Tíminn - 17.02.1990, Side 7

Tíminn - 17.02.1990, Side 7
HELGIN Laugardagur 17. febrúar 1990 Guðni Ágústsson alþingismaður, nýkjörinn bankaráðsformaður Búnaðarbankans ferðast með rútu úr og í vinnu: „Fyrirgreiðslan er hluti af starfinu“ Það eru liðin tœplega þijú ár síðan Guðni Ágústsson var kjör- inn á þing. Hann hefur þrátt fýrír stutta setu á Alþingi vakið nokkra athygli, nú síðast fýrír að gagnrýni á lífeyríssjóðakerfið í kjölfar þingsályktunartillögu, þar sem hann og fleirí leggja til að núverandi kerfi verði aflagt. Hann var fýrir skömmu kjörínn í bankaráð Búnaðarbankans og settist þar beint í sœti formanns. Velgengnin virðist þó ekki hafa stigið Guðna mikið til höfuðs, a.m.k. ferðast hann á virkum dögum á milli Selfoss og Reykja- víkur með rútu, til vinnu og heim aftur. „Ég var kosinn á þing árið 1987 og taldi þá að ég yrði a.m.k. að búa hér í Reykjavík yfir veturinn. Fyrsta þingið leigði ég hér og líkaði það ekki alls kostar, því að allt mitt líf er íyrir austan fjall. Þetta var mikil röskun hvað fjölskylduna varðaði og um leið og maður losnaði úr vinnu var maður kominn austur. í fyrra breytti ég um stefnu og ákvað að ferðast á milli Selfoss og Reykjavíkur, í og úr vinnu. Ég hef auðvita alltaf vitað að Hell- isheiðin getur verið farartálmi og oft erfitt fyrir einn mann að aka hana á hverjum degi, ekki síst í ófœrðinni og snjónum í fyrra. Samt hef ég gert þetta, en að vísu ferðast mikið með rútunni sem gengur á milli. Kannski eru rútur allt of lítið notað- ar, ég segi alla vega fyrir mig að mér finnst þetta ákaflega notalegur ferðamáti. Sofum saman á leiðinni í bœinn „Ég geng út á hom á götunni minni á Selfossi að morgni til, tek þar rútuna og sit í henni til Reykjavíkur og hef ekkert íyrir hlutunum. Með þessu móti finnst mér ég líka vera nœr fólkinu sem ég er að berjast fyrir. Þetta er ekkert mál. Mér líkar miklu betur að sofa fyrir austan fjall og vera hjá mínu fólki. — Þú verður ekkert fyrir ónœði á leið- inni? „Þetta er mjög einfalt. Á morgnanna er fólk að fara til vinnu hér, það vinna tölu- vert margir frá Selfossi og Hveragerði í Reykjavík. Á morgnanna sef ég með þessu fólki, það er vœrð yfir mönnum, þeir setjast í sœtin og sofna gjaman, þó við spjöllum alltaf eitthvað saman öðru hvom. Á heimleiðinni er meira talað sam- an. Maður hefur heilmikil samskipti út úr þessu og hittir margt fólk í gegnum þessar ferðir og það er ekkert annað en ánœgju- legt.“ Vissulega kveið ég fýrír bankaráðinu — Þú varst kosinn í bankaráð Búnaðar- bankans fyrir skemmstu og tókst þar við formennsku. Fylgja þessu embœtti ekki talsverð völd? „Um leið og maður tekur við jafn mik- ilvcegu starfi og formennsku í bankaráði er maður að taka á sig mikla ábyrgð. Vissulega kveið ég fyrir því að taka við jafn áberandi starfi og umdeildu, og ekki síst að verða formaður strax. Hins vegar hefúr sá kvíði hingað til reynst ástœðu- laus. Búnaðarbankinn hefúr á að skipa prýðilegu starfsfólki um allt land. Þama em hœfir menn sem hafa stjómað þessum banka faglega og með mér í bankaráðinu hið mœtasta fólk, þannig að fyrstu skrefín hafa verið léttari en ég átti von á. Búnað- arbankinn tekur faglega á málum og þar hafa menn ekki tamið sér að leysa mál í fjölmiðlum. Ég vona að það breytist ekki. Bankar em þannig stofnanir að það geng- ur ekki upp, mér finnst sumir aðrir þrœða þann hœttulega stíg.