Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 7. febrúar 1990 Á síðastliðnum ellefu árum er búið að farga hundrað og fimmtán þúsund fjár vegna riðuveiki og skera niður á rúmlega sexhundruð búum: 64% riðubænda hefja ekki búskap aftur Frá árínu 1978 hefur veríð skoríð niður hjá 609 bændum vegna riðuveiki. Af þeim hafa 299 lokið umsömdu fjárleysistímabili og átt þess kost að hefja sauðfjárbúskap að nýju. Það vekur hins vegar athygli að einungis 109 bændur hafa nýtt sér þennan rétt, eða um 36% af heildinni. Þessar upplýsingar komu fram í lega tuttugu og átta þúsund kindur. svari Steingríms J. Sigfússonar, landbúnaðarráðherra, við fyrir- spurn Elínar Líndals varaþing- manns, sem hún flutti varðandi niðurskurð vegna riðuveiki. f svari sínu skipti ráðherra tímabilinu frá 1978 til 1989 í tvennt. Á árunum 1978 til og með 1985 var fram- kvæmdur niðurskurður vegna riðu- veiki á 168 fjárbúum, samtals tæp- Á tímabilinu frá og með 1986 til ársins í fyrra var fé skorið niður á 393 sauðfjárbúum, samtals rúm- lega sjötíu og níu þúsund kindur. Þar fyrir utan stóð Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins fyrir niður- skurði á 49 fjárbúum árið 1986, samtals rúmlega átta þúsund kindum. Þetta gerir í heildina niðurskurð á 115.500 kindum, frá 609búum, á árunum 1978 til 1989. Að sögn Kjartans Blöndal, fram- kvæmdastjóra Sauðfjárveikivarna, voru stærstu niðurskurðarárin 1987-'88 og '89. Þar er í flestum tilfellum um þriggja ára samninga að ræða, en til boða stendur að semja ýmist til tveggja eða þriggja ára. Á síðastliðnum þremur árum hafa þrjú riðutilfelli verið staðfest á svæðum sem áður hafa verið talin ósýkt. Þar er um að ræða einn bæ í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 1988, tilfelli sem greindist í Gríms- ey árið 1987 og annað tilfelli í Kirkjubæjarhreppi sama ár. Auk þess hafa áður þekkt riðusvæði í nokkrum tilfellum stækkað á sama tímabili. Þá kom fram í máli landbúnaðar- ráðherra, að hann hefur skipað nefnd til að yfirfara og endurskoða öll lagaákvæði varðandi búfjár- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Hlutverk nefndarinnar verður að samræma lögin og horfa til núver- andi aðstæðna í þeim efnum. Verð- ur lærdómur sem draga má af aðgerðum gegn riðuveiki, sérstak- lega hafður í huga þegar sú endur- skoðun verður framkvæmd. -ÁG Skipadeild Sambandsins: 1989 var metár í flutningum Flutningar Skipadeildar Sam- bandsins hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári, samtals 540 þúsund tonn sem er 6% aukning frá árinu 1988. Heildar rekstrartekjur námu rúmum 2,8 milljörðum króna, sem er ríflega 33% hækkun frá árinu áður. Með vísan til hækkunar byggingavísitölu nemur raunhækkunin um 11% milli áranna 1988 og 1989. Aukningin var í innflutningi, út- flutningi, strandflutningum ogflutn- ingum á milli erlendra hafna, en samdráttur varð í olíuflutningum innanlands. Séu olíuflutningarnir undanskildir nemur aukningin 18%. Mest jukust strandflutningarnir, eða um 45%, og er ástæðan endurbætt skipulag og fastar vikulegar siglingar til hafna á Vestur- og Norðurlandi. f lok ársins 1989 voru tíu skip í rekstri hjá Skipadeild Sambandsins, fjögur eigin skip, þrjú á þurrleigu með íslenskum áhöfnum og þrjú á tímaleigu með erlendum áhöfnum. í árslok störfuðu samtals 270 manns hjá deildinni. SSH Finnur Ingólfsson varaþingmaður leggur fram frumvarp um hertar kröfur um eigin atvinnurekstur: Menn dæmdír f rá rekstri í 5 ár? Finmtr Ingólfsson, varaþing- maður, hefur lagt fram frumvarp til laga er gerir ráð fyrir að unnt verði að banna einstaklingum að stunda atvinnurekstur vegna afbrota. Tilgangur frumvarpsins er sá, að