Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 14. febrúar 1990 TitniTiTi MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. lngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 GARRI Vandi Suður-Afríku Suður-Afríkulýðveldið hefur ekki haft á sér sem best orð frá því að það varð til formlega árið 1961 á hápunkti þeirrar kynþáttaaðskilnaðarstefnu sem tek- in var upp eftir fyrri heimsstyrjöldina. Forsaga Suður-Afríkulýðveldisins er að sjálfsögðu lengri, ekki síst ef hún er rakin til 17. aldar, þegar Hollenska Austur-Indíufélagið hóf þar landnám og rifjað upp að Bretar náðu þarna tökum í upphafi 19. aldar, svo að þetta stóra landsvæði varð bresk nýlenda og átaka- og orustuvöllur milli Breta og Búa, sem voru afkomendur hollensku landnemanna, mæltir á hollenska mállýsku. í Búastríðinu um aldamótin síðustu áttu Búarnir mikla samúð á íslandi sem hin undirokaða þjóð í breska heimsveldinu. í áranna rás hefur samúðin með Búum snúist við að því leyti að þeir eru yfirstétt Suður-Afríku sem augljóslega heldur sæmd og réttindum blökkumanna í landinu niðri með svokallaðri aðskilnaðarstefnu, sem tryggir ekki einasta alræði hvítra manna sam- kvæmt stjórnskipunarlögum, heldur hefur verið hald- ið uppi með ströngum hegningarlögum, sem takmörk- uðu málfrelsi mjög verulega, svo að suður-afríska lýðveldið hefur borið flest einkenni fasistaríkis. Þetta einkenni fasismans var þeim mun meira áberandi að það tók að þróast fyrir alvöru á þeim tíma sem nýlenduveldi „hvíta mannsins" var að leysast upp og Afríkubúar ólu með sér vonir um sjálfstjórn og frelsi undan yfirráðum nýlenduherranna. Heimsbyggðin öll hlaut að veita þessu athygli. Suður-Afríkustjórn hefur smám saman orðið að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að hún var að einangrast í alþjóðasamstarfi og verslunarviðskiptum. Núverandi valdhafar sjá, að þeir verða að breyta um stefnu að því er varðar kynþáttamál. Náðun Nelsons Mandela er augljóst tákn um stefnubreytingu. Nelson Mandela var aðalforystumaður blökku- manna gegn aðskilnaðarstefnunni fyrir u.þ.b. 30 árum, einmitt á þeim tíma þegar hún var að ná hámarki samkvæmt lögum og lagaframkvæmd og andsvör blökkumannaleiðtoganna urðu harkalegri í þeirri trú að friðsamleg barátta dygði ekki, heldur yrði að grípa til ofbeldisverka í réttindabaráttunni. Nelson Mandela galt þess að vera þarna í forystu og hlaut fyrir ýmsa fangelsisdóma sem lauk með ævi- löngu fangelsi. Samfleytt hefur hann verið fangi í a.m.k. 27 ár. Hvað sem suður-afrískum refsilögum og landráðakenningum kann að líða, hefur um heim allan verið litið á hann sem pólitískan fanga. Munu þess fá dæmi á síðari áratugum að maður hafi þolað svo langa pólitíska fangavist. Náðun Nelsons Mandela vekur fögnuð lýðræðis- sinna um allan heim. Hér er um sögulegan atburð að ræða, sem vonir standa til að sé fyrirboði nýrra stjórnarhátta í Suður-Afríku, þar sem bundinn verði endi á fasisma aðskilnaðarstefnunnar. Slíkt kallar á uppstokkun stjórnkerfisins þótt enginn viti enn hvers konar stjórnskipulag tekur við. Vandamál þjóðernis- og kynþáttasambúðar hafa ekki horfið úr suður-afr- ísku samfélagi. Verkefni stjórnvalda er eftir sem áður að skapa stjórnkerfi sem tekur mið af því vandamáli. Hið eina vísa er, að dagar aðskilnaðarstefnu Þjóðern- isflokks Búanna eru taldir nema örlögin ætli þessu þjóðfélagi að velkjast áfram í sama foraðinu. Rolls Royce vorra drauma í síðasta blaði Herdísar Þorgeirs- dóttur, Heimsmynd, kom langur bálkur um Stöð 2, sem fjallaði um Jón Óttar og hvernig hægt er að eyða einni milljón og tvö hundruð þúsundum króna á dag án þess að blása úr nös. Höfundur greinarinn- ar er Ólafur I lannibalsson, fyrrum bóndi í Selárdal, síðan ritstjóri Helgarpóstsins og nú ritstjórnar- fulltrúi Heimsmyndar. Ólafur gat sér gott orð sem bóndi, en hann hefur líklega langað í sollinn og því