verðbólgunni niður“. Það er ekki einungis hagur verkalýðs og vinnuveitenda, heldur þjóðarhag- ur og er þá skipt um skreið frá þeim tíma, þegar jafnvel varspurt: Hvað varðar okkur um þjóðarhag? Þessi tímamót í kjarasamningum bera með sér, að kominn sé sá tími, að menn hafi lagt tU hliðar vopn harðfylgninnar í stéttabaráttunni sem var pólitísk í eðli sínu og tekið í staðinn upp baráttu fyrir velfara- aði og mannsæmandi lífi, sem allir era sáttir við að skuli vera sú stefna sem aðUar vinnumarkaðarins hafi að leiðarljósi. Garri VÍTT OG BREITT Glansnúmer hugmyndafræðinnar Fleira stendur á fallvöltum brauðfótum í heimi hér en marx- lenínisminn og annað miðstýrt vald. Óbeisluð markaðshyggja get- ur allt eins leitt til ófamaðar og valdið þungum búsifjum meðal þeirra sem fyrir verða. Eignamissir og atvinnuleysi fjölda manns fylgir iðulega í kjölfar gjaldþrota stórfyr- irtækja þar sem sóun verðmæta er helst að líkja við stríðsrekstur. Fyrir rúmu ári kepptust glitblöð fjármálalífsins við að kynna auð- söfnunarsnillinginn Robert Cam- peau, kanadískan alþýðumann sem fann fiffið í meðferð pappíra sem breyttust í dollaraupphæðir við snertingu hans, eins og gullið í greipum Krösusar hérna um árið. Helgisögnin um Campeau, verkamann í Kanada, náði há- marki þegar hann keypti nokkrar heimsþekktar verslanakeðjur í Bandaríkjunum. Fjármálasíður stórblaða útlistuðu snilldartakta hans við að spila þannig úr pappírs- gögnunum, að eigendur verslana- keðjanna neyddust til að selja og keppinautar hlutu að láta í minni pokann. Gljáblöð birtu glansmyndir af ameríska draumnum í glæsisölum Bloomingdales, sem hann var orð- inn eigandi að og úr íveruhöllum og var mikilfenglegt að skoða öll þau indælu bílæti og lesa um hvern- ig pappírsgögn og undirskriftir göldruðu auðinn sem þinglýstar eignir jöfurs markaðshyggjunnar. Spáð í fortíðina Sérleg viðskiptaútgáfa Morgun- blaðsins hefur eftir The Wall Street Joumal og Financial Times að nú séu bágar fréttir af pappíraveldi Roberts Campeau. Allt móverkið sem hann keypti af svo miklum skörungsskap í fyrra er nú komið með greiðslustöðvun og gjaldþrot upp á mörg hundruð milljarða er yfirvofandi. í hinum gagnmerku og vönduðu fjármálablöðum er frá því skýrt með ábúðarmikilli þekkingu hvar undrabarninu varð á í messunni og eru skribentar hreint ofboðslega vitrir eftir á og spá nú aftur í tímann og sýna fram á að Campeau fjárfesti eins og vitfirringur og að fyrirtækin mundu aldrei getastaðið undir fjármagnskostnaðinum og eru nú á hvínandi kúpunni, verð- gildi þeirra hrapað niður í ræfils- lega óvem og verður líklegast lok- að og allir tapa. Nema kannski helst þeir sem prökkuðu 258 stór- verslunum inn á karlvesalinginn á einu bretti og létu hann kvitta fyrir skuldahalanum sem lánastofnanir munu nú tapa. Pappírsgögnin eigulegu Glansmyndin af Robert Cam- peau á sér margar hliðstæður á Islandi, sé að gáð. Pappírspúkar frjálshyggjunnar smjúga um fjár- málakerfin, hlutafélög eru stofnuð og handónýtir pappírar stimplaðir og undirskrifaðir og eignir skipta um eigendur og mikil glansnúmer eru búin til úr þeim hröppum sem hæst ber í viðskiptalífinu og dug- legastir em við pappírspeninga- gerð á hverjum tíma. Fyrirtæki sem enginn peningur hefur nokkm sinni verið lagður í, en mjólkuð ótæpilega em metin á ofboðslegar upphæðir en skuldum og óráðsíu sópað undir teppi og geymt þar svo lengi sem stætt er á. Frjáls viðskipti og hófleg sam- keppni eru öllum til góðs, fram- leiðendum sem þjónustuaðilum og neytendum. En sú markaðshyggja sem misst hefur með öllu sjónar á verðmætasköpun frumframleiðslu og vinnuframlagi við að gera vöru markaðshæfa er komin á villigötur, rétt eins og hugmyndafræði marx- lenínismans. Allur sá mikli áróður sem rekinn er fyrir grimmilegri samkeppni og að verðbréfabrask og okurrenta og tilfærslur talnadálka milli tölvu- skjáa séu undirstaða þjóðartekna og velmegunar, er ósvífnari og heimskulegri en svo, að hægt sé að rökræða um þau vísindi, fremur en þá bábilju sósíalismans að púl erfiðismannsins sé eina undirstaða auðsins. Þegar sameignarstefnan hrynur fyrir augunum á alheimi er óþarfi að gefa frjálshyggjunni frítt spil til að byggja upp sinn ójöfnuð. Enda hrynja hennar spilaborgir líka, eins og dæmin sanna. Enn er þörf á hófsemi í hugsun, samvinnu í viðskiptum og blandað hagkerfi er áreiðanlega affarasæl- ast þegar til lengdar lætur. Það ætti enginn að fá glýju í augun af þeim innanmorknu glans- númerum sem hugmyndafræðingar sameignarsinna sem og markaðs- hyggjuaflanna eru svo áfjáðir í að ýta fram í sviðsljósin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.