Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 16
AUGI_ÝSINGASÍMAR:680001 — 686300 H NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v/Tryggvagötu. S 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM IANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF I LEIDINNI 37737 38737 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 Borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, vill enga minnihlutafulltrúa inn í Höfða: Minn er Höfðinn Davíð Oddsson greip til myndugleikans í gær á fundi borgarráðs. Tilefnið var það að lögð var fram tillaga eða beiðni frá borgarráðsfulltrúum minnihlutans í borgarstjórn um að þeir gætu kynnt blaða- og fréttamönnum sameigin- legar breytingartillögur sínar við fjárhagsáætlun borgar- stjóra og meirihluta hans. Þess skal getið að borgarstjóri kynnti biaðamönnum fjárhagsáætlun sína í Höfða. Borgarstjóri synjaði alfarið beiðni fulltrúa minnihlutans um afngt af Höfða á þeim forsendum að það væri borgarstjórinn ein- göngu sem hafa ætti afnot af þessu tiltekna húsi í eigu borgarinnar - Höfða. Þetta er því sérkennilegra í ljósi þess að því hefur verið haldið fram í borgarráði, m.a. af Jóni G. Tóm- assyni borgarritara, að rangt sé að tala um minnihluta borgarráðs og meirihluta þar sem borgarráð í heild sinni sé raunveruleg stjórn borgarinnar. Það er því greinilegt að sumir meðlimir þessarar stjórn- ar skulu vera jafnari en aðrir að mati borgarstjóra og meirihluta hans. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa borgarfulltrúar minnihlutans á hverju ári gert breytingartillögur við fjárhagsáætlun Davíðs og meirihluta hans. Lítillar aðstöðu eða aðstoðar hafa þeir notið af hálfu borgarinnar til að sinna lýð- ræðislegum skyldum sínum. í helg- arviðtali við Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa framsóknarmanna hér í Tímanum fyrir skömmu segir að minnihlutafulltrúarnir hafi ekki átt í neín hús að venda hjá borginni og enga aðstoð fengið þaðan við störf sín. Þeir hafi því þurft að fá lánað húsnæði, reiknitölvur og aðra aðstöðu úti í bær þar til nú í ár að þeim var útveguð forn reikni- vél. Þegar fjárhagsáætlun var í fyrsta sinn lögð fram á kjörtímabilinu kynntu fulltrúar minnihlutans breytingartillögur sínar í fundar- herbergi borgarráðs. Borgarstjóri tók það hins vegar mjög óstinnt upp af þeirri ástæðu að ekki var minnst á að blaðamannafundur Kristján Jóhannsson frmkvst. AB tekur við verðlaunum Alþjóðlegu bókagerðarstofnunarinnar í Leipzig út hendi Klaus Bretow sendifulltrúa A- Þýskalands. Lengst t.h. má sjá Þorgeir Baldursson forstjóra Odda hf. og Óðin Rögnvaldsson frá Kassagerðinni. Einnig eru á myndinni Indriði G. Þorsteinsson og Frank Ponzi umsjónarmaður útgáfu bókarinnar um Finn Jónsson listmálara. Islensk hlýtur bókagerðarverðlaun Bók um Finn Jónsson listmálara hefur hlotið sérstök verðlaun Al- þjóðlegu bókagerðarstofnunarinn- ar í Leipzig fyrir framúrskarandi hönnun og bókagerð. Voru verð- launin afhent við sérstaka athöfn í austur-þýska sendiráðinu í gær. Frank Ponzi hafði umsjón með útgáfu bókarinnar, sem prýdd er myndum Finns, en textinn er eftir Indriða G. Þorsteinsson. Almenna bókafélagið gaf bókina út. Hin fleyga setning Victors Hugo „Framtíðin liggur í bókum en ekki sprengjum, í friði en ekki stríði" eru einkunnarorð Alþjóðlegu bókagerðarstofnunarinnar þegar valdar eru þær bækur sem hljóta sérstök verðlaun. Eins og áður segir var það Al- menna bókafélagið sem gaf bókina um Finn Jónsson