Tíminn - 14.02.1990, Side 3

Tíminn - 14.02.1990, Side 3
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 3 Verðlagsráð setur hámarksverð á ráðgjafarverkfræðinga o.fl.: Hækkun gjaldskrár á þjónustu óheimil Yerðlagsráð ákvað í gær að setja hámarksverð á þjónustu gjaldskrár ráðgjafarverkfræðinga frá og með 13. febrúar 1990. Jafnframt var sett hámarksverð á gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem byggja á kjarasamningum milli Stéttarfélags verkfræðinga og Félags ráðgjafarverkfræðinga eða gjaldskrám Félags ráðgjafarverkfræðinga. Launalið þess kjarasamnings var sagt upp af hálfu Félags ráðgjafarverk- fræðinga í gær. Þessi samþykkt Verðlagsráðsfelur þá voru í gildi sem hámarksgjald- það í sér að ofangreindum aðilum er skrár fyrir þjónustu þessara aðila. óheimilt að hækka gjaldskrár sínar Mál þetta kom til umræðu á fyrir hvers kyns útselda vinnu og ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og í þjónustu frá því sem var 31. desem- fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni ber sl. og gilda þær gjaldskrár sem segir að hún telji óhjákvæmilegt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að samningur sá sem stéttarfélög verkfræðinga, tæknifræðinga og tækniteiknara hafa gert við Félag ráðgjafarverkfræðinga stefni í hættu þeim árangri í efnahagsmálum sem stefnt er að með hinum almennu kj arasamningum. í þessu skyni ræddi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við formann Félags ráðgjafarverkfræð- inga og lagði áherslu á að fallið yrði frá þessari hækkun og samningurinn yrði endurskoðaður til samræmis við hina almennu samninga. Þá leitaði ríkisstjórnin álits Verðlagsráðs sem samþykkti ofangreint hámarksverð á þjónustu viðkomandi aðila. Launalið í nýgerðum kjarasamn- ingi Stéttarfélags verkfræðinga, Stéttarfélags tæknifræðinga og Stétt- arfélags tækniteiknara við Félag ráð- gjafarverkfræðinga var síðan rift í gær af hálfu ráðgjafarverkfræðinga í samræmi við ósk forsætisráðherra. Uppsögnin er gerð með tilskildum eins mánaðar fyrirvara. -ABÓ Engin lukka ennpá Ennþá hefur enginn hreppt 15 milljóna króna einbýlishúsið sem er stærsti vinningurinn í Lukku- tríóinu, . skafmiðahappdrætti björgunarsveitanna. Hjá Lukku- tríóinu fengust þær upplýsingar að um 60-70% miðanna væru seldir. Salan mun hafa verið frekar treg seinm hluta desember og í janúar en hefur nú tekið kipp eftir að auglýsingar tóku að birt- ast að nýju. Framkvæmdastjóri Lukkutríós sagðist vonast til þess að vinningsmiðinn færi að skila sér því annars fengi fólk bara leið á leiknum og mikilvægt væri að einhver hreppti húsið, ef ekki myndi það væntanlega hafa slæn\ áhrif á álit almennings á Lukku- tríóinu. SSH Fjárhagsáætlun Kópavogs lögð fram: Sérstök hátíðarsýning verður í Þjóðleikhúsinu á Endurbyggingunni en þar verður höfundurinn, Václav Havel forseti Tékkóslóvakíu, viðstaddur. Myndin er tekin á lokaæfingu verksins fyrir skömmu. Frá vinstri; Helga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þór Tulinius, Jón Símon Gunnarsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Nýir ráðamenn úr austurvegi í heimsókn um helgina: Havel sér eigið verk á íslandi Václav Havel rithöfundur og forseti Tékkóslóvakíu kemur til landsins á laugardag ásamt 80 manna fylgdarliði. í fylgdarliðinu eru Olga kona hans, Marián Calfa forsætisráðherra, Václav Klaus fjármálaráðherra og Andrej Bar- cák ráðherra utanríkisviðskipta. Forsetinn og fylgdarlið hans hef- ur hér tæps sólarhrings viðdvöl á leið sinni vestur um haf og verður viðstatt sérstaka hátíðarsýningu á leikriti Havels, Endurbyggingunni, í Þjóðleikhúsinu. Flugvél Havels lendir á Kefla- víkurflugvelli kl. 12.30 og tekur forseti Islands á móti hinum tékk- neska starfsfélaga sínum. Síðan verður ekið í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu til hádegisverðar í boði ríkisstjórnarinnar. Að hádeg- isverði loknum verður ekið í skoð- unarferð um borgina en þeirri ferð lýkur í Höfða þar sem borgarstjóri heilsar upp á Havel. Kl. 17 hefst hátíðarsýning á Endurbyggingunni en að henni lokinni verður kvöldverður að Hótel Sögu í boði forseta fslands. Havel og fylgdarlið hans heldur áfram vestur um haf á sunnudags- morgni. -sá Heildarútgjöldin rúmar 1.324 millj. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 1990 fór fram á bæjarstjórnarfundiádögunum. