Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT llllllllllllllllll útlond iiiiiiiiiiiiiim ..............................IHIIlllllllll WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna hafnaði tilboði Mikhaíls Gor- batsjofs forseta Sovétríkjanna um að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu jafn marga hermenn í Evrópu ocj sagðist ekki vilja semja um slikar bein- ar viðmiðanir. Bush vill að Bandaríkjamenn hafi 225 þús- und hermenn í Evrópu en Sovétmenn 195 þúsund í Evr- ópu utan Sovétríkjanna. Segir Bush að sá aðstöðumunur sem Atlantshafið sér um, Sovétríkjunum í hag réttlæti fleiri bandaríska hermenn. MOSKVA - Neyðarástandi var lýst í Dushanbe höfuðborg sovétlýðveldisins Tajikistan eftir að út brutust óeirðir gegn Armenum. Tass fréttastofan segir að leiðtogar sovétlýð- veldisins hafi lýst yfir neyðar- ástandi eftir að fjöldaóeirðir, kynþáttaofsóknir og rán hafi átt sér stað í Dushanbe. MOSKVA - Leiðtogar Æðstaráðsins í Sovétríkjunum boðuðu til sérstaks fundar til að lögleiða þær hugmyndir um lýðræðisumbætur sem Mikhaíl Gorbatsjof fékk miðstjórn kommúnistaflokksins til að samþykkja í siðustu viku. TELAVIV -Tímamótafund- ur í Likudbandalaginu í israel endaði í algerri ringulreið. Stuðningsmenn Yitzhak Shamirs forsætisráðherra halda því fram að hann hafi fengið traustsyfirlýsingu frá hinum 3000 fulltrúum sem skipa flokksþing bandalagsins og hann hafi nú umboð til að ræða við Palestínumenn á hernumdu svæðunum um frið. Hins vegar kölluðu margir full- trúar forsætisráðherrann bleyðu og leystist fundurinn upp þegar harðlinumaðurinn Ariel Sharon lýsti því yfir að hann segði af sér sem við- skiptaráðherra í ríkisstjórn Shamirs. OTTAWA - NATO og Var- sjárbandalagið virðast styðja hugmynd um að leyft verði flug herflugvéla beggja hernaðar- bandalaganna yfir ríki beggja hernaðarbandalaganna. Edu- ard Shévardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna lagði áherslu á að samkomulag yrði að nást yfir siglingar herskipa' á úthöfunum og um umferð [ geimnum. Mikil fagnaðarlæti urðu mcðal þeldökkra í S-Afríku þegar fréttist af því að Mandela yrði látinn laus. Lausn Nelsons Mandela úr fangelsi: Býst við viðræðum stjórnar og ANC Nelson Mandela, leiðtogi svartra þjóðernissinna í Suður- Afríku sem látinn var laus sl. sunnudag eftir tæpra 27 ára fangelsisvist sagði í gær að hann hefði góðar vonir um að Afríska þjóðarráðið (ANC) og ríkisstjórn Suður-Afríku tækju upp samningaviðræður innan skamms. „Ég hef fulla trú á því að sá dagur sé ekki langt undan,“ sagði Mandela á fyrsta blaðamannafundi sinum síðan hann var dæmdur til að afplána ævilangt fangelsi 1964 fyrir þátttöku í samsæri um að steypa stjórn hvítra í landinu. Lausn Mandela úr fangavistinni á sunnudaginn varð tilefni mikilla gleðiláta svarta meirihlutans og ánægjulegra viðbragða frá leiðtog- um annarra ríkja, sem margir hverjir hafa verið óþreytandi í baráttu fyrir því að frægasti pólitíski fanginn í heiminum fengi frelsi. George Bush Bandaríkjaforseti talaði við Mand- ela í síma á sunnudag og bauð honum að heimsækja sig í Hvíta húsinu fljótlega. Ætlar að berjast fyrir friði en ver ofbeidisfullar bardagaaðferðir ANC Mandela talaði til um 200 blaðam- anna undir heljarstóru eikartré á lóð embættisbústaðar Desmonds Tutu erkibiskups. í fylgd með honum var kona hans Winnie og Walter Sisulu, baráttufélagi hans í Afríska þjóðar- ráðinu og kona hans Albertina. Mandela átti ekki í minnstu erfið- leikum með að svara spurningum blaðamannanna sem streymdu fram, og var ekki að merkja að hann hefur í meira en