Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Þriðjudagur 13. febrúar 1990 Tíminn 9 fá mat í skólunum og láti af sjoppurápi Alþingi hefur til meðferðar þingsályktunartillögu um skólamáltíðir: Skólaböm „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp er tryggi að komið verði á máltíðum í hádegi í öllum grunnskólum landsins haustið 1990.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem nú liggur fyrir Al- þingi og var fyrri umræða í sameinuðu þingi í gær. í greinargerð sem fylgir ályktuninni segir að til greina komi að hið opinbera greiði rekstrarkostnað vegna matmálstímanna sem og starfs- mannahald og 25% hráefniskostnaðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að skólamál- tíðum í hádegi verði komið á í grunn- skólum næsta haust og framhalds- skólarnir fylgi síðan í kjölfarið. Flutningsmenn eru alþingismennirnir Guðmundur G. Þórarinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Alexander Stefánsson og Stefán Guðmundsson. Bömin ganga sjálfala... í greinargerð sem fylgir þingsályktun- inni er farið yfir ýmsa þætti sem eru taldir sýna fram á nauðsyn þess að boðið verði upp á máltíðir í öllum grunnskólum landsins. Þar segir meðal annars að vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu hafi skipan máltíða í vaxandi mæli riðlast á heimilum á síðustu árum. Síauk- inn fjöldi mæðra vinni utan heimilis og fjöldi barna á grunnskólaaldri gangi sjálfala mikinn hluta dagsins. Of algengt er að börn borði ekki áður en þau fara í skóla á morgnana og fái ekki viðunandi máltíð í hádeginu. Fyrir börn og unglinga á vaxtarskeiði er ein máltíð á dag engan veginn nægjanleg. Talið er að börn þurfi auk morgunverðar tvær aðalmáltíðir á dag. Rétt fæðuval er sérstaklega mikilvægt fyrstu 15 árin en næringin hefur áhrif bæði á andlegan og líkamlegan þroska. ... með skemmdar tennur Ljóst er að börnin hafa orðið útundan íslendingar eru „sjoppusjúkir“ í greinargerð þingsályktunarinnar er útdráttur úr erindi eftir Magnús Gests- son tannlækni. Þar kemur fram að í íslendingum skemmast fleiri tennur en í felstum öðrum þjóðum. Tannskemmd- arstuðull 12 ára barna var árið 1986 mun hærri en á Norðurlöndunum og er svo enn. Er mikil sykurneysla talin einn aðai orsakavaldurinn. Með breyttum þjóðfél- agsháttum hefur vönduðum heimilismál- tíðum fækkað, sérstaklega á morgnana og í hádeginu. Varðandi þetta segir orðrétt í erindinu: „Aðrar þjóðir bregð- ast við sama vanda með skólamáltíðum en við með því að fjölga „sjoppum“ enda sýna rannsóknir að Islendingar fá 20% af orkuþörf sinni með neyslu sykurs, þegar æskilegt er talið að aðeins 10% komi úr sykri.“ Á sama stað segir að í lauslegri athugun sem gerð var hér á landi á fjölda sjoppa hafi komið í ljós að ein sjoppa er á hverja 300-400 íbúa, sums staðar er ein á hverja 100-200 íbúa. Reykjavík eigi þó metið en þar er ein sjoppa á hverja 170-180 íbúa. Til samanburðar er þess getið að í Helsingfors er ein sjoppa á hverja 1200 íbúa. Orðrétt segir í erindinu: „Við verðum að koma á skólamáltíðum og sjá um að börn og unglingar eigi kost á heppilegri næringu í félagsheimilum og íþróttahús- um í stað núverandi sjoppufæðis. Vfðast hvar er t.d. erfitt að fá vatn að drekka á þessum stöðum, en sætir drykkir eru alls staðar til sölu. Varla er opnaður nýr skóli að ekki sé sett upp sjoppa í næsta nágrenni, jafnvel í bráðabirgðahúsnæði á skólalóðinni ef ekki er annað hús til staðar fyrir. Sama er að segja um sundstaði og íþróttahús.“ Vanrækjum við bömin? Fyrir rúmu ári birti Tfminn frétt þess efnis að aukið vinnuálag foreldra bitni harðast á börnunum og dæmi væru um að sex ára börn þjáist af streitueinkenn- um. í fréttinni var borið undir Vilborgu Guðnadóttur skólahjúkrunarfræðing hvort hún hafi orðið vör vif( að börn væru með einkenni næringarskorts m.a. vegna þess að foreldrar hafi kost á því að fá heitan mat í mötuneyti í hádeginu og matur sé því ekki eldaður á heimilinu svo dögum skipti. Svar Vilborgar var á þá leið að hún hefði orðið vör við einkenni næringarskorts hjá börnunum en sagði jafnframt: „Ég hef líka orðið vör við alltof feit börn, ekki af því að þau borða svo mikið heldur af því að þau borða rangan mat.