Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 ÚTLÖND Sovéskar öryggissveitir ráða ekki neitt við neitt í höfuðborg Tajikistan þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi: Fjörutíu falínir í átökum í Dushanbe Sovéskar öryggissveitir ráða ckkcrt við æsta íbúa Dushanbe. Tæplega 40 manns hafa fallið í borginni undanfarna tvo daga. 4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BONN - Vestur-Þjóðverjar og Austur-Þjóðverjar hafa komið sér saman um að hefja viðræður háttsettra nefnda sérfræðinga um gjaldeyris- bandalag. Munu nefndirnar hefja viðræður strax í næstu viku. Frá þessu var skýrt á sameiginlegum blaðamanna- fundi Helmut Kohls kanslara Vestur-Þýskalands og Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýskalands eftir við- ræður þeirra í Bonn. BEIRÚT - Michel Aoun hershöfðingi hét því að mala vopnaðar sveitir Líbönsku her- sveitanna mélinu smærra ef þær gefist ekki upp í innbyrðis stríði kristinna manna í Líban- on. Nú þegar hafa 500 manns fallið í átökunum sem staðið hafa í tvær vikur. BOGÓTA - Kólumbískir skæruliðar rændu tveimur Bandaríkjamönnum til að mót- mæla áætlunum George Bush Bandaríkjaforseta sem leggja áfyrirleiðtogafund í Cartagena þar sem fjallað verður um leiðir til að berjast gegn eiturlyfja- smygli. Bush hyggst leggja áherslu á að herlið verði í auknum mæli notað við að stöðva eiturlyfjasmygl frá Suð- ur-Afríku. JERÚSALEM - Háttsettur embættismaður í ísrael sagði að Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra hafi tekið skýrt fram að Israelar myndu ekki ganga lengra til móts við Palestínu- menn í friðarviðræðum í Mið- austurlöndum. Sagði Yossi Ben-Aharon ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu að ísrael- ar útiloki fund utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Egypta- lands og ísraels nema að Bandaríkjamenn heiti Israel- um neitunarvaldi yfir fulltrúum Palestínumanna I framtíðar- viðræðum. GENF - Dumitru Mazilu fyrr- um varaforseti Rúmeníu hvatti alla stjórnarandstöðuflokkana ( landinu til að bjóða saman fram gegn Þjóðfrelsisfylking- unni í kosningunum í Rúmeníu í maí. Nú hafa tæplega fjörutíu manns fallið ■ átökum almennings og sovéskra öryggissveita í Dushanbe höfuðborg sovétlýðveldisins Tajik- istan. Hafa óeirðir breiðst út í út- hverfi borgarinnar, en þær hófust í miðborginni á mánudag og var þá lýst yfir neyðarástandi. Þá munu óeirðir einnig hafa hrotist út í ná- grannalýðveldinu Kirgiziu. Æstur múgurinn réðst að skrið- drekum og brynvörðum bifreiðum sovéskra hermanna sem gættu bygg- ingar miðstjórnar kommúnista- flokksins í bænum, en á mánudags- kvöld setti múgurinn eld í bygging- una. Vélbyssuskothríð heyrðist á götum borgarinnar þegar hermenn hröktu múginn frá byggingunni. Reiði fólksins bcinist fyrst og fremst að armenskum flóttamönnum sem flúið hafa ofsóknir Azera í Bakú og öðrum svæðum Azerbæd- zhan. Um sextíuþúsund Armcnar flúðu Bakú í síðasta mánuði og var hluti þeirra sendur til Dushanbe höfuðborgar Tajikistan og til Frunze höfuðborgar Kirgiziu. Ástæða reiði fólks í þessum lýð- veldum er af tvennum toga spunnin. f fyrsta lagi er fólkið flest múslímar eins og Azerar, en Armenar eru kristnir. í annan stað þá ríkir gífur- legt atvinnuleysi í báðum þessum sovétlýðveldum, sérstaklega í höf- uðborgunum. Orðrómur var á kreiki Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins fékk konunglegar móttökur þegar hann kom til blökkumannaborgarinnar Soweto. Hundrað þúsund manns biðu hans á knattspyrnuvelli í borginni og hlýddi fagnandi mannfjöldinn á Mandela þegar hann hvatti til þess að endi yrði bundinn á „svart helvíti aðskiln- aðarstefnunnar". f ræðu sinni hvatti Mandela fólk til að halda aga og fordæmdi hann um að Armenarnir hefðu strax feng- ið atvinnu og einnig íbúðir, en að jafnaði er löng bið eftir húsnæði. Fullyrða sovéskir fjölmiðlar að Az- erar hafi haldið til Dushanbe og mjög þá öldu ofbeldis sem flætt hefur yfir Suður-Afríku frá því