Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn BONN - Ágreiningur ríkir nú milli seðlabanka Vestur- Þýskalands og ríkisstjórnar- innar með Helmut Kohl í farar- broddi um að sameina pen- ingakerfi Austur-Þýskalands og Vestur-Þýskalands. Kohl og ríkisstjórn hans vill að sameig- inlegt gjaleyriskerfi verði tekið upp strax í kjölfar kosninganna í Austur-Þýskalandi 18.mars, en seðlabankinn vill okki ræða sameiginlegt peningakerfi næstum því strax. Viðræður eru þegar hafnar milli stjórn- valda í Austur- og Vestur- Þýskalandi um að sameina gjaldeyriskerfið. Slíkt myndi að Kkindum bjarga efnahagslífi Austur-Þýskalands, en hafa slæm áhrif á efnahagslíf Vest- ur-Þýskalands, ef marka má seðlabankamennina. GENF - Ráðstefna Samein- uð þjóðanna um afvopnun hófst í Genf og eru menn bjartsýnir á að samkomulag náist um takmörkun og eyð- ingu efnavopna. Fundarlotan nú á að standa í þrjá mánuði. PRAG - James Baker utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna kom títl Prag og hét hann Tékkum dyggrar aðstoðar Bandaríkjamanna á leiðinni frá hinni friðsamlegu byltingu til fullkomins lýðræðis. Tvennum sögum fer hins vegar af því hversu góðir Bandaríkjamenn eru í framkvæmd lýðræðis. KAIRÓ - Egypska lögreglan telur sig vera á slóð hryðju- verkamannanna sem myrtu 10 ísraela og 2 Egypta í árás á langferðabíl utan við Kaíró á sunnudaginn. TOKYO - Japanska lögregl- an segist telja að í gangi séu um 100 þúsund falsaðir gull- peningar með mynd af Hirohito keisara og mun hér vera á ferðinni mesta gjaldeyrissvindl heims. AÞENA - Verkfallsalda reið yfir Grikkland. Rafmagn var tekið af höfuðborginni og þá hafa hafnir verið lokaðar víða. Miövikudagur 7. febrúar 1990 Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna situr undir ámæli harðlínumanna vegna lýðræðishugmynda sinna Kremlverjar glíma um umbótastef nuna Kremlverjar glíma nú svo hart um umbótastefnu Gorbat- sjofs að framlengja þurfti sérstökum fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins um einn dag að minnsta kosti. Gorbat- sjof hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir umbótastefnu sína. Hefur að minnsta kosti einn harðlínumaður krafist þess að Gorbatsjof segi af sér embætti þar sem hann hafi dregið Sovétríkin fram á hengiflug stjórnleysis með umbótastefnu sína. ar verði ofan á, enda voru umbóta- sinnar í miðstjórninni bjartsýnir á þróun mála í gær. Fréttaskýrendur telja að með því að leggja fram svo róttækar umbóta- tillögur og gefa í skyn að valdaeinok- un kommúnistaflokksins væri liðin tíð, þá sé Gorbatsjof að reyna að koma í veg fyrir að kommúnista- flokkurinn í Sovétríkjunum feti í fótspor annarra kommúnistaflokka í Austur- Evrópu sem hafa misst mest öll völd sín. Á mánudag hvatti Gorbatsjof til enn róttækari umbóta en orðið hafa og sagði Sovétríkin þurfa að stíga skrefið til mannlegs og lýðræðislegs sósíalisma. Sagði Gorbatsjof að valdaeinokun kommúnistaflokksins yrði að afnema og að í raun væri komið upp fjölflokkakerfi í Sovét- ríkjunum, Lagði hann til að flokks- þingi kommúnistaflokksins yrði flýtt fram í júnímánuð til að ganga frá þeim breytingum sem nauðsynlegar væru. Þrátt fyrir að harðlínumennirnir gengu í skrokk á Gorbatsjof, þá líta fréttaskýrendur á þá aðför sem síð- ustu tilraun þeirra að ná undirtökun- um. Hins vegar sé næsta víst að Gorbatsjof og róttækir umbótasinn- l Jndir fána og skjaldarmerki Sovét- ríkjanna berjast harðlínumenn Kommúnistaflokksins gegn umbóta- stefnu Gorbatsjofs. Suður-Afríka: Mandela lætur af skilyrðum fyrir frelsi Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins hefur heldur dregið úr þeim skilyrðum sem hann setti fyrir því að leyfa Suður-Afrískum stjórn- völdum að sleppa sér úr haldi. Mandela hafði krafist þess að fyrst yrði að afnema neyðarlögin sem ríkt hafa í Suður-Afríku, en nú virðist allt benda til þess að afnám neyðar- laganna verði ekki