Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 14. febrúar 1990 Miðvikudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 9 Jon Friðjónsson dósent vinnur nú að íslensku orðatiltækjasafni. en í því geta landsmenn flett upp öllum orðatiltækjum sem til eru í málinu: I Orðatiltæki eru viðkvæm í meðförum Orðatiltæki eru að mörgu leyti við- kvæm í meðförum ef svo má að orði komast. Það er ekki aðeins að búningur þeirra og merking sé fastbundin heldur markast notkun þeirra mjög af samhengi og stíl. Sum orðatiltæki eru einungis notuð í mæltu máli en önnur í rituðu máli. Upplýsingar um notkunarsvið orðatiltækja eru því mjög mikilvægar en hins vegar er örðugt að draga orðatiltæk- in í dilka á ofangreindum forsendum. Jón fer þá leið að flokka orðatiltækin í grófum dráttum eftir notkunarsviði. Þannig verða til fimm flokkar, í fyrsta lagi hlutlaus, ómerkt orðatiltæki. Þau eiga sér fastan sess í almennu máli og notkun þeirra er svo algeng að hún telst til almennrar málhæfni. Dæmi: „fara bónleiður til búðar" og „leggjast undir feld“. f öðru lagi orðatiltæki sem eru einkum notuð í mæltu máli og eiga uppruna sinn í talmáli eða óformlegum stíl og „hafa ekki öðlast fullan þegnrétt í málinu“, eins og Jón orðar það. í mörgum tilvik- um eiga orðatiltæki sér beinar samsvar- anir í erlendum málum og hafa verið aðlöguð íslensku. Dæmi: „bjarga andlit- inu“ (úr ensku, save one’s face; úr þýsku, das Gesicht retten), „halda haus“ (úr ensku, keep/lose one’s head). í þriðja lagi orðatiltæki sem einkum eru notuð í ritmáli. Dæmi: „e-ð fellur í grýtta jörð“ og „selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk". í fjórða lagi eru orðatiltæki sem eru sjaldgæf í nútímamáli en þó flestum notendum kunnugleg, svo sem „drepa í kambana“ og „gegna gæsum sem í gær flugu“. Ifimmta lagi orðatiltæki sem eru kunn í fornu máli, en eru aðeins örsjaldan notuð í nútímamáli og sem ætla má að séu aðeins örfáum málnotendum kunn. Dæmi: „brugga e-m vont kál“ og „e-ð er í gadda slegið". Hver er uppruni orðatiltækisins „kannski Eyjólfur hressist"? í orðatiltækjasafninu er lögð nokkur áhersla á að grafast fyrir um uppruna orðatiltækjanna. í þeim tilgangi hefur Jón lesið íslendingasögur, Sturlungu, Biskupasögur og fleiri gömul rit. Þá hefur hann svipast um í skyldum málum því sum orðatiltæki eru innflutt. orðatiltækið „ekki bryddar/bólar á Barða“. Halldór Halldórsson, sem hefur skrifað manna mest og best um orðtök,. segir í orðtakasafni sínu að orðtakið sé frá 17. öld og megi rekja það til þess að kona að nafni Katla hafi kæft mann í sýrukeri og síðan haft þessi orð yfir. Jón segist hins vegar hafa rekist á orðtakið í Heiðarvígasögu, en þar kemur fram að Barði Guðmundsson þótti heldur seinn til hefnda og því sögðu menn „ekki bólar á Barða.