Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.02.1990, Blaðsíða 16
 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 i VaMngaMMð Múlakaffi ALLTAF í LEIÐINNI 37737 38737 ríniinn ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 Hlutafjáraukning Sýnar hf. sem ætlar út f sjónvarpsrekstur í haust: Fjórir stórir með meirihluta Um helgina var gengið frá hlutafjáraukningu í Sýn hf. semjiú undirbýr stofnun sjónvarpsstöðvar sem fyrirhugað er að hefji útsendingar í haust. Hlutafé Sýnar var fyrir helgina 7 milljónir króna en verður nú 184 milljónir króna og er meirihluti þess þegar seldur. Nítján aðilar eru nú hluthafar í Sýn en um helgina bættust fjórir nýir hluthafar í hópinn sem jafnframt eru stærstu hluthafar: Bíóhöllin sem er í eigu Árna Samúelssonar, Frjáls fjölmiðlun sem gefur út DV, Vífilfell og Þorgeir Baldursson forstjóri prentsmiðjunnar Odda. Ný stjórn Sýnar hefur verið skipuð. Formaður er Jónas Krist- jánsson ritstjóri DV og varafor- maður er Árni Samúelsson í Bí- óhöllinni. Aðrir í stjórninni eru Halldór Guðmundsson í Hvíta húsinu, Forgeir Baldursson í Odda og Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri Frjálsrar fjöl- miðlunar. Jónas Kristjánsson stjórnarfor- maður sagði í samtali við Tímann að nýju aðilarnir fjórir ættu svip- aðan hlut í fyrirtækinu og enginn einn aðili væri áberandi stærsti hluthafinn. Sýn mun ráðgera að reka afþre- yingarsjónvarp fyrir höfuðborgar- svæðið. í upphafi áttu einungis að vera útsendingar um helgar en nú er ekki útilokað að útsendingar verði á fleiri vikudögum að sögn Jónasar. Aðspurður sagði hann að ekki væri búið að ganga frá hvernig aðgangi að útsendingum stöðvarinnar yrði háttað en margir möguleikar væru í því sambandi. Jónas staðfesti að Árni Sam- úelsson forstjóri Bíóhallarinnar hefði nýlega sótt kaupstefnu þar sem verslað er með sjónvarpsefni. Þegar Jónas var spurður að því hvort samkeppnin væri þar með hafin við hinar stöðvarnar svaraði hann því þannig að Sýn hefði þegar gert ráðstafanir til að fá efni en vildi ekki gefa upp um hvaða viðskiptaaðila væri að ræða. Sýn hf. fékk leyfi samgönguráð- herra til útsendinga á rás 6 á metrabyljusviði í september sl. Skilyrði fyrir leyfisveitingunni voru þau að samningar takist milli Sýnar og Ríkisútvarpsins um nauðsynlegar breytingar á dreifi- kerfi sjónvarps á suð-vesturhorn- inu. Meðal annars var rætt um setja þurfi upp nýjan sendi á Kjalarnesi sem þjónar Mosfelling- um, auk þess þurfi að setja nýjar greiður á loftnet 400-500 húsa í Mosfellsbæ. Gústav Arnar yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma sagði í samtali við Tímann að unnið hefði verið að því að athuga þessi mál en endanleg niðurstaða varðandi hvaða ráðstafanir þyrfti að gera lægi ekki fyrir, þó væri Ijóst að kostnaðurinn væri nokkr- ar milljónir. Gústav sagði einnig að ekki væri ljóst hvort fyrrnefnd- ar breytingar væru nægjanlegar. SSH BANASLYSI GJERM0RGUN Þrítugur maður lést í vinnuslysi í gærmorgun. Slysið átti sér stað á byggingarsvæði Hagvirkis í Kol- beinsstaðamýri á Seltjarnarnesi. Atburðurinn gerðist þegar valtari, sem koma átti upp á vagn og flytja burt af vinnusvæðinu, steyptist niður af vagninum og hafnaði á hvolfi. Maðurinn sem lést var í stýrishúsi valtarans. Hann lætur eftir sig eiginkonu og barn. - ÁG Mál Steingríms Njálssonar: Hæstiréttur úrskurðará næstu dögum Á laugardaginn úrskurðaði saka- dómari Steingrím Njálsson í gæslu- varðhaid til 4. apríl næstkomandi. Steingrímur kærði úrskurðinn um- svifalaust til Hæstaréttar og mun málið væntanlega verða tekið fyrir í þessari viku. Sem kunnugt