algert skilyrði. - Hann mun ekki hanga á borðum og stólum, sagði séra Allan'Boesak, einn af andstæðingum aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku eftir þriggja klukkustunda fund með Mandela. Skýrt hafði verið frá því á sunnu- dag að Mandela hefði neitað að taka því frelsi sem De Klerk forseti bauð honum á föstudag. - Ef hann verður leystur úr haldi, þá mun hann koma út. En hann mun lýsa því yfir að lausn hans sé við aðstæður sem hann sjálfur vildi ekki að ríktu, sagði Boesak í andyri Victor Versters fangelsisins þar sem Mandela er í haldi. Boesak sagði að Mandela hefði ekkert minnst á það hvenær hann myndi fá frelsi sitt, en Mandela var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 1964 fyrir að vinna gegn stjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Boesak sagði að Mandela hefði verið í sambandi við fulltrúa ríkis- stjórnar hvítra manna frá því á föstudaginn, þegar 30 ára banni við starsemi Afríska þjóðarráðsins var aflétt. Embættismenn ríkisstjórnar- innar segja að hann geti farið frjáls ferða sinna innan viku. Reyndar gefa hvítir stjórnendur Suður-Afríku í skyn að ekki verði þess langt að bíða þar til öllum ákvæðum neyðarástandslaganna verður aflétt. - Ég tel að það liggi í augum uppi að þessi ríkisstjórn mundi vilja aflétta síðustu leifum neyðar- ástandslaganna eins skjótt og mögu- legt er, sagði Pik Botha utanríkisráð- herra landsins á blaðamannafundi í gær. Azerbajdzhan: Enn kynþáttaólga Enn ríkir kynþáttaólga í Azer- bajdzhan. Sovéskir fjölmiðlar skýrðu í gær frá því að verkföll 'ami víða athafnalíf, víða hafi Þjóðfylking Azera komið upp vegatálmum til að koma í veg fyrir að fólk komist til vinnu og jafnvel ráðist á sovéskar hersveitir. Talið er að um 40% verksmiðja í Azerbajdzhan séu nú lokaðar vegna verkfalla og á hverjum degi berast fregnir af umsátursárásum á sovéskar hersveitir. í dagblaðinu Izvestia, málgagni sovésku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær að tap vegna verkfalla í Azer- bajdzhan frá því 18.janúar næmi um 588 milljónum Bandaríkjadoll- ara. Lestarsamgöngur í Azer- bajdzhan liggja nær alveg niðri vegna verkfalla og hefur skapast vandræðaástand víða í Sovétríkj- unum þar sem olía og olíuvörur hafa ekki borist frá sovétlýðveld- Áfram berjast kristnir menn í Líbanon: Herlið Aouns hefur betur í blóðbaðinu Herlið Michel Aouns hershöfð- ingja í Líbanon hefur náð lykilstöðu í baráttunni um yfirráð yfir lands- svæðum kristinna manna í Beirút og næsta nágrenni. Kristnar hersveitir úr líbanska fastahernum, sem lúta stjórn Aouns, náðu að hrekja vopn- aðar sveitir Líbönsku hersveitanna frá strandbænum Dbayeh sem liggur norðan við Beirút. Frá bænum liggur bein leið til hafnarbæjarins Jounieh í norðri og að stöðvum Líbönsku hersveitanna í Keserwanhæðum. Getur stórskotalið Aouns nú gert atlögu að síðustu stöðvum Líbönsku hersveitanna í Líbanon. Miklir eldar loga nú víðs egar i austurhluta Beirútborgar og svæð- anna i kring eftir að skriðdrekasveit- ir og stórskotaliðssveitir Aouns lögðu til atlögu við trúbræður sína í Líbönsku hersveitunum í morguns- árið. Stórskotaliðsárásir léku Dba- yeh illa, en bærinn féll um miðjan dag. í Ashrafiehéraði norður af Beirút var hart barist. Eldar loguðu í eldsneytisbirgðastöðinni í Dora í úthverfum Beirútborgar. Þá var raf- orkuverið í Zouk Michael illa leikið eftir stórskotaliðsárásir herja Ao- uns. Að minnsta kosti 300 manns hafa fallið í átökum kristinna manna í Beirút og nágrenni undanfarna daga og rúmlega 1300 hafa særst. Bardag- ar hófust síðastliðinn miðvikudag þegar Aoun krafðist þess að vopnað- ar sveitir Líbönsku hersveitinna, sem lúta stjórn Samirs Geagea, legðu niður vopn. Jóhannes Páll II páfi grátbændi hins kristnu menn að berjast inn- byrðis, en lítið er á hann hlusta í þessari blóugu valdabaráttu Aouns og Geagea.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.