Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövíkudagur 7. febrúar 1990 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, [þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 GARRI Hvatvísi Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafa átt með sér gott málefnasamstarf á síðasta kjörtímabili. Ekki hefur annað komið til tals en að þeir einbeittu sér að því að viðhalda þessu samstarfi í væntanlegum borgarstjórnarkosningum. Ekki hefur borið á öðru en að þessir flokkar gæta sameinast um meginmálefni í kosningabaráttu og stefnt sameiginlega að sigri á Sjálfstæðisflokknum eins og gerðist 1978. Þótt engum dyljist styrkur Sjálfstæðisflokksins í borginni, að valdakerfi hans er rótgróið, þá sýndu borgarstjórnarkosningarnar 1978 að vígi hans er ekki óvinnandi. Sigurinn yfir Sjálfstæðisflokknum 1978 vannst ekki með neinu orðskrúði samfylking- arpólitíkur, heldur raunsæju samstarfi á flokks- grundvelli. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga þegar undirbúningur framboða til borgarstjórnar er til umræðu og reyndar kominn vel á veg í sumum flokkssamtökum. Út af fyrir sig var það fullgilt umræðuefni á vissu stigi málsins hvort minnihluta- flokkarnir hefðu möguleika til að bjóða fram einn, sameinaðan lista. Hugmyndin átti hljómgrunn fyrir u.þ.b. einu ári, a.m.k. í Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki. Þá var rætt um að flokkarnir stilltu upp sameigin- legum lista á jafnréttisgrundvelli og þess vænst að Kvennalistinn ætti aðild að slíkum lista. Af nokkuð sérstæðum orsökum sleit Alþýðuflokkurinn frekari viðræðum um útfærslu þessarar hugmyndar. Auk þess kom það skýrt í ljós að Kvennalistinn hafði ekki áhuga á sameiginlegu framboði, hvorki með einum eða öðrum hætti. Framsóknarmenn í Reykjavík drógu sínar ályktanir af þessum árangurslausu til- raunum til sameiginlegs framboðs og ákváðu að bjóða fram eigin lista. Uppstillingarnefnd vinnur að því að gera tillögur um röðun á hann. Fréttir af Alþýðubandalaginu síðustu vikur benda til þess að flokksmenn þar séu skiptir um hvernig haga skuli framboðum. Þegar þessi grein er rituð er ekki vitað hver úrslit verða í formlegri afstöðu Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur til framboðsmála. Nú hefur það gerst að Alþýðuflokkurinn hefur sérstakt frumkvæði um að blása til einhvers konar óflokksbundins framboðs og hefur til þess stuðning Birtingar, sem er félagsskapur Alþýðubandalags- manna, sem hefur á stefnuskrá sinni að sameina Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn. Verður ekki annað séð en að Alþýðuflokkurinn sé hér með genginn hugmynd Birtingar á hönd, telji sér ekki fært að lifa sjálfstæðu lífi en hugsi sér að rugla reytum sínum með Birtingu. Slík tilraunastarfsemi er þeirra mál. Hins vegar er mjög slæmt að Birtingarmenn og Alþýðuflokksmenn séu að blanda hinni sérstæðu sameiningarhugsjón sinni, sem er einkamál þeirra, inn í framboðsmál annarra flokka, sem ekki eru á neinu upplausnarstigi, heldur vilja treysta skipulags- bundinn félagsskap sinn. Framboðshugmynd Al- þýðuflokksins er engin sameiningarstarfsemi. Hér hefur hvatvísin ráðið. Stoð í veruleika Menn eru orðnir nokkuð bráð- látir við undirbúning fyrir sveitar- stjómarkosningamar í vor. Spá- dómar um eitt og annað eru byrjað- ir í fjölmiðlum og prófkjör eru hafin eða í aðsigi. Ljóst er að þótt skoðanakannanir séu ekki ná- kvæmur mælikvarði á fylgi og margt getur breyst til vorsins hafa menn tekið kipp við niðurstöður þeirra, einkum skoðanakönnun Skáís, og rjúka af stað með sam- steypuhugmyndir, sem skortir all- an hugmyndafræðilegan grundvöll an niin en þann, að sópa saman restinni af fylginu í kringum eitt framboð. Glöggt dæmi