“ í sumum tilfellum er ókunnugt um upprunann. Enginn veit t.d. um uppruna orðatiltækjanna „grunaði ekki Gvend“, „kannski Eyjólfur hressist“ og „nú er setinn Svarfaðardalur“. Fleiri orðatiltæki í leiðurum dagblaða en í almennum fréttum Eitt af því sem Jón hefur athugað er tíðni orðatiltækja. Þetta gerði hann m.a. til að reyna að komast að því hvort þau séu fremur notuð í daglegu tali eða ritmáli. Til að fá hugmynd um það hvort orðatiltæki fylgdi einhverjum tilteknum stíl voru í fyrsta lagi athugaðar almennar fréttagreinar um innlend og erlend mál- efni, í öðru lagi blaðagreinar og sértæk efni og loks var málfar dagblaðaleiðara athugað með tilliti til notkunar orðatil- tækja. í ljós kom að orðatiltæki voru yfirleitt um 2% texta að undanskildum forystugreinum dagblaða þar sem þau reyndust um 5% af textanum eða meira en tvöfalt algengari en í öðrum textum. Til að fá samanburð við málfar dag- blaða voru einnig textar af annarri tegund athugaðir, t.d. þýddarskáldsögur og frumsamin verk og reyndist tíðni orðatiltækja verulega meiri í texta af síðari tegundinni. Jón Friðjónsson segir að þær athuganir sem hann hafi gert á notkun orðatiltækja í nútímamáli bendi til þess að þau séu mjög mikið notuð. Jafnframt telur hann ljóst að notkun orðatiltækja sé nokkuð misjöfn eftir efni og stíl. Því meira sem vandað er til textans þeim mun algengara er að nota orðatiltæki. „Þar liggur fískunnn grafínn!“. Alltaf er nokkuð um það að orðatutæki seu vitlaust notuð og er þá algengast að tveimur er slegið saman og er framanskráð dæmi um slíkt, hins vegar „þar liggur fískur undir steini“. Þar er slegið saman orðatiltækjunum „þar liggur hundurinn grafinn“ annars vegar og Tímamynd Árni Bjarna Hefekki „húmor“fyrir Bibbu á Brávallagötunni Jón var spurður hverjir myndu koma til með að nýta sér orðatiltækjasafnið. „Ég hef áhuga á að búa til orðabóka- verk sem getur nýst hinum venjulega málnotanda. Hann á þar að geta fundið dæmi um venjulega notkun og þá jafn- framt leiðbeiningar um það sem kalla má rétta notkun. Það er oft tilviljun hvort maður finnur orðatiltæki í orðabókum. Ég get nefnt dæmi eins og „að leggjast undir feld“ sem er komið úr Njálu og allir skilja og allir þekkja. Þetta hefur ekki komist inn í orðabækur. Sama gildir um orðatiltækið „að fara bónleiður til búðar“. Nú heyrir maður stundum að fólk fer rangt með orðatiltæki. Átt þú ekki til í fórum þínum safn um slíka notkun? „Ég hef skoðað þetta og á orðið mikið safn af ambögum og rangri notkun á orðatiltækjum. Annars sýnist mér að notkun á orðatiltækjum sé í stórum dráttum í góðu lagi. Maður finnur auð- vitað töluvert af mismælum. Það eru ákveðin orðatiltæki sem fólk fer vitlaust með, en oftast er um að ræða einangruð dæmi.“ Bregst þú illa við ef fólk notar orðatil- tækin vitlaust? „Ég hika ekki við að tala um að orðatiltæki séu notuð á rangan eða réttan hátt. í því sambandi sýnist mér að það sé málvenjan sem ráði. Síðan vil ég einnig taka mið af því sem finna má i viðurkenndum textum, en um það atriði eru ekki allir sammála. Ég geri ráð fyrir því að ég teljist frekar íhaldssamur þegar ég er spurður út í hvað telst gott eða vont mál.“ Hvað finnst þér um það tungutak Bibbu á Brávallagötunni? „Mér finnst það hræðilegt og ekki með öllu meinlaust. Þetta truflar málkennd unglinga. Það er verið að snúa öllu við og skrumskæla málið. Þetta er ekki minn húmor.