Tíminn - 17.02.1990, Page 11

Tíminn - 17.02.1990, Page 11
Laugardagur 17. febrúar 1990 HELGIN 11 SAKAMÁL mundi hann að foreldrar Teddy Eng- elmann sögðu að fangamark hennar hefði verið í skónum sem saknað var. Hann aðgœtti skóna betur og þá blasti það við honum. T.E.E. var skrifað með svörtu bleki í fóður skónna. Teddy Elizabeth Engelmann átti þessa skó. Þegar Lucero var sagt þetta þá neitaði hann að segja meira fyrr en hann fengi lögfrœðing á staðinn. Lucero var handtekinn fyrir íkveikju og vegna gruns um tvö morð. Hann leit á lögreglumennina, hristi höfuð- ið og tautaði eitthvað um að einhver vœri að koma á sig falsaðri sök. Meðan hann sat inni var fengin heimild til að leita heima hjá honum og lögreglan fór með tœknilið á staðinn. Safnað var miklu af sönnun- argöngum, m.a. var allt tekið sem blóð fannst á. Lucero var fœddur í Nýju Mexí- kó og hann hafði flutt til Lake Tahoe fyrir tíu árum þar sem hann starfaði við vélgœslu. Arið 1973 fluttu hjónin til San Marcos, skammt frá San Di- ego. Þar voru þau í sex ár og hann var við vélgœslu. — Eg botna ekkert í manninum, sagði vinnuveitandi hans. — Það getur líklega enginn nema hann skýrt það sem gerðist þetta kvöld. Hann er hœglátur maður sem virðist fara mjög einforum. Lögreglan trúði ekki sögu Luce- ros eitt andartak. Sú staðreynd að í húsinu fannst brotin gosdrykkja- flaska með blóðugum hárlokkum, kom alveg heim við tilgátu meina- frceðingsins um áverkann á höfði Teddy. Mál ákœruvaldsins virtist skothelt. Hvað ástœðuna varðaði kom ekk- ert fram. Hvorug telpan hafði verið kynferðislega áreitt. Talið var að þœr hefðu verið gabbaðar inn í húsið en goldið fyrir með lífi sinu að vera tregar til að koma. Síðbúinn dauðadómur Þaim 24. nóvember 1981 tók það kviðdóm í San Bernadino aðeins tvœr og hálfa klukkustund að kom- ast að þeirri niðurstöðu að Philip Lucero vœri sekur um tvö morð og íkveikju til að reyna að dylja verkn- aðinn. Verjandi hans bað um að þetta yrði látið heita manndráp vegna augnabliksœðis í reiðikasti. Sú staðreynd að maðurinn hafði framið fleira en eitt morð útilokaði „sérstakar ástœður“ og þar með var leiðin opin til dauðadóms. Þann 15. desember skýrði verj- andinn ffá því að Lucero vœri hald- inn andlegum truflunum eftir her- skýldu sína í Víetnam. Hann hafði fúllnœgt þar þrefaldri skyldu sinni, sœrst alvarlega og verið sœmdur purpurahjartanu fyrir vikið. Hann hefði verið mjög andlega truflaður um það leyti sem hann ffamdi morð- in. Veijandinn fór ffam á að dómur- inn yrði ekki þyngri en lífstíðarfang- elsi. Sœkjendur staðhœfðu að morðin hefðu verið ffamin að yfirlögðu ráði og að Lucero vitað nákvœmlega hvað hann var að gera þegar hann kveikti i húsinu til að reyna að dylja ódoeðisverk sín. Lucero sýndi engin viðbrögð þegar réttarvörður las upp dauða- dóminn yfir honum. Hœstiréttur Kalifomíu tók síðar upp málið og taldi að verjendur Luceros hefðu mátt fá tœkifœri til að skýra mál sitt nánar, einkum hvað varðaði sálrœn áhrif bardaga í Víetnam og þau áhrif sem fangelsisdvöl gœti haft á Luc- ero. Nú tók það nœr fímm sólarhringa fyrir kviðdóm að komast að þeirri niðurstöðu að Lucero skyldi dœmast til dauða og öllum kröfum veijenda var vísað á bug. Það hve málið dróst á langinn hafði í for með sér mikið álag fyrir aðstandendur telpnanna og eftir seinni dóminn, sagði faðir annarrar þeirra: — Ég er feginn að þessu er lokið. Dómsmál œttu ekki að ganga svona fyrir sig. Það á að ljúka þessu strax og í eitt skipti fyrir öll. I 15. febrúar 1990 BREYTING Á REGLUGERÐUM Læknaþjónusta Greiðslur hjá heimilisiækni og heilsugæslulækni. 0 kr. - Fyrir viötal á stofu læknis á dagvinnu- tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni- falin er ritun lyfseðils. 500 kr. - Fyrir viötal á stofu læknis utan dag- vinnutíma og á helgidögum. Innifalin er ritun lyfseðils. 400 kr. - Fyrir vitiun læknis til sjúklings á dag- vinnutíma. 1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan dagvinnutíma. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og komur á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss. 900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamót- töku sjúkrahúss. 300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkra- húss. Greiðslur fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. 300 kr. - Fyrir hverja komu. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu aldrei greiða samanlagt hærri fjár- hæð en kr. 3000 á einu almanaksári fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á göngudeild, slysadeild, bráðamót- töku sjúkrahúss, rannsóknir og röntgengreiningu. Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum greiðslum. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir. Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Lyíjakostnaður Greiðslur fyrir lyf. 550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista. 170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista. 750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. 230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja- skammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja- búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA í LÆKNISHJÁLP O.FL. Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl- ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun. Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu- tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma. Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann- sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkul ífeyrisþega) í hverri komu. Koma til sérfræðings Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr. 900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Koma á slysavarðstofu Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) vegna komunnar. Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Rannsóknir á rannsóknarstofu Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar, sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar- beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn- ar, sem fram fór á sýnistökustað. Röntgengreining Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingurkemur, þ.e. frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi. Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir, þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.