Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 20. febrúar 1990 ÍÞRÓTTIR IS stúlkur á toppinn Úrslitakeppni 4 liða í blaki er nú hafin. 6 leikir fóru fram í Hagaskóla um síðustu helgi. Óvæntustu úrslitin voru sigur ÍS kvenna á nýkrýndum deildarmeisturum UBK, en IS lenti í 4 sæti í deildinni. Einnig má segja að sigur Þróttara á KA hafi verið óvæntur, þótt Þróttur hafi unnið þá helgina áður 3:0. ÍS nálægt eggi gegn UBK Á föstudagskvöldið fóru fram 2 leikir. ÍS sigraði HK í karlaflokki 3:1 13/15, 15/8, 16/14 og 15/5. Þessi leikur var fjörugur og oft skemmti- legur. Fyrsta hrina var jöfn, en þó var HK ávallt feti á undan. f þriðju hrinu komst HK í 13/8 en með mikilli baráttu tókst fS að jafna og vinna hrinuna. Eftirleikurinn var síðan auðveldur ÍS mönnum. HK olli nokkrum vonbrigðum í þessum leik. Eftir góðan stíganda í undan- förnum leikjum náðu þeir ekki að fylgja því almennilega eftir. Stúdent- ar náðu sér ekki almennilega á strik, en sýndu það í þessum leik að þeir eru bestir þegar útlitið er sem dekkst. Baráttuhundar sem aldrei gefast upp, en þessi eiginleiki hefur fært þeim margan sigurinn í vetur. Vignir Hlöðversson var traustastur HK manna sem oft áður, en einnig átti Stefán Þ. Sigurðsson góðan leik. Bjarni Þórhallsson átti góðan leik hj á stúdentum, svo og Kári Kárason. Á eftir léku ÍS og UBK í kvenna- flokki. ÍS sigraði 3:2 10/15, 13/15, 15/10, 15/2 og 15/11. Þessi leikur skiptist í tvo hluta. í þeim fyrri hafði UBK undirtökin, en dæmið snérist síðan við í þeim síðari. UBK sýndi góða kafla í fyrstu hrinu og virtust þær eiga von á náðugum degi. önnur hrina var mjög jöfn og jafnt á flestum tölum. UBKvar síðan sterk- ari á lokasprettinum. í þriðju hrinu fór ÍS að sýna klærnar. Mikil barátta einkenndi liðið og greinilegt að það átti að selja sig dýrt. Þær náðu öllu uppúr gólfinu og börðu ekki fast, en stýrðu vel framhjá hávörn UBK. Þessi mikla mótstaða fór í skapið á Breiðabliksstúlkum og náðu þær sér aldrei á strik. Lið með þeirra reynslu á ekki að fara á taugum þótt eitthvað bjáti á. Fjórða hrinan var síðan algert burst. ÍS komst í 14/0 og vantaði aðeins herslumuninn að ná eggi (15/0 á máli blakmanna). UBK náði síðan aðeins að laiga stöðu sína. í fimmtu hrinu náði 6 síðan strax forustunni og hélt henni. ÍS liðið lék mjög vel í þessum leik. í fyrstu hrinu var sjálfstraustið ekki sem best, en um leið og það kom var ekki aftur snúið. Eins og áður sagði er ekki mikið um fasta skelli, en þær eru útsjónarsamar og nýttu sér það vel. Greinilegt er að þjálfarinn Zhao Sanwen er að gera góða hluti með liðið, sem vex með hverjum leik. Uppspilari þeirra, Bergrós Guð- mundsdóttir, átti mjög góðan leik, svo og Ingibjörg Arnarsdóttir, en annars átti ÍS liðið allt góðan dag. Um Breiðabliksliðið er fátt hægt að segja. Þær vanmátu greinilega ÍS liðið og fengu að gjalda fyrir það. Kristín Eysteinsdóttir stóð sig mjög vel og Þórunn Guðmundsdóttir stóð fyrir sínu, en aðrar þoldu ekki álagið. Þróttur haföi KA Á laugardaginn fóru fram tveir leikir. Þróttur Reykjavík vann KA í karlaflokki 3:2 12/15, 15/13, 15/7, 15/17 og 15/13. Þetta var hörku leikur, mjög spennandi, eins og tölurnar gefa til kynna, og skemmti- legur. í fyrstu hrinu komst Þróttur í 13/11 en KA náði að jafna. Þeir komust þó ekki lengra og Þróttarar jöfnuðu leikinn 1:1. í fjórðu hrinu var jafnt, einnig 11/11. KA komst síðan í 14/12, en Þróttur náði að jafna og komast í 