Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Kjötbirgðir minnkuðu um 7001 í fyrra Kjötbirgðir landsmanna voru 700 tonnum minni í Iok síðasta árs en í árslok 1988. Þá voru birgðirnar 10.192 tonn en voru í árslok í fyrra 9.486 tonn. Birgðasöfnun varð á hrossakjöti á síðasta ári. Sama má segja um alifuglakjöt en til voru 88 tonn af því í árslok. Birgðir af alifuglakjöti hafa þó minnkað mikið frá því í ársbyrjun 1988 en þá voru til um 400 tonn af alifuglakjöti. Kjötbirgðir hjá afurðastöðvum í árslok 1988 og 1989 1988 1989 Kindakjöt 9.422 8.696 Nautakjöt 327 253 Svínakjöt Hrossakjöt Alifuglakjöt Alls 31 24 358 425 54 88 10.192 9.486 Gísli Karlsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins segir að meðalbirgðir af kindakjöti mættu lækka um þriðjung án þess öryggissjónarmiðum sé stefnt í hættu. Sama mætti segja um birgðir á hrossakjöti. Sala á svínakjöti hefur aukist um 270% síðan 1981. Á síðasta verð- lagsári voru seld rúmlega 2.579 tonn af svínakjöti. Neysla á kindakjöti frá árinu 1982 til 1988 dróst hins vegar saman um 25%. -EÓ Asgeir Hannes Eiríksson hefur lagt fram þrjú ný frumvörp á Alþingi: BANN VID AÐ FLEYGJA MAT Ásgeir Hannes Eiríksson, alþing- ismaður Borgaraflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bann við að farga matvælum. í fyrstu grein er lagt til að bannað verði að fleygja matvælum á íslandi, urða þau eða brenna, kasta í sjó innan fiskveiðilögsögu, eða í ár og vötn, Birgir til EFTA Birgir Árnason, aðstoðarmaður viðskipta- og iðnaðarráðherra, hefur verið ráðinn til starfa á hagfræðideild aðalstöðva Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Genf. Þar mun hann starfa að samningaviðræðum EFTA og Evrópubandalagsins um myndun sameiginlegs evrópsks efna- hagssvæðis, sérstaklega varðandi samruna fjármagnsmarkaða og auk- ið frjálsræði í viðskiptum með fjár- málaþjónustu milli landa. Birgir mun hefja störf hjá EFTA síðari hluta marsmánaðar. SSH eða farga þeim á annan hátt. í greinargerð með frumvarpinu segir: „Það er glæpsamlegt að fleygja mat. Þetta frumvarp er flutt til að sporna við að matvælum sé fleygt til að halda uppi verði og til að koma í veg fyrir að afla sé kastað fyrir borð eða matvælum fargað í öðrum til- gangi en að losna við ónýtan mat.“ Ásgeir Hannes hefur einnig lagt fram frumvarp til laga um Þjóð- leikhús íslands. Lagt er til að leikhúsið verði leigt til einstaklinga og félaga, leikhópa, dansflokka, hljómsveita, sönghópa, og annarra sem vilja nýta húsið undir listrænan flutning fyrir börn og fullorðna. Gert er ráð fyrir að Þjóðleikhúsið heyri undir félagsmálaráðherra. Þá hefur Ásgeir Hannes lagt fram frumvarp um Þjóðleikhússjóð. Hlut- verk sjóðsins á að vera að styrkja fjárhagslega leiklist og aðrar list- greinar sem tengjast leiksviði um allt land og stuðla að þróun þeirra þannig að sem flestir landsmenn geti • notið þeirra. -EÓ Skagaströnd: Mark smíðar 9,91 trillu Starfsemi er nú hafín á ný hjá plastverksmiðjunni Mark hf á Skagaströnd og er nú um það bil að hefjast smíði á 9,9 tonna plastbáti á vegum fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið áður brann húsnæði og alíur tækjakostur Marks á síðastliðnu vori. í sumar var hafist handa við byggingu nýs húss á grunni þess sem brann og var bygg- ingu þess lokið skömmu fyrir jól. Nýja húsið er 480 fermetrar að stærð byggt úr stálgrind klætt utan með áli. Markus Markovic og Eðvarð Ingv- arsson eru aðaleigendur Marks hf. en fyrirtækið var stofnað fyrir 6 árum. Þeir sögðu fréttaritara að fyrirtækið yrði áfram í margvíslegri framleiðslu úr plasti. Þegar er búið að breyta einni trillu í hinum nýju húsakynnum og nú er að hefjast smíði á 9.9 tonna báti eins og áður sagði. Búið var að semja um smíði á þessum báti áður en fyrirtækið brann. Mark hf hefur á undanförnum árum framleitt liðlega 40 hraðbáta úr plasti. Að sögn Eðvarðs Ingvars- sonar er ekki líklegt að framleiðsla slíkra báta verði eins umfangsmikil þáttur í starfsemi fyrirtækisins og var þar sem nú sé komin kvóti á alla báta stóra sem smáa og því verði vart um nýsmíði að ræða nema í stað þeirra báta sem úreldast. Auk báta- smíði framleiddi Mark mikið af kerjum fyrir fiskeldisstöðvar, vatna- bátum og fiskikössum fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki. Eigendur Marks hf segjast ekki kvíða verkefnaskorti á næstunni þrátt fyrir að ýmsar blikur sé á lofti í sjávarútvegi um þessar mundir. ÖÞ. ökumaður skarst á höfði og fékk að fara heim að aðhlynningu lokinni. Tímamynd Pjetu, Ökumaður á sjúkrahús Árekstur varð á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á ellefta tímanum í gærmorgun, með þeim afleiðingum að annar bíllinn hafnaði á Ijósastaur. Ökumaður bifreiðarinnar skarst á höfði og var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim að aðhlynningu lokinni. Miklar skemmdir urðu á öðrum bílnum, en annar ökumaðurinn mun ekki hafa sinnt rauðu Ijósi og haldið rakleitt yfir gatnamótin. -ABÓ Ríkið leigir Geysisbíla Innkaupastofnun ríkisins hefur fjórða árið í röð gert samning við bílaleiguna Geysi h.f. Samningurinn felur í sér að allar ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki leigja eingöngu bíla frá Geysi en á móti fær ríkið helm- ings afslátt frá leigugjaldi. Innkaupastofnun auglýsti á sínum tíma eftir tilboðum vegna leigu á bílum og bárust sex tilboð. Tilboð bílaleigunnar Geysis var þeirra lægst. Forsenda þess að ríkið fái þann helmings afslátt frá leigugjaldi sem gert er ráð fyrir í samningi Innkaupastofnunar, er að allar ríkis- stofnanir nýti sér samninginn og skipti við Geysi en ekki aðrar bíla- leigur. -sá Samband við Maldiveyjar Ríkisstjórnir íslands og Mald- iveyja hafa tekið upp stjórnmála- samband. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipst verður á sendiherrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.