Tíminn - 07.02.1990, Síða 3

Tíminn - 07.02.1990, Síða 3
Miðvikudagur 7. febrúar 1990 Tíminn 3 Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins að hreinsa til á borgarstjórnar- listanum. Tveim slátrað, einn hættir: Er Ólafur B. Thors borgarstjóraefni? „Það eru átta ár síðan ég lauk mínum ferli í borgarstjórn Reykjavíkur og ég hef ekki haft nein áform um að koma þangað aftur eftir að hafa setið í borgarstjórn í tólf ár. Sagan á því ekki við nein rök að styðjast hvað varðar mig enda hefur þetta mál ekki einu sinni komist á umræðustig við mig, hvað þá meira,“ sagði Ólafur B. Thors fyrrv. borgarfulltrúi, nú forstjóri Sjóvá Almennra, í gær. Tíminn hefur orðið þess áskynja að fjölmennur og öflugur hópur manna innan Sjálfstæðisflokksins sækir það mjög fast að Ólafur B. Thors verði í öðru sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við sveita- stjórnarkosningarnar í vor og að meirihluti uppstillingarnefndar sé fylgjandi því. Pað sé aðeins spurning um baráttuaðferð hvenær þegar ákveðinn Iisti Sjálfstæðismanna verði birtur. Alkunna er að Davíð Oddsson er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og því næsta víst að hann taki sæti á Alþingi eftir Alþingiskosningarnar vorið 1991. Þá tclja þeir sem halda Ólafi B. Thors fram, að ekki veiti af að fá þekktan þungavigtarmann með flekklausa pólitíska fortíð sem arf- taka Davíðs Oddssonar. Samkvæmt heimildum okkar á Tímanum verður borgarstjórnarlisti Sjálfstæðisflokksins þannig skipað- ur: Davíð Oddsson verður í efsta sæti. I öðru sæti Ólafur B. Thors sem þá tæki við borgarstjóraembætti þeg- ar Davíð flyst upp í hinn pólitíska fyrsta flokk og verður Alþingismað- ur. í þriðja sæti verður Magnús L. Sveinsson, í fjórða sæti Katrín Fjeldsted. í>au Magnús og Katrín flytjast niður um eitt sæti frá því sem nú er en Katrín tekur sæti Páls Gíslasonar. Hann mun ekki gefa kost á sér áfram. Vilhjálmur í>. Vilhjálmsson mun skipa áfram fimmta sætið en í það sjötta; sæti Hilmars Guðlaugssonar formanns bygginganefndar kemur Guðrún Zoéga en uppstillingar- nefnd mun ekki huga Hilmari frekari setu í borgarstjórn. Heimildarmenn Tímans segja að þetta sé löngu orðið Ijóst af fram- komu flokksfélaga Hilmars í borgar- kerfinu gagnvart honum og störfum hans, en trekk í trekk hafi nánast verið valtað yfir bygginganefnd, nú síðast við afgreiðslu skipulagsnefnd- ar og síðan meirihluta bygginga- nefndar varðandi Hátún 6a-6b. Félagsmálaráðherra felldi nýlega byggingarleyfi hússins úr gildi en þegar byggingarnefnd afgreiddi það sama leyfi, þá sat Hilmar B. Guð- laugsson formaður nefndarinnar hjá. í sjöunda sæti verður Árni Sigfús- son áfram og trúlega mun Júlíus Hafstein halda áfram áttunda sætinu þrátt fyrir vandræðaganginn í sam- bandi við húsbyggingu pappírsfyrir- tækis hans; Snorra h.f. við Lágmúla. Breyting verður hins vegar á ní- unda sætinu því að Jóna Gróa Sig- urðardóttir fær að fjúka eins og Hilmar B. Guðlaugsson en í stað hennar kemur Anna K. Jónsdóttir. Ólafur B. Thors sagði Tímanum í gær að liann hefði vissulega heyrt getgátur um skipan hans í annað sæti lista Sjálfstæðismanna og um þetta væri mikið spurt: „Ég svara þessu ekkert öðruvísi en svo og sann- leikanum samkvæmt, að ég hcf ekki nokkur afskipti af störfum uppstill- ingarnefndar Sjálfstæðismanna og Davíð Oddsson Ólafur B. Thors veit ekkert hvað hún er að gera. Ég held hins vegar að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi svo gott og mikið lið að hann þurfi ekkert að vera að kalla til menn sem búnir eru að standa varðstöðuna á þessum vettvangi," sagði Ólafur B. Thors. -sá Frá undirritun samkomulags um stuðning Rauða krossins við heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. F.v. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfélags íslands og Arinbjörn Kolbcinsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Samvinna Rauða krossins og Krabbameinsfélagsins: Heimhlynning krabba- meinssjúkra aukin Starfsemi heimahlynningar Krabbameinsfélagsins hefur nú ver- ið aukin þannig að veitt er þjónusta Samband íslenskra bankamanna hefur fallið frá kröfum um 10% meðallaunaháikkun og mun miða kröfugerð sína við nýgerða samn- inga ASÍ og BSRB. Samningar bankamanna hafa verið lausir síðan um áramótin. Ingvi Örn Kristinsson formaður sambandsins sagði í gær að miðað við þær samningaviðræður sem nú stæðu yfir milli samningsaðila þá allan sólarhringinn. Samkvæmtsam- komulagi sem nýlega var undirritað veitir Rauði krossinn Krabbameins- væri miðað við að laun bankamanna hækkuðu til jafns við hækkanir í samningum ASÍ og BSRB. Bankamenn lögðu fram kröfur sínar skömrnu fyrir áramótin en í þeim var gert ráð fyrir því að endurheimtur yrði kaupmáttur launa þeirra eins og hann var á árinu 1988. Það hefði þýtt um 10% hækk- un í krónum talið. -sá félaginu fjárhagslegan stuðning til að gera þessa aukningu mögulega. Rauði kross íslands og Reykj avík- urdeild Rauða kross fslands ætla að styrkja rekstur Heimahlynningar- innar til marsloka 1991 en fyrir þann tíma verður árangur starfseminnar metinn og leitað leiða til að finna þjónustunni farveg til frambúðar. Nú starfa fjórir hjúkrunarfræðing- ar við Heimahlynninguna. Einnig starfa tveir læknar við þjónustuna í hlutastarfi. Tilgangur Heimahlynn- ingarinnar er að gefa sjúklingum með krabbamein á lokastigi kost á því að dvelja heima eins lengi og þeir óska og aðstæður leyfa með því að veita markvissa líknarmeðferð. Byggt er á hugmyndafræði Hospice- hreyfingarinnar sem miðar að því að tryggja lífsgæði og sjálfsvirðingu svo lengi sem unnt er. Þjónustan nær einnig til stuðnings við aðstandendur sjúklinga. Samningaviöræöur milli SÍB og bankanna: BANKAMENNN SLÁ AF KAUPKRÖFUM Helgarsjón- varp í haust Myndbanda- og auglýsingagerð- arfyrirtækið Sýn hf. mun hefja rekst- ur helgarsjónvarps í haust, ári eftir að samgönguráðherra veitti fyrir- tækinu leyfi til að senda út á rás 6 á metrabylgjusviði. Upphaflega stóð til að hefja útsendingar í byrjun þessa árs. Björn Br. Björnsson hjá Sýn sagði að ákveðið væri að helgarsjónvarpið yrði með sérstakan myndlykil og verður því ekki samið um aðgang að tölvukerfi Stöðvar 2. Það er því Ijóst að þeir sem vilja horfa á helgarsjón- varpið ásamt Stöð 2 verða að hafa tvo myndlykla við hlið sjónvarps- tækisins. Björn vildi ckki gefa upp hvaða aðilar stæðu að helgarsjón- varpinu. Varðandi þau skilyrði sem sett voru fyrir leyfisveitingunni sagði Björn að Póstur og sími væri úr- skurðaraðili varðandi þau atriði og málið væri því hjá þeim. Þegar Sýn hf. var veitt lcyfið kom fram að nokkrar breytingar þyrfti að gera á dreifikerfi sjónvarps á suð- vestur- horningu. Meðal annars væri unt að ræða nýjan sendi á Kjalarnesi sem þjónar Mosfellingum, einnig þyrfti að setja nýjar greiður á 400-500 loftnet í Mosfellsbæ. Áætlaður kostnaður við breytingarnar var þá talinn nema nokkrum milljónum króna. SSH Ráðslagað um steikarfeiti í dag hefst ráðstefna um steik- ingarfeiti á vegum Rannsókn- aþjónustun'nar h.f. í samvinnu við Matvæla- og næringarfræðingafé- iag íslands og Félag matreiðslu- manna. Lærð erindi um heitt mál; steik- ingafeitina, flytja Baldur Hjaltason efnafræðingur, Snorri Þórisson matvælafræðingur, Sigurður Páls- son lyfja- og matvælafræðingur, Brynhildur Briem lyfja- og mat- vælafræðingur og Ulfar Eysteins- son veitingamaður. Meðan á ráðstefnunni stendur kynna nokkur fyrirtæki steikingar- feiti sem þau hafa á boðstólum. Ráðstefnugjald er 3500 kr. og inni- falin er mappa með ítarlegum ráð- stefnugögnum og veitingar. -sá Asgeir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Ásgeirs Friðjónssonar sakadómara í ávana og fíkniefnamálum að Ásgeir skuli víkja sæti dómara í stóra kóka- ínmálinu svo nefnda. Ásgeir úr- víkur skurðaði svo í málinu fyrir nokkru og kærði ríkissaksóknari þann úr- skurð til Hæstaréttar, sem nú hefur staðferst úrskurð dómarans. -ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.