Tíminn - 07.02.1990, Side 7

Tíminn - 07.02.1990, Side 7
Miðvikudagur 7. febrúar 1990 Tíminn 7 lllll AÐ UTAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllll!lllllllilllllilllllllll|||||||||||||||||||||||illlllllllll!lllllllllllllllllllllll||||||||||||||||!l||||||||||||||||||||||||||!l|||||||||||||||||||| Umbótastefna Gorbatsjovs á Sakhalín: 18 þús. kílómetra og 8 tímabelta fjarlœgð frá Moskvu „Þetta virðist vera á hjara ver- aldar,“ skrifaði hann þegar hann nálgaðist austurströndina, „og héð- an er ekkerl hœgt að komast." Sakhalín er ekki síður hugmynd en eyja, segir blaðamaður Herald Tribune sem var þar á ferð nýlega. Við vitnum nánar í grein hans um þessa fjarlœgu og ókunnu eyju sem tilheyrir nú aftur öll Sovélríkjunum eflir að hafa verið að hluta og stundum öll undir stjórn Japana á árunum 1905-1945. A Sakhalín eru mörg hernaðarleyndarmál geymd og lengi vel var óviðkomandi bann- aður aðgangur. En nú á tímum glasnost og perestrojku hefur verið losað um ferðafrelsi lil eyjarinnar, enda eru Sovélmenn að gera sér vonir um að þeir geti komið á eðli- legurn viðskiplum við auðuga ná- granna sína í Japan og Kóreu. Golan frá Moskvu í ótrúlega víðlendu ríki þar sem vegalengdirnar eru miklar hefur Sakhalín lengi veriö einangraður staður, úlvörður ríkisins. Pólitísk veðrátta í Moskvu er í 8.000 km og átta tímabelta fjarlœgð og lengi vel höfðust lillar spurnir af byltingu Gorbalsjovs á Sakhalín, rétt aðeins orðrómur. Kommúnistaskriffinn- arnir sem höfðu hreiðrað vel um sig gátu unniö — eða ekki unnið — í algleymi tímalauss friðar. En fyrir rúmu ári söfnuðust nokkur hundruð reiðra borgara saman til mótmœla framan við Tsékov leikhúsið, þar sem þeir sök- uðu flokksforingjann Pyotr Trety- akov um að úthluta íbúðum til œlt- ingja sinna og fyrir að misnota völd sín. Öryggislögregla umkringdi mótmœlendur en virtist vera of óviðbúin til að grípa til frekari að- gerða. Aldrei fyrr hafði verið slík uppreisn á þessum slóðum, hvorki undir stjórn keisara né neins aðalrit- ara flokksins. Degi síðar voru embœttismenn flokksins á staðnum fljótir að œpa „andsovéskir" og „örfáir öfga- ntenn“. En fljótlega var eins og al- menningur fyndi goluna frá Moskvu leika urn sig og mótmœl- endahóparnir á torgunum t Yuzhno Skhalinsk, höfuðborg eyjarinnar, urðu stœrri, reiðari og öruggari nteö sig. Nú voru flokksleiðtogarnir á staðnum komnir í varnarstöðu. Skilti meö sigurvissri áletrun borg- aranna birtist yfir Lenínstrœti. Þar stóð „Losum okkur við skriffinnana og látum þá fá skóflu í hönd!“ Pyotr Tretyakov var steypt af stóli og greip til þess ráðs að flýja með herflugvél til Moskvu þar sem hann á aðra íbúð. Hann sneri aldrei aftur. Flokkurinn stöðvaði bygg- ingaframkvœmdir við rándýrar nýj- ar aðalstöðvar og nú snýst umrœð- an um hvort nýta eigi fokhelt húsnœðið sem sjúkrahús eöa skóla. Gorbatsjov tilkynnir: „Loks hefur perestrojka náðtil Sakhalín" Fólk á Sakhalín talar þessa dag- ana sigri hrósandi um „atburðina í mat“ eins og tímamótaviðburð. Míkhaíl Gorbatsjov forseti var svo ánœgður meö atburðarásina að hann tilkynnti á blaðamannafundi: „Loks hefur perestrojka náð til