Tíminn - 07.02.1990, Page 10

Tíminn - 07.02.1990, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 7. febrúar 1990 Amnesty International: Samviskufangar SÝRLAND: Ahmad ’Abd al-Ra’uf Roummo, liðlega fimmtugur kenn- ari hefur verið í haldi án ákæru eða réttarhalda frá 1975 grunaður um að styðja þá deild Ba’th flokksins, sem nýtur stuðnings íraka. Ahmad Roummo var handtekinn um mitt árið 1975 ásamt fjölda manns, og sakaður um samvinnu við íraksdeild Ba’th flokksins. Fréttir hafa borist um að fyrstu sex mánuð- ina í fangelsi hafi hann verið pyntað- ur og ekki hafi verið viðurkennt, að hann væri í haldi. Ba'th flokkurinn hefur verið við völd í Sýrlandi frá 1983, og ýmsar fylkingar innan hans farið með völdin til skiptis. Sambúð Sýrlands og fraks hrakaði stórlega árið 1975, og voru fjölmargir hand- teknir af þeim flokksmönnum, sem grunaðir voru um aðild að íraks- deildinni. Margir þeirra, sem þá lentu í fangelsum, hafa verið í haldi án ákæru eða réttarhaída. Afnnesty , tekið á sína arma mál margra þeirra, þar sem þeir teljast samviskufangar. Þeim er haldið í fangelsi samkvæmt ákvæðum neyðarlaga frá 1963, en með þeim voru réttindaákvæði stjórnarskrár Sýrlands numin úr gildi, og víðtækar handtökur heimil- aðar og varðhald. Ahmad Roummo gekk í Ba’th flokkinn árið 1954. Árið 1966 tók hópur innan hans völdin, rak úr valdastólum marga af stofnendum flokksins. Margir voru reknir úr flokknum aðrir handtekn- ir, þar á meðal Ahmad Roummo. Hann sat inni í ár. Hann er núna í al-Mezze herfangelsinu í Damaskus. Honum leyfist að fá nána ættingja í heimsókn einu sinni í mánuði. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf til: H.E. President Hafez al-Assad Presidential Palace Damascus Syrian Arab Republic Búlgaría: Ismail Mehmedov Hyuseyinov er 34 ára gamall Búlgari af tyrknesku bergi brotinn. Hann var handtekinn í maí 1985 en hefur verið dæmdur til útlegðar í þorpi nokkru í norð-vestur hluta Búlgaría þar eð hann neitar að breyta nafni sínu til búlgarskrar vísu. Amnesty International álítur hann fórnarlamb aðlögunarherferð- ar, sem efnt var til í desember 1984 og beindist að tyrkneska minni- hlutanum í Búlgaríu. Herferðin hafði það markmið að þvinga tyrk- nesku innflytjendurna til að taka upp búlgörsk nöfn. Ismail Mehmedov Hyuseyinov var handtekinn 7. maí 1985 sakaður um að hafna sínu nýja nafni, Samuil Demirev Dyulgerov, og fyrir að beiðast leyfis til að flytja til Tyrklands. Hann var sendur í Bel- ene fangabúðirnar, þar sem hann er sagður hafa verið barinn illiiega. 1987 svelti hann sig í mótmæla- skyni ásamt öðrum Tyrkjum í búð- unum og léttist um 40 kíló. Eftir sveltið var hann látinn laus og sendur í útlegð til þorps nokkurs nálægt Vidin í norð-vestur Búlgaríu. Útlegðin jafngildir fangelsisvist, sem sést á því að honum er bannað að yfirgefa þorpið og verður að gefa sig fram við lögregluna tvisvar á dag. Honum var sagt að hann fengi að hverfa til konu sinnar og fjölskyldu, ef hann tæki upp sitt nýja nafn og dragi til baka beiðnina um að flytjast til Tyrklands, en hann hafnaði boð- inu. Vinsamlegast sendið kurteislegt bréf og krefjist þess að hann fái að hverfa heim úr útlegðinni þegar í stað: Chairman of the State Council Todor Zhivkov Blvd. Dondukov 2 Sofia Bulgaria Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði IngviJón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 Isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavik ElisabetPálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egllsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlið 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lvnqbero 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjamlnsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jón ína og Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Góóar veislur enda vel! Eftir einn -ei aki neinn «1 UMFEROAR RÁO lllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsfundur veröur haldinn í Goð- heimum, Sigtúni 3 miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 20. 1. Kynnt ný reglugerð um stofnunar- þjónustu aldraðra og vistunarmat. 