er var Steingrímur handtekinn sl. fimmtudag eftir að hafa farið með sjö ára dreng inn á heimili sitt og afklætt hann úr yfir- höfn og buxum. Komið hefur fram að rannsókn í máli Steingríms Njálssonar beinist meðal annars að því að athuga hvort að fleiri atburðir af þessu tagi hafi átt sér stað frá því að Steingrímur lauk hælisvist í Noregi í apríl sl. SSH Samkomulag tókst ekki í Verðlagsráði sjávarútvegsins á laugardag: Fiskverðsdeilan hjá yf irnefndinni Fulltrúar kaupenda í Verðlagsráði sjávarútvegsins vísuðu ákvörðun um almennt fiskverð til yfirnefndar á laugardag, þar sem samkomulag náðist ekki í ráðinu. Tveir fundir hafa verið haldnir í yfirnefnd, sá fyrri á sunnudagskvöld og sá síðari í gærkvöldi. Niðurstaða hefur ekki fengist. Yfirnefndin hefur sent forsætis- ráðherra bréf, en í því er farið fram á að yfirstjórn aflamiðlunar verði færð frá utanríkisráðuneyti til sjáv- arútvegsráðuneyti og þannig staðið við þau fyrirheit sem gefin voru um við gerð kjarasamninga. Eftir því sem næst verður komist er sam- komulag innan yfirnefndar að 3% hækkun verði á fiskverði auk bónus- greiðslna vegna landana hér heima og um skipulag aflamiðlunar þ.e. útgerðin hafi tvo menn í aflamiðlun- arnefnd, sjómenn, fiskvinnslan og fiskverkafólk einn mann hver og að nefndin sé undir sjávarútvegsráðu- neyti. I yfimefnd voru tilnefndir að hálfu kaupenda þeir Magnús Gunnarsson og Bjami Lúðvíksson og fyrir út- gerðarmenn situr í ráðinu Kristján Ragnarsson. Fulltrúar sjómanna í verðlagsráði létu bóka eftirfarandi. „Fulltrúar sjómanna harma mjög að ekki skuli hafa náðst sátt um heima- löndunarálag í Verðlagsráði sjávar- útvegsins og lýsa yfir að þeir sjái ekki ástæðu til þess að taka þátt f störfum yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins." Oddamaður yfir- nefndar er Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna og fiskimannasambands íslands sagði í samtali við Tímann, að ef niðurstaða yfirnefndar yrði á svipuðum nótum og málin höfðu náð í verðlagsráði, þá gætu þeir sætt sig við það. „Við erum að tala um 0,4% hækkun fyrir hvert eitt prósent sem er umfram 70% í heimalönd- un,“ sagði Guðjón. Ástæðu þess að þeir vildu ekki taka þátt í störfum yfirnefndar sagði Guðjón vera þá að þeir teldu að oddamaður yfirnefndar tæki ekki á málunum á þeim nótum sem rætt var um í verðlagsráðinu, og því sjái þeir ekki ástæðu til að skipa sinn fulltrúa í yfirnefnd. -ABÓ iííS'íi-i Gáfu í „þyrlusjód“ Síðastliðinn laugardag afhenti stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur stjórarmönnum Nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík 75 þúsund krónur, sem renna til söfnunar nemendafélagsins fyrir björgunarþyrlu. Sjómannafélag Reykjavíkur á 75 ára afmæli á þessu ári og þótti við hæfi að afhenda gjöfina í byrjun afmælisársins, en ákvörðun þar að lútandi var tekin á fundi stjórnar og trúnaðarráðs félagsins s.l. haust. í fréttatilkynningu frá Sjómannafélagi Reykjavíkur er framtaki Stýri- mannaskólanema við söfnun fjár- magns til kaupa á björgunarþyrlu fagnað, enda séu öryggismál sjó- manna sá málaflokkur sem mikillar árvekni krefst og þá fyrst og fremst hjá sjómanninum sjálfum og ekki síður hjá umbjóðendum þeirra sem í landi starta. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu gjafarinnar. F.v. Pétur Sigurðsson, Jónas Garðarsson, Magnús Jónsson, Erling R. Guð- mundsson, Guðmundur Hallvarðs- son, Björn Björnsson, Skjöldur Þor- grímsson, Helgi H. Georgsson, Hjörtur Jónsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson og Rafn Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.