Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 16. febrúar 1990 Tíminn á ferðalagi um Sovétríkin: Dollarar skipta um eigendur á Rauda torginu. Þjóðemisvakning in í landi Leníns Moskva er skítug borg - var það fyrsta sem okkur kom í hug þegar við stigum út úr lestinni á járnbrautarstöðinni í Moskvu, eftir rúmlega nætur langa ferð frá Helsingi í Finnlandi. En þó að Moskva geti verið skítug að vetrarlagi, þegar hitastigið dansar sitt hvoru megin við núllgráðuna, er ekki þar með sagt að hún sé að því leyti neitt lýsandi fyrir Sovétríkin í heild sinni. Á sama hátt er hugsunarháttur, menning og viðhorf fólks í Moskvu almennt alls ekki lýsandi fyrir landið allt, eða öllu heldur löndin. Pað sem þessi sex daga ferð til Sovét skildi nefninlega fyrst og fremst eftir, var sú staðreynd að landið er alls ekki ein heild, heldur bandalag margra og mjög mismunandi þjóða, sem var skellt saman undir hatt kommúnismans og allt frá byltingunni 1917 hefur sá hattur ekki verið tekinn ofan. Það er fyrst núna, á dögum Gorbasjoffs sem rofar til og reyndar alls ekki útséð með hvernig til tekst. Ferðin sem um ræðir var farin á vegum samtaka sem eru skammstöfuð NCF, og eru samtök ungliðahreyfinga miðju- flokka í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og á íslandi. Við vorum alls níu manns sem fórum, í boði nokkurs konar regnhlífa- samtaka fyrir ungliðahreyfinga í Sovét- ríkjunum, KMO. Tengslin á milli KMO og KOMSOMOL, sem er ungliðahreyf- ing Kommúnistaflokksins í Sovétríkjun- um eru mikil og segja má með nokkrum rétti að KMO hafi verið stofnað til þess að auðvelda ungkommúnistum að hafa yfirsýn og stjórn á þeim aragrúa nýrra hreyfinga sem hafa sprottið upp í Sovét á undanförnum árum. Pessar nýju hreyf- ingar kenna sig oft á tíðum við „mjúk mál“, svo sem friðarbaráttu, umhverf- isvernd og menningarmál, en eru margar hverjar þjóðernissinnuð samtök, sem berjast fyrir auknu sjálfstæði þeirra þjóða sem þau tilheyra. Þar virkar fastgengisstefna íslensku krónunnar Við lögðum af stað frá Finnlandi 21. janúar og komum til Moskvu morguninn - - Almenningssalerni á hótelinu í Moskvu, ekki beint til fyrirmyndar. eftir. Lestin hafði stutta viðdvöl í Len- ingrad og þar gafst okkur kostur á að kaupa rúblur og eyða þeim í þar til ætlaðri túristasjoppu. Þegar við fórum yfir landamæri Finnlands og Sovétríkj- anna var okkur gert að skrá niður á sérstakt eyðublað allan þann gjaldeyri sem við höfðum á okkur og því plaggi varð síðan að ávísa til þess að fá keyptan gjaldeyri. Ég skráði samviskusamlega niður þær upphæðir sem sem ég hafði á mér í erlendum gjaldeyri, en hins vegar láðist mér að telja með þrjú þúsund krónur íslenskar sem voru í veskinu. Fyrir utan að vera lögbrot á sovéska vísu, var þetta vítaverð vanræksla af minni hálfu. Á meðan við biðum eftir því að Arna Gunnars- komast að til að skipta peningum, þarna á brautarstöðinni í Leningrad, varð mér litið á stóra töflu á sem hékk upp á vegg og sýndi gengisskráningu hinna ýmsu gjaldmiðla miðað við sovésku rúbluna. Vissulega gladdi það hjarta sveitamanns- ins vestan af íslandi að sjá að „islanske krona“ var einn af þeim verðugu fulltrú- um gjaidmiðla í heiminum sem prýddi þessa töflu þeirra rússanna. Það kom hins vegar enn meira á óvart að sjá að þeir meta okkar ágætu krónur mun meira heldur en við sjálfir og líklega meir en nokkur önnur þjóð í heiminum. Fyrir tíu krónur íslenskar var hægt að fá 12 rúblur, en fyrir tíu krónur sænskar var einungis hægt að fá níu rúblur, og dollarinn var metinn á sex rúblur. Ég gat hins vegar á engan hátt nýtt mér þessa fastgengisstefnu Sovétmanna gagnvart íslensku krónunni, þar eð þrjú