Sak- halín". En breytingar geta ekki sent geisla sína á einni nóttu yfir freð- mýrarnar og barrskógabeltin alla leið til Sakhalín. íbúarnir þar eru afturhaldssamir og búa í lítt numdu landi. Tsékov bar saman fjarlœga auðn Sakhalíns og Patagóníu og órœktarlönd Texas á 19. öldinni. Alaskabúi sem heimsœkti Sakhalín nú myndi ekki sakna sinna eigin heimkynna. Skógarbirnir ráfa um í sígrœnum skógunum handan við aðalhótelið í Yuzhno Sakhalinsk. „Það þarf að bíða lengi eftir því að bylting nái til staðar eins og Sak- halín,“ segir Vitali Guli, einn af fulltrúum eyjarinnar á nýja þjóð- þinginu. „Lítið bara í kringum ykk- ur og þið skiljið ástœðuna." Sakhalín er á stœrð við Maine- fylki í Bandaríkjunum. A landa- bréfi líkist það helst styrju sem syndir gegn straumi frá Japan í Ok- hotskhaf. Kannski hafa margir Vesturlandabúar ekki heyrt eyjuna nefnda á nafn fyrr en sovéskar her- flugvélar skutu niður á þessum slóðum flugvél kóreska flugfélags- ins, KAL 007, fyrir 6 árum. Fyrrum sakamanna- nýlenda Á dögum Tsékovs var Sakhalín Rússum það sem Ástralía var Bret- um, sakamannanýlenda, harð- neskjuleg ósnortin náttúra þar sem manna lög ríktu. Fangabúðirnar voru vettvangur slíkrar geðþótta- grintmdar varðanna að fangi myrti að lokum einn vörðinn, með því að kœfa hann í gerbrauðdeigi. Farand- kolanámumenn átu kerti og fúavið á sama tíma og ráðherrar keisarans seldu lax og kavíar frá eynni til út- landa. Fangabúðunum á Sakhalín var lokað fyrir löngu, en þar til á síðasla ári var eyjan enn lokuð útlending- um og öðrum þeim sem ekki voru búsettir í Sovélríkjunum. Jafnvel enn er Sakhalín útsteypt í traust- byggðum varðturnum. KGB-mennirnir sem sinna landamœravörslu eru ungir að árurn og bera rýlinga við belti sín. Á ný- liönum mánuðum hafa þeir lœrt að skoða og stimpla skjöl erlends inn- rásarliðs framtakssamra manna frá Tókýó sem hafa sett á fót sukiyaki- veitingahús á eynni, ferðamanna frá Hokkaido og Honshu, en forfeður þeirra voru fluttir burt frá Sakhalin eftir síðari heimsstyrjöld og kaup- sýslumanna frá Seoul í leit að trjá- kvoðu og löngu týndum œttingjum. Breyttir tímar hjá flokksgœðingum Ferð frá Moskvu til Yuzhno Sakhalinsk nú á tímum er farin með þotu Aeroflot, og er erfitt átta og hálfrar stundar ferðalag. Á flugvell- inum beið blaðamannsins í rigning- unni Anatoli Kapustin, einn fulltrúi Sakhalíns á nýja þjóðþinginu í Moskvu. Að sögn gagnrýnenda hans f bœnurn í kurteisari kantinum er Kapustin tœkifœrissinni, „appar- atchik“. I 14 ár var hann kolanámu- maður og síðan enn fleiri ár starfs- ntaður Flokksins. Það var ekki kjördœmi hans sem kaus hann á þingið heldur samflokksmenn hans í Kommúnistaflokknum og emb- œtlismenn verkalýðssamtakanna. Rélt eins og margir aðrir af 700.000 íbúum eyjarinnar kom Kapustin upphaflega til Sakhalín í eftirsókn að „löngu rúblunni", ábót- arlaununum sem stóðu til boða verkantönnum sem vœru til í að fara til austuslu landshlutanna og Síberíu. „Eg var bara piparsveinn frá Hvíla-Rússlandi,“ segir hann. „Sakhalín gaf mér geysimikið tœki- fœri.