Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 8
8 IM HELGIN Laugardagur 17. febrúar 1990 ^L, f ^X/Æk/W VATRYGGINGAFIMG WVW ÍSLANDSHF ÚTBOÐ Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Lada1200 Lancia Y 10 Land Rover R 90 Subaru E 10 Wagon Subaru 1800 Trabant Lada Seat Ibiza GL Subaru 1800 st. GL Skoda120L Mazda 626 2000 GLX Skoda105 Toyota MR 2 Mazda 626 Daihatsu Charade Fiat 131 2000 Daihatsu Charmant M. Benz 230 E Honda Accord árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1985 árgerð 1985 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1981 árgerð 1980 Bifreiðarnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1990, kl. 12-17. ÁSAMATÍMA: Á Selfossi: Toyota Corolla Liftback árgerð 1988 Á Hvolsvelli; Saab900i árgerð1987 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 17samadag. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjatryggingar - Vilt þú eignast þinn eigin „fjallabíl" Toyota Landcruiser árg. '67 Vél Chevrolet 350 Sjálfskiptur - Vökvastýri Dekk: 40" Mudder - Namco hásingar (sama og 14 bolta Chevrolet) Blæja. Slys gera ekki ^3* boð á undan sér! utUMFERÐAR Uráð OKUM EINS OG MENN! Froskum og öörum froskdýrum hefur fcekkaö fskyggilega víöa um heim og sums staöar eru þau hreinlega horfin. Dýrafrœðingar leita nú skýringa á fyrirbœrlnu en segja aö hér kunni að vera um viðvörun að rœða og fleiri ili tíðindi kunni að ejga eftir að berast um hnignun náttúrunnar. Froskar og kört- ur hrynja niður — hvað verður um mannkynið? Vísindamenn eru nú áhyggjufullir vegna þess hvað froskar og körtur hrynja niður víða um licini. Þeir segja að dularfullt og skyndilegt hrun á frosk- dýrastofnum í nokkrum heimsblutum veki óróavekj- andj spurningar um framtíð mannkyns og umhverf- is. Ástralskur dyrafrœðingur segir hér vera um að rœða frumaðvörunarkerfi náttúrunnar og það kerfi sé froskurinn. Froskdýrahrunið má ekki leiðahjásér Enn sem komiö er eru ekki fœrðar fullar sönnur á geysilega afturför í stofnum froskdýra en sögur ganga um hana og dýrafrœð- ingar segja að ekki bera að leiða þœr hjá sér. „Húð froskdýra er alltaf rök og þau lifa bœði í vatni og á landi, þannig að þau eru sífellt að draga í sig sýnishorn af umhverfinu sem maðurinn verður ekki var við," seg- ir David Wake, þróunarlíffrœðing- ur við Kaliforníuháskóla í Berkeley og fyrrum forseli Samtaka banda- rískra náttúrufrœðinga. „Froskdýr eiga eftir að finna til ástandsins á undan manninum, og ef sjá má merki þess að þau séu að falla í hrönnum eru þau skilaboð til mannkyns," segir Wake. Efástœðanerstaðbundin er óþarft að hafa áhyggjur Ef kemur ótvírœtt í ljós eftir nánari rannsóknir að ógnunin við froskdýrin er einungis slaðbundin eða þáttur í einhverri hringrás nátt- úrunnar er ekki ástœða til að hafa áhyggjur af ástandinu. Ef hins veg- ar kemur í ljós að þessi vandi er um allan heim, verður að aðhafast eitt- hvað lil að hindra að verr fari að sögn Wakes. Það leikur enginn vafi á að eitt- hvað er að gerast sums staðar. Það sem enn er ekki vitað er hvort það er almennt alls staðar. Ef hér er um að rœða alheimsfyrirbœri, er þetta vissulega mikilvœg uppgötvun. Að uppástungu Wakes hefur Vísinda- akademía Bandaríkjanna í Wash- ington ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um þetta fyrirbœri á nœstunni. Markmið fundarins, sem verður undir stjórn Wakes, er að komast að niðurstöðu um hvort hér sé raun- verulegur vandi á ferðinni, og, ef svo er, hvað megi gera til að sporna við honum. Þegar Wake gekk fyrir áratug um grösug engi i' Sierra Nevada á mörkum Kaliforníu og Nevada, var svo krökkt af froskum þar að menn gátu stigið á þá í ógáti. Nú eru froskarnir því sem noest horfnir af þessum slóðum. Nýlega var Wake á ferð í regnskógum á Monte Verde í Costa Rica og segir salamöndrur og körtur hafa beðið svipað afhroð þar. Það vakti með honum grunsemdir um að þetta hefði gerst víöa. Fregnir berast víða að af afhroði froskadýrastofna Og þetta varð til þess að hann fór að fœra „froskaskrá" á tölvuna sína. Þegar fór að fréltast um áhyggjur hans meðal dýrafrœðinga fór að rigna inn símtölum og bréf- um til hans. Enn sem komið er hefur Wake fengið fregnir af hnignandi, eða þverrandi froskdýraslofnum í Dan- mörku, Ungverjalandi, suðurhluta Ontario í Kanada, auk svipaðra frétta frá Suður-Kaliforníu og Ástr- alíu. Svo aðeins sé talað um með- fram austurströnd Astralíu hafa um 20 tegundir froskdýra kennt þess- ara torkennilegu áhrifa og sumar eru hreinlega horfnar með öllu. I Ástralíu, Nýja Sjálandi og Nýju Guíneu hefur mikill fjöldi tegunda ýmist algerlega horfið eða horfiö af stórum svœöum þar sem þeir héldu til áður. „Rannsókn nú betri en út- försíðar" ¦ Þó að ekki hafi orðið vart aug- ljósra breytinga á öðrum kjörsvœð- um froskdýra s.s. í miðhluta Pan- ama, Sarawak, Norður-Borneó og í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum í norðvesturhluta Wyoming, eru dýrafrœðingar á þessum svœðum eindregnir stuðn- ingsmenn þess að heimsráðstefna verði haldin um þetta mál, segir Wake. „Rannsókn núna er betri en útför síðar," segir hann. Dýrafrœðingar segja að ekki liggi nein augljós skýring fyrir á hinni háu dánartíðni froskdýranna. Þeir velta vöngum yfir því að með- al orsakanna kunni að vera leifar af skordýraeitri, súru regni, hœgfara þornun tjarnanna sem froskdýrin auka kyn sitt í, og aukið saltvatn í mýrunum. Meðal annarra mögu- legra skýringa má nefna mengun mýranna af eiturefnum úr þunga- málmi, meira af útfjólubláum geisl- um frá sólinni vegna þynningar ósonlagsins, og jafnvel kemur ban- vœn froskaveira til álila. Enn er sem sagt engin fullnœgj- andi skýring á fyrirbœrinu á reiðum höndum. En Wake bendir á að ef froskastofnarnir eru veiklaðir á ein- hvern hátt geti margar orsakir vaid- ið því að þeir geti enga björg sér veitt og deyi jafnvel út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.