“ Þú heldur ekki að þetta veki fólk til umhugsunar? „Ég held frekar að þetta rugli fólk. Það er stundum hægt að hlæja að þessu orðabrengli, en ég held að það hafi verið allt of mikið af því í þessum þáttum," sagði Jón. „Að berja í bakkann“ Jón segir að ekki sé algengt að finna ranga notkun á orðatiltæki í rituðu máli. Þau dæmi sem hann hefur safnað eru flest úr skólaritgerðum en nokkur eru úr talmáli. Ein tegund rangrar notkunar á orðatiltækjum er þegar tveimur orðatil- tækjum er slengt saman í eitt. Dæmi: „berja í bakkann“ (sbr.: klóra í bakkann og berja lóminn), „draga saman kvíarn- ar“ (sbr.: draga saman seglin og færa út kvíarnar), „það er margt í mysunni“ (sbr.: það er margt í kýrhausnum og það er maðkur í mysunni) og „þar liggur fiskurinn grafinn“ (sbr.: þar liggur/er hundurinn grafinn og þar liggur fiskur undir steini). Dæmi um orðatiltæki sem eru á ein- hvern hátt brengluð eru: „oft veldur lítil þúfa þungu hlassi“ (þ.e. veltir) og „hell- ast úr lestinni" (þ.e. heltast úr lestinni). Fjölmörg dæmi eru til um að fólk segi „að vera á öndverðum eiði“, en orðatil- tækið er „að vera á öndverðum meiði“. Jón segir að hin rétta mynd orðatiltækis- ins eigi erfitt uppdráttar í nútímamáli. í sumum tilfellum er álitamál hvaða mynd orðatiltækisins er hin rétta. Sem dæmi um þetta má nefna orðatiltækið að „stemma stigu við e-u“ en algengt er að segja, „stemma stigu fyrir e-u“. Annað dæmi er, „leika á alls oddi“ eða „leika á als oddi“. Halldór Halldórsson hefur sýnt fram á að upprunalegasta mynd orðatiltækisins er „leika alsolla“, en hæpið er að leggja til við fólk að nota þá mynd. Jón Friðjónsson, dósent við Heimspeki- deild Háskóla íslands, hefur í mörg ár unnið við að safna og skýra íslensk orðatiltæki. Jón hefur í fórum sínum drög að handriti að safni orðatiltækja sem hann hyggst gefa út. Hann segist þó enn eiga mikla vinnu eftir áður en safnið kemur út á prenti því hér er um mikið nákvæmnisverk að ræða. Með hugtakinu orðatiltæki á Jón við: orðtak („vera einn um hituna“), fast orðasamband („e-ð er ekki heiglum hent“), fastar líkingar („fara eins og logi yfir akur“) og kunn orðasambönd („nú falla öll vötn til Dýrafjarðar"). Jón sleppir hins vegar öllum málsháttum. Skil milli orðatiltækja og málshátta eru tiltölulega skörp. Málsháttur er fullgerð setning sem oftast felur í sér lífsspeki, almenn sannindi, meginreglu eða lífsvið- horf. Dæmi um málshátt er „Sjaldan brýtur gæfumaður gler“ og „Oft má satt kyrrt liggja“. Margt af því sem má flokka undir kunn orðasambönd eða fleyg orð eru komin úr íslendingasögunum eða ritum frá svipuðum tíma. Úr Grettissögu er t.d. komið orðatiltækið „þau tíðkast nú hin breiðu spjótin", úr Sturlungu kemur fyrst fyrir orðatiltækið „dýr myndi Haf- liði allur“ og í þjóðsögum þar sem sagt er frá Axlar-Birni og Sveini skotta, kemur fyrir orðatiltækið „það (smá)sax- ast á limina hans Björns míns“. En hvaðan skyldi orðatiltækið „veit ég það Sveinki“ vera komið? Jú, Jón Arason mun hafa látið svo ummælt skömmu áður en hann var hálshöggvinn árið 1550. Jóni hefur tekist að finna uppruna nokkurra orðatiltækja þar sem upprun- inn var áður ókunnur. Þetta á t.d. við um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.