Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 20. febrúar 1990 Atvinnuleysi í janúar mældist 3,2%. Atvinnuástand var betra en spár gerðu ráð fyrir: Langminnst atvinnu- leysi á Vestfjörðum í janúarmánuði síðastliðnum voru skráðir rúmlega 85 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, 46 þúsund hjá konum en 39 þúsund hjá körlum. Þetta er aukning frá desembermánuði um 28 þúsund daga eða 49%. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði heldur meira hjá konum en körlum. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í janúar jafngildir því að 3900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en það svarar til 3,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá i'jóðhagsstofnunar. Hlutfallsleg skipting atvinnuleysis milli kynja var þannig: konur 4,2% en karlar 2,5%. Samkvæmt framangreindum niðurstöðum hefur atvinnuástand- ið á landinu verið betra þegar á heildina er litið en spár gerðu ráð fyrir en í þeim var talið að atvinnu- leysi gæti numið 4-4,5% af vinnu- afli í ársbyrjun. Eigi að síður voru skráðir atvinnuleysisdagar í jan- úarmánuði fleiri en skráðst hafa í sama mánuði á þessum áratug. Aðeins einu sinni, árið 1984 hafa atvinnuleysisdagar farið yfir 80 þúsund, en það ár hófst vertíð síðar en venja er m.a. vegna óvissu um veiðikvóta. Til samanburðar má geta þess að í janúarmánuði árið 1989 voru skráðir 64 þúsund atvinnuleysis- dagar, en meðaltal janúarmánaða síðastliðin fimm ár er 49 þúsund atvinnuleysisdagar. Atvinnuleysið er nokkuð mis- munandi milli landshluta. Mest er atvinnuleysið á Austurlandi eða 7,7% af vinnuafli. Á höfuðborgar- svæðinu er það 1,7%, á Vestur- landi 4,5%, á Norðurlandi vestra 5,5%, á Norðurlandi eystra 6,5% á Suðurlandi 4,9%, á Suðurnesjum 3,8%, en minnst er atvinnuleysið á Vestfjörðum eða 0,6%. Atvinnuástand virðist vera slæmt á Akranesi en þar voru 236 atvinnulausir í janúar þar af 195 konur. Á Akureyri voru 342 at- vinnulausir og 225 á Húsavík. At- vinnulausir í Reykjavík voru 800. Eins og áður segir er atvinnuleysi á Vestfjörðum hverfandi. Þar voru samtals 32 atvinnulausir en þar af voru 20 atvinnulausir á Þingeyri. Birgisdóttir „Ungfrú Norðurland“ Ásdís Birgisdóttir 18 ára Eyfirð- ingur var kjörin „Ungfrú Norður- land um helgina, og verður því fulltrúi Norðlendinga á keppni um titilinn Ungfrú ísland, sem fram fer á Hótel íslandi 16. apríl n.k. Sjö stúlkur tóku þátt í keppn- Myndbandamálið: Einn gengið að dómssátt Enginn aðili hefur verið ákærður í framhaldi af upptöku meintra ólöglegra myndbanda á myndbandaleigum í desember 1986 og janúar 1987. Hins vegar hefur einn aðili gengið að dóms- sátt í sakadómi Reykjavíkur í nóvember 1988, þar sem við- komandi samþykkti að greiða sekt og 95 myndbönd gerð upptæk. Þetta kom fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spum Guðna Ágústssonar um myndbandamálið svonefnda. Að kröfu dómsmálaráðherra var lögregla á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í Keflavík send inn á myndbanda- leigur þann 22. desember 1986 til að leggja hald á ólögleg myndbönd. Aðgerðunum var fram haldið þann 14. janúar 1987 og þá lagt hald á myndbönd á fimm myndbandaleig- um til viðbótar. í svari dómsmála- ráðherra kom fram að í Reykjavík var lagt hald á 9198 myndbönd, þar af var 1313 myndböndum skilað aftur eftir skoðun og því 7885 enn í vörslu lögreglu. f Kópavogi voru 1302 myndbönd gerð upptæk, þar af 164 skiiað aftur og því 1137 mynd- bönd í vörslu Iögreglu. í Hafnarfirði voru 2547 myndbönd gerð upptæk, 135 skilað aftur og því 2412 í vörslu lögreglu og í Keflavík var hald lagt á 1915 myndbönd. f fyrirspurn Guðna kemur fram að fyrningartími brota af þessu tagi sé tvö ár og því liðinn. Við þeirri spurningu hvort dómsmálaráðherra muni beita sér fyrir því að mynd- böndum verði skilað til eigenda í þeim tilvikum sem ekkert hefur verið aðhafst, svaraði ráðherra því til að ráðuneytið væri ekki formlegur aðili að þessum málum og muni því ekki hlutast til um hvort myndbönd- unum verði skilað aftur eða ekki. Hins vegar upplýsti hann að fyrir skömmu hafi ákæruvaldið tekið þá ákvörðun, að lokinni rannsókn í einu af myndbandamálunum, að ekki yrði krafist frekari