2. Fimm ára áætlun félagsmálaráðherra um úrlausn í húsnæðismálum aldraðra. 3. Kynntar tillögur að lagabrey tingum. 4. Önnur mál. Margrét Thoroddsen verður til viðtals annan hvern fimmtudag á skrifstofu Fé- lags eldri borgara. Byrjað verður fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 14-16 og mun hún veita upplýsingar um réttindi aldraðra til almannatrygginga. Samtókin Hjálpum bömum stofnuð Samtökin Hjálpum börnum héldu stofnfund sinn á degi Sameinuðu þjóð- anna 24. október síðastliðinn. Tilgangur samtakanna er að stuðla að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu. Á stofnfundinum voru kynnt ýmis þau vandamál, sem blasa við félagsmönnum, svo sem ófullnægjandi sjúkrahúsmál, slysatíðni meiri en í öðrum löndum, sundurslitinn skóladagur sem veldur því að fjöldi ungra barna gengur forsjárlaus á degi hverjum, ofbeldi meðal barna, alvarlegur skortur á aðstoð til skilnaðar- fjölskyldna o.m.fl. Framhaldsstofnfundur samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 að Borgartúni 6. Fundurinn er opinn öllum sem bera velferð barna fyrir brjósti. Ferðafélag íslands Miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20: Viðey að vetri - Vetrarkvöldganga - blysför. Brottför frá Viðeyjarbryggju - Sunda- höfn. Viðeyjarkirkja skoðuð og Viðeyjar- stofa ef aðstæður leyfa. Létt gönguferð og blysför austur á Sundbakka (minjar um þorp). Verð 500 kr., frítt f. börn 12 ára og yngri. Blys kr. 100 (meðan birgðir endast). Kynnist Viðey að vetri. Ferðafé- lagsferðir eru fyrir alla. Helgarferð í Tindfjöll 9.-11. febrúar. Gist í góðum skála. Tilvalin ferð fyrir gönguskíði. Nægur snjór. Gengið á Tind- fjallajökul. Farmiðar og upplýsingar á skrifst. Pantið tímanlega. Fljótshlíð í vetrarbúningi. Dagsferð á sunnudaginn kl. 10. M.a. farið að Selja- landsfossi og Breiðabólsstaðarkirkju. Ferðafélag Islands Félag íslcnskra náttúrufræðinga: Umhverfi, gróðurvemd og landnýting Félag íslenskra náttúrufræðinga gengst fyrir ráðstefnu um umhverfi, gróðurvernd og landnýtingu föstudaginn 23. febrúar 1990 á Holiday Inn frá kl. 9.00-17:00. Sérfræðingar á sviði gróðurverndar og landnýtingar munu flytja erindi. Einnig verður fagleg kynning á starfsemi og viðfangsefnum helstu stofnana og ráðu- neyta er vinna að gróðurverndar- og landnýtingarmálum. Ráðstefnan er öllum opin. Sólustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartavemdar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg. 31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Keflavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skóla- braut 2 Borgarnes: Verslunin ísbjörninn Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurg. 36 ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18 Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97 Bókaval, Kaupvangsstræti 4 Húsavfk: Blómabúðin Björk, Héðinsbr. 1 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstaðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13 Eskiljörður: Póstur og sími, Strandgötu 55 Siglulyörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20 Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16 Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Osmo Vánská, hljómsveitarstjóri. Martial Nardeau, flautuleikari. Sinfóníuhljómsveit Lslands: Nýtt íslenskt tónverk frumflutt Á fyrstu áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands á síðara misseri í Háskólabíói nk. fimmtudag, þ. 8. febrú- ar, kl. 20.30, verða flutt þrjú verk: Posthorn Serenade eftir Mozart, Til- brigði um silfur eftir Þorkel Sigurbjörns- son og Tapiola eftir Sibelius. Einleikari verður franski flautuleikar- inn Martial Nardeau og hljómsveitarstjóri Finninn Osmo Vánska. Tilbrigði um silfur er flautukonsert í einum þætti eftir Þorkel og er þetta frumflutningur verksins. Þorkell skrifaði það á Spáni árið 1988 og gætir í því spænskra áhrifa. Martial Nardeau hóf flautunám korn- ungur í heimaborg sinni, Boulogne sur mer í Norður-Frakklandi og stundaði síðan nám i París og Versölum. Að loknu námi starfaði hann sem fastráðinn flautu- leikari í Lamoureux sinfóníuhljómsveit- inni í París í 3 ár. Hann kom víða fram sem einlcikari í Frakklandi, auk