Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 16. febrúar 1990 iiiiiiiiii útlond j!:'!'!;; ...... ■ ÍMIIÍIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHEÍ;: riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir.i;M'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin! r': iiiiiiiiiiiiiiiiiini!n:;■' .. .. Óvæntar fréttir frá Miðausturlöndum: Sýrlendingar og ísraelar hefja þreif ingar um f rið Sýrlendingar og ísraelar hafa haldið tvo leynilega fundi til að undirbúa tvíhliða friðarviðræður, ef marka má frétt breska dagblaðsins Independent í gær. Samkvæmt fréttinni var fyrri fundur sendinefnda ríkjanna haldinn í Yín 29. október og sá síðari einhverntíma í janúarmánuði. Embættismenn í ísrael hafa staðfest að fundirnir hafi farið fram. FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Sovéskir her- menn og skriðdrekar tóku sér stöðu í miðborg Dushanbe, höfuðstaðar sovétlýðveldisins Tajikistan, til að verja höfuð- stöðvar kommúnistaflokksins eftir þriggja daga blóðugar óeirðir í borginni. Innanríkis- ráðuneytið i Sovétríkjunum upplýsti að 11 manns hafi fallið og 194 særst fyrstu tvo dag- ana. Blaðamenn í Dushanbe sögðu að 7 manns í viðbót hefðu fallið á miðvikudag. SOWETO - Hinn blakki þjóðernisleiðtogi í Suður-Afr- íku, Nelson Mandela, sagði að lítið vanti á svo hægt sé að hefja beinar viðræður Afríska þjóðarráðsins og ríkisstjórnar F.W. de Klerks. BONN - Sameining Þýska- lands er nær nú en nokkru sinni frá lokum heimstyrjaldar- innar siðari og sú ríkisstjórn sem kemst til valda í Austur- Þýskalandi eftir kosningarnar 18. maímunsækjasteftirsam- einingu eins fljótt og nokkur kostur er. Þetta er skoðun Helmuts Kohls kanslara Vest- ur-Þýskalands. Þetta kom fram í ræou sem Kohl hélt í þinginu þar sem hann var ao verja afstöðu sína í sameiginlegum gjaldeyrismálum. Kohl reyndi að fullvissa austurþýska spari- fjáreigendur að sparifé þeirra muni ekki brenna upp og verða verðlaust þó vesturþýska markið gildi í Austur-Þýska- landi. MADRID - Viðræður Breta og Argentínumanna um að ríkin taki að nýju upp stjórn- málasamband eru nú komnar á góðan skrið, en nú er í sjónmáli samkomulag um herlaust svæði kringum Falk- landseyjar, en ríkin háðu stríð um eyjarnar árið 1982. MOSKVA - Gassprenging í Donbass kolanámunum í Úkraínu varð til þess að 13 kolanámumenn létu lífið. BEIRÚT - Skriðdrekar taka Sátt í bardöpum í hinum kristna luta Beirutborgar þar sem barist er um hvert hús. Sveitir Michel Aoun hershöfðingja hyggjast greinilega ætla að ganga endanlega á milli bols og höfuðs á Llbönsku hersveit- unum með nýjustu árás sinni. Hafez al-Assad forseti Sýrlands hefur ítrekað hafnað þeirri hugmynd að Sýrlendingar og ísraelar geri með sér tvíhliða friðarsamning, enda voru Sýrlendingar helstu andstæð- ingar friðarsamnings fsraela og Eg- ypta árið 1979. Dagblaðið segir að fyrrum hátt- settir egypskir og bandarískir erind- rekar á eftirlaunum leiki lykilhlut- verk í samningaviðræðum sendin- efnda fsraela og Sýrlendinga. Þá segir blaðið að þó sendinefndirnar hafi ekki heimild til beinna samn- ingaviðræðna, þá hafi Assad Sýr- Lögreglusveitir í Perú felldu 17 skæruliða