Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 5 Séð yfir athafnasvæði Breiðabliks í Kópavogi þar sem rætt er um að handboltahöllin rísi. Tímamynd pjetur Bygging íþróttahúss fyrir HM: Missir Reykjavíkurborg af lestinni? Rís handboltahöllin í landi Kópavogsbæjar? Allt bendír nú til þess að væntanleg handknattleikshöll vegna HM 1995 á lslandi, svokölluð Þjóðarhöll, rísi í Kópavogi en ekki í Reykjavík eins og talið hefur verið. Tíminn hefur öruggar heimildir fyrir því að viðræður hafa átt sér stað milli bæjaryfirvalda í Kópavogi og Breiðabliks annars vegar og hins vegar aðila í menntamálaráðuneytinu um staðsetningu íþróttahúss á athafnasvæði Breiðabliks, sunnan íþróttavallarins í Fífuhvammi. í frumteikningum er gert ráð fyrir að öll aðstaða Breiðabliks verði í þessu nýja íþróttahúsi, sem rúma mun sjö til átta þúsund áhorfendur. Sem kunnugt er hafa bæjaryfirvöld gert samning við Breiðablik um uppbyggingu íþróttasvæðis og renn- ur hluti þess fjármagns sem Kópa- vogsbær ætlar, til þeirrar uppbygg- ingar, til þessa húss. í samningi þeim sem Kópavogs- bær gerði við Breiðablik í lok októ- ber á síðastliðnu ári var ákveðið að Breiðablik fengi 118 milljónir króna á sex ára tímabili til að koma upp íþróttaaðstöðu. Fjárframlög fyrstu þrjú árin miðast við tvær milljónir króna á mánuði. Vert er að geta þess að Kópavogsbær hefur látið gera útreikninga á arðsemi á rekstri fjöl- nota fþróttahúss. Endanlegar niður- stöður þeirra útreikninga munu liggja fyrir í lok mánaðarins, en ljóst má vera að frumniðurstöður hafa verið lagðar til grundvallar í viðræð- um ofangreindra aðila. Ljóst er að framsýni þeirra Kópa- vogsbúa er mikil þegar þeir ákveða að fara þessa leið. Margar flugur eru slegnar í einu höggi. Eftir að húsið hefur þjónað tilgangi sínum fyrir Ríkisstjórnarfundur í gær um aðgerðir vegna kjarasamninganna: SKORIÐ NIÐUR UM EINN MILLJARD? Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var fjallað um niðurskurðar- tillögur fjármálaráðherra, til þess að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna nýgerðra kjarasamninga. Samkvæmt heúnildum Tímans hefur verið rætt um niðurskurð upp á einn milljarð og mun vera samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um málið. Tillögurnar verða lagðar fyrir þingflokka stjórnarflokkanna síð- degis í dag og verða tillögurnar væntanlega kynntar opinberlega á morgun. Boðaður hefur verið fund- ur í fjárveitinganefnd fyrir þing- flokksfundi í dag, þar sem fjallað verður um málið. Ein af þeim hug- myndum sem ræddar hafa verið er að skerða fjárframlög á vegaáætlun og flugáætlun, en gegn þeim hug- myndum mun vera hörð andstaða innan fjárveitinganefndar. Hvorki Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, né Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra, vildi tjá sig um málið er Tíminn hafði sam- band við þá í gær og vísuðu til þagnarskyldu er hvíldi á ráðherrum um málið. Samkvæmt heimildum Tímans eru uppi áform um að mæta 300 til 400 milljónum af útgjaldaukn- ingunni með auknum lántökum ríkissjóðs hjá lífeyrissjóðunum. Þá hefur jafnframt verið rætt um að fresta að hluta uppgjöri ríkissjóðs við sveitarfélög er fara átti fram á þessu ári. -ÁG Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir fyrirsögn Tímans um Þjóðleikhúsmálið í gær vera stóra miðað við tilefni: „Ekki beðið eftir svari" Vegna fréttar Tímans í gær um „bremsunefndina" svokölluðu og beiðni hennar um skýrslu frá menntamálaráðherra um málefni Þjóðleikhússins, hafði Svavar Gests- son menntamálaráðherra samband við Tímann í gær og vildi koma því á framfæri að það lægi fyrir að ekki væri beðið eftir neinum svörum frá honum um málið. „Málefni Þjóðleikhússins eru frá gengin milli Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir og mennta- málaráðherra fyrir löngu," sagði Svavar. „Þess