Tíminn - 13.02.1990, Side 1

Tíminn - 13.02.1990, Side 1
Lf; Samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir, sem einnig er farið að kalla Bremsunefndina, hefur farið fram á það við menntamálaráðherra að fá ná- kvæma útfærslu á því hvernig rekstri og endurbótum á Þjóðleikhúsinu verði haldið innan markaðs ramma fjárlaga. Samkvæmt lögum þarf nefndin að gefa leyfi fyrir opinberum framkvæmdum og verði hún ekki ánægð með þau svör sem hún fær þarf að endurskoða áætl- anir. Boðað hafði verið að skýrsla menntamálaráðherra yrði tilbúin sl. föstudag en í gær var hennar enn beðið. • Blaðsíða 5 Fjölmargir ræðumenn töluðu gegn samn- ingunum á háa C-inu í Bíóborginni í gær þó að meirihlutinn samþykkti þá á endanum: „ALLEGR0“ Á FUNDI í DAGSBRÚN Dagsbrún og Sókn hafa nú samþykkt þá tímamóta- samningsgerð sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um á dögunum. Sem kunnugt er byggja þessir samningar á samstillingu og samhljómi fjöl- margra efnahagsstærða s.s. vaxta, búvöruverðs, launa, verði opinberrar þjónustu o.fl. Óhætt er að segja að eftir margra vikna hægar samningaviðræður og undirbúning með tilheyrandi forspili hafi einn fjörugasti kafli þessa hljómsveitarverks verið leikinn á fundi Dagsbrúnar í gær, þar sem kröftug andstaða við samningana kom fram. Fyrirfram hafði verið búist við mestri andstöðu við samninginn hjá Dagsbrún en eftir niðurstöðuna þar í gær er ólíklegt annað en að önnur félög samþykki hann einnig. £ Blaðsíða 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.