“ — Þegar rœtt er um alþingismenn sem kosnir hafa verið í valdamikil embœtti eins og þú núna, dettur fólki oft í hug orð- ið „fyrirgreiðslupólitík. Hvert er þitt álit á fyrirgreiðslupólitík? „Ég held að það sé nauðsynlegt í stjómmálum að veita fólki eðlilega fyrir- greiðslu. En menn mgla hlutunum dálítið saman. Það er verið að tala með svívirðu um fyrirgreiðslustjómmálamenn. Ég kann ekki við það, enda held ég að ákveðin fyr- irgreiðsla sé mjög eðlileg. Fólk kemur með alls konar erindi til þingmannsins síns, hann þekkir oft betur leiðimar í kerf- inu, hvort sem það er bankinn, ríkið eða annað. Hann nœr mikfu frekar taki á mál- inu, þekkir embœttismenn og getur greitt úr málum, þannig að mer finnst öll fyrir- greiðsla af því tagi nauðsynlegur þáttur í þingmannsstarfinu. Ég rek erindi fyrir fólk, en mér dettur ekki í hug að reyna að gera hið ómögu- lega. Þegar ég fœ mál í hendumar vil ég Ijúka því, ef það er óframkvœmanlegt stendur fólk frami fyrir því að þetta er ekki hœgt og ekki forsendur fyrir því að koma erindinu neitt áleiðis.“ Fyrirgreiðslan er hluti af pólitíkinni „En sá stjómmálamaður sem sloer á brjóst sér og segir „ég stunda enga fyrir- greiðslu“, hann á ekkert erindi í pólitík. Þetta er bara liður í samskiptum við fólkið í kjördœmunum og ég held að hver þing- maður hafi gott af því að hlusta á og kynn- ast vandamálum fólks. Setja sig inn í þau og reyna að greiða úr ef hœgt er, bœði fyr- ir einstaklingum og fyrirtœkjum í sínu kjördœmi. — Þú hefur vakið nokkra athygli að undanfömu, vegna máls sem þú flytur ásamt þingmönnunum Alexander Stefáns- syni og Stefáni Guðmundssyni, þar sem gerð er tillaga að mjög róttœkum breyt- ingum á lífeyrissjóðakerfinu. Þið leggið til að núverandi kerfi verði lagt niður og hver og einn eignist sinn eigin eftirlaunasjóð. Af hveiju er þetta mál flutt? „í mörg ár, og löngu áður en ég kom inn á þing, hefúr mér fundist að lífeyris- sjóðimir vœm á villigötum. Þeir em dýrir, þeir em margir og mér hefúr fúndist að fólk viti yfir höfúð mjög lítið um hver rétt- ur þess innan kerfisins er. Um þetta mál hafa mjög margir launþegar rœtt við mig. Ég kem úr þeirra röðum, þessi mál hafa bœði verið rœdd á fúndum launamanna og eins hafa menn rœtt þetta við mig eins- lega. Lífeyrissjóðirnir hafa verið gagnrýndir í gegnum árin. Ég minnist þess að Bjöm Pálsson á Löngumýri gerði það með at- hyglisverðum hœtti í kringum 1970 og benti á hvað þeir yrðu dýrir í rekstri og hve fólk fengi lítið úr þeim til baka. Um- rœðan varð hvati til þess að ég fór að hugsa í alvöru um nýjar leiðir og þá kom upp þessi hugmynd um eigin eftirlauna- sjóði, þar sem hver maður á sína eingin eftirlaunabók í banka sem hann safnar inn á. Mér finnst reyndar að ég eigi engan einkarétt á þessari hugmynd, mér finnst þetta vera hugmynd fólksins. Eru lífeyrissjóðimirstór- tœkustu erfingjar á íslandi? Auðvita gerði ég mér grein fyrir því að hér var við stóran vanda að etja. Það er tvennt sem menn verða aðallega að hafa í huga varðandi hlutverk Hfeyrissjóðanna. Það er í fyrsta lagi að safna peningum til elliáranna og í öðm lagi að veita ákveðna tryggingu. Ég hef lagt til að tTyggingar- þátturinn verði leystur í gegnum Trygg- ingastofnun ríkisins. Á hinn bóginn er hugmyndin sú að þegar einstaklingurinn fer út á vinnumarkaðinn, byiji hann að safna inn á sinn eigin reikning sem sé ávaxtaður í bankakerfmu. Hlutfallið yrði það sama og það er nú, 10% prósent af launum og sá spamaður myndi skila sér mun betur til baka en í núverandi lífeyris- sjóðakerfi. Ennfremur rœði ég um að eftirlauna- sjóðir verði erfðafé. Mér finnst að lífeyris- sjóðimir viðurkenni ekki lengur að söfn- unarþátturinn lagður fýrir til elliáranna. Ég vil nefna tvö dœmi sláandi dœmi, sem gerðust nýverið. Hjón sem bœði höfðu greitt í lífeyrissjóð fómst bœði fast að því komin á ellilaun. Þar erfir lífeyrissjóður- inn allan þeirra söfnunarþátt, 20 — 30 milljónir eftir mínum útreikningum. Ann- að dœmi em um ungan bónda fórst ókvœntur og bamlaus fyrir skömmu síð- an. Hafði verið í búskap með foreldmm sínum, en skráður einn fýrir öllu búinu og greitt í sinn lífeyrissjóð af öllum afurðum í fimmtán ár. Sjóðurinn erfði þetta fé. Ég spyr, hefði ekki verið nœr að söfnunar- þátturinn hefði komið öldmðum foreldr- um bóndans til eignar sem erfðafé, heldur en að falla að öllu vandalausu fólki til sem erfðafé, eða því fólki sem á aðild að sjóðn- um?