Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Tíminn 3 Fjörutíu og átta krona gjald a hvern gang, sé miðað við sex gata skeifur, til þess að kosta sérstaka reiðvegi fyrir hestamenn: Tvær krónur á hvert gat Átta þingmenn Framsóknarflokksins með Guðmund G. Þórarinsson þingmann Reykvíkinga í broddi fylkingar, leggja til að lagt verði sérstakt gjald á hóffjaðrir til að standa straum af kostnaði við lagningu reiðvega. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði tvær krónur á hverja selda hóffjöður og skal það fylgja vísitölu byggingarkostnaðar. Alls leggja þingmennirnir fram þrjú þingskjöl vegna hinnar nýju reiðvegaáætlunar. Frumvarp um fjáröflun, þar sem tiltekið er gjald á hóffjaðrir. Frumvarp um breytingar á vegalögum, þar sem gert er ráð fyrir sérstakri reiðvegaáætlun í sam- vinnu við Vegagerð ríkisins og loks tillögu til þingsályktunar um sjálfa áætlunina. Þar mælir fyrir um að ráðherra skuli í samvinnu við sveitarfélög og samtök hestamanna, skipa nefnd er geri áætlun um reiðvegi til fjögurra ára í senn. Nefndin skal vinna í náinni samvinnu við ýmis félaga- samtök og stofnanir er málið varðar, svo sem Náttúruverndarráð, Land- græðsluna, Skógrækt ríkisins, skipu- lagsstjórn, Ferðaþjónustu bænda, sveitarfélög og einstaka landeigend- ur. Þá skuli unnið að því að bæta aðstöðu hestamanna á þjóðvegum og haga þannig að sem minnstar hættur verði á slysum, og umferð ríðandi manna viðurkennd í raun sem hluti af samgöngum lands- manna. Tekið er fram í greinargerð með þingsályktunartiliögunni að mikil- vægt sé að gera sér grein fyrir því að íslenski hesturinn geti orðið mikil- vægur þáttur í uppbyggingu ferða- mannaiðnaðar hér á landi í framtíð- inni. Þar þurfi eigendur veitinga- staða víða að gera hestamönnum kleift að njóta þeirrar þjónustu sem þeir hafa á boðstólum, t.d. með því að koma upp hrossaréttum og að- stöðu til fóðrunar og brynninga fyrir hesta. Ferðaþjónusta bænda þurfi að geta veitt hestamönnum fyrir- greiðslu af ýmsu tagi, ekki aðeins geta leigt mönnum hross, heldur einnig haft hagbeit til sölu. Sveitar- stjórnir og upprekstrarfélög víða um land, eigi í mörgum tilfellum góða skála á fjöllum, sem nýta mætti betur og leigja ferðafólki. Slíkir skálar gætu fallið vel inni í ferðir ríðandi manna um landið. „Þannig mætti hugsa sér eins kon- ar net náttstaða á hálendinu, en hey þyrfti að vera til sölu á sem flestum stöðum svo gróður spillist ekki,“ segir í greinargerðinni. Tillaga til þingsályktunarum áætl- un um gerð reiðvega var flutt á Alþingi árið 1986, af þingmönnun- um Páli Péturssyni og Ólafi Þ. Þórð- arsyni. Sú tillaga fékkst ekki út rædd. - ÁG Félag heyrnarlausra og forlagið Fjölsýn: Bók um heyrnar- lausa á íslandi Felag heyrnarlausra hefur gefið út í samvinnu við Fjölsýn Forlag, bókina Heyrnarlausir á íslandi, sögulegt yfirlit. Bókin er gefin út í tilefni af þrjátíu ára afmæli Félags heyrnarlausra, sem stofnað var 11. febrúar 1960. Bryndís Guðmundsdóttir og Guðmundur Egilsson höfðu umsjón með útgáfuna. I bókinni er gerð grein fyrir upp- hafi heyrnleysingjakennslu í heimin- um og sagt frá fyrstu heyrnleysingja- skólunum. Sögð er saga heyrnleys- ingjakennslu á fslandi og rakin saga Félags heyrnarlausra. í lok ritsins er listi yfir stjórnir Félags heyrnar- lausra og æviárgrip heyrnarlausra á íslandi sem fæddir eru eftir 1973. f formála bókarinnar segir: „Saga heyrnarlausra er um margt saga samtímans. Áður fyrr ein- kenndust viðhorf manna til heymar- lausra af fáfræði á eðli heymarleysis og hvaða afleiðingar það hefði. Sterkar skoðanir voru uppi um að greind og hugsun