þess sem hann var yfirkennari flautudeilda tónlist- arskólanna í Limoges og síðar Amiens. Martial flutti til Islands 1982 og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni, fslensku hljómsveitinni, Kammersveit Reykjavikur og starfað sem flautuleikari í hljómsveit Islensku óper- unnar. Osma Vánská er einn þeirra ungu hljómsveitarstjóra, sem hlutu kennslu sína hjá Jorma Panula í Sibeliusaraka- demíunni. Hann er einnig klarinettuleik- ari og var m.a. fyrsti klarinettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Turku. Vegur hans sem hljómsveitarstjóra hefur farið ört vaxandi og auk þess að stjóma öllum helstu sinfóníuhljómsveitum á Norður- löndum hefur hann stjórnað Sinfóníu- hljómsveit Parísarborgar, Fílharmóníu- sveit Antwerpen og Hollensku útvarps- hljómsveitinni. Auk þessa hefur hann stjórnað þekktum hljómsveitum við hljóðritun tónverka. Osmo Vánská var sl. haust ráðinn aðalstjómandi Espoo Kammersveitarinnar, sem er álitin ein besta kammersveit Finnlands. Miðar á tónleikana fást í Gimli við Lækjargötu á skrifstofutíma og einnig við innganginn við upphaf tónleikanna. For- sölu áskriftarskírteina er lokið, en enn em seld áskriftarskírteini fyrir síðara misserið. Kvenfélag Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldui félagsvist í Kirkjubæ annað kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Kaffiveitingar verða á eftir. Hjónanámskeið í Laugarneskirkju Á nokkrum undanförnum misserum hafa sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Birgir Ásgeirs- son staðið fyrir hjónanámskeiðum. Hafa þau verið vel sótt og hafa nú yfir tvö hundmð manns tekið þátt í þeim. Hér er um að ræða samvemstundir með hjónum á öllum aldri, sem vilja fá tækifæri til þess að ræða hjónaband og sambúð, fræðast um eðli og tilgang hjú- Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli lo’ Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel bl', Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Köpavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Minningarkort Styrktarsjóðs bamadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspftala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjarapót- ek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjar- apótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavík- urapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsap- ótek, Lyfjabúðin IÐunn. Blómaverslan- irnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnamesi og Blómavali Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barnadeild Landakotsspítala. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984 Holtsapótek, Langholtsvegi 84 Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Verslunin Rangá, Skipasundi 56. skapar og skoða ýmis dagleg viðfangsefni, bæði gleðileg og sorgleg, sem fyrir kunna að koma í svo nánu samfélagi karls og konu, sem hjónaband er. Námskeiðið er ætlað fólki, sem hyggst ganga í hjóna- band, er í sambúð eða hefur verið gift í skemmri eða lengri tíma. Með námskeið- inu er stefnt að því að auðga samskiptin í milli hinna tveggja einstaklinga, styrkja sambandið milli þeirra og efla sjálfsvitund og stöðu gagnvart makanum. Nú hefur verið ákveðið að halda næsta námskeið í Laugarneskirkju, nánar til tekið í safnaðarheimili kirkjunnar og verður það haldið laugardaginn 10. febr. 1990. Það hefst kl. 13:00 og því lýkur kl. 19:00. Upplýsingar og skráningu annast sr. Jón Dalbú Hróbjartsson í síma 34516, milli kl. 15 og 17 miðvikudag til föstudags. Athygli skal vakin á því að fólki hvaðanæva er heimil þátttaka. Háskólatónleikar: Slagverkhópurinn Snerta 1 dag, miðvikudaginn 7. febrúar, verða haldnir Háskólatónleikar og hefjast þeir kl. 12.30. Það er slagverkhópurinn Snerta sem þar kemur fram en hann skipa Maarten van der Valk, Árni Áskelsson, Pétur Grétarsson og Eggert Pálsson. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veirð ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Galv. stál og stál til klæðningar innanhúss Gott verð Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. Sími 91-680940 4

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.