Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 7. febrúar 1990 Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst Fyrsta stórmótid n eftir byltinguna u segir Jiri Zeman sendiherra Tékka á íslandi sem heldur með Logn ríkir nú í handknattleiksheimin- um, en það er aðeins lognið á undan storminum. Sjálf úrslitakeppni heims- meistaramótsins er framundan og liðið æfir nú af kappi fyrir átökin í Tékkóslóv- akíu. íslenska landsliðið mun taka á móti Rúmenum, Svisslendingum og Hollend- ingum, áður en haldið verður í austurátt. Rúmenar koma fyrst og leika þrjá leiki gegn okkar mönnum, 10., 11. og 12. febrúar og verða allir íeikirnir í Laugar- dalshöll. Svisslendingar leika hér 15. og 16. febrúar, einnig í Höllinni og Hollend- ingar sækja okkur heim rétt áður en lagt verður upp og leika hér tvo leiki, 22. og 23. febrúar. Tékkóslóvakía Stóratburðir hafa átt sér stað í Tékkó- slóvakíu síðustu vikur, kommúnista- (slendingum þegar Tékkar eru ekki að leika MS'90 stjórnin féll, eins og annars staðar í Austur-Evrópu og nýir menn tóku við stjórninni. Tíminn heimsótti tékkneska sendiráðið í Reykjavík til þess að for- vitnast um undirbúning keppninnar og ástandið í Tékkóslóvakíu. Tékkneski sendiherrann á íslandi, Jiri Zeman, tók á móti blaðamanni og fletti í gegnum kynningarbækling heimsmeist- arakeppninnar. Sendiherrann krossaði yfir myndir af nokkrum helstu íþrótta- forkólfum Tékkóslóvakíu, en myndir af þeim prýddu bæklinginn. „Þessi var rekinn og þessi líka og annar er kominn í staðinn," sagði sendiherrann, þegar hann krossaði yfir mynd af forseta íþróttasambands Tékkóslóvakíu og fleiri fyrirmönnum. „Það hafa verið gerðar . miklar breytingar í heimalandi mínu í kjölfar byltingarinnar," sagði Zeman. „Ég var 8 daga í Prag fyrir skömmu og hafði tækifæri á að sjá með eigin augum hvað hefur gerst. Ég er ekki viss um að ferðamenn taki eftir breytingunum, nema þeir hafi komið áður til landsins. Fólkið er mun ánægðara og opnara en áður og nú blakta aðeins tékkneskir fánar við hún, rauði fáninn er horfinn. Þegar ég ók frá Prag tók ég eftir að öll áróðursskiltin sem á stendur „Lifi kommúnisminn" og þess háttar, eru horfin. Þá hefur nöfnum verið breytt, götur heita ekki lengur Lenínsfræti, eða nöfnum rússneskra hershöfðingja, held- ur heita þær sínum gömlu nöfnum frá því fyrir síðari heimsstyrjöldina. Heimsmeistarakeppnin í handknatt- leik er fyrsta stórmótið í íþróttum sem haldið er eftir byltinguna, en ég vil gjarnan kalla þessar breytingar byltingu. Mönnum er mikið í mun að sýna að við getum skipulagt svona mót og allt gangi upp. Það eina sem skipuleggjendur hafa áhyggjur af er að lítið verði um áhorfend- ur. Handbolti er ekki vinsælasta bolta- greinin í landinu, knattspyrna, íshokkí, blak, körfubolti og tennis eru greinar sem allar eru vinsælli en handbolti. Það v verður alltaf fullt af fólki á leikjum tékkneska liðsins, en á öðrum leikjum gæti orðið fámennt. Ekki bætir úr skák að bestu dagar tékknesks handknatt- leiks, þegar landsliðið var heimsmeistari, eru liðnir." Sendiherrann hafði nokkrar áhyggjur af tékkneska liðinu, þó einkum mark- vörslunni. „Barda er einn besti mark- vörður heims, en hann er ekki búinn að ná sér eftir slæm meiðsl. Næstu mark- verðir landsliðsins eru ekki nógu góðir og því verður maður að vona að Barda verði að fullu búinn að ná sér fyrir keppnina. Annars held ég með íslandi, þegar Tékkóslóvakía er ekki að spila," sagði Zeman, sem mun verða íslenska liðinu samferða á mótið. „Þegar íslenska liðið tók þátt í móti í Bratislava í nóvember komu fram kvart- anir út af matnum. Slóvakar eru mikið fyrir feitan og mikið kryddaðan mat og ég skil vel að mönnum líki slíkt misvel. Eg hef talað við Jón Hjaltalín um mataræði liðsins og beðið sérstaklega um góðan mat fyrir íslenska liðið meðan á keppninni stendur. Þeir fá ekki ýsu, en íþróttahöliin í borginni Zlín þar sem íslens örugglega silung, þannig að maturinn ætti að verða líkari því sem menn eiga að venjast," sagði Jiri Zeman. „Mér er sagt að sovéska liðið sé ósigrandi um þessar mundir og níu önnur lið séu álitin líkleg til" afreka í keppninni. Ég ræddi við menn heima þegar ég var þar á ferð, þar á meðal son minn sem er íþróttafréttamaður við útvarpið í Prag. Menn nefndu Júgóslava, Ungverja, Svía, Rúmena, íslendinga, Pólverja, A-Þjóðverja, S-Kóreumenn og Spánverja auk Sovétmanna, sem sterk- ustu þjóðirnar í keppninni," sagði Jiri Zeman sendiherra Tékkóslóvakíu á ís- landi og bætti við að Jiri væri tékkneska nafnið fyrir Georg. Beinar útsendingar Ríkissjónvarpið mun verða með við- búnað vegna heimsmeistarakeppninnar. Bjarni Felixson og Samúel Örn Erlings- son fara til Tékkóslóvakíu, Bjarni mun lýsa öllum leikjum íslenska liðsins í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.