“ Á sama stað kom fram að erfiðlega gengur að fá yfirvöld til að gera könnun á aðstæðum íslenskra barna þrátt fyrir beiðni t.d. skólahjúkrunarfræðinga. í skýrslu sem ber heitið „Mannvernd í velferðarþjóðfélagi“ eftir Ólaf Ólafsson landlækni koma fram atriði sem varpa nokkru ljósi á aðstæður íslenskra barna. Þar kemur meðal annars fram að sam- kvæmt skólaskýrslum úr Reykjavík frá árinu 1975 eru um 40% 7-12 ára barna meira eða minna ein heima á daginn. Síðan hefur útivinnandi húsmæðrum fjölgað verulega. Nýlegri könnun, frá árinu 1983, er til um stöðu barna einstæðra foreldra. Þar kemur fram að fjórðungur barna 7 ára Tímamynd Árnl Bjarna og yngri og 64% 7-12 ára barna ganga meira og minna sjálfala á daginn. í skýrslunni eru einnig raktar niður- stöður neyslukönnunar meðal 10-14 ára skólabarna í Reykjavík árin 1977 og 1978. Gera má ráð fyrir að svipuð könnun í dag myndi gefa enn dekkri mynd. Niðurstöður þessarar tíu ára gömlu könnunar voru eftirfarandi: • Sykurneysla hefur aukist gífurlega aðallega vegna þess að neysla sælgætis, sætabrauðs og gosdrykkja hefur aukist og samsvarar um 1/4 af heildarneyslunni. Árið 1938 var neysla þessara tegunda um 5% af heildarneyslu. • Allt að fjórðungur daglegrar neyslu kemur frá söluskálum. • Heildarneysla fisks og brauðmetis hafði minnkað um 30% frá því á árinu 1938, kjötneysla hefur heldur aukist. • Grænmetis-, ávaxta- og mjólkur- neysla hefur aukist mikið. • Fæðan er rýr af járni, D-vítamíni og B-vítamíni (folinsýru). hvað varðar möguleika á hollum mat þann tíma sem þau eru í skólanum, sem er vinnustaður þeirra. Á flestum vinnu- stöðum hinna fullorðnu þykja það sjálf- sögð réttindi að starfsmenn fái hádeg- isverð á vægu verði. Mörg börn fá peninga hjá foreldrunum í stað fæðu. Fæðuval og neysluvenjur íslenskra barna mótast um of af framboði sjoppa í grennd við skólana, en þar er aðallega á boðstólum sælgæti, sætabrauð og gos- drykkir. Fæða barnanna er því vítamín- snauð og sykurneyslan úr hófi og marg- falt meiri en þekkist meðal grannþjóða okkar. Miklar tannskemmdir íslenskra barna eiga meðal annars rætur að rekja til rangs mataræðis. Helst eru það yngstu börnin, sem varla eru nema hálfan daginn í skóla, ýmist fyrir eða eftir hádegi, sem hafa með sér smánesti, en skólarnir hafa þá gjarnan á boðstólum til sölu ýmiss konar drykkjarvörur og jógúrt. Spurningin er hvort þessir nemendur fái góðan hádeg- isverð þegar heim kemur. Tvísetning skóla eykur enn meir á óreglu á matmáls- tíma á heimilum barnanna en ísland hefur nokkra sérstöðu hvað þetta varðar. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Kannanir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að færni og námsgeta barna er að hluta háð því fæði sem þau neyta. Nauðsynlegt er því að skólinn stuðli að hollum lífsvenjum með áherslu á heil- brigt líferni og góða næringu. „Bíbí matmamma“ ■ Digranesskóla afgreiðir Skólinn á að ganga á undan og virða þau manneldismarkmið sem íslendingar hafa sett sér. Koma þar upp skólaeldhús- um í flestum ef ekki öllum grunnskólum. Máltíðir þurfa að miðast við góða, holla og næringarríka fæðu. Víðast geta börn- in borðað í skólastofunum.“ Til fróðleiks má geta þess að sam- kvæmt skýrslu vinnuhóps á vegum menntamálaráðherra um einsetinn grunnskóla og lengri skóladag, vantar í versta falli tæplega sjöhundruð skóla- stofur á landinu öllu til að slíkt geti orðið að veruleika. Ástandið betra í Kópavogi Eins og marga rekur minni til var fyrir nokkrum árum gerð tilraun til að selja matarpakka frá Mjólkursamsölunni í grunnskólunum en dæmið gekk ekki upp. Meðal annars vantaði starfsmenn í skólana til þess að annast þessa þjónustu og mörgum þótti fæðan dýr og leiðigjörn. Árið 1983 gerðu bæjaryfirvöld í Kópa- vogi aftur á móti tilraun sem gekk upp og hefur stórlega dregið úr „sjoppuferð- hressa skólapilta í hádeginu í gær. um“ nemenda. Málum er þannig fyrir komið að nemendur geta keypt sér mat í skólunum og yfirleitt sjá svokallaðar matmæður um mötuneyti nemendanna. Bæjarfélagið greiðir laun starfsmanna og 25% af hráefniskostnaði. Þess má geta að í tveimur skólum vinna nemend- ur við að afgreiða matinn. Á boðstólum eru súpur, jógúrt, kakó, samlokur og ávextir, auk mjólkurdrykkja og hreinna ávaxtasafa. Heiðrún Sverrisdóttir formaður skóla- nefndar Kópavogs sagði í samtali við Tímann að þessi tilraun hefði gengið mjög vel og verið vel tekið bæði af nemendum ogforeldrum. Heiðrún sagði að verðinu væri stillt í hóf og reynt væri að hafa ákveðna fjölbreytni í framboð- inu. Guðrún bætti því við að það væru aðallega eldri nemendurnir, í 7., 8. og 9. bekk sem notfærðu sér þessa þjónustu þar sem skóladagurinn er mun lengri hjá þeim. Kópavogur mun vera, eftir því sem næst verður komist, eina bæjarfélag- ið sem hefur tekið upp þjónustu af þessu tagi við grunnskólanemendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.