um þetta er aðferð fulltrúaráðs Alþýðuflokks- ins, sem hefur samþykkt að hætta pólitískri starfsemi í borgarmálum í Reykjavik með því að bjóða ekki fram lista við kosningarnar. Þannig leysir fulltrúaráðið úr árangurslít- Uli leit að stoð í veruleikanum, en leitin hófst að bragði þegar niður- stöður skoðanakönnunar Skáís lá fyrir, þar sem Alþýðuflokkurinn fékk engan mann kjörinn í borgar- stjórn. í leit að lýðræði í stað þess að bjóða fram hefur Alþýðuflokkurinn ákveðið að standa að Málefnalistanum ásamt ótUgreindu fólki sem léitar að nýj- um lýðræðisvettvangi eins og full- trúaráð Alþýðuflokksins. Eitthvað hefur fulitrúaráðið vaxið frá flokki síiiuui fyrst það heldur að það þurfi nú mest á því að halda að leita að iiýjiini lýðræðisvettvangi. Þetta orð, lýðræðisvettvangur, býr ekki yfir neinni nýrri og sérstakri skír- skotun á íslandi. Alþýðuflokkur- inn á langa sögu á vettvangi lýð- ræðis og næsta furðulegt ef full- trúaráðið ætlar núna að fara að leita að lýðræðisvettvangi innan þess lýðræðis sem við hínmi við. Aftur á móti skilst þetta orðalag sé horft til jafnaðarmanna í fyrri kommúnistaríkjum austurblokkar- innar. Þeir eru þessa dagana í Nýtt afl í vor! óðaönn að leita að lýðræðisvett- vangi til sáluhjálpar þjóðum sínum. Ekki verður séð að Mál- efnalistinn verði til stórrar sálu- hjálpar Reykvíkingum, sem hafa lengi verið sæmilega frjálsir þótt margir þeirra kjósi flialdið. Rúnir hugmyndaf ræði Skiljanlegri eru ftarlegar tilraun- ir Alþýðubandalagsins til að skríða barið og iueitt og rúið hugmynda- fræði, sem þegar hefur beðið sitt skipbrot í austurblokkinni, upp í sæng hjá þeim sem hafa ástundað lýðræðisvettvanginn án sýnUegrar áreynslu. Alþýðubandalagið liefur löngum verið djarft að heimta lýðræði handa sér eða fyrir dauða hugmyndafræði sína, á meðan aðr- ir flokkar ástunduðu lýðræði án heimtufrekju, eins og það væri sjálfgefin vöggugjöf. Bandalagið leitar nú ákaft stoðar í veruleikan- um í skjóli annarra flokka, svo forystumenn þeirra hafa varla svefnfrið fyrir þessari áleitni þeirra. Gamlir stuðningsmenn AI- þýðubandalagsins hafa hlaupið undir bagga og auglýsa á heilli síðu í ÞjóðvUjanum í gær áskorun tU Alþýðubandalagsins um að taka höndum saman við aðra flokka. Þessi auglýsing er með öllu óskUjanleg. Alþýðubandalagið . hefur svo sannariega reynt að taka höndum saman við aðra. En það hel'ur byggst á skUyrðum um að þeir fengju að ráða mestu um framboðið og stefnumótunina, þótt Skáís sýni að þeir fái nú aðeins eiiin mann kjörinn. Eftir að Mál- efnalistinn hefur verið boðaður þykir sýnt að Alþýðubandalagið verður að bjóða eitt fram í kosning- uiiuin í Reykjavík. Með þeim hætti fær það Sigurjón Pétursson kosinn, sem er með launahærri mönnum í borgarkerfinu og lætur ekki sæti sitt laust án átaka. Neyðarköll á heilsíðum Þannig geta það verið menn, en ekki lýðræðisvettvangurinn sem stendur jafnvel áköfustu endur- skoðunarsinnum fyrir þrifum. Opið prófkjör, sem út af fyrir sig hefði verið eðlUegt við þessar sam- einingaraðstæður, kemur ekki tíl greina að mati Alþýðubandalags- ins. Þess vegna birtast nú hundrað 111111111:1 lisiar í heUsíðuauglýsingum í blöðum með fárra daga mUUbili. Það eru neyðarköU þeirra sem höfðu trúna. Þeir komast bara ekkert áirani fyrir þeiin sem þó hafa enn þann vott af trú, að opin prófkjör koma ekki til greina. Fólk fær ekki að ráða enn sem komið er á incðaii fámennisforræðið hefur ekki verið lagt undir lýðræðisvett- vanginn. Það má búast við fleiri áköUum og bænarskrám, sem fyrst og fremst beinast að Alþýðubanda- laginu, sem enginn vUl með sam- kvæmt þeirra skilyrðum. Kjörorð þeirra er: Vinnið með okkur og gerið eius og við segjum. Jafnvel í austurblokkinni dugir