Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 2- fpbrúar 1990 MINNING Guðbjarni Sigmundsson Fæddur 2. apríl 1897 Dáinn 24. janúar 1990 Látinn er í hárri elli Guðbjarni Sigmundsson, ívarshúsum á Akra- nesi. Útför hans verður gerð í dag frá Akraneskirkju. Guðbjarni fæddist í Arnþórsholti í Lundarreykjardal 2. apríl 1897. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Jónsdóttir og Sigmundur Guð- bjarnason. Að ívarshúsum á Akra- nesi fluttu þau árið 1900. Þar var Guðbjami alinn upp og þar bjó hann lengst ævinnar. Ungur að árum verð- ur hann fyrirvinna móður sinnar því faðir hans andaðist mjög fyrir aldur fram árið 1914. Guðbjarni naut í æsku venjulegrar barnafræðslu þeirra tíma og var síðan einn vetur í unglingaskóla á Akranesi. Hafði hann af því mikil not. Strax kom í ljós dugnaður Guð- bjarna og kjarkur, vinnugleði og lífskraftur sem yfirvann alla erfið- leika. Hann bjó einnig yfir góðri greind og einbeittum vilja. Guð- bjarni var einnig líkamlega vel á sig kominn. Fram eftir ævi var hann hið mesta hraustmenni. Dugnaðarfork- ur að hverju sem hann gekk og sívinnandi. Langa ævi var hann ým- ist sjómaður, verkamaður, síldar- matsmaður og jafnframt stundaði hann búskap. Ivarshús var grasbýli á Akranesi, sem einnig átti land að sjó, þar sem síðar var byggð höfn. Aðstaða var því góð, bæði til bú- skapar og útræðis. Hún var notuð til ívarshúsum, Akranesi hins ítrasta með dugnaði og útsjón- arsemi. Guðbjarni var á vinnumarkaðin- um í 65 ár og hætti þar rétt áður en hann varð 80 ára. Síðustu 16 árin vann hann í Sementsverksmiðju ríkisins og þar áður mjög lengi í S.F.A. á Akranesi. Hann var hjá mörgum aflasælum formönnum á Akranesi og eftirsóttur sjómaður. Guðbjarni var ágætur féíagsmála- maður og starfaði fram eftir ævinni í verkalýðshreyfingunni og sam- vinnufélögum. Hann var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Akra- ness 1924. Átti lengi sæti í stjórn félagsins og samninganefndum. Hann var ötull baráttumaður, fastur fyrir í skoðunum og lét ógjarnan deigan síga. Var hann þar vel metinn af störfum sínum. Guðbjarni kvæntist þann 24. júní 1922 Guðnýju Magnúsdóttur bónda á Iðunnarstöðum í Lundarreykjar- dal Gunnlaugssonar, mikilli dugnað- ar- og myndarkonu sem alls staðar naut álits og virðingar. Með þeim hjónum var mikið jafnræði um and- legt og líkamlegt atgervi, þótt ólík væru að ýmsu leyti. Þau lifðu í farsælu hjónabandi í 62 ár, en Guðný andaðist 18. nóvember 1984. í>au eignuðust 11 börn, 2 dóu í bernsku en 9 eru á lífi - 4 synir og 5 dætur - sem öll hafa stofnað heimili. Þau eru þessi talin í aldursröð: Sveinn, verkamaður á Akranesi, Fjóla, hús- móðir á Akranesi, Vigdís, húsmóðir á Akranesi, Lilja, húsmóðir í t Útför systur, mágkonu og frænku okkar Karitasar Guðmundsdóttur Bjarnastíg 2, verður gerð frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Fjölskyldan. t Elskulegur eiginmaður minn Ólafur Ingi Þórðarson mjólkurfræðingur, Borgarbraut 45, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness, miðvikudaginn 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Guðbjörg Ásmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Hallgrímur Pétursson Dalalandi 14 verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Krlstín Salómonsdóttir Gústav Óskarsson Sigrún Þóra Óskarsdóttir Rut Hallgrímsdóttir Anna Hallgrímsdóttir ína Salóme Hallgrímsdóttir Elsa Haraldsdóttir Emil Ágústsson Arngrímur Hermannsson Gunnar Borgarsson og barnabörn t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns Bjarna Jónssonar Bjamarhöfn. Guð blessi ykkur. Laufey Valgeirsdóttlr og fjölskylda. Reykjavík, Ema, húsmóðir í Reykjavík, dr. Sigmundur, rektor Háskóla íslands, Kópavogi, Svein- björn, kerfisfræðingur í Reykjavík, Sturla, bóndi og oddviti, Fossatúni í Borgarfirði, og Hannesína, húsmóð- ir í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eiga mikinn fjölda afkomenda - mannvænlegur hópur - sem gegnir hinum fjölbreyttustu störfum í