Skínandi stígs í fyrirsát í bænum Llanabamba-Andamarca í Junin hátt í Andesfjöllum á miðviku- daginn. Skæruliðarnir voru vopnaðir skammbyssum, haglabyssum og heimatilbúnum sprengjum. Á mánudaginn felldi lögreglan fimm skæruliða í bænum San Martin de Pangoa skammt frá. Á þessum slóðum hefur að undan- förnu verið- mikið um mannvíg og átök milli skærulið Skínandi stígs og hópa bænda sem reyna að verja hendur sínar. Að minnsta kosti tutt- ugu manns hafa fallið í slíkum bardögum í þessari viku. Blóðugasti bardaginn átti sér stað í þorpinu Llochegue á sunnudag, en þar drápu skæruliðar níu bændur. Frá því Skínandi stígur hóf bar- áttu sína gegn stjórnvöldum í Perú árið 1980 er talið að um 17 þúsund manns hafi fallið í átökum sem þessum. Skæruliðarnir fylgja gall- hörðum maóisma og drepa gjarnan þá bændur sem ekki fylgja þeim að málum. Þeir hyggjast steypa ríkis- stjórninni með blóðugri byltingu og sameina alþýðu Perú í draumaríki, Nú eru fyrirhugaðar breytingar á stjórnmálalífi á Grænhöfðaeyja sem fslendingum eru að góðu kunnar, en lunginn af þróunarsamvinnu íslend- inga er unnin á Grænhöfðaeyjum þar sem fiskiskipið Fengur hefur verið notað til að kenna eyjaskeggj- um nútímafiskveiðar. Einsflokks- kerfi hefur ríkt á eyjunum, en nú benda öll sólarmerki til þess að fjölflokkakerfi verði tekið upp á eyjunum, þrátt fyrir andstöðu ým- issa afla innan hins ráðandi flokícs. Stjórnmálaumbætur munu verða helsta viðfangsefni 39 manna Þjóð- arráðs Afríkuflokksins fyrir sjálf- stæðum Grænhöfðaeyjum (PAICV), í höfuðstaðnum Praiasíð- ar í þessum mánuði. landsforseti og Yitzhak Shamir for- sætisráðherra fsraela lagt blessun sína yfir viðræðurnar. Bandaríski sérfræðingarnir sem taka þátt í viðræðum ísraela og Sýrlendinga eru undir forustu Cyrus- ar Vance fyrrum utatnríkisráðherra Bandaríkjanna, en Vance heimsótti einmitt Damascus höfuðborg Sýr- lands fyrir þremur vikum. Samkvæmt heimildum frá Sýr- landi og Egyptalandi er afstaða Ass- ads til friðarsamninga nú mun sveigj- anlegri en áður, en hann útilokar ennþá tvíhliða samninga, nema að þar sem engin þjóðleg einkenni þrífast, indíánamálýskum verði útrýmt, en þess í stað verði töluð spænska og allir hafi það gott. Viðskipti Sovétmanna og Jap- ana sem báðir aðilar höfðu von- ast til að gætu orðið blómleg í kjölfar umbótastefnu Gorbat- sjofs eru enn í lágmarki. Ástæða þess er að tvíhliða viðskipta- samningur strandar á Kúrfleyj- um. - Japanir verða að endurmeta kröfu sína til Kúrileyja áður en bitastæður viðskiptasamningur milli Sovétríkjanna og Japana getur séð dagsins ljós, sagði Nikolai Ryzhkov - Spurningin um fjölflokkakerfi angrar okkur ekki að ráði þar sem við lifum nú þegar við fullkomið lýðræði, þó það sé innan einsflokks- kerfis, sagði Aristides Pereir forseti Grænhöfðaeyja í viðtali við frétta- mann Reuters þegar hann var inntur eftir orðrómi um fyrirhugaðar breyt- ingar á stjórnkerfi Grænhöfðaeyja. Hins vegar útilokaði hinn 66 ára- sósíalisti sem verið hefur forseti Grænhöfðaeyja frá því eyjarnar hlutu sjálfstæði frá Portúgal árið 1975 ekki að fjölflokkakerfi yrði tekið upp. - Við skulum verða reiðubúin þegar þeir tímar koma. Ekki