Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. febrúar 1990 HELGIN Hi 11 SAKAMAL mundi hann að foreldrar Teddy Eng- elmann sögðu að fangamark hennar hefði verið í skónum sem saknað var. Hann aðgœtti skóna betur og þá blasti það við honum. T.E.E. var skrifað með svörtu bleki í fóður skónna. Teddy Elizabeth Engelmann átti þessa skó. Þegar Lucero var sagt þetta þá neitaði hann að segja meira fyrr en hann fengi lögfrœðing á staðinn. Lucero var handtekinn fyrir íkveikju og vegna gruns um tvö morð. Hann leit á lögreglumennina, hristi höfuð- ið og tautaði eitthvað um að einhver vœri að koma á sig falsaðri sök. Meðan hann sat inni var fengin heimild til að leita heima hjá honum og lögreglan fór með tœknilið á staðinn. Safhað var miklu af sönnun- argöngum, m.a. var allt tekið sem blóð fannst á. Lucero var fceddur í Nýju Mexí- kó og hann hafði fiutt til Lake Tahoe fyrir tíu árum þar sem hann starfaði við vélgœslu. Arið 1973 fiuttu hjónin til San Marcos, skammt frá San Di- ego. Þar voru þau í sex ár og hann var við vélgœslu. — Eg botna ekkert í manninum, sagði vinnuveitandi hans. — Það getur liklega enginn nema hann skýrt það sem gerðist þetta kvöld. Hann er hœglátur maður sem virðist fara mjög einfbrum. Lögreglan trúði ekki sögu Luce- ros eitt andartak. Sú staðreynd að í húsinu fannst brotin gosdrykkja- flaska með blóðugum hárlokkum, kom alveg heim við tilgátu meina- frœðingsins um áverkann á höfði Teddy. Mál ákœruvaldsins virtist skothelt. Hvað ástœðuna varðaði kom ekk- ert fram. Hvorug telpan hafði verið kynferðislega áreitt. Talið var að þœr hefðu verið gabbaðar inn í húsið en goldið fyrir með lífi sínu að vera tregar til að koma. Síðbúinn dauðadómur Þann 24. nóvember 1981 tók það kviðdóm í San Bernadino aðeins tvœr og hálfa klukkustund að kom- ast að þeirri niðurstöðu að Philip Lucero vœri sekur um tvö morð og íkveikju til að reyna að dylja verkn- aðinn. Verjandi hans bað um að þetta yrði látið heita manndráp vegna augnabliksœðis í reiðikasti. Sú staðreynd að maðurinn hafði framið fleira en eitt morð útilokaði „sérstakar ástœður" og þar með var leiðin opin til dauðadóms. Þann 15. desember skýrði verj- andinn frá því að Lucero vœri hald- inn andlegum truflunum eftir her- skyldu sína í Víetnam. Hann hafði fullnœgt þar þrefaldri skyldu sinni, sœrst alvarlega og verið sœmdur purpurahjartanu fyrir vikið. Hann hefði verið mjög andlega truflaður um það leyti sem hann framdi morð- in. Verjandinn fór fram á að dómur- inn yrði ekki þyngri en lífstíðarfang- elsi. Sœkjendur staðhœfðu að morðin hefðu verið framin að yfirlögðu ráði og að Lucero vitað nákvœmlega hvað hann var að gera þegar hann kveikti i húsinu til að reyna að dylja ódœðisverk sín. Lucero sýndi engin viðbrögð þegar réttarvörður las upp dauða- dóminn yfir honum. Hœstiréttur Kaliforníu tók síðar upp málið og taldi að verjendur Luceros hefðu mátt fá tœkifœri til að skýra mál sitt nánar, einkum hvað varðaði sálrœn áhrif bardaga í Víetnam og þau áhrif sem fangelsisdvöl gœti haft á Luc- ero. Nú tók það nœr fimm sólarhringa fyrir kviðdóm að komast að þeirri niðurstöðu að Lucero skyldi dœmast til dauða og öllum kröfum verjenda var vísað á bug. Það hve málið dróst á langinn hafði í fór með sér mikið álag fyrir aðstandendur telpnanna og eftir seinni dóminn, sagði faðir annarrar þeirra: — Ég er feginn að þessu er lokið. Dómsmál œttu ekki að ganga svona fyrir sig. Það á að ljúka þessu strax og í eitt skipti fyrir öll. 15. febrúar 1990 BREYTING Á REGLUGERÐUM Læknaþjónusta Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni. 0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu- tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni- falin er ritun lyfseðils. 500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag- vinnutíma og á helgidögum. Innifalin er ritun lyfseðils. 400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag- vinnutíma. 1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan dagvinnutíma. Greiðslur fyrir sérf ræðilæknishjálp og komur á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss. 900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamót- töku sjúkrahúss. 300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkra- húss. Greiðslur fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. 300 kr. - Fyrir hverja komu. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu aldrei greiða samanlagt hærri fjár- hæð en kr. 3000 á einu almanaksári fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á göngudeild, slysadeild, bráöamót- töku sjúkrahúss, rannsóknir og röntgengreiningu. Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum greiðsíum. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir. Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Lyfjakostnaður Greiðslur fyrir lyf. 550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista. 170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista. 750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. 230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja- skammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja- búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. SKYRINGARÁFRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA í LÆKNISHJÁLP O.FL. Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl- ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða bráöakomu eða komu skv. tímapöntun. Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu- tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinltnis sjálfur ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutfma. Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann- sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr.300fyrirhvort(kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Koma til sérfræðings Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkuiífeyrisþega) í hverri komu. Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr. 900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Koma á slysavarðstofu Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkuIífeyrisþega) vegna komunnar. Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Rannsóknir á rannsóknarstof u Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkul ífeyrisþegar kr. 100) fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar, sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar- beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn- ar, sem fram fór á sýnistökustað. Röntgengreining Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og örorkul ífeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e. frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi. Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en aö framan greinir, þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.