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld verði rúmlega 1.324 milljónir króna. Helstu tekjur eru: útsvör 843 millj- ónir, aðstöðugjöld 186 milljónir og fasteignaskattar 210 milljónir. Helstu útgjaldaliðir eru félagsmál en til þeirra fara tæplega 354 milljónir og fræðslumál en til þeirra fara um 223 milljónir. Gert er ráð fyrir að til stjórnar kaupstaðarins fari 75 milljónir, til félagsmála 354 milljónir, en þar koma á móti 104 milljón króna tekjur vegna félagsmála. Til fræðslu- mála fara 223 milljónir, til menning- armála 34 milljónir og til æskulýðs- og íþróttamála 63 milljónir. Til gatnagerðar fara tæplega 84 milljón- ir, en þar koma á móti 233 miiljóna tekjur vegna þessa málaflokks og til umhverfismála fara 33 milljónir. Kópavogskaupstaður þarf að leggja fram rúmlega 38 milljónir til Strætisvagna Kópavogs, en gert er ráð fyrir að heildarútgjöld fyrirtækis- ins verði 75 milljónir. Vaxtagjöld bæjarins verða sam- kvæmt fjárhagsáætluninni um 90 milljónir, en vaxtatekjur eiga hins vegar að verða tæplega 42 milljónir. -EÓ Tekjur Garðabæjar vfir 500 milljónir Drukknaði í Eskifjarðará 54 ára gamall maður, Ragnar Þorsteinsson, fannst látinn í Eski- fjarðará að kvöldi sl. föstudags. Ragnar hugðist fara ríðandi frá Eski- firði inn að hesthúsum sem eru innan við býlið Eskifjörð. Þegar hesturinn skilaði sér mannlaus að hesthúsunum var farið að svipast um eftir Ragnari og fannst hann þá látinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. -ABÓ Alþjóðasamningur S.Þ. um réttindi barna: ísland aðili Á dögunum undirritaði varafasta- fulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóð- unum alþjóðasamning um réttindi barna, sem unnið hefur verið að á vettvangi S.Þ. síðast liðin tíu ár. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir yfirstandandi ár var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. febrúar sl. Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðsins eru áætlaðar 537,6 milljónir króna. Þar af hljóða útsvörin upp á 413,7 milljónir króna, eða 77% af sameig- inlegum tekjum. Rekstrarafgangur nemur 162,1 milljón króna eða 30,2% af sameig- inlegum tekjum. Áætlað er að verja 312,6 milljónum til framkvæmda á þessu ári. Stærsta framkvæmd ársins Innheimta bifreiðaskatta hefur víða áhrif, m.a. á sunnlenska loðdýrabændur: Hugsanlegt að engu fóðri verði dreift Svo gæti farið að loðdýrabændur á Suðurlandi þurfi sjálfir að sækja fóður til Fóðurstöðvarinnar á Sel- fossi því við blasir að skráningar- númerin verði klippt af flutninga- bílum stöðvarinnar vegna vangold- ins þungaskatts og bifreiðagjalda. Skuld stöðvarinnar er um 700 þús- und krónur en forsvarsmenn henn- ar bíða svars frá Byggðastofnun um að stöðinni verði veitt skamm- tíma rekstrarlán. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu hátt lán er um að ræða. Um fjörutíu bændur eru í við- skiptum við Fóðurstöðina og er ljóst að það getur valdið bændun- um veruiegum óþægindum ef þeir þurfa að sækja fóðrið sjálfir en um allt að 80 kílómetra leið er að ræða. Það er þó lán í óláni, ef svo má segja, að öllum hvolpum hefur þegar verið slátrað þannig að að- eins lífdýrin eru á fóðrum. Þessi vandræði eru bara einn liður í þeim erfiðleikum sem loð- dýraræktin stendur frammi fyrir. Stöðvarnar bíða enn eftir fram- kvæmdum sefn áttu að koma í kjölfar þess aÓ Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir jólin um að lausaskuldum bænda verði breytt í langtímalán. Einnig var samþykkt að ríkið ábyrgðist lán til greinar- innar. Þangað til felst barátta stöðvanna í því að bægja rukkurum frá. SSH er malbikun og nýbygging gatna, annars vegar lagning malbiks á þær húsagötur sem enn er ólokið við og hins vegar nýbygging gatna vegna fyrirhugaðrar úthlutunar lóða á þessu ári. Önnur viðamesta fram- kvæmd bæjarsjóðsins er bygging leikskóla í nýju hverfi á austanverð- um Arnarneshálsi. Fyrirhugað er að taka leikskólann í notkun I. mars 1991. I ár er áætlað að verja 30 milljónum króna til þeirra fram- kvæmda. Ennfremur er tíu milljón- um veitt til viðbyggingar við Flata- skóla. Fræðslumál er sá málaflokkur sem mestum hluta útgjalda er varið til, 94,9 milljónum króna eða 25% af rekstrartekjum í heild en næst koma framlög til almannatrygginga og fé- lagshjálpar, 58,1 milljón króna, eða 16% af rekstargjöldum. SSH Leiðrétting Svo virðist sem misskilningur hafi komið upp í samtali blaðamanns Tfmans við Þorstein Geirsson ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, varðandi frétt er undirritaður skrifaði um að dómsmálaráðherra hafi hafnað skipun sérstaks setusak- sóknara í máli fyrrum starfsmanns Ríkisendurskoðunar, Inga B. Ár- sælssonar. Hið rétta er að endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin í ráðuneytinu. Að sögn Þorsteins Geirssonar má búast við að á næst- unni berist svar frá ráðuneytinu, hvort skipaður verði sérstakur setu- saksóknari ímálinu eða ekki. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.