gleyma því að á Grænhöfðaeyjum býr lítil eyþjóð sem er opin fyrir utanaðkom- ísraelar hefji samningaviðræður um framtíð allra arabískra landssvæða sem Israela hafa hernumið. Helsta bitbein Sýrlendinga og ísraela eru Gólanhæðirnar sem ísra- elar hernámu í sexdaga stríðinu árið 1967 og innlimuðu í fsrael árið 1981. Hæðirnar eru hernaðarlega mjög mikilvægar. forsætisráðherra Sovétríkjanna í gær. - Ætfð þegar farið er að ræða kjarnaatriði í viðskiptasamningum þá skellur á rautt ljós og samningam- ir stranda, sagði Ryzhkov einnig. Eyjarnar Kunashiri, Etorofu, Shokotan og Hobomai eyjaklasinn voru hernumdar af sovéskum her- sveitum nokkrum dögum áður en Japanir gáfust upp fyrir Vesturveld- unum í síðari heimstyrjöldinn árið 1945. Halda Sovétmenn því fram að eyjamar séu hluti Kúrileyjaklasans andi áhrifum, sérstaklega frá þeim úrflytjendum sem koma búa nú í ríkjum þar sem fjölflokkakerfi er við lýði, sagði forsetinn. Talið er að um 600 þúsund manns hafi yfirgefið Grænhöfðaeyjar og leitað sér vinnu erlendis, aðallega í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það er gífurlegur fjöldi þar sem á eyjunum búa nú einungis 350 þúsund manns. Reyndar hafa leiðtogar Græn- höfðaeyja það orð á sér að vera framúrskarandi heiðarlegir miðað við þá gífurlegu spillingu sem ríkir í löndum Vestur-Afríku. Einsflokks- kerfið hefur hentað þeim ágætlega, en upp á síðkastið hafa heyrst raddir um að koma upp fjölflokkakerfi. Telja erlendir erindrekar öruggt að Ástæða þessarar stefnubreytingar Sýrlendinga eru sagðar vera þrýst- ingur frá Sovétríkjunum sem stutt hafa hvað dyggilegast við bakið á þeim. Að undanförnu hafa samskipti Sovétríkjanna og ísrael batnað til mikilla muna og er gert ráð fyrir að ríkin muni taka upp stjórnmálasam- band innan fáeinna missera. sem eru hluti Sovétríkjanna. Japanir segja hins vegar að eyjarnar hafi tilheyrt japanska keisaraveldinu frá því á fyrri hluta 17.aldar. - Við sjáum ætíð það skilyrði að Sovétríkin skili Japönum eyjunum fjórum áður en Japanir leyfí við- skiptasamninga við Sovétríkin, sagði Ryzkhov þar sem hann var staddur í Canberra í Ástralíu. Bætti hann því við að hann óskaði þess að Japanir endurskoðuðu þessa afstöðu sína. um það verði fjallað á fundi Þjóðar- ráðsins, en benda á að andstaða ríki hjá hluta Þjóðarráðsmanna svo ekki sé tryggt að fjölflokkakerfi verði tekið upp strax. Kosningar til þings Grænhöfða- eyja fara fram síðar á þessu ári. Þar verða kjörnir 83 þingmenn og mega einungis flokksbundnir menn bjóða sig fram. Hins vegar var sveitar- stjórnarkosningum frestað um rúmt ár þar sem yfirvöld töldu sig ekki hafa efni á að halda tvennar kosning- ar á sama árinu. 1 sveitarstjórnar- kosningunum átti í fyrsta sinn að leyfa óháðum og óflokksbundnum mönnum að taka þátt. Perú: Enn er Skínandi stígur blóðugur Stjórnmálaumbætur á Grænhófðaeyjum ísraelskir skriðdrekar á leið inn í Sýrland í sexdaga stríðinu 1967. Eftir áratuga hatursfulla baráttu þessarra ríkja eru nú hafnar friðarþreifingar. Efnahagssamskipti Sovétríkjanna og Japana í sjálfheldu: Viðskiptasamningurinn strandar á Kúrileyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.