Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 12
frú Söru Hale Tískublöð eiga sér langa sögu, en hér verður sagt frá blaði sem naut mikillar hylli í Bandaríkjunum á síðustu öld og rítstjóra þess, sem var gagnmerk kona, frú Sarah Joseph Hale Tímaritið „Godey’s Lady’s Magazine“ undir stjóm kven- skörungsins Söm Joseph Hale var einrátt á sviði tísk- unnar í Banda- ríkjunum Þetta blað var Godey’s Lady’s Book og hefði varla orðið svo áhrifarikt sem raun varð á ef ekki hefði verið lítil samkeppni og mjög tryggir áskrifendur. En blaðinu var prýðilega tekið þegar frá byrjun, 1830, og það varð hrein véfrétt í Bandarikjunum hvað málefni tisk- unnar snerti allt fram til um 1870. Þá tóku ýmsir keppinautar að koma til sögunnar og þótt þeir hermdu eftir Godey’s hvað eftiistök varð- aði, þá juku þeir á fjölbreytnina og tóku mikinn fjölda áskrifenda frá eldra blaðinu. Á fyrstu árunum eftir 1830 hafði stofnandi blaðsins, Louis B. Godey, einbeitt sér að birtingu smásagna, ffamhaldssaga og ritgerða, sem flestar voru stolnar úr enskum tíma- ritum. En svona efni höfðaði til kvenna á þessum tíma, þótt það vœri (eða kannske af því að það var) afar rómantískt og mundi hálf broslegt í augum nútímamanna. Það átti enn lítið skylt við neins konar tísku, þótt Godey’s hefði birt fyrstu tískuteikninguna í júlí 1830, en henni fylgdu engar skýringar eða athugasemdir. Slíkar myndir héldu áfram að birtast á stangli nœstu árin og voru eins og flest annað efni tek- ið traustataki úr evrópskum blöð- um. Sarah Joseph Hale verðurritstjóri En í janúar 1837 varð Sarah Jos- eph Hale (1788 — 1879) ritstjóri blaðsins og senn tók það að bera merki skoðana hennar. Hún hafði það að leiðarljósi að gera blaðið sannamerískt og þótt fjölbreytni skyldi höfð að leiðarljósi þá yrði áhersla lögð á þœtti sem yrðu til að auka sjálfstœði og þroska kvenna. Frú Hale var afar athyglisverð kona og það eru hrein fádœmi hveiju hún fékk afrekað. Þegar hún varð ritstjóri var hún snauð ekkja með fimm böm á ffamfœri sínu og hafði enga sérstaka menntun að baki. Samt tókst henni að skapa sér glœstan feril á vettvangi blaða- mennsku og skapa sér sess í sög- unni og tímum þegar það var nœr ógjömingur fyrir konur að sjá sér farborða upp á eigin spýtur. Hún var eindregin kvenréttindakona og hvikaði hvergi í þeim málum, sem hún bar fyrir bijósti. Hún stofnaði hreyfingu sem barðist fyrir þvi að ,J>akkargjörðardagurinn“ svo- nefhdi yrði almennur ffídagur og átti mikinn þátt í stofhun Vassar — menntaskólans, sem var fyrsti menntaskólinn er œtlaður var kon- um. Þá vann hún af alefli að því að Bunker Hill minnismerkið yrði reist og Mount Vemon yrði gert að þjóðgarði. í leiðurum í blaði sínu ritaði hún einarðlega um réttinda- mál kvenna og barðist gegn marg- víslegu, félagslegu óréttlœti. Þetta tókst henni án þess að nokkur blett- ur félli á hana sem virðulega hefð- arfrú í skilningi Viktoríutímans. Það var vel af sér vikið. Nýtt tískublað Stuttu eftir að frú Hale gerðist ritstjóri Godey’s Lady’s Book tók hún að ráða innlenda teiknara til þess að endurgera erlendar tísku- teikningar. Árangurinn varð sá að Þannig áttu böm og fullorðnir að klœðast um jólin áríð 1862. J/ffH < 11 ! ’ !' I 1 ■ , Cf' SJ Krínólínan í að- löguðu formi kom á ný til sögunnar með endurvakn- ingu franska hirólrfsins hver mynd var var samsett úr fleiri en einni teikningu og stundum að hluta notaðar fyrirmyndir, sem vom nokkurra ára gamlar. Myndimar vom handmálaðar í lit og skyldu þœr kynna lesendunum hvað hœst bœri á sviði tískunnar. Sum vom þessi klœði svo íburðarmikil að hœpið er að margir lesenda hafi getað efnt saman í þau, sérstaklega ýmis samkvœmisfbt. Þá vom leið- beiningar óljósar um hvaða efni hentuðu til saumanna og þeir litir sem mœlt var með í leiðbeiningum samsvömðu ekki nœrri alltaf litn- um á teikningunum. En þrátt fyrir þessa ágalla fúllnœgðu myndimar draumum margra amerískra kvenna. Sé lesið á milli línanna verður vart við að tískumál vora ekki uppáhaldsefni ffú Hale. Hún segir lesendum sínum að fyrirspumum um þau efni beri að senda „ritstjóra tískuefhis“, en ekki til sín. En hún hafði verslunarvitið í lagi og vissi hve miklu tískan skipti konur. Þeg- ar ffá leið fór þetta efni líka að svara kröfum tímans betur. Blaðið birti nú einfaldaðar og ólitaðar myndir af því