“ En nú verður Kapuslin að standa andspœnis Ijölda reiðra verkamanna í fundarsal kolanámu- mannanna. Hann lofar að sýna „hreinskilni" eins og Gorbatsjov. Hann veifaði handleggjununt út í loftið og barði í rœðupúltið eins og Gorbatsjov. En tilþrifin voru ekki sannfœrandi. Eins og þúsundum annarra ker- fiskarla flokksins sent eru aö reyna að stökkva frá „slöðnunarárum" Brésnjefs til endurreisnarherferðar Gorbatsjovs eru Kapustin lil trafala litlir hœfileikar, vafasönt afreka- skrá og rígnegldur hugsanagangur. Margir í kjördœmi hans álíta hann ekki valda sínu nýja hlulverki. Sumt hefur hann tileinkað sér eins Fyrir einni öld yfirgaf Anton Tsékovbók- menntasigra sína í Moskvu og ferðaðist austur á bóginn eftir járnbrautarteinum og ám til fanganýlendn- anna og fiskveiðibœj- anna á Sakhalín-eyju. og páfagaukur en annað rœður hann ekki viö. Og áheyrendur hans skynja þetta. Þrem mánuðum fyrir verkfall sovésku kolanámumannanna í júlísl., lögðu námumenn í bœnum Dolinsk á suðausturströnd eyjarinn- ar niður vinnu í tvo daga. Ein aðal- krafa þeirra var að fá alltaf frí á sunnudögum. Þegar Kapustin var í forystu verkalýðssamlakanna upp úr 1980 var hann einn af fjölmörgum emb- cettismönnum á Sakhalín sem komu á samfelldri vinnuviku. Nú, þegar hann á að vera í barátlusveit Gor- batsjovs í endurbólaherferðinni, á hann að taka afstöðu gegn þeim reglum sem hann átti sjálfur þátt í að setja. „Eg var vanur að fylgja flokks- línunni til hins ýlrasta," segir Kap- ustin. „Stóru karlarnir voru vanir að segja hvað œtti að gera og ég fram- kvœmdi það. Það var alllaf bara „Kapustin, gerðu þetta“ og þar með var það ákveðið. Núorðið reyni ég að lála álit milt í ljós ef mér finnst eitlhvað vera rangt.“ En ekki var að sjá að námu- mennirnir létu sannfœrast og þeir héldu áfram ótrauðir að bera fram kvartanir sínar. „Lífið hér er fimm eða 10 sinnum verra nú en það var á sjöunda áratugnum," segir einn þeirra. Þegar Kapustin er kontinn inn á nolalega skrifstofu sína eftir fund- inn tekur ekki betra við. Þar bíður hans símskeyti frá einhverjum námumönnum í bœnuni Doros- henko. „Framkvœmdir stöðvaðar vegna skorts á gjallkubbum. Förum frant á skjótar aðgerðir til að tryggja aíliendingu á kubbum.“ Kapustin lítur til himins og seg- ist œtla að reyna að hringja í rélta embœtlismanninn í Moskvu þá um kvöldið. En þar fékk hann ekki ákveðnara svar en „einhvern tíma“. „Eg reyni,“ sagði hann. Umbótasinninn fœr litlu áorkað og of hœgt Hingað til hafa fjölmiðlar, sov- éskir og veslrœnir, beint alhygli sinni að þeim u.þ.b. 400 endurbóla- sinnum sem eru í ltópi 2.250 full- trúa þjóðþingsins. Engu að síður voru forsalirnir í Kreml fylltir hundruðum jafningja Anatoli Kap- ustins í maí og júní — fólki sem Yuri Afanasyev sagnfrœðingur kallaði „hinn árásargjarna, hlýðna" meirihluta. Annar þingmaður Sakhalín, Guli, telur sig sjálfan í hópi um- bólasinna. Það voru ekki verkalýðs- foringjar eða flokksfélagar sem kusu hann, heldur eyjarskeggjar sjálftr. Guli á ekkert vantalað við Kapustin. „Hér áður fyrr var Kapustin sú manntegund sem reyndi aö koma mér fyrir katlarnef," segir Guli. „Hann apar bara eftir umbótatungu- takinu. Alla œvi hefur hann slaðið heiöursvörö unt kerfiö." Guli er