þúsund kallinn var ekki skráður á gjaldeyriseyð- ublaðið. Föstudagur 16. febrúar 1990 Tíminn 9 laun í Sovétríkjunum eru á bilinu 150 - 250 rúblur. Fyrir utan „svörtu rúblurnar" eru síðan vöruskipti manna á milli, sem hvergi eru skráð og erlendur gjaldeyrir í eigu landsmanna. Reyndar var það áberandi hve gríðar- leg eftirspurn var eftir vestrænum gjald- eyri í landinu. Fyrstu mennirnir sem gáfu sig á tal við okkur á járnbrautarstöð- inni í Moskvu voru braskarar er vildu kaupa útlenda peninga. Og sex sinnum á jafn mörgum dögum var mér að fyrra bragði boðið að skipta á vestrænum gjaldeyri og rúblum á götum úti. Það segir líka sína sögu um hve gengið er vitlaust skráð, að á götunni geturðu fengið þrisvar sinnum hærra verð fyrir dollara en í bankanum. Upphaflega var áætlað að við færum frá Moskvu með lest til borgarinnar Vilnu í Litháen. Af því gat ekki orðið, vegna þess að skömmu áður höfðu ungliðasamtökin sem áttu að taka á móti okkur sagt sig úr tengslum við KMO. Ferðaáætlunin breyttist þess vegna eftir að við vorum lögð af stað og í stað þess að heimsækja Vilnu, vorum við send til Alma-Ata sem liggur miðja vegu milli Baikalvatnsins og landamæra Kína. Fundur með múslimum leystur upp Við flugum frá Moskvu að kvöldi 24. janúar og lentum í Alma-Ata að morgni þess 25., flugið sjálft tók fjóra klukkutíma og tíma- mismunurinn var þrír til viðbótar. Alma-Ata er í Asíuhluta Sovétríkjanna og þar er ríkjandi austurlensk menning. Borgin er reist á hásléttu í 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli, en til suðurs getur að líta geysiháan og hrikalegan fjallgarðinn sem skilur að Sovétr- íkin og Kína. Þarna var andrúmsloftið mun léttara en í Moskvu, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Þrátt fyrir gestrisni og hlýlcgt viðmót Asíubúanna í Alma-Ata og friðsamlegt yfirborð er mikil spenna undir niðri. Það fundum við best seinna kvöldið sem við dvöldum í borginni. Friðar- og menningar- samtök múslima, sem kalla sig Nextstop og eru aðili að KMO, buðu okkur að dvelja með sér eina kvöldstund, sem við og gerðum þar til fulltrúi KMO á staðnum leysti samkomuna upp. Ástæðan var sú að múslimarnir, sér í lagi yngra fólkið var farið að tala full fjálglega um að stofna eigið ríki og segja sig úr lögum við Sovétríkin. Horft uppá bronsstyttu af Lenín. „Taktu eftir búrlyktinni“ Nordisk centerungdomsforbund - hópurinn dvaldist síðan næstu þrjá dag- ana í höfuðborg Sovétríkjanna, Moskvu. Ágætur maður, sem hafði sótt Moskvu heim fyrir einum þrjátíu árum síðan, sagði við mig áður en ég lagði af stað í ferðina „taktu eftir búrlyktinni, það lyktar allt þarna eins og gamlar gólftusk- ur“. Þetta reyndist hverju orði sannara, enda krap á götum þennan tíma sem við dvöldum og bleytan barst með skónum inn í hús og bleytti þar í tuskum sem voru á gólfum. Það var nefnilega ekki óal- gengt að í staðinn fyrir mottur innan við útidyr, væru tuskur til að þurrka af fótum þeirra er inn gengu. Búrlyktin vandist, en öðru gátum við aldrei vanist og það var sá ódaunn sem lá yfir hverju einasta almenningssalerni sem við rák- umst inná. Þetta var alveg furðulegur sóðaskapur og meira segja á hótelinu sem við dvöldumst á í Moskvu, sem var virkilega vandað að öllu leyti nema þessu, var ógerlegt að nota almennings- klósettið sökum ammoníaksfnyks og al- menns sóðaskapar. Gott fólk, en hvað um kerfið? Þau kynni sem við höfðum af Moskvu- búum voru mjög góð. Tvisvar sinnum fórum við hring með hinum þekktu neðanjarðarlestum borgarinnar. Það var áberandi hve allir voru tillitssamir og liðlegir, bæði þegar stoppað var til að hleypa fólki inn og út og eins þótti sjálfsagt að standa