Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. febrúar 1990 HELGIN 3 gera við flugvélamar. Og þá um kvöldið hermdu veðurfréttir að útlit vœri betra en að undanfomu. Þá nótt sváfú flugmennimir ekki dúr. Veður- skeytin bámst hvert af öðm, og klukkan tœplega sjö um morguninn var lagt af stað í „hœttulegasta áfang- ann á allri leiðinni.“ Locatelli fór rétt á eftir þeim. Hann reyndi að standa við orð sín um að fara ekki á undan, en vegna þess hve vél hans var miklu hraðfleygari, varð hann að fljúga í króka og hringi. Seinast leiddist hon- um þetta þóf og lét þá gamminn geisa, flaug fram úr hinum og var horfinn eftir nokkra stund. Nú var forinni heitið til Friðriks- dals á Suður Grœnlandi. Veður var gott og bjart fyrst, en er vestur á haf- ið kom, skall á dimm þoka. Þeir reyndu að hafa sig upp úr henni, en tókst ekki vegna þess hve hlaðnar vélamar vom. Var þá ekki um annað að rœða en fljúga mjög lágt undir þokunni. Flugu þeir hlið við hlið. En nú mœttu þeim nýjar hœttur, borgar- ísjakar, sem stóðu svo hátt upp úr sjó að vélamar gátu rekist á þá. Lengi vel sneiddu þeir ffam hjá þeim. En svo kom allt í einu gríðarstór jaki út úr þokuhafinu. Á síðustu stundu beygðu þeir hvor til sinnar handar, og þar skildi með þeim. Smith tók stefnu til lands, en Nelson flaug á haf út. Var þokan nú svo dimm að ekkert sást. Ófarír Locatelli Eftir ellefú klukkustunda flug náði Smith til Friðriksdals. Rúmlega hálfri klukkustundu síðar kom Nel- son. En Locatelli kom ekki. Þóttust menn þá vita að honum hefði hlekkst á, og var skcyti sent um það til amer- isku herskipanna. Þau hófú þegar leit og leituðu í þrjá daga samflcytt. Þá fúndu þau hann og félaga hans fljót- andi á flakinu af flugvél sinni og nœr dauða en lífi. Þegar þokan skall á hafði Locat- elli virst óráðlegt að halda áfram. Hann afréð því að setjast og bíða þess að birti upp. En sjógangur var talsverður og laskaðist vélin um leið og hún settist. Veðrið versnaði og vélin laskaðist œ meira og hröktust þeir þama úrrœðalausir. Það var í rauninni hending að þeir skyldu finn- ast. Annars hefðu þeir farist þama og enginn haft hugmynd um afdrif þeirra. En það átti ekki fyrir Locatelli að liggja, þessum glœsilega og gáf- aða manni. Honum vom önnur forlög búin. Hann féll síðar í Abyssiníu. Abyssiniumenn komu honum og 17 félögum hans að óvöram og brytjuðu þá alla niður. Um flug Amerikumannanna er það að segja að þeir komust alla leið. Flugvél var send á móti Wade og BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar Hér eru flugmennirnir að skoða sig um á Þingvöllum ásamt yfir- mönnum á Richmond. Frá vinstri: Smith, Arnold vélamaður hans, Magruder aðmiráll, Nel- son, Harding vélamaður hans og Cotton skipstjóri. flaug hann með þeim síðasta áfang- ann yfir þvera Ameríku. Og lýkur hér að segja frá for fyrstu flugvélanna, sem sigraðust á norðurhöfúnum, en þessi frásögn er byggð á grein Áma Óla. Víst er að það mundi þó vekja mikla athygli ef menn reyndu slíkt flug nú á dögum á samskonar farkostum og það þykja fifldirfska hin mesta. MÓTUN ATVINNUSTEFNU Ríkisstjórnin boðar í næstu viku til þriggja funda um mótun atvinnustefnu. Á fundinum verða flutt stutt framsöguerindi og síðan eru pallborðsumræður. VESTFJARÐAKJÖRDÆMI Fundur fyrir Vestfjarðakjördæmi verður haldinn í Stjórnsýsluhúsi ísafjarðar, þriðjudaginn 20. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindiflytja: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hag- stofu, Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri og Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur. Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræðum Eiríkur Böðvars- son, framkvæmdastjóri, Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri, Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík og Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Fundarstjóri verður Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði. SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Fundur fyrir Suðurlandskjördæmi verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 21. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindi flytja: Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráð- herr?, Einar Sigurðsson, útgerðarmaður og odd- viti Ölfushrepps, Oddur Már Gunnarsson, iðnráð- gjafi Suðurlands, Sigríður Ólafsdóttir, formaður atvinnumálanefndar Selfoss, Sigurður Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri K.Á. á Selfossi, Sigurður Oskarsson, formaður Alþýðusambands Suður- lands, og Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns, Vík. Fundarstjóri verður Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Fundurfyrir Austurlandskjördæmi verður haldinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum,fimmtudaginn 22. febrúar, klukkan 20:30. Framsöguerindi flytja: Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði, Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri, Reyðarfirði, Jörundur Ragnarsson, kaupfélagsstjóri, Egilsstöðum, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri, Neskaupstað og Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austur- lands. Auk þeirra tekur Einar Rafn Haraldsson, formaöuratvinnumálanefndará Egilsstöðum þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri verður Sigurður Símonarson, bæjarstjóri á Egilsstöðum. ■ Atvinnumál framtíðarinnar varða alla. Fólk er því hvatt til þess að mæta á fundina og láta skoðanir sínar í Ijós. Eiríkur Pétur Haraldur L. Oddur Már Sigríður Sigurður K. Sigurður Ó. Þórir N. Karl Jörundur Sigurður S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.