15/14. Næsta uppgjöf mistókst hjá Þrótti og reynd- ist það þeim dýrkeypt, því KA menn héldu uppgjafarréttinum og sigruðu 17/15. Þá var komið að 5. hrinu. Þegar skipt var um leikvöll leiddi Þróttur 8/5 og komst í 9/5, en KA jafnaði og komst yfir 12/11 og 13/12. Eftir það fengu þeir ekki stig og Þróttur sigraði hrinuna og leikinn þar með 3:2. KA menn komu mun ákveðnari til þessa leiks en þess næsta á undan, sem þeir töpuðu 3:0. Þróttur náði að sýna ágætisleik gegn KA að þessu sinni. Helst var það Einar Þór Ásgeirsson sem hamraði á KA menn, en einnig stóð sig vel Örn Arnarsson sem hóf að leika með Þrótti í haust, en lék áður með HSK. KA menn voru ekki sannfær- andi í þessum leik, þótt ekki hafi munað miklu að þeir hefðu sigur í þessum leik. Stefán Jóhannesson lék ekki með og hafa þeir ekki leikmann sem getur fyllt hans skarð. Stefán Magnússon átti ágætan leik og skellti oft vel í gólf Þróttara. Haukur Valtýsson lék einnig vel. Víkingur vann síðan KA 3:0 15/4, 15/2 og 15/13. Þessi leikur var daufur og KÁ stúlkur langt frá sínu besta. Fyrstu tvær hrinurnar voru einstefna Víkings og komust þær í 12/6 í þeirri þriðju. Jóna Lind Sævarsdóttir var sterkust Víkingsstúlkna en Særún Jóhannsdóttir KA megin. ÍS ekki í vandræðum með KA Á sunnudaginn fóru síðan fram tveir leikir. ÍS vann KA í karlaflokki 3:1 15/10, 15/10, 8/15 og 15/12. Fyrstu tvær hrinurnar voru frekar auðveldar fyrir ÍS. f þeirri þriðju náði KA aðeins að stríða þeim, en sú síðasta var frekar örugg eign ÍS manna. ÍS komst í 9/1 en KA náði að jafna 9/9. Aftur náði ÍS forystu 13/10, 14/12 og loks síðasta stiginu. KA menn voru mun auðveldari fórnarlömb stúdenta í þessum leik en þegar fS náði að tryggja sér deildarmeistaratitilinn á Ákureyri í síðustu innbyrðis viðureign þessara liða. ÍS menn voru með sterkar sóknir, en vörn þeirra, jafnt há sem lág, var ekki sannfærandi. Fóru ótrúlegustu boltar í gegnum hendur þeirra, eða þá að þeir blokkuðu út af vellinum. KA menn söknuðu enn Stefáns Jóhannessonar og voru ekki sannfærandi. Þeir náðu sér þó oft vel á strik, en áttu greinilega við ofjarla sína að etja í þessum leik. Hjá fS lék Arngrímur Þorgrímsson vel í þess- um leik, en mætti þó einbeita sér betur að leiknum en dómurunum. Sigurður Þráinsson lék einnig vel og áttu KA menn í stökustu vandræð- um með hratt samspil þessara tveggja. Hafsteinn Jakobsson lék best KA manna, en hann var ótrú- lega seigur að koma boltanum í blokk ÍS manna og þaðan í þeirra eigið gólf eða út. Sigurður A. Ólafs- son átti góða spretti framan af leikn- um, en átti í erfiðleikum er líða tók á leikinn. Vonir KA manna um að ná að halda íslandsmeistaratitlinum minnkuðu til muna eftir þessi úrslit. Ekki er nóg fyrir þá að sigra alla leiki sem eftir eru, heldur verða og önnur úrslit einnig að verða þeim í hag. ÍS hefur unnið báða sína leiki, en önnur umferðin klárast á miðviku- daginn, en þá leika Þróttur og HK. IS vann KA í kvennaflokki 3:2 10/15, 15/12, 11/15, 15/13 og 15/10. Þarna héldu fS stúlkur áfram þeirri baráttu sem þær hófu á föstudaginn. Fyrsta hrinan var eign KA, en í þeirri næstu komst KA í 11/9. ÍS náðu sér síðan aftur á strik og sigruðu 15/12. í þeirri fjórðu náði ÍS forystu 12/5. KA náði að minnka muninn í 14/13, en lengra komust þær ekki og ÍS sigraði 15/13. í fimmtu hrinu hafði ÍS betur 8/3. KA minnkaði muninn í 10/8, en stúdent- ar sigu framúr, sigruðu 15/10 og leikinn 3:2. ÍS stúlkur áttu mjög