Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. febrúar 1990 Tíminn 13 Um heimsendingu iyfja Yfirlýsing frá Apótekara- félagi íslands Vegna auglýsingaherferðar Laugavegsapóteks á heimsendingu lyfja, vill Apótekarafélag íslands taka eftirfarandi fram: Lyfsalar á Reykjavíkursvæðinu hafa um árabil sent lyf heim til sjúklinga í hverfum sínum þegar þörf hefur verið á. Þessi þjónusta hefur þó aldrei verið auglýst, enda samræmast slíkar auglýsingar ekki íslenskum lyfjalögum. Þá telur Apótekarafé- lagið að með afgreiðslumáta Laugavegsapóteks sé verið að brjóta reglur um meðferð lyfja og skapa hættu á mistökum. Virðingarfyllst, Stjórn Apótekarafélags íslands. FJORÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ein staða sérfræðings í lyflækningum við Lyf- læknisdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1990 til allt að eins árs. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir í síma 96-22100. Ein staða sérfræðings í bæklunarlækningum við Bæklunardeild FjórðungssjúkrahússinsáAkur- eyri er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. maí 1990 til allt að eins árs. Nánari upplýsingar veitir Halldór Baldursson yfir- læknir í síma 96-22100. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, fyrir 7. apríl 1990. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Félag járniðnaðar- manna AÐALFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar 1990 kl. 20.00 í Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstof- unni milli kl. 16.00 og 19.00, fimmtudaginn 22, og föstudaginn 23. febrúar 1990. Mætið stundvíslega. Stjórnin j|j ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við jarðvinnu, sökkla og botnplötu á III. áfanga við Grandaskóla. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. mars 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Bill billinn getur rétt staðsettur - / A\ VIÐVÖRUNAR // \\ ÞRlHYRNINGUR / / «V\ skipt ollu mali //'cJAV' Biluðum bílum ^ 't á að koma út fyrir vegarbrún! mÍUMFEROAR ( ) Wrao rrr-' UK'"" Rick Meisel heitir ungur maður sem hefur fetað í fótspor Houdinis og hefur atvinnu af að koma sjálfum sér úr hinum fáránlegustu klípum. Eitt helsta afrek hans er að á hann eru sett hand- og fóta- járn og honum síðan troðið inn í sjálfvirka þvottavél. Vélin er sett af stað, með sápu og tilheyrandi, og eftir smástund brölt- ir Rick út úr þvottavélinni, rennandi blautur og hálfdrukknað- ur. Eins fallegt að þetta var ekki ein af þeim vélum sem ekki er hægt að opna fyrr en mínútu eftir að þær klára að vinda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.