þjóð- félaginu. Fátt sýnir betur dugnað þeirra hjóna og ráðdeild en að ala upp með miklum sóma 9 börn á hinum svo- nefndu kreppuárum við betri efna- hagsleg skilyrði en algengt var. Þau leituðust við að börnin fengju þá menntun sem hugur þeirra stóð til og létu sér á allan hátt annt um uppeldi þeirra. Árið 1930- í upphafi heimskreppunnar - lét Guðbjarni sig ekki muna um að byggja veglegt íbúðarhús sem þá var meðal hinna stærstu á Akranesi. Umhyggja Guð- bjarna fyrir heimilinu og síðar börn- um sínum og afkomendum þeirra var sterk og einlæg. Ég hef sagt frá því á öðrum stað að Guðbjarni var meðal þeirra fyrstu sem ég kynntist á Akranesi er ég flutti þangað vorið 1954. Þau kynni urðu með óvenjulegum hætti. Bæjarstjórnin hafði 5 árum áður boðið ríkinu ókeypis land undir sementsverksmiðju, yrði hún stað- sett á Akranesi. Guðbjarni átti veru- legan hluta þess lands, en hvorki var búið að greiða honum landið né komast að niðurstöðu um verð á því, enda þótt bygging verksmiðjunnar væri þá að hefjast. Við áttum því marga og stranga fundi um kaup þessi fram eftir árinu 1954 þar til samningar tókust um haustið og sennilega báðir óánægðir. Mér varð strax ljóst að Guðbjarni var stál- greindur og harðsnúinn málafylgju- maður sem hélt fast og einarðlega á málstað sínum. Á eftir varð mér ennfremur ljóst að Guðbjarni var víðsýnn drengskaparmaður, því aldrei lét hann mig gjalda þess persónulega þótt ég reyndi af fremsta megni að gæta hagsmuna bæjarins gagnvart kröfum hans. Þvert á móti tókst með okkur vinátta upp frá þessu sem aldrei bar skugga á. Síðan átti ég eindreginn stuðning hans í langri baráttu. Fyrir þetta var ég Guðbjarna ævinlega mjög þakk- látur og mat hann því meir sem ég kynntist honum betur. Hann var sjálfstæður í orðum og athöfnum og Iét engan segja sér fyrir verkum. Síðar á ævinni áttum við oft eftir að rifja upp okkar fyrstu kynni og henda gaman af þeim, þvf Guðbjarni gat verið glettinn og gamansamur. Guðbjami var greindur vel og stálminnugur. Átti auðvelt með að segja frá og var vel að sér um marga hluti. Hann las mikið, fylgdist vel með almennum málum og hafði skoðanir á þeim. Nokkuð gerði hann af því að kasta fram vísum við ýms tækifæri, sér og öðrum til yndis og ánægju. Átti hann talsverðan kveð- skap í fórum sínum. í æsku hefði Guðbjarni átt margra kosta völl, hefði hann þá notið þeirrar menntunar sem nú stendur öllum til boðar. Hann átti sér framtíðarsýn um betri daga og bættan hag þjóðar- innar með aukinni tækni. Fyrir mörgum árum skrifaði ég niður tvo viðtalsþætti við Guðbjarna í blaðið Magna á Akranesi. Sá fyrri var um fyrstu ár verkalýðshreyfing- arinnar á Akranesi og lífsbaráttuna á 3. og 4. tug aldarinnar. Hinn var um ferðalag hans til Detroit í Banda- ríkjunum sumarið 1967, en dr. Sig- mundur sonur hans var þá prófessor þar vestra. Þeir héldu síðan á heims- sýninguna í Montreal í Kanada sem haldin var um þær mundir. Viðtal þetta hét: Frá ívarshúsum til Mon- treal. Bæði þessi viðtöl lýsa vel ágætum frásagnarhæfileikum Guð- bjarna og næmri athyglisgáfu. Bandaríkjaförin varð honum mikill sólskinsblettur á lífsleiðinni sem ylj- aði honum næstu 20 árin. Það voru börn hans og tengdabörn er gáfu honum ferð þessa er hann varð 70 ára. Nú hefur kempan Guðbjarni í ívarshúsum kvatt samtíð sína. Langri og viðburðaríkri ævi er lokið. Sementsverksmiðjan raular sitt lag í túnfætinum á ívarshúsum og malar gull í þjóðarbúið en búskapurinn er horfinn á braut. Gömlu fjárhúsin, heyhlaðan, geymslumar og steinhús- ið mikla frá 1930 sjást ekki lengur. Þar sem bærinn í ívarshúsum stóð í aldir er nú grasflöt sem hallar mót sólinni. Flötin er grænni en aðrir blettir í bænum og boðar komu vorsins áður en vetri lýkur. Á henni stendur steindrangur hár og og veg- legur. Hann á að minna ókomnar kynslóðir á það að hér stóð bær. Löng saga er bak við steininn sem nær aftur í aldir. Örlagasaga margra kynslóða. Guðbjarni Sigmundsson var síðasti bóndinn í ívarshúsum. Hann var tengdur