kvatt Selárdal sem er fornt býli og kom hér áður við sögu galdra. Þá hefur Ólafur getið sér gott orð sem blekbóndi í Reykjavík eftir að hann sneri sér að iðju orðsins, en virðist nú lentur í sögunni enda- lausu, sem væntanlega verður framhaldið í Morgunblaðinu næstu mánuðina til að efla einstaklings- framtakið í lesendum. Hvað er hvurs? Eftir að greinin kom í Heims- mynd eftir blekbóndann frá Selár- dal, snaraðist Jón Óttar í sjónvarp, . sem hann á ekki lengur, og lýsti því yfir að Herdís Þorgeirsdóttir færi með stórlega villandi mál um Stöð 2 í blaði síiiu. Herdís svaraði um hæl í Morgunblaðinu og hélt fram ináli blaðs síns. Aftur krafði Jón Óttar hana skýringa í Morgunblað- inu og nefndi dæmi sem þyrfti að svara. Þá tók Ólafur sig tU og tilkynnti Jóni Ottari í Morgunblað- inu í gær, að hann færi mannaviUt, því það værí hann sem hefði skrifað greinina í Heimsmynd en ekki Herdís ritstjórí. Næst skrífar Jón Óttar væntanlega grein, þar sem hann segir, að hann hafl haldið að maður með þessu nafni (Ólafur Hannibalsson) byggi enn vestur í Selárdal. Vegna þess hve stað- reyndir málsins er fjarri Jóni Óttari má búast við langri ritdeUu. 1,5milljónadag í greininni í Heimsmynd er kom- ið víða við, en lengst er dvalið við flókin fjármáladæmi, langa samn- inga sem runnu út í sandinn og tilþrifamikU útlán Verslunarbank- ans. Upplýsir Ólafur í Mbl. í gær, að skuldir Stöðvar 2 séu nú sam- kvæmt heimUdum Heimsmyndar einn og hálfur miUjarður, svo Jón Óttar og félagar hafa eytt einni og hálfri mUljón á dag þann tíma sem stöðin starfaði undir hans stjórn og félaga hans. Sýnir það að rösklega hefur verið gengið til verks, því það getur verið tímafrekt að eyða peningum. Ólafur víkur að bflferð- um Jóns Óttars í London, en í fyrirspurnum Jóns var nokkurt veður gert úr því, að hann var sagður hafa boðið manni að keyra hann í RoUs Royce út á Heathrow- flugvöU. Ólafur slettir bara í góm út af tegund bflsins og segir að það geti varla verið aðalatriði þess að eyða einni og hálfri mUljón á dag. Kannski liefur þetta verið Jaguar. 20 krítarkort En margt smátt gerir eitt stórt. Inn í frásögnina hafa blandast kvennamál á Stöð 2 og þau geta kostað peninga. I Heimsmynd var haldið fram að starfsfólk og eigend- ur á Stöð 2 hafi haft ein 20 krítarkort tU umráða og tekið út á þau að vUd, en Stöð 2 borgað. Þá eru auglýsingamál stöðvarinnar nú í athugun, vegna gruns um vöru- skipta bisness, sem enginn sölu- skattur greiddist af. „Fram að komu Jóns Sigurðssonar gat fjöldi aðUa skuldbundið stöðina eftirUts- lítið", segir Ólafur. Blekbóndinn getur þess hins vegar ekki, að það var ekki vanalegt að Stöð 2 greiddi þeim sem komu fram í sjónvarp- inu, eins og þó er föst venja hjá sjónvarpi ríkisins. Þar virðist hafa veríð sparaðir peningar og kemur það heim við siðvenjur uppanna, að þeir eru að þessu brambolti fyrir sjálfa sig. Hráefnið er svo fólk út í bæ, sem getur varla ætlast tU að fá borgað t.d. fyrir að fá að tala við Jón Óttar í sjónvarpi. Askrifendur í eigu Stöðvar 2 Ólafur hefur bent á að Jón Óttar hafi gumað mjög af fjárhagslegum traustleika stöðvarinnar þótt skuldimar væru komnar í einn og hálfan miUjarð. Jón Óttar hefur talið eignir stöðvarinnar nema um 800 muijónum króna. Þessa tölu dregur blekbóndinn frá Selárdal í efa, enda sjált'sagt vanari nákvæm- ari útreikningum m.a. úr búskapn- um, þar sem niðurstöður eru jafn- vel reiknaðar í hálfum prósentum. Stöð 2 mun vera fátæk af eignum, enda flest tæki fengin með kaup- leigu. Þá er til lítUs að meta áskrifendur tU eigna. Parta úr árinu eru mikU alTöll á afnotagjöldum og ruglararnir geta aUs ekki taUst tU eigna stöðvarinnar, enda hafa þeir verið keyptir af einstaklingum af óskyldum söluaðila. Það getur því vísast farið svo, að eftir því sem Jón Óttar krefur blekbónda um meiri skýringar sökkvi hann sjálfur dýpra í veisluföng RoUs Royce