upp fyrir gömlu og lasburða fólki, eða rétta því hjálparhönd ef með þurfti. Að sj álfsögðu er ekki hægt að alhæfa mikið um eitt eða neitt eftir einungis þriggja daga dvöl, sem ferða- maður í ókunnri borg. Það vakti samt óneytanlega athygli hve flestu vinnandi fólki sem við sáum til, virtist nákvæmlega sama hvort eitt- hvað kæmi út úr því sem það var að gera eða ekki. Þannig mátti t.d. oft sjá fimm til tíu manna vinnuflokka að störfum, við götuhreinsanir, lagfæringar á skólp- lögnum og fleira, þar sem hver þvældist um annan og ekkert miðaði áfram við verkið. Þjónarnir á hótelinu eru annað nærtækt dæmi. Oft á tíðum var það hending ef þeir nenntu að sinna gestum utan hefðbundinna matmálstíma. Eitt kvöldið sátum við hálftíma við borð í veitingasal hótelsins og reyndum að fá afgreiðslu, en urðum frá að hverfa. Ekki vegna þess að þjónarnir hefðu sérstak- lega mikið að gera, þeir einfaldlega nenntu ekki að sinna okkur, sjálfsagt vegna þess að það skipti ekki máli fyrir þá hvort að þeir gerðu það eða ekki. Það væri fáránlegt að draga þá ályktun af þessu að þær rúmlega átta milljónir manna sem búa í Moskvu væru letingjar, miklu nær er að kenna um kerfinu, þar sem allir eru æviráðnir og fá sín laun greidd óháð því hvort þeir vinna fyrir þeim eða ekki. Gífurleg eftirspurn eftir gjaldeyri Við sátum nokkuð marga fundi í ferðinni, bæði með ungum kommúnist- um og öðrum samtökum og stofnunum. Efnahagsmálin voru mikið rædd, enda þau eitt af stærri vandamálum Sovét- manna í dag. Líkt og aðrar austantjalds- þjóðir eiga þeir í gífurlegum erfiðleikum með „svarta markaðinn" og á fundi með forsvarsmönum efnahags- og þróunar- stofnunar í Moskvu var okkur tjáð að 120 milljónir rúbla væru í umferð á svarta markaðinum og kæmu hvergi fram í peningastofnunum. Þessi upphæð er varlega áætluð, en samt mjög há þegar tekið er tillit til þess að algeng mánaðar- Hitler og Stalin saman í bróðerni Frelsisþrá múslimanna var þó hvergi nærri eins mikil og sú þjóðernisvakning sem við kynntumst á síðasta dag ferðar- innar, eftir að hafa flogið til baka til Moskvu og tekið lest niður til Eistlands. Þegar við lögðum af stað frá Moskvu síðla dags 27. janúar kvöddum við gestgjafa okkar í ungliðasamtökum kommúnista og KMO, og ferðuðumst eftir það á eigin vegum. í lestinni kynntumst við góðu fólki frá borginni Tallin í Eistlandi, en það var einmitt loka áfanginn í Sovétferðinni, þaðan fórum við með ferju aftur til Finnlands. Um morguninn þegar við stigum út á brautarstöðinni íTallin, varokkurboðið heim af fjölskyldu sem bjó í borginni og við höfðum kynnst á leiðinni frá Moskvu. Þau hjálpuðu okkur síðan að komast í samband við National Front, Þjóðernis- fylkinguna í Eistlandi. Svo heppilega vildi til að þennan síðasta dag sem við dvöldumst innan sovésku landamæranna hélt Þjóðernis- fylkingin fund þar sem valdir voru fram- bjóðendur fyrir kosningarnar sem fara fram í landinu núna eftir tvo daga. Það verður reyndar í fyrsta skipti eftir heims- styrjöldina sem fólki í Éistlandi gefst kostur á að kjósa yfir sig einhverja aðra en kommúnista. Þjóðernisfylkingin sem er skipuð hundruðum þúsunda manna, var á þessum fundi að stíga sitt fyrsta skref opinberlega frá því að vera fylking fólks, til þess að vera pólitískur flokkur. Við fengum að sitja fundinn og þar bar margt fyrir augu sem vissulega kom á óvart. Hver hefði til dæmis trúað því fyrir ári síðan að hengd væri upp opin- berlega málverk af Stalín og Hitler, þar sem þeir sitja saman að semja um skiptinguna á Eistiandi, Hitler með rauðu stjörnuna í barminum og Stalín með hálsfesti úr hakakrossum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.