F.W. de Klerk forseti tók þá pólitísku áhættu að sleppa Mandela úr fang- elsi á sunnudaginn. „í dag fyllist hjarta mitt gleöi yfir því að vera aftur kominn til Soweto,“ sagði Mandela, en Mandela fór fyrst til heimilis síns í fátækari hluta Soweto, áður en hann hélt til íþróttaleik- vangsins þar sem um 100 þúsund manns biðu hans með óþreyju. Frunze til að koma orðrómnum af stað og skipuleggja andóf gegn Arm- enum. Einungis 39 Armenar voru fluttir til Dushanbe frá Bakú og dvöldu Skæruliðar virðast nú hafa náð hafnarbænum Masawa í Erítreu á sitt vald, en stjórnarhermenn börð- ust ennþá í hluta bæjarins í gær. Ráðist var á danskt flutningaskip í nokkurra sjómílna fjarlægð frá bæn- um á mánudag. Ekki er vitað hvort mannfall varð, en skipið náði til hafnar í bænum Assab í suðurhluta Eþíópíu í gærkvöldi. Skæruliðar Þjóðfrelsisfylkingar Erítreu sögðust hafa náð Masawa á sitt vald á laugardag, en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna skýrðu frá því í gær að stjórnarhermenn héldu enn eyju sem tengist öðrum hluta bæjar- ins með mjóu rifi, en á þessari eyju er helsta markaðssvæði Masawa. Eduard Shévardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna hafnaði al- farið hugmyndum um að sameinað Þýskaland yrði aðili að NATO, en ekki hlutlaust. Bandarískir emb- ættismenn höfðu gefið í skyn að Shévardnadze hefði ekki útilokað þann möguleika, en hugmyndir voru á lofti um að sameinað Þýskaland yrði innan vébanda NAT0, en ekki yrði þó leyft að hafa hersveitir á því svæði sem nú er Austur-Þýskaland. Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar þeir hjá ættingjum. Flóttamennirnir voru á mánudaginn fluttir til Jerevan höfuðborgar Arnteníu ásamt hundr- að Armenum er ’bjuggu fyrir í borg- inni. Hins vegar hrundu skæruliðar árás stjórnarhersins sem gerð var á Mas- awa af sjó á mánudaginn. Sökktu skæruliðar sex skipum stjórnarhers- ins, en ekki er vitað hvort það voru skæruliðar eða stjórnarhermenn sem gerðu árás á danska skipið. Þá var hart barist meðfram þjóð- veginum frá Masawi til Asmara höfuðstaðar Eritreu. Ef skæruliðar ná að halda Masawi þá geta þeir lokað síðustu leiðinni sem stjórnin hefur til að koma matvælum og vistum til þeirra bæja sem stjórnarherinn heldur enn í Eritreu. Má þá ætla að skammt sé til endaloka yfirráða Eþíópíustjórnar yfir Eritreu. segja að slíkt ríki verði að vera hlutlaust. Shévardnadze átti tveggja klukku- stunda fund með Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, en þeir eru nú í Ottawa þar sem fram fer ráðstefna NATO og Varsjárbandalagsins um opnun lofthelgi. Að fundinum loknum tók hann skýrt fram að sameinað Þýska- land innan NATO kæmi ekki til greina. Hong Kong: Táragasi beitt gegn bátafólki Táragasi var beitt gegn víet- nömsku bátafólki í Hong Kong í gær, en hópum frá tvennum flótta- mannabúðum Víetnama laust sam- an og börðust í þrjár klukkustund- ir. Sjö manns slösuðust alvarlega í átökunum. Vandræðin hófust þegar hópur flóttamanna frá Quang Ninh hér- aði reif niður girðingar og réðst að fólki frá nágrannahéraðinu Hai- phong. Hafa deilur og átök flótta- manna frá þessum héruðum oft- sinnis brotist út í flóttamannabúð- unum í bænum Shatin sem tilheyrir Hong Kong. Lögreglan varð að beita táragasi þar sem átökin urðu æ magnaðri og óeirðaseggirnir notuðu heimatil- búin vopn í bardaganum. Réðust um 150, sérþjálfaðir öryggislög- reglumenn að óeirðaseggjunum. Um það bil 20 þúsund Víetnam- ar dveljast í flóttamannabúðunum þar sem átökin urðu. Hafa starfs- menn flóttamannabúðanna varað stjórnvöld við þvt' undanfarna mánuði að eitthvað þessu lt'kt hlyti að gerast, því spenna hefur farið vaxandi í búðunum, vegna þeirrar ákvörðunar yfirvalda í Hong Kong að senda þá heim sem þeir telja ekki pólipska flóttamenn heldur ólöglega innflytjendur. Suður-Afríka: Mandela kominn heim til Soweto Skæruliðar í Eritreu ná bænum Masawa Hafnar sameinuðu Þýskalandi í NAT0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.