bfla, kreditkorta og kaupleigu- mála. En Morgunblaðið er stórt blað og þolir vel endalausar sögur, eius og deUuna frægu um Nasa frá Skarði. Garri VÍTTOG BREITT Óorð á brennivíninu Frjáls verslun er ein af undir- stöðum hagsældar og verslunar- frelsi til handa íslendingum var helsta baráttumál Jóns forseta og í hans augum hið sanna demókratí. Enda fór svo að hagur eybyggja tók að vænkast þegar höndlunin var gefin frjáls og útgerðarmenn fóru að ráða hvað þeir gerðu við sinn fisk. Því skal verslunarfrelsið aldrei skert. En menn hljóta að muna hverjir það eru sem koma óorði á brennivínið. Á sama veg eru ávallt einhverjir sem koma óorði á versl- unarfrelsið, sem eru auðvitað þeir sem ekki kunna með það að fara. En nú til dags er verslunarfrelsið svo óskert að ekki er til neitt sem heitir að kunna ekki með það að fara. Enda eru margir og merkir fræðimenn sem halda því fram að því lausgyrtari sem hóndlunin er, því meiri hagsæld, lýðræði og ham- ingja. Mannkynsfrelsarar hinir nýju í krafti svoleiðis fræða eru búnar til firnamiklar markaðsheildir þar sem vörur og pappírsgögn þjóta um ríki og álfur og eru neytendur hættir að hafa við að neyta og allir eru svo svaka sælir og glaðir, rétt eins og gljáfólkið í júróvisjón, sem skemmtir sér svo ofboðvel við að skemmta öðrum og lendir inni á stærsta skemmtiskjámarkaði heims. Og þar er nú gaman að vera og bera frægð gamla Fróns á markaði sem mark er takandi á. Þeir mannkynsfrelsarar sem nú ber hæst boða að markaðslögmálin og niðurbrot þjóðernismúra muni færa frið á jörðu og ást meðal mannanna. l'ví skuli íslendingar sem aðrir samsamast markaðs- þjóðinni miklu. Eru þegar mörg teikn á lofti um hverju hið tak- markalausa verslunarfrelsi fær áorkað. Fagurt dæmi þar um er að farið er að verka megnið af íslenskum fiski erlendis og fiskvinnsla mun brátt úr sögunni. Svo eru komin svokölluð íslensk fyrirtæki í útlöndum sem vinna vöruna og var skringilegt að'sjá frétt um að þorskur er fiskaður við ísland, flattur og þveginn í landi og sendur svo ísaður til Bretlands þar sem hann er saltaður. Þaðan er hann seldur sem íslenskur fiskur suður í álfu. Flott fyrir atvinnulitla Breta að fá hráefnið að utan og vinna heima hjá sér og selja síðan annað. Eru nú gleymdar allar kenningar um að þær þjóðir sem selja hráefni bera minnst úr býtum en þær sem vinna það og gera að söluvöru verða ríkar. Seltódýrt,keyptdýrt En enn nýjar fréttir af aðferðum nýlenduvelda birtust í Mogga í gær. Hagkaup er farið að flytja inn fisk frá Bretlandi, eða svokallaða fiskrétti, sem mallaðir eru þar í landi með ytra lagi og fyllingum. Þetta er auðvitað íslenskur fisk- ur sem fluttur er út í gámum, bætt í ótal efnum og pakkaður og gerður að mun verðmeiri vöru en hráefn- inu nemur. Þetta er síðan sent aftur til fslands og selt íslenskum neytendum. Bretar taka toll af fiskinum hjá sér en aftur er enginn tollur tekinn af bresku verðmætasköpuninni á íslandi. Verksmiðja í eigu íslend- inga útbýr fískréttina, en breskir fá atvinnuna, öll gjöld af framleiðsl- unni og þeir selja einnig allt annað efni sem bætt er í fiskréttina og íslendingar, sem halda að þeir séu hættir að vera nýlenduþjóð, gera sér góðgætið að góðu. Það væri athugandi fyrir kjötsala að reyna eitthvað svipað við um- frambirgðirnar. Selja þær úr landi fyrir slikk, koma upp verksmiðjum sem hakka, brasa og bralla, bæta við kryddi og fyllingum og pakka inn og selja svo dýrum dómum til Islands aftur, og kalla kjötrétti eða eitthvað álíka. Frjálshyggjumarkaðurinn verð- ur að hafa sinn gang og þykir mikið við liggja að stórveldið ísland helt- ist ekki úr lestinni og þá fer svo að sækir í gamla nýlendufarið, vinna og selja hráefni og kaupa það aftur sem tilbúna iðnaðarvöru. Gömlu heimsveldin þurfa engu að kvíða á meðan þau hafa slíka . viðskiptavini. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.