Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 20. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT STOKKHÓLMUR - For- seti sænska þingsins fór fram á þaö við Ingvar Carlson for- sætisráðherra að reyna mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Carlson hefur neitað að boða til þing- kosninga til að leysa stjórnar- kreppuna í Svíþjóð. TOKYO — Toshili Kaifu for- sætisráðherra Japan hét því að nýta sér kosningasigur síns til að ganga til móts við kröfur kjósenda og leiðtoga annarra ríkja um að bætagæði daglegs lífs í Japan. Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn hélt velli í kosningunum þrátt fyrir að sós- íalistar hafi aukið mjög fylgi sitt. BEIRÚT — Leiðtogar stríð- andi fylkinga kristinna manna í Beirút náðu samkomulagi um að binda endi á hin blóðugu átök sem staðið hafa í 19 daga og kostað 630 manns lífið. Chaker Abu Sleiman einn þriggja manna í sáttanefnd þeirri er fékk Michel Aoun og Samir Geagea skýrði frá þessu í Rödd Líbanon, útvarpsstöð kristinna manna. SIDON - Sex ísraelskar herþotur gerðu loftárás á tvær stöovar Palestínumanna í Suður-Líbanon. Ekki er vitað um mannfall. BONN — Vesturþýska ríkis- stjórnin lýsti því yfir að engir NATO hermrenn yrðu staðsett- ir á því landssvæði sem nú er Austur-Þýskaland þó samein- að Þýskaland yrði innan vé- banda NATO. AÞENA — Grískur dómari dæmdi fyrrum ráðherra í stjórn sósíalista í gæsluvarðhald, en ráðherrann mun verða kallaður fyrir rétt sakaður um spillingu. BAGHDAD — Saddam Hussein forseti írak fordæmdi flotaviðbúnað Bandaríkja- manna á Persaflóa og sagði að Arabaríkin ættu að vera á varðbergi gagnvart Banda- ríkjamönnum. Það er mjög sjaldgæft að Hussein fordæmi Bandaríkjamenn. MOSKVA — Háttsettur rit- stióri Prövdu sagði í grein sinni aó hugsanlega gæti annar flokkur en kommúnistaflokkur- inn gæti unnið sigur í kosning- um og með stjórn mála í Sov- étríkjunum. Það myndi þýða breytingar á félagslegu kerfi Sovétríkjanna. llinilllllll ÚTLÖND llllllflflflflflflflflflflflflflfllfllllllllllflflflflflflflfllflflflflflflflllllllllllflflflflflfllflflfllflfllllllllllllllllllllllflflflflflflflflfllflflflflllllllll^ lon lliescu forseti hótar andófsmönnum hörðum refsingum: Ion Iliescu forseti Rúmeníu hét því að ríkisstjórnin myndi refsa harðlega hverjum þeim sem reyndi að endurtaka atburði heigarinnar þegar fjöldi stuðningsmanna stjórnar- andstöðunnar hertóku höfuðstöðvar ríkisstjórnarinnar í Búkarest. Mannfjöldinn réðst að byggingunni, braut upp dyr og glugga, brenndu bækur og flögg og gerðu aðsúg að Gelu Voican varaforsætisráðherra. -Við munum grípa til lagalegra aðgerða sem þarf svo að þeir sem brjóta lögin munu hljóta harða refs- ingu því þeir eru að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar, sagði Iliescu um atburðina á sunnudag. Iliescu hvatti þúsundir náma- verkamanna frá Mið-Rúmeníu sem lagt höfðu niður vinnu og haldið til Búkarest til að sýna stuðning sinn við ríkisstjórnina, að hverfa heim á ný. -Við þurfum ekki námaverka- menn eða annað fólk. Það er ekki nauðsynlegt. Við viljum frið, ekki öngþveiti, sagði Iliescu í sjónvarps- ávarpi. Iliescu sagði að fólkið sem réðst á höfuðstöðvar ríkisstjórnarinnar hefði verið drifið áfram af ótta hins liðna sem legið hefði eins og mara yfir Rúmenum í valdatíð Ceausescu og skildi eftir grunnsemdir og hatur í hjörtum sumra Rúmena. lliescu hélt sjónvarp sitt eftir neyðarfund stjórnarráðsins sem samanstendur af tuttugu og einum fulltrúa allra stjórnmálaflokka í Rúmeníu og stjórna á fram að kosningum 20.maí. Einangrun Suður-Afríku meðal Afríkuríkja að minnka: De Klerk á leið- togafund í Zaire F.W. de Klerk forseti Suður-Afr- íku mun taka þátt í leiðtogafundi Afríkuríkja sem haldinn verður í Zaire á laugardaginn. Hingað til hefur forsetum Suður-Afríku verið haldið frá slíkum fundum, en nú virðist sem Afríkuríki hafi breytt afstöðu sinni í kjölfar þess að Nelson Mandela leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins var sleppt og starfsemi ráðs- ins leyfð í Suður-Afríku. -Það hefur verið staðfest að forseti ríkisins F.W.de Klerk mun halda í eins dags heimsókn til Zaire til þess að ávarpa leiðtogafund nokkurra leiðtoga Afríkuríkja, sagði talsmað- ur forsetans í sérstakri yfirlýsingu. Talsmaður suðurafrísku ríkis- stjórnarinnar sagði ekki Ijóst hverjir Afríkuleiðtogarnir yrðu, en sagði að fundurinn yrði að líkindum haldinn í bænum Goma í norðurhluta Zaire. Mun Mobutu Sese Seko forseti Zaire leiða fundinn. Líkur eru taldar á að á leiðtoga- fundinum