er nýjast var í Evr- ópu. Nú bar mest á ýmsum klœðn- aði til daglegra nota og greinagóðar skýringar fylgdu. Victoriustíll Síðustu ár fjórða tugar fyrri ald- ar mörkuðu endalok hins síðklass- iska rómantíska stíls. Victoria kom til ríkis í Englandi. Krýning þessar- ar viðkvœmnislegu unglingsstúlku setti ímyndunaraflið á hreyfmgu. Konur dýrkuðu hana og reyndu að herma eftir klœðaburði hennar og fylgdust með hveiju hennar skrefi. Sarah Joseph Hale réði fféttaritara handa Godey’s í London, ffú Lydiu H. Signourey, sem sendi skilmerki- legar og reglubundnar ffegnir af há- tigninni í London. En Victoria hafði verið alin upp í ströngum mótmœl- endaanda af þýskœttaðri móður sinni og því sniðgekk hún íburðar- mikinn og litskrúðugan klœðnað. Fór það því svo að senn hvarf allt skraut úr tískunni. Öll áhersla var lögð á einfaldleika og hófsemi, sem endurspeglaði kvenlegar dyggðir. Um 1840 féll pilsfaldurinn alveg niður að gólfi og huldi ökla og fœt- ur að fullu. Ermamar urðu svo þröngar að að þœr hömluðu vem- lega hreyfmgum handleggjanna. Strengd magabelti og þröngar treyj- ur fóra að tíðkast, svo útlínur kvenna minntu nú á gotneska boga. Hattamir vom þannig í laginu að horfa varð beint fram og því komið í veg fyrir ósiðlátlegar augnagotur. Vakning í París Þessi klœðaburður var við lýði allt til þess er þau Napóleon III og Eugenia keisaradrottning endur- reistu hið glœsilega, ffanska hirðlíf. Keisaraynjan var smekkvís og skartgjöm og hafnaði victoríönsku tískunni. Fredrick nokkur Worth, Englendingur, sem varð höfúndur ffönsku tískulínunnar árið 1858. út- vegaði Eugeníu og vinum hennar dýrðleg slá og kjóla úr úrvalssilki, sem allra handa bryddingar gerðu enn fegurri og við bœttust fjaðrir, blúndur og skrautblóm. Nú var hœtt að klœðast einu pilsinu yfir annað og farið að nota nýja gerð af krín- ólínum þess í stað. Fram á sjöunda áratug aldarinn- ar gátu fáar ameriskar konur leyfl sér að eignast fot effir ffönsku tíks- unni. Þótt Godey’s birti nokkrar myndir af því tagi, þá var þar um að rœða einfaldaðar gerðir, dregnar í New York eða Fíladelflu. Um 1865 fóm pilsin að verða þrengri. Nokk- um tíma leyfðist að draga pilsið ögn upp fyrir undirpilsið í því skyni að auðvelda gang og var þvi haldið uppi með sérstöku bandi. Við valdatöku Victoríu í Eng- landi féllu pilsin niður að gólfi og hattamir komu í veg fyrir ósiðlátlegar augnagotur. Nœrfatabylting Á bilinu 1837 — 1869 áttu margar breytingar sér stað á félags- legu, stjómmálalegu og menningar- legu sviði og margartœkninýjungar komu ffam. Þar á meðal var saum- vélin og sniðabœkumar. Þessar uppfmningar ýttu brátt undir fjölda- ffamleiðslu. Þótt póstpöntunarlistar kœmu til sögunnar seint á öldinni bauð Godey’s upp á póstpöntunar- fyrirgreiðslu einnig. Fyrir lága þóknun gátu lesendur tilgreint hvað þeir vildu fá og Godey’s reyndi að koma til móts vð óskir þeirra. Á þessum ámm tók nœrklœðn- aður að skipta miklu meira máli en fyrmrn. Fram til 1830 höfðu konur ekki verið í öðm en þunnum serk nœst sér, sem einnig gegndi hlut- verki náttkjóls. En smátt og smátt komu allra handa nœrfot ffam á sjónarsviðið, einföld í fyrstu en urðu smám saman margbrotnari. Eftir borgarastríðið tók amerískt þjóðfélag skjótum breytingum. Ný skipan var á öllum sviðum, tœkni og iðnvœðing þandist út og ffam kom ný stétt ríkisfólks og ný borg- armenning. Þar með fóm konur úr efnaðri manna stétt að gera meiri kröfur til tískublaðanna og kröfðust sömu gœða og sjá mátti í Evrópsk- um blöðum. Ný blöð komu fram, svo sem Peterson’s og Graham’s og þar með fór Godey’s að þykja sveitalegt og gamaldags. Því miður áttaði ffú Haie sig ekki á þessu, hún sem þó hafði barist fyrir menntun og réttindum kvenna. Hún skildi ekki að eftir borgarastríðið höfðu konur tekið að hugsa um útlit sitt og vellíðan i auknum mœli og áhuga- svið þeirra lágu nú víðar en áður. Godey hélt þó áffam að gefa blaðið út fyrir síminnkandi lesenda- hóp fram til 1877, en þá var blaðið selt. í desember það ár ritaði ffú Hale sinn siðasta leiðara, en hún stóð þá á nírœðu. Nýju eigendumir fluttu ritstjómina til New York. Þeir gáfú blaðið út ffam til aldamóta, en tókst aldrei að ávinna því þann ein- staka sess, sem það hafði notið með amerískum konum á tímabilinu 1830— 1860.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.