Tíminn - 14.02.1990, Síða 15

Tíminn - 14.02.1990, Síða 15
Miðvikudagur 14. febrúar Í990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Gunnar Beinteinsson lék vel í vörninni í fyrri hálfleik í leiknum í gærkvöld og skoraði eitt mark af línu eins og sést á myndinni hér að ofan. Timamynd Pjetur. Handknattleikur-Ísland-Rúmenía: Eins marks tap í leik mistakanna - Rúmenum færöur 23-24 sigur á silfurfati Það var ekki glæsilegur hand- knattleikur sem íslenska landsliðið sýndi í þriðja leiknum gegn Rúmen- um í Laugardalshöll í gærkvöld. Mistök á mistök ofan kostuðu sigur- inn og vamarleikurinn var á köflum mjög gloppóttur. Það reyndist því ekki erfitt fyrir Rúmena að sigra 23-24, síðustu mínúturnar hefði reyndar allt getað gerst. Rúmenar komust í 1-3, en íslend- ingar jöfnuðu 4-4. Jafnt var á öllum tölum uppí 11-11 en þá Rúmenar gerðu 2 mörk í röð og komust f 11-13. Þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik voru rúmensk og þeir leiddu því með 4 mörkum í leikhléi 12-16. Reyndar var síðasta mark þeirra úr aukakasti eftir að leiktíma lauk kolólöglegt, Vasile Stinga tók skref sem ekki má, en slakir tékkneskir dómarar leiksins voru á öðru máli. 1 upphafi síðari hálfleiks náðu Rúmenar 6 marka forystu 14-20 og úrslit virtust ráðin. Ljósi punkturinn fyrir íslenska liðið í þessum leik er sá að liðið náði að komast á ný inní leikinn, minnka muninn í 2 mörk 20-22. Rúmenar náðu á ný 4 marka forystu 20-24, en þeir Þorgils Óttar, Héðinn og Guðmundur skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu mun- inn í 1 mark 23-24. íslenska liðið hafði knöttinn síðustu mínútuna en náði ekki að jafna leikinn. Rúmenar unnu því sigur í þessum leik, en fara með 2 töp á bakinu heim. Guðmundur Hrafnkelsson varði 16 skot og var sem fyrr mjög traust- ur. Héðinn stóð sig vel, en var nokkuð ákafur á lokamínútunni. Þegar varnarleikurinn small saman í síðari hálfleik komst liðið á ný inní leikinn og sýnir það nokkuð styrk liðsins. Islenska liðið mætir Sviss- lendingum annað kvöld og á föstu- dagskvöld. Mörkin Island: Héðinn 7, Júlíus 4/2, Kristján 3, Þorgils Óttar 2, Guðmundur2, Sigurður 1, Valdimar 1, Óskar 1 og Gunnar 1. Hjá Rúmen- um skoruðu flest mörk: Licu 6 og Berbec 4/3. BL Körfuknattleikur: Reykianes sigraði Landið Lið Suöurnesja sigraði lið Lands- ins 132-129 í íslenska stjörnuleiknum sl. föstudagskvöld í Keflavík. Landið hafði yfir hvern af fyrstu þremur fjórðungunum 43-26, 77-52 og 105-92. í síðasta fjórðungi fóru þeir Friðrik Ragnarsson, Hjálmar Hallgrímsson og Bandaríkja- mennirnir Sandy Anderson og Patr- ick Releford á kostum og tryggðu Suðurnesjaliðinu sigur. Teitur Örlygsson var valinn leikmaður stjörnuleiksins. I troðkeppni sem fram fór í tengsl- um við leikinn sigraði- Ron Davis UMFG og Valur Ingimundarson UMFT varð hlut í þriggja stiga skotkeppni. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með þessari körfuknattleikshátíð sem KKÍ og Samtök Iþróttafrétta- manna stóðu að. BL íslenskar getraunir: Ein röð með tólf réttum -Útisigrar í meirihluta á getraunaseðlinum um síðustu helgi Aðeins ein röð kom fram með 12 leikjum réttum um síðustu helgi í 6. Icikviku íslenskra Getrauna. Vinningshafinn keypti seðilinn í Söluturninum Snæðingi íTryggva- götu í Reykjavík. Um var að ræða opinn seðill fyrir 160 kr. Fjórar raðir með 11 réttum fylgja með og fær því þessi lánsami aðili í sinn 767.703 kr. Þessi tipnari studdi knattspyrnufélagið Arvakur í Reykjavík. Annars komu fram 20 raðir með 11 réttum, fyrir hverja röð greiðast 15.151 kr. í vinning. Útisigrar voru í meirihluta á seðlinum um síðustu helgi, skipting merkjanna var 4-3-5. Það voru einmitt tveir útisigrar sem komu hvað flestum tippurum í opna skjöldu. Það var 0-1 sigur WBA á Oxford og 0-1 sigur Blackburn á Sunderland. Flestir reiknuðu með útisigrum í þessum leikjum. Um næstu helgi verða leikur úr 5. umferð FA bikarkeppninnar á seðlinum, auk leikja úr 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar. Úrslitin urðu þessi: Aston Villa-Sheff. Wed. . . 1-0 1 Chelsea-Tottenham........1-2 2 Everton-Charlton ........2-1 1 Man. City-Wimbledon ... 1-1 x Millwall-Man. United .... 1-2 2 Norwich-Liverpool .......0-0 x Barnsley-Swindon.........0-1 2 Oxford-WBA...............0-12 Portsmouth-Newcastle ... 1-1 x Port Vale-Watford.......1-0 1 Sunderland-Blackburn . . . 0-1 2 Wolves-Ipswich............2-1 1 BL Knattspyrna á Hofsósi: Ingvar þjálfar Neista á Hofsósi Ungmennafélagiö Neisti á Hofsúsi og nágrenni hefur ráðið lngvar Magnússon íþróttakennari á Sauðár- króki til að annast þjálfun knatt- spyrnuliðs Neista á komandi keppn- istímabili. Ingvar mun liefja störf hjá félag- inu í byrjum mars. Ingvar lék áður með Tindastóli á Sauðárkróki og var einnig þjálfari hjá Hvöt á Blönduósi fyrir nokkrum árum. Þá má geta þess að á aðalfundi Neista sem haldinn var fyrir skömmu var Gísli Einarsson útibússtjóri kosinn for- maður í stað Ólafs G. Halldórssonar sem ekki gaf kost á sér til stjórnar- starfa áfram. Þá kusu Ncistamenn fyrir skömmu íþróttamann ársins innan sinna vébanda og varð 14 ára gömul stúlka, Ólöf Gerður Sigfús- dóttir fyrir valinu. Ólöf Gerður legg- ur stund á frjálsar íþróttir og náði ágætum árangri á mótum á síðasta ári. Ö Þ. Knattspyma: Reykjavík og Landið leika um næstu helgi KSÍ og KRR hafa ■ sameiningu ákveðið að standa fyrir knattspyrnu- leik í tilcfni af komu nýs landsliðs- þjálfara, Bo Johansson til landsins. Leikurinn veröur sunnudaginn 18. nk. og þar munu lið Reykjavíkur og Landsins eigast við. Þjálfari Reykja- víkurliðsins verður Ásgeir Elíasson þjálfari bikarmeistara Fram, en Guðjón Þórðarson þjálfari Islands- meistara KA mun stjórn liði Landsins. Þessi leikur er upphaf nýrrar knattspyrnuvertíðar og nýja lands- liðsþjálfaranum gefst tækifæri á að skoða 32 af bestu knattspyrnumönn- um landsins í leik. Leikurinn mun að sjálfsögðu fara fram á gervigrasvell- inum í Laugardal og hefst hann kl. 14.00. BL S (+=$$/= Laugardagur kl.14: 55 7. LEIKVIKA- 17. feb. 1990 1 X 2 Leikur 1 Bristol City - Cambridge* Leikur 2 C. Palace - Rochdale* Leikur 3 Liverpool - Southamton* Leikur 4 Oldham - Everton* Leikur 5 W.B.A. - Aston Villa* Teningur Leikur 6 Coventry - Millwall** Leikur 7 Nott. For. - Chelsea** Leikur 8 Sheff. Wed. - Arsenal** Leikur 9 Blackburn - PortVale*** Leikur 10 Hull - Portsmouth*** Leikur 11 Ipswich - Leeds*** Leikur 12 Watford - Sunderland*** LUKKULÍNAN s. 991002 * = leikir frá FA-bikarkeppninni - ekki framlengdir, ** = 1. deild, *** = 2. deild. LeikurW.B.A. - Aston Villa fer fram kl. 12:30 = Teningur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.