“ Stefnir í gjaldþrot kerfisins „Ég held að menn verði nú að vakna upp við þessa umrceðu. Vandinn er þessi; eftir um það bil tuttugu til þijátíu ár verða ekki 26.000 íslendingar á eflirlaunaaldri eins og þeir em núna, heldur 50.000.Þá verður sama hlutfall á vinnumarkaði og nú. Haldi svo fram sem horfir stefnir í gjaldþrot sjóðanna. Mér finnst mjög áberandi hvað magrir af forystumönnum lífeyrissjóðanna snúast öndverðir gegn hugmyndinni um eigin eftirlaunasjóð einstaklinga. Mér heyrist að þeir tali minnst um söfnunarþáttinn í dag, heldur að lifeyrissjóðimir séu fýrst og fremst tryggingarfélög. Eins finnst mér fréttamenn hafa verið fálátir gagnvart þessu máli. Það er engu líkara en að reynt hafi verið að einangra þessa hugmynd, hún er ekkert vinsœl af þessu mikla valdi í íslensku samfélagi í dag, þó að ég finni það hvar sem ég fer að fólkið tekur undir hana.“ Ég tel þetta hámark fýrirhyggjunnar — Þú kvartar yfir viðtökum fjölmiðla, en hveijar hafa verið viðtökur hér á Al- þingi? „Ég er búinn að tala fýrir málinu í þing- inu og fékk þar bœði undirtektir og and- spymu. Það vakti athygli mína að sá sem harðast barðist gegn þessum hugmyndum var sjálfstœðismaðurinn Guðmundur H. Garðarsson. Hann taldi okkur vera með þessu að tala fýrir máli sem vceri hámark auðhyggjunnar, en ég hef aftur á móti tal- ið málið hámark fýrirhyggjunnar. Hann talaði einn sjálfstœðismanna í þessari umrœðu. Sjálfstœðismenn héldu aftur á móti á dögunum lokaða ráðstefnu um ffamtíð lífeyrissjóðanna. Morgunblað- ið birti frétt frá fúndinum og þar fmnst mér að fram komi sannleikurinn í málinu. Það er vitnað til rœðna þriggja manna. Pétur H. Blöndal formaður Landsamtaka lífeyrissjóða sagði á þessum fundi það sama og ég hef verið að hamra á, að lífeyr- issjóðimir verði gjaldþrota, nemaað menn fari nýjar leiðir. Hann segir að eigi lífeyr- issjóðimir að standa verði að hœkka ið- gjöldin úr 10% upp í 17% af öllum laun- um í almennum lífeyrissjóðum og í opinbera lífeyrissjóðakerfinu í 25 - - 30%. Þannig á að mœta vandanum sem er fram- undan telur hann. Guðmundur H. Garðars- son talaði einnig á fúndinum og mér fannst, eftir því sem sagt var frá í rœðu hans, hann lítið tala um áhyggjur sinar af þeim sem verða aldraðir. Hann var eins og keisaramir í lífeyrissjóðunum fýrst og fremst að lýsa því hvað sjóðurinn sinn œtti orðið mikið af eignum. Hann talaði um að þeir oettu í svo og svo mörgum bönkum, í fjárfestingarfélaginu Féfangi, hlutabréf í Flugleiðum og fleira og fleira. Þórarinn V. Þórarinson hafði þó kjark til þess að taka á málunum af fúllri hrein- skilni og sagði meðal annars að það vœri skelfileg staða að fólk greiddi inn í sjóði peninga sem að það vissi fyrir að það fengi ekkert úr þegar það vœri fullorðið. Hann sagði að það vœri eins gott, ef menn ekki tcekju á þessum vanda, að leggja þetta kerfi niður strax. Enda er það svo að sjóðimir em að molna innan frá. Talið er að 15 — 20% þeirra sem em á vinnumark- aðinum greiði ekki í lífeyrissjóð og það eitt segir sína sögu.“ Árni Gunnarsson Laugardagur 17. febrúar 1990 HELGIN 16 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.