þessi frekja ekki þótt hún þyki góð á íslandi. Garri VÍTT OG BREITT Að búa til þjóðhetjur Á því er ekki vafi að almennt fagnar fólk niðurstöðu nýgerðra kjarasamninga. Því er veitt athygli að samningsaðilar á vinnumarkaði hafa tekið málin nýjum tökum, ræðst við af meira raunsæi en oft áður og áttað sig á að þótt auðvitað séu launþegar og vinnuveitendur í öndverðum félagsskap, þá eiga þeir sumt sameiginlegt, og það svo að þeim sé nauðsynlegt að líta ekki síður á þá hlið málsins en þau atriði þar sem skilur á milli. Það sem sýnist vera nýtt í sam- skiptum vinnuveitenda og laun- þega er skilningurinn á því að verðbólga sé sameiginlegur óvinur beggja málsparta. Þetta kom mjög skýrt fram í viðræðum á undirbún- ingsstigi samninganna og í ummæl- um samningsaðila að gerð þeirra lokinni. Ekki fór milli mála að samningsaðilar vildu forðast „verð- bólgusamninga" með einhUða prósentuhækkunum. Þess í stað var reynt að sameinast um að tryggja kaupmátt launa með stöð- ugu verðlagi, lítilli verðbólgu. Petta var hin sameiginlega niður- staða þeirra sem að samningum stóðu. Þorsteini að þakka Ekki hafa málspartar vinnu- markaðarins fyrr sameinast um skynsamlega niðurstöðu í kjara- samningum en stjórnmálamenn og blaðamenn eru byrjaðir að geta sér ' til um það hverjum eigi að þakka þessa niðurstöðu. Morgunblaðið má helst skilja þannig að kjara- samningarnir séu að þakka Þor- steini Pálssyni og öðrum foringjum ur Kristjánsson, sem hætti námi í 5. bekk í menntaskóla og brúkar ekki neftóbak og lætur ekki taka við sig „sófaviðtöl" (hvað sem það nú er), að hann hafi skipað svo fyrir að nú skyldu „smákóngar" hætta að gera verðbólgusamninga. Samkvæmt upplýsingum Alþýðu- blaðsins hlýddu smákóngarnir boði formanns Vinnuveitendasam- bandsins. Hann á því heiðurinn af því að gerðir voru skynsamlegir kjarasamningar, segir Alþýðublað- ið. sjálfstæðismanna vegna þess að „Sjálfstæðisflokkurinn sem nú er í stjórnarandstöðu hefur ekki not- fært sér þá stöðu sem verið hefur í kjaramálum til þess að koma höggi á núverandi ríkisstjórn", eins og blaðið segir orðrétt á sunnudaginn. M.ö.o.: Sjálfstæðisflokkurinn á lof skilið fyrir að hafa ekki snúist gegn samningunum, sem hann hafði þó einhvers konar hefðbundinn rétt til að gera sem stjórnarandstöðu- flokkur. Eða hvað? Einar Oddur á heiðurinn Með því að neyta ekki stjórnar- andstöðuréttar síns til þess að koma höggi á ríkisstjórnina, á Sjálfstæðisflokkurinn því heiður- inn af því að þessir samningar tókust, segir Morgunblaðið. Lát- um þessa röksemd vera, hún dæmir sig sjálf. Öllu ísmeygilegri kann að vera tilgáta greinarhöfundar i AI- þýðublaðinu í gær sem hefur það fyrir satt, að einn tiltekinn maður, núverandi formaður Vinnuveit- endasambands íslands, Einar Odd- Hinir mörgu Þótt Einari Oddi Kristjánssyni beri lof fyrir ágæta frammistöðu í starfi sínu, þá er engin ástæða til að fara að stofna til hetjudýrkunar á einum manni í þv( flókna ferli sem það er að gera skynsamlega kjara- samninga. Hlutur Einars er þar óefað eins mikill og staða hans gaf tilefni til og hann hafði viljann til, en það þarf mikla trúgirni til að trúa því að hann einn hafi gert þessa samninga, eins og maður verður að álíta að Alþýðublaðið sé að reyna að segja okkur. Flestir munu sjá aðra „frétt á bak við fréttina" en að einn maðúr hafi öllu ráðið um þessa merku samn- ingagerð. Hún var ávöxtur af starfi margra manna og kvenna. í niður- stöðu þessara samninga speglast viðhorfsbreyting sem smám saman hefur orðið í umræðum um kjara- mál og efnahagsmál. Einar Oddur Kristjánsson kemur myndarlega við þá sögu. En í guðanna bænum! Hlífið manninum við að verða að þjóðhetju! I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.