Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 21. febrúar 1990 Þjóðhagsstofnun segir atvinnu- leysi vera 1,1% í könnun sem Þjóðhagsstofnun hefur gert á atvinnuástandi og horfum á vinnumarkaði kemur fram að eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið lítil að undanförnu og hafa fyrirtæki stefnt að því að fækka starfsmönnum þegar á heildina er Iitið. Þetta er áþekk mynd og fékkst fyrir ári síðan. í janúarlok töldu atvinnurekendur þörf á að fækka starfsfólki um sem svarar tæplega 400 störfum. Þetta er um 0,5% af heildarmannafla at- vinnugreina í úrtaki Þjóðhagsstofn- unar. Þessi niðurstaða er nánast óbreytt frá síðustu könnunum í sept- ember og janúar á síðasta ári. Tölur um skráð atvinnuleysi gefa þó heldur dekkri mynd af atvinnuástandinu. f janúar jafngilti skráð atvinnuleysi því að rúmlega 3.900 manns væru atvinnulausir, sem er 3,2% af vinnu- framboði. Atvinnuleysi í janúar er hins vegar jafnan meira en í öðrum mánuðum ársins. Sé þetta árstíða- bundna atvinnuleysi leiðrétt mælist atvinnuleysið 1,1%. Frá því haustið 1988 hefur sú mikla fækkun sem atvinnurekendur í verslun og veitingastarfsemi hafa talið æskilega einkennt niðurstöður atvinnukönnunar, en sú fækkun hef- ur verið á bilinu 350-550 manns. Þetta virðist vera að breytast og er það nú mat atvinnurekanda í þessum greinum að æskilegt væri að fækka um 70 störf. Skortur á starfsfólki í fiskvinnslu virðist vera viðvarandi. Þar vantar þó færra fólk nú en í september síðastliðnum. Atvinnurekendur í iðnaði og byggingarstarfsemi telja sig þurfa nánast óbreyttan starfs- mannafjölda. -EÓ Sölufélagið og Bananasalan sameinast Tvö af reyndustu fyrirtækjum landsins í sölu á grænmeti og ávöxt- um, Sölufélag garðyrkjumanna og Bananasalan hf., hafa verið samein- uð. í fréttatilkynningu frá nýja fyrir- tækinu segir að mikil hagræðing hljótist af sameiningu fyrirtækjanna og að hún muni skila sér í betri, hagkvæmari og fjölbreyttari þjón- ustu við viðskiptavini. Söluskrifstofa og vöruafgreiðsla fyrirtækisins er til húsa að Elliðavogi 105 og geta viðskiptavinir Sölufélags garðyrkjumanna og Bananasölunn- ar því sótt alla þjónustu á einn stað. í húsnæði fyrirtækisins eru einnig fullkomnustu ávaxta og grænmetis- Verðkönnun á brauði og kökum: VERULEGUR VERÐMUNUR í 1. tölublaði þessa árs af Verðkönnun Verðlagsstofnunar eru birtar niðurstöður verðkönnunar sem gerð var um mánaðamótin janúar-febrúar í 54 brauðgerðarhúsum á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi, í Borgarnesi, á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Hellu, Selfossi, í Hveragerði, Þorláks- höfn, Vestmannaeyjum, Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Frá vinstri: Valdemar' Jónasson framkvæmdastjóri, Níels Marteinsson og Aðalsteinn Guðmundsson sölustjórar. Samanlagður starfsaldur Níelsar og Aðalsteins á sviði grænmetissölu er 55 ár. geymslur á landinu, þar sem tölvu- kerfi sér um að halda hita og raka- stigi hverrar geymsluréttuogj öfnu. Fyrirtækið verður fyrst um sinn rekið undir nafni beggja fyrirtækj- anna og haldast símanúmer óbreytt. Við úrvinnslu á könnuninni var valin sú leið að setja saman fjórar innkaupakörfur, niðursneidd brauð, ósneidd brauð, smábrauð og kökur. 1. Innkaupakarfa með 1,5 kg af franskbrauði, 700 g af samloku- brauði og 5 kg af grófu brauði ásamt niðursneiðingu á 14 brauðum kost- aði 1.314 kr. hjá Björnsbakaríi í Reykjavík en 55% meira eða 2.030 kr. hjá Brauðgerð Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum. Innkaupakarfa með ósneiddu brauði var ódýrust hjá Björnsbakaríi og kostaði þar 1.216 kr. en kostaði hins vegar 1.779 kr. hjá Brauð- og kökugerðinni, Akranesi (46% hærra verð). 2. Karfa með smábrauðum (rúnnstykki, pylsubrauð, kringlur o.fl.) kostaði frá 381 kr. (Bakaríið, Grindavík) tii 865 kr. (Brauðgerð KÁ, Selfossi) sem er 127% meira. 3. Karfa með kökum kostaði 565 kr. hjá Harðarbakaríi, Akranesi, en 111% meira hjá Guðnabakaríi, Sel- fossi, eða 1.194 kr. 4. Ekki er unnt að sjá að verð á brauði og kökum sé misjafnt eftir landshlutum. Þó var verð á brauðum að meðaltali 3,5% hærra á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og 9% hærra á kökum. 