þessum bletti í 90 ár og jafnan við hann kenndur. Hann elskaði þennan stað. Hér sleit hann barnsskónum. Hér stofnaði hann heimili sitt. Hér var erfið en sigursæl lífsbarátta háð, allt þar til ævisólin tók að síga bak við hin fjarlægu fjöll. í dag er hann kvaddur með þakklæti og virðingu. Ekki aðeins af stórum hópi vandamanna, heldur og samtíðarmönnum sínum almennt. Merkið stendur þótt mað- urinn falli. Daníel Ágústínusson GunnarJóhannesson fyrrverandi póstfulltrúi Fæddur 20. júlí 1905 Dáinn 26. janúar 1990 Aðfaranótt 26. janúar sl. andaðist á Borgarspítalanum Gunnar Jó- hannesson, fyrrverandi póstfulltrúi. Gunnar var fæddur í Undirtúni í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 20. júlí 1905. Foreldrar hans voru Jó- hannes Einarsson og Guðbjörg Jóns- dóttir sem þar bjuggu. Hann hóf störf á Póststofunni í Reykjavík í ágústmánuði 1937 og starfaði sem bréfberi til 1942 að hann hóf starf á Tollpóststofunni og starfaði þar til 1945, að hann hóf starf í blaðadeild og síðar í bréfa- deild Póststofunnar, þar vann hann þangað til að hann lét af störfum vegna aldurs, 30. ágúst 1974. Var það langur og gæfuríkur starfsferill. Gunnar var mjög þjáll í öllu samstarfi og einkar lundgóður og hafði ódrepandi vilja til allra starfa. Gunnar var mikill félagshyggju- maður og starfaði ötullega að félags- málum póstmanna alla tíð. Hann var kosinn í stjórn Póst- mannafélags íslands 1941. Þá var hann um 16 ára skeið formaður skemmtinefndar félagsins, formaður byggingarfélags póstmanna um langt árabil og í stjórn orlofsheimilis BSRB allan þann tíma sem uppbygg- ing stóð yfir á sumarbúðum félag- anna í Munaðamesi. Þá var skák- íþróttin áhugamál Gunnar, hann efldi á allan hátt áhuga póstmanna fyrir þessari merku íþrótt og stóð fyrir mörgum skákmótum á vegum Póstmannafélags íslands. Þau ár sem hann starfaði sem bréfberi, og einnig eftir það, vann hann ötullega að bættum kjörum þeirra. Það var fyrst og fremst verk Gunnars að vinnuskylda bréfbera á sunnudögum og öðrum helgidögum var afnumin á sínum tíma. Á þeim árum sem Gunnar starfaði sem bréfberi birtist eftir hann grein í Póstmannablaðinu, þar sem stóð meðal annars um kjör bréfbera á þeim árum: „Engir hvíldardagar og urðu bréfberar sjálfir að greiða að- stoð í veikindaforföllum. Krafa okk- ar hlýtur að beinast að því einu að okkur verði eftirlátinn einn hvíidar- dagur í viku hverri. Það er meira en réttlætiskrafa frá okkar hendi, það er mannúðarskylda gagnvart heimil- um og þeim einstaklingum sem við höfum fyrir að sjá.“ Gunnar vann alla tíð ötullega að bættum kjörum póstmanna og að því að gera þau lífvænleg, enda var ólfkt betur að þeim málum unnið en gerist f dag. Á þeim árum sem Gunnar starfaði í bréfadeild Póststofunnar þurftu starfsmenn fyrst og fremst að vita nöfn á sýslum og hreppum, einnig kaupstöðum og ekki síst þurftu þeir helst að muna öll bæjamöfn á land- inu og vera dálítið inni í ættfræði því sömu ættirnar voru tengdar við sömu bæina mann fram af manni. Með tilkomu póstnúmera og einnig við fækkun bréfahirðinga og póstaf- greiðslustaða úti á landi hefur þetta breyst til hægðarauka fyrir starfs- menn póstsins. Gunnar var með afbrigðum hjálp- samur maður. Það væri langt mál að telja alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem hann hefur veitt vinnufélögum sínum í gegnum árin og er ég sem þessar línur rita einn af þeim. Frá kynnum okkar hjónanna af Gunnari og konu hans, Málfríði Gísladóttur, eigum við margs að minnast og mikið að þakka gegnum áratuga vináttu. Börn Gunnars og Málfríðar eru sjö, allt mest myndar- og ágætisfólk. Ég kveð hann í dag, vel vitandi að af mér á hann betri eftirmæli skilið en mér lánaðist að færa í letur. Þess bið ég ástvinum hans að umhyggja sú er hann bar fyrir þeim megi verða þeim styrkur þótt hann sé nú ekki lengur nærri með sama hætti og áður var. Guð blessi minningu vinar míns Gunnars Jóhannessonar. Reynir Ánnannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.