út á sínum tíma. Hlaut AB sérstaka viðurkenningu fyrir það framtak, en einnig hlutu verðlaun Prentsmiðjan Oddi og Kassagerð Reykjavíkur sem áttu hlut að útgáfu bókarinnar. Bókaútgefendur frá níutíu og einu landi hvaðanæva úr veröldinni standa að Alþjóða bókagerðar- stofnuninni í Leipzig, en Leipzig á sér 500 ára hefð í bókagerðarlist. Alþjóðlega bókagerðarstofnun- in í Leipzig velur verðlaunabækur sínar úr 94 þúsund tilnefningum frá 62 löndum. Verðlaunabækurn- ar verða sýndar á sérstakri bóka- sýningu í Leipzig í septembermán- uði í haust, en yfirskrift þeirrar sýningar verður „Fallegustu bækur heimsins". yrði haldinn, heldur aðeins talað um fund. Ári síðar fóru minnihlutafull- trúar fram á að kynna breytingartil- lögur sínar blaðamönnum í þessu sama fundarherbergi. Þá sagði borgarstjóri slíkt ekki koma til greina. Einhver stefnubreyting hefur þó orðið eftir neitun borgarstjórans í gær um afnot af Höfða, því hann hefur nú boðið borgarfulltrúunum að halda blaðamannafund sinn í fundarherbergi borgarráðs. Það boð hefur hins vegar verið afþakkað og verður fundurinn haldinn í lánshúsnæði úti í bæ. -sá í Pétur Teitsson fréttastjóri og forsprakki Stöðmanna gagnrýnir framkvæmd söngvakeppninnar og segir: Urslitin voru regin mistök „Að sjálfsögðu tel ég að það hafí veríð reginmistök að „Alveg týpískt júróvisjónlag" eftir Boga Bjarnason róna skyldi ekki hafa verið í loka- keppninni fyrír sjálfa aðalkeppnina í Júgóslavíu," sagði Pétur Teitsson fréttastjórí Stöðvar 90 í samtali við 11111:11111 í gær. Pétur lýsti ábyrgðinni á þessum mistökum á hendur ríkissjónvarpinu og sagði að þeir Stöðmenn væru ekkí beinlínis reiðir, heldur sárir. „Það var greinilega unnið gegn okkur strax frá byrjun og til dæmis vorum við látnir vita af þessari keppni með örstuttum fyrirvara. Þá grunar okkur að flugumenn hafi verið sendir inn í raðir tónlistarmanna til að spilla fyrir okkur og að búningahönnuður- inn hafi verið á mála hjá öðrum," sagði Pétur síðan. Lagið sem sigraði í undankeppn- inni s.l. laugardag var lagið Eitt lag enn eftir Hörð G. Ólafsson við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, sungið af Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Örvarssyni. í öðru sæti var Eitt lítið lag eftir Björn Björnsson og í þriðja sæti Til þín eftir Gunnar Þórðarson. Pétur Teitsson sagði aðspurður um vinningslíkur sigurlagsins í Júró- visjónkeppninni í Júgóslavíu að auð- vitað óskaði hann sigurvegurunum alls góðs. Hann kvaðst treysta því að höfundur og flytjendur væru sóma- kært fólk sem yrðu landi og þjóð til sóma. Hins vegar hefðu þeir Stöðmenn verið búnir að kaupa baðföt á allar sínar fjölskyldur og ætlað að njóta lífsins vel úti í Júgóslavíu. Sú fjár- festing væri nú ónýt vegna þess að þeir hefðu ekkert bolmagn til að komast þangað upp á eigin spýtur. Pétur sagði um sigurlíkur Stöð- Bogi Bjamason róni er höfundur eins sigurstranglegasta Iags söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva ¦ ár. Það er lagið Alveg týpískt júróvi- sjónlag. Lagið komst ekki inn í íslensku undankeppnina. manna í Júgóslavíu að Stöðmenn hefðu í undankeppninni veitt heiðar- lega og drengilega samkeppni. Það sama yrði ekki sagt um framkomu annarra gagnvart þeim í þessu máli. „Ég leyfi mér að fullyrða að við hefðum trúlega endurheimt sextánda sætið og trúlega reynt að halda því sem fastast," sagði Pétur Teitsson fréttastjóri Stöðvar 90 að lokum. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.