aðgerða í því máli. Sagði ráðherra að líta megi svo á miðað við afgreiðsla þessa máls, að afgreiðsla annarra mála sem eru til meðferðar vegna brota á höfundarrétti verði afgreidd með sama hætti og myndböndum í hlut- aðeigandi málum verði skilað aftur. inni. Ásdís var jafnframt kjörin besta Fjóröi eldsvoðinn á Akureyri á skömmum tíma: íbúðarhús brann til kaldra kola Frá brunastað í gærmorgun. Tveggja hæða íbúðarhús með risi, jafnan kallað Gunnarshólmi, við, Lundargötu á Akureyri, gei;eyði- legðist í eldi í gærmorgun. Slökkvi- liðið var kvatt á staðinn um kl 05 og var húsið þá alelda. Gísli Lorenzson hjá Slökkviliðinu sagði að lítið hefði verið hægt að gera húsinu til bjargar, það rétt héngi uppi núna enda byggt úr timbri og bárujárni og einangrun m.a. úr grasi, hálmi og reiðingi. Slökkviliðið lauk störfum um kl 10:30 í gærmorgun en að sögn Gísla átti að hafa vakt við húsið fram eftir degi í gær. Eldsupptök eru ókunn. Húsið var mannlaust þegar eldur- inn kom upp. Þetta er fyrrverandi skátaheimili, sem verið var að gera upp sem íbúðarhús, en húsið var byggt 1894. Eigandinn, Egill H. Bragason, ritstjórnarfulltrúi á Degi, var við málningarvinnu í húsinu seint í fyrrakvöld, en hann bjó ekki í húsinu eftir að endurbætur þar hófust. Þess má geta að það er skammt stórra högg á milli því rétt fyrir áramót sprakk heitavatnsleiðsla í húsinu og flæddi um allan kjallara og gufa fór um allt hús. Þá bjó Egill í húsinu og varð fyrir tilfinnanlegu Tímamynd HÍA tjóni. Þetta er fjórði umtalsverði elds- voðinn á Akureyri frá því skömmu fyrir jól, en hinir voru í íbúðarhúsi í Alfabyggð, Krossanesverksmiðj- unni, fjölbýlishúsi við Smárahlíð og svo nú í Gunnarshólma. - HÍA ljósmyndafyrirsætan og keppend- ur kusu Lenu Rós Matthíasdóttur 18 ára Ólafsfirðing vinsælustu stúlkuna. Auk nafnbótarinnar fékk Ásdís vegleg verðlaun, svo sem sólar- landaferð, úr, skartgripi og fatnað, og allar stúlkurnar hlutu fyrirkenningu fyrir þátttökuna. Arrow Air millilendir á íslandi Bandaríska flugfélagið Arrow Air hefur fengið tímabundið leyfi samgönguráðherra til frakt- flutninga á flugleiðinni Evrópa- ísland- Bandaríkin. Samgöngu- ráðherra greindi frá þessari ákvörðun sinni í fyrirspumar- tíma á Alþingi. Arrow Air sem er í samvinnu við Pan Am, sótti um sérstaka tilnefn- ingu til bandarísku flugmálastjórn- arinnar til flugsins og sagði ráðherra að það lægi í hlutarins eðli á grund- velli gagnkvæmra loftferðasamninga ríkjanna að Arrow Air fái leyfi til fraktflutninga. Leyfið er veitt þar til skýrist með umsókn Arrow Áir til bandarísku flugmálástjórnarinnar. Samgönguráðherra sagði að auð- vitað vildi hann helst sjá íslensk flugfélög sinna þessari þjónustu og að því hlyti að verða stefnt, „en við megum ekki láta það útiloka eða koma í veg fyrir að útflytjendum á vörum standi sem flestir möguleikar til boða,“ sagði samgönguráðherra. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagðist í fyrirspurn- artímanum mundu grípa til ýmissa ráðstafana, ef hann hefði lögsögu á Keflavíkurflugvelli, sem gætu gert Keflavíkurflugvöll og ísland að miklu mikilvægari tengistöð og þjón- ustustöð fyrir íslensk og erlend flugfélög, en væri í dag. Hann sagði að vegna legu landsins þá væru möguleikar miklir og ljóst að stór evrópsk flugfélög og jafnvel alþjóð- leg flugfélög hafa talsverðan áhuga á því að nýta sér flugvöllinn. -ABÓ Lokið við 260þús. fermetra Samkvæmt yfirliti byggingarfull- trúans í Reykjavík var samtals lokið við tæplega 260 þúsund fer- metra húsnæði á síðastliðnu ári. Um þriðjungur þess rýmis, eða rúmlega 83 þúsund fermetrar, eru íbúðarhúsnæði. Af verslunar- og skrifstofuhúsnæði var lokið við um 64 þúsund fermetra. Af skólum, félagsheimilum og kirkjum og þess háttar var lokið við um 40 þúsund fermetra, af iðnaðar- og verslunar- húsnæði var lokið við 43 þúsund fermetra og af bílskúrum geymsl- um og þess háttar húsnæði var lokið við um 30 þúsund fermetra. í smíðum í Reykjavík um ára- mót voru alls 1118 íbúðir og þar af voru 478 fokheldar og meira. Hafin var bygging á 779 íbúðum á síðasta ári. Lokið var við 16 færri íbúðir á árinu 1989 en árið á undan. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.