aldarfjórðung ekki haft nein samskipti við fréttamenn. Hann sagði m.a. að þó að hann óski eftir friði, verji hann jafnframt þær of- beldisfullu bardagaaðferðir sem ANC hefur beitt gegn valdi hvítra í Pretoriu undanfarin 30 ár. „Þegar við tókum upp vopnaða baráttu 1960 var það eingöngu varn- araðgerð gegn því ofbeldi sem felst í apartheid," sagði hann. Hann sagðist ekki sjá neinar and- stæður í því loforði sem hann gaf F.W. De Klerk forseta um að berjast fyrir friði, en það loforð var höfuð- forsendan fyrir því að hann var látinn laus, og stuðningi sínum við vopnaða baráttu. „Ég hef gefið loforð um að berjast fyrir friði í landinu ... en ég verð að gera það í samhengi við baráttu Afríska þjóðarráðsins,“ sagði hann. „De Klerk er heidar- legur maður“ Hann bar lof á De Klerk fyrir hinar víðtæku tilslakanir skv. óskum svartra, sem finna má í ræðu forset- ans til þingsins 2. febrúar, þar sem hann afnam 30 ára bann á Afríska þjóðarráðið, lét lausa nokkra pólit- íska fanga og þurrkaði út múlbind- andi fyrirskipanir á löngum lista frá hópum sem berjast gegn kynþátta- aðskilnaði. Lausn Mandela og ávarp De Klerks hafa aukið vonir um að ríkisstjórnin og svarti meirihlutinn, sem er án kosningaréttar, geti komið sér saman um nægilega margar sam- eiginlegar skoðanir til að hefja við- ræður um þingræðislega framtíð landsins. „Eitt er það sem ég hef gert mér Ijóst. De Klerk er heiðarlegur maður. Hann virðist gera sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem opinberri persónu stafar af að taka á sig skuldbindingar sem hún getur ekki staðið við,“ segir Mandela. Nelson Mandela sagði sig langa til að fara til aðalbækistöðva hins út- læga Afríska þjóðarráðs í Lusaka í Zambiu, eins fljótt og mögulegt er til að ræða um hvaða hlutverki hann skuli gegna í hreyfingunni sem ný- lega hefur verið leyft að starfa opin- berlega. í Afríska þjóðarráðinu standa fyrir dyrum meiriháttar breytingar í forystusveitinni eftir að Mandela, Sisulu og aðrir gamlir baráttumenn hafa fengið frelsi, svo og ýmsar breytingar á starfsháttum. Mandela hvikaði ekki frá opin- berri stefnu Afríska þjóðarráðsins á blaðamannafundinum, sem stóð í eina klukkustund, og vitnaði oft og iðulega til ræðunnar sem hann flutti á hávaðasömum fjöldafundi í Cape Town á sunnudag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var látinn laus. Enn ekki tímabært að aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum Hann sagði að enn væri ekki tímabært fyrir ríki heimsins að aflétta efnahagslegum refsiaðgerð- um gegn Suður-Afríku og ítrekaði stuðning sinn við heitstrengingu Afr- íska þjóðarráðsins um að þjóðnýta stóran hluta af auðæfum landsins, þ.á m. námurnar og bankana. Hann gaf innsýn í það kvalræði að ■ vera einangraður frá fjölskyldu sinni árin sem hann sat í fangelsi. „Ég hef farið á mis við mikið síðustu 27 árin. Konan mtn hefur verið undir alls kyns álagi. Það er ekki notalegt fyrir mann að fylgjast með fjölskyldu sinni berjast,“ sagði hann. Búist hafði verið við að Mandela sneri aftur til heimabæjar síns, Sow- eto, í gær til að ávarpa fjöldafund á íþróttaleikvangi í hverfinu Orlando. Hann skipti um skoðun og frestaði heimkomunni til dagsins í dag svo að tími gæfist til að undirbúa stærri völl fyrir fundinn. Þessi flutningur á fundarstað leiddi til ringulreiðar þar sem þúsundir manna flykktust til Orlando án þess að vita um breyting- una. A.m.k. 14 manns dóu í pólitískum átökum á sunnudaginn að sögn lög- reglu, flestir í Natal-héraði þar sem hópar svartra keppa um völdin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.