Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 2. febrúar 1990 Föstudagur 2. febrúar 1990 Tíminn 9 Eftir Agnar Óskarsson Gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum: íbúar á norðanverðum Vestfjörðum hafa undanfarna daga mátt búa við mikið fannfergi. Eins og Tíminn greindi frá lýsti almannavarnanefnd Flateyrar yfir hættuástandi vegna snjóflóðahættu úr bæjargilinu og voru 9 hús rýmd vegna þess. í fyrradag aflýsti almannavarna- nefndin hættuástandinu, sem þá hafði staðið í sex daga og fékk fólkið að fara heim til sín. Flest allir vegir á norðan- verðum Vestfjörðum hafa verið meira og minna ófærir í vikunni og á ísafirði muna menn vart svo mikla ofankomu á svo skömmum tíma. Til marks um það má geta þess að fyrir um hálfum mánuði horfði til vandræða þar sem erfitt var að halda skíðalyftunni opinni vegna snjó- leysis, en í dag eru þær ónothæfar, þar sem þær eru svo til fenntar í kaf. Díselrafstöðvar keyrðar á norðanverðum Vestfjörðum Jakob Ólafsson deildarstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða sagði í samtali við Tímann að snjóflóð hátt í 400 metra breitt hafi fallið á aðalflutningslínu orku- búsins til norðanverðra Vestfjarða, skammt frá Mjólkárvirkjun, skömmu eftir hádegi í fyrradag. Snjóflóðið sópaði burt tveim stæðum, auk þess sem tvær aðrar skemmdust. Línan til Flateyrar bilaði á föstudag í Breiðadal og línan til Bolungarvíkur slitnaði í fyrrakvöld. Að- spurður hvort búið væri að finna þá bilun, sagði Jakob að ekkert væri hægt að leita að henni vegna veðurs. „Það er varla hundi út sigandi,“ sagið Jakob. í gær var verið að brjótast með tæki yfir Hrafnseyrarheiði til að gera við línuna við Mjólká og átti Jakob von á því að mennirnir yrðu komnir á staðinn í gærkvöldi eða nótt. Vonast var eftir liðsauka línumanna frá Landsvirkjun, en flugfært var á Bíldudal. „Þá verður hægt að fara að byrja á að undirbúa verkið. Það verður töluverð vinna að gera við bilunina, því flóðið er stórt og töluvert þarf að moka burt af snjó til að komast að,“ sagði Jakob. Jakob sagði að rafmagnsleysi væri hvergi á Vestfjörðum, en norðan Arnar- fjarðar væru díselrafstöðvar keyrðar, til að anna orkuþörfinni og hefði það tekist vel. Þá er gömul lína frá Mjólká notuð með díselrafstöðvunum og gefur hún 5 mw frá Mjólká. „Það er óhemju mikill snjór hérna á ísafirði," sagði Jakob. Hann sagðist ekki áður hafa séð svo mikinn snjó koma á jafn stuttum tíma og nú. „Maður hefur séð geysilega mikinn snjó hér, en þessi á fimmtudag, vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll í byrjun vikunnar og stað- næmdist í um 25 metra fjarlægð frá efsta húsi við Ólafstún. Fólkið fór til síns heima í fyrrakvöld og var að vonum fegið að komast heim til sín, að sögn Steinars, þó svo ekki hafi væst um það hjá vinum og ættingjum. „Almanna- varnanefndin er mjög þakklát fyrir það hvað fólk var rólegt og tók þessu vel. Ég held að fólkið sem yfirgefa þurfti húsin hafi skilið okkar sjónarmið," sagði Stein- ar. „Það er öll atvinnustarfsemi í gangi, svona eins og hún getur verið í gæfta- leysi. Bátar hafa ekkert getað róið, en togarinn landaði í fyrradag og verið er að vinna þann afla. Atvinnulífið er náttúrulega í lágmarki, þegar hráefnið vantar,“ sagði Steinar. Hann sagði að bæjarbragurinn væri dálítið dapurlegur eins og er. Fólk ekki meira á ferð en það nauðsynlega þarf og ófærð á öllum götum, þó svo reynt væri að halda götunni við verslanirnar opinni. „Við erum nú vön þessu. Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem það kemur snjór hjá okkur, en það er óvenjumikil ofankoma á skömmum tíma,“ sagði Steinar. í fyrradag sagði hann að 140 millimetra úrkoma hefði mælst síðan á fimmtudag í síðustu viku. „Það er eins og einn og hálfur mánuður, þegar verst er austur á Héraði. Mér skilst að mánaðarúrkoma á Héraði hafi komist í 100 mm og það þótt gott, en við erum komin í 140 á einni viku,“ sagði Steinar. Flateyringar hafa einn vörubíl með snjótönn, sem halda á flugvellinum og vegum í Ónundarfirði opnum að Gemlu- fallsheiði. Hann ræður ekkert orðið við snjóþyngslin og því nær stopp. Arnarflug flaug til Flateyrar í fyrradag og voru flugmennirnir fengnir til að athuga fjallið fyrir ofan bæinn. Sögðu þeir að snjór væri lítill ofarlega í fjallinu og lítið sem ekkert upp á því, en hins vegar er talsverður snjór þegar komið er niður í miðjar hlíðar. Flugsamgöngur við Flat- eyri hafa verið stopular að undanförnu og hafa aðeins þrjár ferðir verið síðan á mánudag í síðustu viku. Farið var að bera á skorti í verslunum á einhverjum vörum, þar til í gærmorgun að skip kom frá Reykjavík. Gámur sem fara átti til Flateyrar fyrir um viku endaði á ísafirði en von er á honum í nótt. Hins vegar er mjólk uppurin, en síðasti mjólurfarmur kom á laugardags- kvöld með varðskipi. Læknirinn á staðnum hafði ráðningar- tíma til 29. janúar. „Varðskipið var hér á mánudag og hún fór með því. Við í almannavarnanefnd áttuðum okkur ekki á því og sáum ekki þetta langt fram í tímann, því annars hefðum við farið fram á að hún yrði örlítið lengur," sagði Steinar. Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið, sagði Steinar að öll él birti upp um síðir. „Það vorar einhvern tímann og við bíðum eftir því. Það er það sem heldur í okkur lífinu hérna að það vorar og þá er gott að vera hér. Ein vika á milli vina á kafi í snjó, er ekki stóra málið, það er svo margt annað sem bætir þetta upp. Hvert á maður að fara þar sem ekki er eitthvað að. Manni líst bara vel á framtíðina og bíður eftir að það fari að stytta upp,“ sagði Steinar. Hægir á sér í dag en rýkur upp á sunnudag Á veðurstofunni fengust þær upplýs- ingar að hvassviðri eða stormur, 8 til 9 vindstig, hafi verið á norðanverðum Vestfjörðum í gær. í nótt átti að lægja og draga úr úrkomu. í dag er spáð 5~til 6 vindstigum með éljum. Á morgun, laugardag er búist við enn hægara veðri, en á aðfaranótt sunnudags er gert ráð fyrir að hann gangi aftur í vaxandi austanátt, með snjókomu og hvassviðri síðdegis á sunnudag. hefur komið á mjög skömmum tíma. Ég •var staddur í Reykjavík fyrir tæpum hálfum mánuði og þá var sáralítill snjór hér, ekkert meira en í Reykjavík þá. Þeir voru nýlega búnir að opna skíðalyft- urnar þá, en segja má að snjóinn hafi vantað. Núna er þetta meira og minna komið á kaf,“ sagði Jakob. Skefur í slóðann jafn óöum og rutt er Gísli Árnason varðstjóri í lögreglunni á ísafirði sagði í samtali við Tímann síðdegis í gær að vægt til orða tekið þá væri kolvitlaust veður. „Maður sér ekki út úr augum ojg bærinn aílur að teppast,“ sagði Gísli. I gær var reynt að moka Hnífsdalsveg, en skafrenningur var svo mikill að jafn óðum fyllti í. Þá var vegurinn um Óshlíð með öllu ófær. „Þegar Hnífsdalsvegur er orðinn lokað- ur, þá má segja að ástandið sé orðið fremur slærnt," sagði Gísli. Hann sagði að engin óhöpp, svo vitað væri, hefðu átt sér stað og ekki talin hætta á snjóflóðum í Hnífsdal eða Skutulsfirði. Gísli sagði að líklega væri atvinnulíf með hefð- bundnum hætti, þó svo að viðbúið væri að þeir sem sækja vinnu til ísafjarðar frá Hnífsdal hafi ekki komist, eða lent í basli. „Fagranesið sér um mjólkurflutn- ingana og Ríkisskip hafa komið með nauðsynjar, þannig að það væsir ekkert um fólkið hérna," sagði Gísli. Lítið hefur verið um' flugsamgöngur við ísafjörð frá því á þriðjudag í fyrri- viku. Á sunnudag lentu þrjár vélar á ísafjarðarflugvelli og ein á mánudag. Hættuástandi afflétt Steinar Guðmundsson hreppstjóri og formaður almannavarnarnefndar á Flat- eyri sagði enn væri vitlaust veður, en aflétt hafi verið hættuástandi vegna snjóflóðahættu í fyrradag, en það hafði þá staðið yfir í sex daga. Eins og Tíminn greindi frá voru 9 hús við Ólafstún rýmd Vitneskja um vorið heldur í okkur lífi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.