vegna kemur mér frétt Tímans á þriðjudag mjög á óvart og hlýtur þar að vera um að ræða annaðhvort misskilning blaðamanns eða misskilning Alexanders Stefáns- sonar. Ég hef eftir að fréttin birtist, rætt þessi mál við formann sam- starfsnefndarinnar, sem staðfestir þennan skilning menntamálaráðu- neytisins, þannig að miðað við tilefni er fyrirsögn Tímans býsna stór af þessu máli." Svavar sagði að hvorki væri beðið eftir skýrslum frá sér, Þjóðleikhús- inu, né byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, heldur væri verið að vinna að tæknilegum útfærslum á þessu máli á milli samstarfsnefndarinnar og byggingarnefndarinnar. Sú vinna færi fram samkvæmt þeim áætlunum sem gert hefði verið ráð fyrir. -ÁG HM 1995 er ætlunin að hluti þess verði tekinn undir skólabyggingar og félagsaðstöðu fyrir Breiðablik. Eftir stendur þá íþróttahöll sem rúma mun 3000 áhorfendur. Á lokuðum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi kom fram mikilt áhugi meðal bæjarstjórnarmanna á þessari lausn og ríkti einhugur um að fara þessa leið. Var þá sama hvar menn stóðu í flokki. Fleiri munu njóta góðs af, því í framtíðinni er gert ráð fyrir að HK fái Digraneshúsið til afnota. Af framansögðu er ljóst að Reykjavíkurborg er að missa af lestinni, en frá upphafi hefur verið rætt um að þessi bygging myndi rísa við hlið Laugardalshallarinnar og samnýtast sem sýningahús fyrir al- þjóðlegar vörusýningar og fleiri uppákomur svo sem alþjóðleg íþróttamót, tónleika og leigu á æf- ingaaðstöðu. -ES Afall fyrir reyk- vískt íþróttalíf „Fari svo slysalega að gerður verði samningur við Kópavog um byggingu íþróttahúss fyrir HM á fslandi 1995 ber borgarstjórinn í Reykjavík mesta ábyrgð á því. Hann hefur notað meirihlutavald sitt í Reykjavík til að standa í einhverskonar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnina í tíma og ótíma og ekki alltaf sést fyrir í því efni. Eins og staðan virðist nú í þessu máli er eðlilegt að borgaryfirvöld í Reykjavík snúi sér þegar til ríkis- stjórnarinnar og taki upp viðræður um að umrætt íþróttahús rísi í Laugardal eins og talað hefur verið um frá upphafi," sagði Alfreð Þor- steinsson varaborgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins þegar Tíminn leit- aði til hans í gær varðandi fréttina hér að ofan. Alfreð hefur sem kunnugt er gagnrýnt slælega fram- göngu borgarstjóra í ákvörðunar- töku varðandi byggingu Þjóðar- hallarinnar. „Ef þessi tíðindi eru rétt er það mikið áfall fyrir reykvískt íþrótta- líf. Reykvískt íþróttafólk hefur mátt horfa upp á öra uppbyggingu íþróttamannvirkja í nágranna- sveitarfélögunum á sama tíma og nokkur stöðnun hefur ríkt í Reykjavík. Ég hef gengið út frá því sem vísu að handknattleiks- höllin fyrir HM risi í Reykjavík, enda er það mjög eðlilegt og flestir telja að svo sé. Hins vegar hafa oddvitar Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, þeir Davíð Oddsson borgarstjóri og Júlíus Hafstein for- maður íþrótta- og tómstundaráðs, lýst því yfir að Reykjavíkurborg hafi ekki skuldbundið sig í þessu Alfreð Þorsteinsson, varaborgar- hlUtrÚi. máli," sagði Alfreð. Hann segir það hljóti að vera ljóst að það sé fyrst og fremst hagur Reykjavíkur að Þjóðarhöllin rísi í borginni. „Hins vegar hafa sjálfstæðismenn sett málið þannig fram að ríkis- stjórnin ætti að standa í einhverri þakkarskuld við Reykjavíkurborg, ef borgin vildi náðarsamlegast taka þátt í uppbyggingu íþróttahallar- innar í Reykjavík. Hér ber á það að líta að ríkið hlýtur að Ieggja fram a.m.k. helm- ing þess sem slíkt hús mun kosta í byggingu. Ég býst við að helmingur af heildarkostnaði leiki á bilinu 200-300 milljónir," sagði Alfreð og ítrekaði að færi svo að íþróttahúsið lenti sunnan við lækinn væri það alfarið á ábyrgð borgarstjórans í Reykjavík. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.