hvern þann, sem bregst gróflega skyldum sínum í eigin atvinnurekstri, eða í atvinnu- rekstrí lögaðila sem hann er í forsvari fyrir, megi útiloka frá frekari atvinnurekstri um tiltek- inn tíma. Gert er ráð fyrir að atvinnurekstr- arbannið verði þrjú ár hið skemmsta og fimm ár hið lengsta. Séu ástæðar taldar óljósar, má samkvæmt frum- varpinu, úrskurða menn í bann til bráðabirgða, er taki gildi strax við uppkvaðningu. Slíkt bráðabirgða- bann getur þó aldrei orðið til lengri tíma en níu mánaða. Þeim sem dæmdur hefur verið í atvinnurekstrarbann er auk þess óheimilt að gangast undir ótakmark- aða ábyrgð á rekstri hvers kyns félags eða annars lögaðila með fjár- hagsleg markmið. Þá skal honum ekki heimilt að sitja í stjórn, eða varastjórn, félags eða lögaðila með fjárhagsleg markmið, né heldur að vera framkvæmdastjóri, staðgengill framkvæmdastjóra, eða veita í raun forstöðu atvinnurekstri lögaðila sem hefur fjárhagsleg markmið. Flutningsmenn auk Finns Ingólfs- sonar eru alþingismennirnir Páll Pét- ursson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson og Ásgeir Hannes Ei- ríksson. -ÁG Frá útkomu ritsafnsins „Keflavík í byrjun aldar". Til vinstri afhendur Jóu Tómasson myndatextahöfundur verksins og fyrrverandi ritstjóri Faxa núverandi ritstjóra, Helga Hóhn, fyrsta eintak verksins. Til hægri afhendir Anna Sigríður Björnsdóttir, dóttir Mörtu Valgerðar Jónsdóttur, Guðleifi Sigurjónssyni, forstöðumanni Byggðasafns Suðumesja, Ijósmyndir og fleiri gögn úr fórum höfundarins. KEFLAVÍK í BYRJUN ALDAR Finnur Ingólfsson. Bókaforlagið Líf og Saga hefur sent frá sér ritverkið „Keflavík í byrjun aldar". Minningar frá Kefla- vík eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur. Á árunum 1945-1969 birtust minn- ingarþættir Mörtu Valgerðar í tíma- ritinu Faxa og nutu þeir mikilla vinsælda. í þáttunum fer hún hús úr húsi og skrifar um íbúana þannig að úr verður góð heildarmynd um þá sem bjuggu í Keflavík um aldamót- in. 28 útskrif ast f rá Hvanneyri Laugardaginn 27. janúar 1990 voru útskrifaðir 28 búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Um er að ræða hluta þeirra sem áttu að útskrifast á síðastliðnu vori en ekki luku námi þá vegna verkfalls kennara. Hluti þessara nema mun ljúka námi á vori komandi, en nemendum gafst kostur á að Ijúka búfræðiprófi annaðhvort í janúar eða í vor. Tveir nemendur hlutu fyrstu ágætiseinkunn: Guðlaugur V. Ant- onsson frá Vík í Mýrdal og Sigmund- ur J. Jóhannesson frá Brekkukoti í Hofshreppi í Skagafirði. Báðir hlutu þeir einkunnina 9,1. Þær breytingar urðu á starfsliði skólans að Sigtryggur J. Björnsson, sem verið hefur yfirkennari undan- farið lét af því starfi, en við tók Bjarni Stefánsson, kennari, frá Túni í Hraungerðishreppi. Fram kom í ræðu skólastjóra að þetta er í fyrsta skipti í 100 ára sögu skólans að ekki hefur verið hægt að útskrifa búfræðinga á eðlilegum tíma. Nýútskrifaðir búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri Prófkjör í Kópavogi EFSTU ehh nssnsn Richard Björgvinsson og Bragi Michaelson sem skipuðu fyrsta og annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi í síðustu bæjarstjórn- arkosningum fengu slæma útreið í prófkjöri sem flokkurinn hélt um helgina. Richard lenti í áttunda sæti en Bragi í því fimmta. Niðurstöður prófkjörsins urðu að í fyrsta sæti lenti Gunnar Birgisson, í öðru sæti Guðni Stefánsson, í þriðja sæti Birna Friðríksdóttir og í fjórða sæti lenti Arnór L. Pálsson. Guðni er eini núverandi bæjarfulltrúinn sem má telja að eigi möguleika á endurkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Kópa- vogs. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.