væru forsendur þess að menn gætu talað. Þeir sem vom „mállausir“ höfðu því sam- kvæmt þessari kenningu ekki mikla greind úr því þeir gátu ekki tjáð sig á töluðu mali. Heyrnarlausir höfðu því litla samúð og voru því sem næst réttlausir." Bókin er 311 blaðsíður. Margar myndir eru í henni. Fjölmörg fyrir- tæki hafa styrkt útgáfu bókarinnar. -EÓ Akureyri: Hekla sjófær á ný Strandferðaskipið Hekla var á fímmtudag afhent eigendum sínum eftir umfangsmiklar við- gerðir í Slippstöðinni á Akur- eyri. Eins og kunnugt er laskað- ist skipið í október sl. eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Kostn- aður vegna viðgerðarinnar var ríflega 40 milljónir króna. Við reynslusiglingu reyndist allt eðli- legt og fór Heklan í áætlun á fímmtudagskvöld áleiðis til Grtmseyjar. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ing- ólfssonar, skipstjóra á Heklunni, var skipt um nánast öll tæki í brú og allar raflagnir í skipinu voru endur- nýjaðar. Jón sagði að staðið hefði til að selja skipið áður en slysið varð en úr því hefði ekki orðið. Þess í stað var ákveðið að ráðast í þessa viðgerð og tækifærið notað til að breyta og bæta ýmislegt um borð. Megnið af áhöfn skipsins var á Akureyri meðan viðgerð stóð yfir og vann að viðhaldi, svo sem bolviðgerðum. sandblæstri og málun á botni. íbúðir og stýrishús voru endurskipulögð og húsgögn og búnaður endurnýjuð. M.a. voru smíðaðar nýjar innréttingar í eldhús og íbúðir og var það gert hjá Aðal- geiri og Viðari hf. á Akureyri. Þegar Tíminn hafði samband við Hekluna á föstudagsmorgun var skipið statt við Horn. Jón skipstjóri Dómsmálafáðherra hefur hafnað beiðni um skipun sérstaks setusak- sagði að óneitanlega væru mikil viðbrigði að sigla skipinu eftir breyt- ingu. Maður er ekki búinn að finna rétta punktinn til að standa á ennþá. En það kemur nú fljótlega. Sam- kvæmt áætlun átti skipið að hafa fyrstu viðkomu í Grímsey en vegna hvassviðris var ekki hægt að leggjast að eynni og var því haldið áfram austur fyrir land. HIÁ - Akureyri sóknara í máli fyrrum fulltrúa hjá Ríkisendurskoðun, til að rannsaka atriði tengd brottvikningu fulltrú- ans, Inga B. Ársælssonar úr starfi snemma árs 1984. Beiðni um skipun sérstaks setusaksóknara, birtist í opnu bréfi til dómsmálaráðherra í Tímanum fimmtudaginn 18. janúar sl. ogundirritaðaflögmanni IngaB. Fram kemur í bréfinu að fulltrúinn fyrrverandi telji ríkissaksóknara ekki hæfan til að annast rannsókn málsins, þar sem hinn skipaði ríkis- saksóknari er undir Ríkisendurskoð- un settur vegna fjármálalegs eftirlits. Einnig vegna þess að fulltrúinn telur að misbrestur hafi orðið við starf- rækslu ríkissaksóknaraembættisins, þegar þurft hefur að vinna í málum sem tengjast skylduliði skipaðs ríkis- endurskoðanda, eins og segir í opna bréfinu. Stórveisla bókamanna Hinn árlegi útsölumarkaður Bókvörðunnar í Hafnarstræti 4 hófst síðastliðinn fimmtudag og stendur í tvær vikur. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar. Á bókamarkaðinum er boðið upp á mikið magn eldri bóka og verða yfir 20 þúsund titilar til sölu. Um er að ræða íslenskar bækur og erlendar úr flestum greinum bók- menntanna. Allar íslenskar bækur kosta 100-200 krónur, aldur og stærð eða innihald skipta ekki máli og allar erlendar bækur kosta að- eins 50 krónur. Hafnar skipun setusaksóknara Skil á staðgreiðslufé EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. yz&0, Skf,Ö9reiðsií> ^rein^Pinb, enaUl r9jaia& inrn,^1 inna a/ h , e'ðJ \ ^'nmönn JJ^nm Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSDÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.