blaðamaður, fullur streitu og virðist borða á við þrösl. Hann hefur hœtt að reykja fimm sinnum. Ör liggur frá nafla að bringubeini. „Magasár," segir hann stutlaralega. Hann er 37 ára, 13 ár- um yngri en Kapuslin, og er ekki bundinn á klafa fortíðarinnar. Hins vegar þykir honum breylingar alltof hœgfara á Sakhalín. „Þegar hlutirnir komast úr tísku í Moskvu er lími þeirra runninn upp hérna," segir hann óþolinmóður. Guli er meðlimur í flokknum en segir að flokkurinn hafi „verið lítil- Iœkkaður". Hann segir stocrsta vandamál eyjarinnar vera að enn „sé litið á hana sem nýlendu ríkis- ins. Allt er sogað burt og engu skil- að í staðinn." Á sunnudagssíðdegi fara Guli og nokkrir aðstoðarmanna hans, reyndar vinir, í ferð til Svo- bodnoyeskaga, en þar er fisk- vinnslustöð sem er svo einangruð að hennar er gœtt af sérstakri varð- stöð KGB. Þegar Kapustin tekur sér ferð á hendur, ferðast hann á sama máta og gamlir flokksforingjar hafa lam- ið sér, þ.e. í svarlri Volga-drossíu nteð bílstjóra. Guli hefur ekki eins mikiö við. Hann treöur ferðafélög- unt sínum inn í ljósan Moskvich- smábíl sent mest líkist beyglaðri túnfiskdós. Leiðin liggur í austurátl til sjáv- ar, eftir besla veginum á Sakhalín. Bílaumferð annars staðar á eynni liggur um grófl net ntoldarvega, malarvega, aflagðra vega og blind- gatna. „Veislu af hverju þessi vegur er svona sléltur?“ spyr Guli. „Allir flokksforingjarnir átlu sveitasetrin sín hérna. Þeir vildu hafa góðan veg handa sjálfum sér.“ Á Sakhalín verður sljórnmála- rnaður að ganga eftir Ijörum og fara á hestbaki um hœðirnar til að ná til kjósenda sinna. Guli hitlir tvo kjós- endur sína um borð í lítilli skeklu þar sent þeir eru að draga fisk nœrri slröndinni við Svobodnoyeoddann. Guli stekkur unt borð í bálinn til <nö hlusla á hvað þeim liggur á hjarta. Þarf að sœkja um leyfi til Moskvu til að bjarga laxinum! Það kentur í Ijós að mennirnir tveir hafa veitt a.m.k. 80.000 tonn af laxi í nel sín, sem eru mikilla peninga virði. Fiskarnir hreinlega stökkva upp úr sjónuni, en með hverjum deginum sem líður dregur af þeim og þeir missa silfurgljáann. Sumir þeirra hafa þegar snúið kviðnum upp í netunum. „Ef þessir fiskar eru ekki hirtir á Iand á nœslu þrent dögum, fjórum í mesta lagi, drepast þeir allir," segir annar fiskimannanna. Fiskimennina vantar stœrri bála til að draga fiskinn urn borð og slík- ir bátar eru í grenndinni, í Okhotsk- hafi. En eina leiðin til að fá þá til að leggja leið sfna á slóðir fiskimann- anna á litla árabálnunt og aðstoða þá við að koma afianum á land Iigg- ur um ráðuneyti í Moskvu. „Get- urðu ímyndaö þér það?“ segja fiski- mennirnir og veifa árunum. „Þarna liggur mikið magn af er- lendunt gjaldeyrij" segir Guli og bendir út á iðandi sjóinn. Hann lof- ar að reyna að hjálpa fiskimönnun- um. En þegar hann er kominn aftur í land og slikar upp sandinn inn í skóginn segir hann: „Hvað get ég gert? Ég hringi á nokkra staði í kvöld og reyni að hrista upp í fólki. Ríkisstjórnin œtli ekki að skipta sér af svona hlutum, en kerfið hefur ekki breyst enn, eða a.nt.k. ekki nóg.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.