5. Ódýrasta brauðtegundin reyndist vera ósneitt seytt rúgbrauð, en meðalverð á kg af því var um 134 kr. Á þessari brauðtegund var einnig um að ræða mestan verðmun, en 1 kg af brauðinu kostaði frá 59 kr. - 221 kr. þ.e. að hæsta verð var 275% hærra en lægsta verð. Meðalverð á kg af öðrum grófum brauðum var 190-240 kr. 6. Mikill verðmunur kom fram á brauðskurði. Sums staðar var ekkert tekið fyrir að skera brauðin, en þar sem það var dýrast kostaði það allt að 29 kr. í könnun Verðlagsstofnunar á brauði og kökum er ekki lagt mat á vörugæði eða þjónustu bakaría, heldur er eingöngu um verðsaman- burð að ræða. Aðalfundur Verslunarráðs íslands segir að framundan sé stöðnun í efnahagslífi landsmanna ef okkur tekst ekki að auka útflutning: VERÐUM AÐ BÚA OKKUR UNDIR AUKNA SAMKEPPNI íslentlingar þurfa að tvöfalda útflutning sínn fyrir aldamót ef þjóðin á ekki að dragast aftur úr helstu nágrannaþjóðum síuuiii. Þetta segir í ályktun frá Verslunarráði íslands, en aðalfundur þess var haldinn síðastiiðinn mánudag. í nýlegri skýrslu frá OECD er reiknað með að útflutningur og inn- flutningur OECD ríkja aukist um og yfir 40% á tímabilinu 1987-1991. A sama tímabili lítur út fyrir að hrein stöðnun einkenni útflutningsverslun íslendinga. Á aðalfundinum var mikið rætt um þessa framtíðarsýn og hvernig eigi að bregðast við henni. í því sambandi var fjallað um þær breyt- ingar sem framundan eru í verslun. Spáð er harðnandi samkeppni á heimsmarkaði þegar efnahagsleg einangrun þjóða verður úr sögunni. Sífellt fleiri þættir í atvinnulífi þjóða verða að standast samkeppni erlend- is frá. Verslunarráðið bendir á að fyrirtæki sem hafa haslað sér völl í innflutningi og vörudreifingu þurfi í framtíðinni að keppa við verslunar- fyrirtæki erlendis þar sem innlendir kaupendur geti fengið vöruna beint erlendis frá. Verslunarráð segir að íslensk verslunarfyrirtæki þurfi að standa undir ört vaxandi kröfum á næstu árum. Kröfurnar komi með aukinni samkeppni og frá íslenskum almenn- ingi sem ætlast til þess að njóta sambærilegra lífskjara og efnuðustu þjóðir heims búa við. Verslunarráð telur að ísland hafi ýmsa möguleika til að bregðast við breyttum aðstæðum. Bent er á að íslensk fyrirtæki gætu tekið að sér að selja og dreifa vörum til þriðja lands. ísland gæti gengt mjög veiga- miklu hlutverki í alþjóðaverslun á komandi árum ef rétt er á málum haldið. Hnattstaða landsins geri það að verkum að hér gæti risið dreifing- armiðstöð fyrir vörur á leið milli Austurlanda og Evrópu og milli Norður-Ameríku og Evrópu. Bent er á að Keflavíkurflugvöllur sé stór- lega vannýtt „auðlind". Verslunarráðið telur að uppbygg- ing alþjóðlegrar vörudreifingar hér á landi gæti orðið ein helsta nýsköp- un í íslensku atvinnulífi næstu árin og átt drjúgan þátt í því að ná þjóðfélaginu upp úr stöðnun og þar með að hefja nýja sókn til aukinnar Á myndinni eru frá vinstri: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, Jean-Paul Schmit og Gylfi Þ. Gíslason prófessor og fyrrverandi ráðherra. Ttauunynd Pjetur tekjuöflunar og velmegunar. Aðalfundurinn ræddi einnig um ýmis vandamál sem snúa að okkur í dag. Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunarráðsins ræddi lítillega um „þann stórgóða kjarasamning sem Vinnuveitendasambandið er búið að gera". f ályktun fundarins segir að þótt kjarasamningar séu nauðsyn- legt skilyrði fyrir lækkandi verð- bólgu séu þeir ekki nægjanlegir einir og sér. Ábyrgðin á því hvort takist að draga varanlega úr verðbólgu sé fyrst og fremst hjá stjórnvöldum sem þurfi að lækka ríkisútgjöld og hætta umframeyðslu til þess að markmið kjarasamninganna náist. Gestur á fundinum var Jean-Paul Schmit aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Luxemborgar, en flutti erindi um reynslu Luxemborg- ar af útflutning og þjónustu. Jóhann J. Ólafsson var endurkjör- inn formaður ráðsins. Flest atkvæði tíl stjórnar hlaut Tryggvi Pálsson bankastjóri. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.