Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1990 HELGIN Þórunn Thorsteinsson. Ágústína Elín Munck Ágústína er Rangæingur í móðurætt en af Vesturlandi í föðurætt. Hét móðir hennar Guðrún Guðmundsdóttir og var úr Holtum, en faðir hennar var Guðmundur Kristjáns- son frá Stóra-Múla í Saurbae. Bjuggu þau hjón í Vestmannaeyjum og þar er Ágústína fædd hinn 18. janúar 1917. Ólst hún upp í foreldrahúsum í Eyjum til 16 ára aldurs. Heimskreppan í algleymingi og ekki efni til langskólagöngu dóttur og var Guðmundur þó stýrimaður og formaður á báti á árabili. 1933 réðst Ágústína til barnmargrar fjöl- skyldu Adolphs Bergssonar, lögfræðings í Reykjavík, og var þá lokið veru hennar í Eyjum nema fáeina daga að vori er hún fékk orlof til að skreppa heim. Eftir 3 ára vist í Reykjavík ákvað hún að fara til Danmerkur á vegum Ingveldar föðursystur sinnar, sem bjó í Kulhus á Sjálandi, gift Ejnari Hansen skipstjóra. Var hún siðan stofustúlka og í ýmsum vistum á Sjálandi, við matreiðslu- nám og einn vetur í húsmæðraskóla í Ölstykke en minnist sérstaklega verunnar á prestsetrinu í Vanlöse. Hjónin höfðu áður verið í Færeyjum og skilningur þeirra á smáþjóðunum í norðri meiri en almennt var í Danmörku. Eftir þá góðu vist fór Ágústa að vinna á saumastofu, fyrst hjá Unni Larsen frá Vestmannaeyjum, en síðan við karlmannafatasaum á English House í Kaupmannahöfn, þar sem hún starfaði þangað til hún giftist 1942. Var maður hennar Jens Munck, Jóti að uppruna, fædd- ur hinn 27. júní 1911, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. Bjuggu þau í 14 ár á Friðriksbergi við góðar aðstæður en voru á sumrum á Solröd Strand uns þau settust þar að fullu að 1958 í stóru og fallegu húsi. Eftir lát manns síns 1978 seldi Ágústína húsið og býr síðan ein í prýðilegri íbúð í fjölbýlishúsi á Ishöj suður af Kaupmannahöfn. Börn Jens og Ágústínu eru 4 og öll búsett á Sjálandi, Finn Hesselholt Munck, cand. scient. í stærðfræði, í næstu grennd við móður sína, Jan, sem er hagfræðingur, í Slagelse og Elín Katja, listmálari og einka- ritari, í Söborg, en Leif, sem er þeirra yngstur, er cand. polyt. í hagfræði og býr í Kaupmannahöfn. Öll eru þau systkin fjöl- skyldufólk og eru barnabörn Ágústínu 8. Fyrr á árum tók Ágústína virkan þátt í starfi íslenska samkórsins og byrjaði þar með Sigríði Kristjánsdóttur Schultz, föður- systur sinni, en söngstj órinn var vinur þeirra, Axel Arnfjörð píanókennari. Síðar, þegar Axel hóf organistastörf fyrir Söfnuð íslend- inga í Kaupmannahöfn 1964, gerðust þær frænkur báðar söngfélagar og lagði Ágústína drjúgan skerf til kirkjukórsstarfsins uns hún varð að hætta vegna alvarlegra veikinda fyrir 3 árum, en allt til 1983, þegar hún fór í fyrsta sinn á sjúkrahús, hafði hún verið I f L A N D S L NAMU NAMSSTYRKIR Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki sem veittir verða NÁMU-félögum. U Einungis aðilar að námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, NÁMUNNI, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Bf Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM- UNNI fyrir 15. mars 1990, eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. JBk Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur og verða þeir afhentir í byrjun apríl 1990. WÉ Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka ís- lands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið, b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstrœti 11,155 Reykjavík. Náman er nafn á heildarþjónustu Landsbanka íslands, setn er sér- staklega sniðin að þörfum námsfólks. Allir námsmenn 18 ára og eldri eiga rétt á að sækja um aðild að þessari þjónustu. í NÁMUNNI er nú m.a.: - Einkareikningur með yfirdráttarheimild, 3 ókeypis tékkhefti, einkareikningslán o.fl. - Kjörbók, háir vextir, ekkert úttektargjald efkeypt eru verðbréf. - Visa-kort strax við upphaf viðskipta. - Námslokalán, allt að 500.000,-, lánstimi allt að 5 ár, viðtal við bankastjóra óþarft. - Ráðdeild, þjónusturit Landsbankans, ókeypis áskrift. - Filofax-minnisbók, ókeypis eftir 6 mánaða skilvís viðskipti. - Styrkveiting, tveir styrkir á hverju ári. - Dreifing og móttaka gagna fyrir Lánasjóðinn, eyðublöð og bœklingar LÍN liggja frammi í afgreiðslum Landsbankans. Af- henda má öll gögn sem eiga að fara til LÍN í afgreiðslum bankans. Viðkomandi afgreiðsluslaður sér síðan um að koma gögnunum til LÍN samdœgurs. - Ráðgjöf og upplýsingar, sérstök mappa með upplýsingum, út- reikningum á greiðslubyrði lána o.fl. Til að öðlast þessi réttindi þarfaðeins að stofna Kjörbók og Einka- reikning. Þeir námsmenn sem fá lán frá LÍN verða einnig að leggja námslánin inn á Einkareikning. hraust og raunar sjaldan orðið misdægurt. Endá þótt Agústína hafi verið í meira en hálfa öld í Danmörku og eigi þar stóra fjölskyldu er hún fyrst og fremst íslendingur í lund og hætti og á marga góða vini í hópi . landa sinna í Höfn. Katja dóttir hennar hefur og haldið málverkasýningar í félags- heimilinu í Húsi Jóns Sigurðssonar. ALVORU SNJÓBLÁSARAR FRÁ TREJON FYRIRLIGGJANDI KAUPFÉLÖGIN OG TREJJON ÁRMÚLA 3 • REYKJAVlK • SÍMI 38900 Z._______________A ISUZU Nýr Jötunn Um áramótín voru Búnaðardeild Sambandsins, Jötunn hf og Bílvangursf sameinuð í eitt fyrirtæki, sem heitir JÖTUNN, og tekur yfir allan rekstur fvrirtækjanna þríggja. Skrifstofur hins nýja JÖTUNS, sem er deild i Sambandínu, veröa opnaðar mánudaginn 19. febrúar að Höfðabakka 9. Síminn er 670000 • Starfsemi Búnaðardeildar, nema varahlutaverslunin, flvst úr Ármúla 3 að Höfðabakka 9. • Varahlutaverslunin verður enn um sinn að Ármúla 3, Hallarmúlamegin, sími 38900. • sfmanúmer bíla- og rafvélaverkstasða og varahlutaverslana að Höfðabakka 9 verða óbreytt fyrst um sinn. Veríð velkomin að Höfðabakka 9. SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.