góðan leik, sem og KA. Eins og gegn UBK var ekki mikið um fasta skelli, en þær stýrðu vel framhjá hávörn KÁ. Katrín Pálsdóttir var best í liði ÍS. Hún náði að koma boltanum í gólf KA kvenna oft úr mjög erfiðri stöðu. Ursula June- mann átti einnig góðan leik og fékk nóg að gera í lok leiksins. Allt annað var að sjá til KA stúlkna í þessum leik en daginn áður. Baráttan var allsráðandi og oft sáust hörku skellir hjá þeim. KA liðið vantar meiri stöðugleika til að ná árangri, en liðið hefur sýnt miklar framfarir í vetur. Stúlkur, sem þóttu efnilegar hér á árum áður en stöðnuðu síðan, hafa öðlast trú á sig aftur og þær yngri hafa tekið stórstígum framförum. Karítas Jónsdóttir átti stórgóðan leik og réð hávörn ÍS ekkert við hana. Særún Jóhannsdóttir átti einn- ig góðan leik, en hún stjórnar liðinu eins og herforingi. Mikill fengur var hjá KA liðinu að fá hana til liðs við sig. Þá stóð sig einnig vel Birgitta Guðjónsdóttir. Ef KA liðið nær að sýna bá baráttu, sem þær sýndu á móti IS, eiga þær eftir að vera erfiðir andstæðingar í úrslitakeppninni. Staðan að loknum þessum leikjum er þá þessi: í karlaflokki: ÍS 2 2 0 6-2 4 ÞrótturR 1 1 0 3-2 2 HK 1 0 1 1-3 0 KA 2 0 2 3-6 0 í kvennaflokki: ÍS 2 2 0 6-4 4 Víkingur 1 1 0 3-0 2 UBK 1 0 1 2-3 0 KA 2 0 2 2-6 0 BL Kúluvarp: Pétur bætir sig stöðugt Pétur Guðmundsson kúluvarpari úr HSK kastaði 19,51 m og bætti fyrrí árangur sinn um 12 sm á innanfélagsmóti ÍR, sem haldið var í Reiðhöllinni í Víðidal á laugardag. Pétur verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu £ frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið verð- ur í Glasgow í mars byrjun. BL Sund: Heimsmet bætt í Sundhöllinni Geir Sverrísson sundmaður úr Sundfélaginu Suðumesi, bætti eigið heimsmet í 200 m bringusundi fatl- aðra á sundmóti Ármanns í Sund- höllinni í Reykjavík um helgina. Geir fékk tímann 2:48,34 mín. og varð í 7. sæti af 17 keppendum á mótinu. BL Enska knattspyrnan: Lou Macari hættur hjá West Ham Lou Macarí framkvæmdastjóri enska 2. deildarliðsins West Ham United hefur sagt starfi sínu lausu. Ástæðan mun vera sú að hann var nýlega dæmdur til að greiða sekt vegna aðildar hans að veðmála- hneyksli er hann var framkvæmda- stjóri Swindon fyrir2 árum. Swindon tapaði þá 5-0 fyrir Newcastle í 4. umferð bikarkeppninnar og þóttu þau úrslit ekki fullkomlega heiðar- lega fengin. Þessi málalok urðu til þess að hann sagði af sér sem stjóri West Ham. Knattspyrna: Piontek tekur við liði Tyrkja Sepp Piontek skrífaði í gær undir 4 ára samning við tyrkneska knatt- spymusainbandið og mun hann verða næsti þjálfari landsliðs þeirra og tæknilegur ráðgjafi fyrir öll tyrk- nesku landsliðin. Piontek, sem er V-Þjóðverji, hef- ur þjálfað danska landsliðið undan- farin 11 ár með ágætum árangri, en danska liðinu tókst þó ekki að kom- ast f úrslitakeppni HM frekar en tyrkneska liðinu. Piontek mun fá um 11 milljónir ísl. kr. í laun á ári. BL Viðar Þorkelsson Fram og Bjami Jónsson KA kljást um knöttinn í leika Reykjavíkur og Landsins á sunnudag, en Ieiknum lauk með 3-0 sigri Landsins. Mörk Landsins gerðu þeir Hörður Magnússon 2 og Kjartan Einarsson. Tímamynd Pjctur. Vinningstölur laugardaginn 17. feb. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.284.217 2. 8 55.679 3. 4af 5 173 4.441 4. 3af 5 5.671 316 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.574.195 kr. *Érii UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.