verði meðal annars rætt um borgarastyrjöldina í Angóla, en Mobutu hefur undanfarin misseri lagt sig í líma við að koma þar á vopnahléi. Það mun örugglega verða rætt um sjálfstæði Namibíu, en land- ið fær sjálfstæði 21.mars. Þess má geta Að F.W. de Klerk hefur nú þegar hitt að máli þá Kenneth Kaunda forseta Zambíu, Joaquim Chissano forseta Mósamb- ík og Felix Houphouet-Boigny for- seta Fílabeinsstrandarinnar frá því hann tók við embætti forseta. Ekki eru allir ánægðir með bráðabirgðastjórnina í Rúmeníu. Hér má sjá stjórnarandstæðinga mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar ríkisstjórnarinnar, en á sunnudag réðust stjórnarandstæðingar inn í höfuðstöðvarnar og gerðu aðsúg að Gelu Voican varaforsætisráðherra. Viðræður varnarmálaráðherra Filipseyja og Bandaríkjanna í Manila vekja ólg: Kylfurnar á loft við heimsókn Dick Cheney Lögreglan í Manila var með kylf- urnar á lofti þegar Dick Cheney varnarmálaherra Bandaríkjanna kom til Filipseyja til að ræða við Fidel Ramos varnarmálaráðherra Filipseyja um framtíð bandarískra herstöðva á eyjunum. Kylfunum var þó ekki beint að Cheney sem hét Filipseyingum áframhaldandi efna- hagsaðstoð, heldur fengu hundruð vinstrisinnaðra mótmælenda sem umkringdu sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni að kenna á þeim. Táragasi var beitt til að dreifa mannfjöldanum við sendiráðið og við Clark gerflugvöllinn 70 km norð- ur af Manila slösuðust að minnsta kosti þrjátíu manns alvarlega þegar óeirðalögreglan gekk í skrokk á mótmælendum. Þar tók mannfjöld- inn á móti með grjótkasti. Eins og áður sagði hét Cheney Filipseyingum áframhaldandi efna- hagsaðstoð og hvatti stjórnvöld á Filipseyjum til þess að láta af þeim stjórnmálalegu væringjum sem þau hafa átt við Bandaríkjamenn út af herstöðvunum. Bandaríkjamenn hafa tvær stórar herstöðvar á Filipseyjum, auk fjög- Nepal: Lýðræðissinnar felldir í Nepal Upp úr sauð í Nepal*um helgina þegar lýðræðissinnar boðuðu til alls- herjarverkfall til að knýja á um að fjölflokkakerfi verði tekið upp í landinu. Birenda konungur hefur heitið að brjóta andófið á bak aftur og hafa að minnsta kosti átta manns fallið í átökum mótmælcnda og lög- reglu. Átökin hófust á sunnudaginn og félluþá þrír menn í bænum Chitaw- an. I gær héldu átökin áfram og felldi lögregla þá fimm manns í bænum Bhaktapur, sem liggur í Kathmandudalnum. Þar eru komm- únistar með mikið fylgi. Hófust átök lögreglu og mannfjöldans í morgun- sárið og stóðu allan daginn. Birendra konungur Nepal og ríkisstjórn hans segja að öfgasinnar leiði mótmælin og árásir mannfjöld- ans á lögreglustöðvar og aðsetur bæjarstjórna. Hefur konungurinn heitið að brjóta andófið á bak aftur, en hann hefur alræðisvald í Nepal þó að þar sé kjörið þjóðþing sem undir- býr lagasetningar sem lagðar eru undir konung. Stjórnmálaflokkar eru bannaðir í Nepal og hafa verið síðan árið 1960. Þá hafði fjölflokkakerfi verið við lýði í tvö ár, þó ekki hefði þjóðþingið mikil völd. Það er einmitt samfylking ýmissa stjómmálaflokka sem starfa í trássi við bannið sem standa að andófinu. Þar á meðal er Kongessflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn. Fimm þjóðþingfulltrúar þeirra voru á með- al 500 manns sem handteknir voru á sunnudaginn vegna andófsins. urra smærri. Clark herflugvöllurinn og flotastöðin í Subicflóa leika lykil- hlutverki í hernaðarkerfi Banda- ríkjamanna á þessum slóðum. En fyrir þessa aðstöðu hafa Bandarfkja- menn þurft að greiða gífurlega fúlg- ur í efnahagsaðstoð. Hafa Filipsey- ingar farið fram á enn hærri fjárfram- lög frá Bandaríkjunum, ella verði herstöðvunum lokað. Það hafa Bandaríkjamenn ekki fallist á og ákvað Corazon Aquino forseti Fil- ipseyja að taka ekki á móti Cheney að þessu sinni, enda hefur Banda- ríkjaþing skorið efnahagsaðstoð við Filipseyjar vegna herstöðvanna nið- ur um 96 milljónir dollara á árinu 1990. Eftir standa þó 395 milljónir dollara. Herstöðvasamningur Bandaríkja- manna við Filipseyinga rennur út árið 1991. Viðræður um nýjan samn- ing áttu að hefjast í aprílmánuði, en Filipseyingar hafa frestað þeim við- ræðum vegna niðurskurðarins. Öryggissveitir voru í viðbragðs- stöðu við herstöðvar Bandaríkja- manna á Filipseyjum vegna heim- sóknarinnar þar sem skæruliðar kommúnista höfðu hótað að drepa Bandaríkjamenn á meðan heim- sókninni stendur. Þegar Dan Quayle varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Filipseyjar í september voru tveir Bandaríkjamenn myrtir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.