Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1990, Blaðsíða 3
Miövikudagur 21. febrúar 1990 Tíminn 3 Fjármálaráðuneytið boðar frekari rassíur til að innheimta vangoldin opinber gjöld: Skattmenn skikka fólk til að standa í skilum Á næstu vikum mun fjármálaráðuneytið leggja til atlögu við þá er skulda staðgreiðslu skatta síðastliðin tvö ár. Innheimtuaðgerðir verða með „hefðbundnu seinni túna sniöi" þ.e.a.s. að þau fyrirtæki sem ekki gera hreint fyrir sínum dyrum verða innsigluð. Tveir milijarðar króna eru útistandandi vegna vangoldinnar staðgreiðslu frá 1988 og 1989. Ljóst má telja að hægt er að afskrifa stóran hluta þessarar upphæðar, þar sem fjölmörg fyrirtæki er skulda staðgreiðslu hafa orðið gjaldþrota. I því sambandi er vert að geta nýlegs Hæstaréttardóms þar sem úrskurðað var að kröfur ríkissjóðs á hendur fyrirtækjum yrðu ekki lagðar að líkum við launakröfur einstaklinga og þar af leiðir að kröfur ríkissjóðs vegna vangoldinnar staðgreiðslu verða ekki forgangskröfur heldur flokkast sem svokallaðar almennar kröfur og því minnka líkur á að hafist upp í þær við gjaldþrotaskipti einstakra fyrirtækja. Fjarmalaraöuneytiö uppeldisaðili Hertar innheimtuaðgerðir vegna vangoldinna opinberra gjalda hafa skilað mjög góðum árangri. Lætin hófust í sumar þegar hafin var inn- heimta á vangoldnum söluskatti. Fjöldi fyrirtækja var innsiglaður, en á móti kom að milljónirnar streymdu í kassann. Aðgerðin var velheppnuð og hafa gárungarnir talað um „stíl Skattmans" í þessu sambandi. Nú standa yfir innheimtuaðgerðir vegna vangoldinna bifreiðagjalda og þungaskatts. Og hafa skattmenn fjármálaráðuneytis gengið hart fram. Þeir sem greiða ekki eiga á hættu að missa númerin. Það voru ekki orðin tóm og klippt var af fjölda bíla. Ekki er enn komið í ljós hversu mikið hefur verið innheimt, og verð- ur það ekki ljóst fyrr en undir mánaðarmót. Þegar staðgreiðslurassían verður yfirstaðin í vor, verður aftur tekið til við söluskattinn. Snorri Olsen skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis er í forsvari fyrir framkvæmd innheimtunnar. Hann sagði í samtali við Tímann í gær að hann vonaðist til þess að menn áttuðu sig á því að það væri ekki lengur hægt að draga við sig að greiða opinber gjöld. „Ég hef ekki nokkra trú á því að menn láti sér detta í hug að það sé skynsamlegt að skulda opinber gjöld ef innheimtu- kerfi okkar er það skilvirkt að það nái til viðkomandi fljótlega eftir að vanskilin verða. Það eru dýr lán sem taka hjá hinu opinbera þegar inn- heimtan er skilvirk." sagði Snorri. Má ekki segja að fjármálaráðueyt- ið sé í nokkurs konar uppeldishlut- verki þar til fyrirtæki hafa áttað sig Eitt félag felldi Atkvæðagreiðslur um nýgerða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB eru að mestu lokið og liggja niður- stöður fyrir. í þeim tilfellum þar sem ekki hefur farið fram atkvæða- greiðsla, fer hún ýmist fram í dag eða um helgi. Til þessa hafa öll aðildarfélög BSRB nema eitt sam- þykkt samningana. Hér á eftir fer niðurstaða í eins- taka félögum. Fyrst þau félög sem sem semja við ríkið: Hjá Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins sögðu rúm 79% já, en 15% nei, hjá Fél. ísl. símamanna sögðu 76% já, en 20% nei, hjá Fél. starfsmanna stjórnar- ráðsins sögðu 60% já, en tæp 30% nei, hjá Landsambandi lögreglu- manna sögðu 59% já, en 35% nei, hjá Póstmannafél. íslands sögðu 76% já, en 17% nei, hjá Starfs- mannafél. ríkisstofnana sögðu 74% já, en 21% nei, hjá Starfsmannafél. Ríkisútvarpsins sögðu 78% já, en 16% nei, hjá Starfsm.fél. Sjónvarps- ins sögðu 66% já, en 31% nei og hjá Tollvarðafélagi íslands sögðu 77% já, en 22% nei. í blönduðum félögum, ríki og bær, varð niðurstaðan þessi: Ljós- mæðrafélag íslands, 91% sögðu já, 8% nei, hjá Fóstrufélagi íslands, Reykjavík sögðu 69% já, 21% nei, ríki og Landakot sögðu 85% já, en 14% nei, hjá launanefnd Fóstrufé- lagsins sögðu 86% já og 9% nei. Hjá Meinatæknafélagi Islands, ríki, Reykjavíkurborg og Landakot, féll atkvæðagreiðsla þannig að 69% sögðu já, en 16% nei, og samningur vegna launanefndar sveitarfélaga var samþykktur með 91% atkvæða gegn8%. Bæjarstarfsmannafélög: Hjá Fél. opinb. starfsmanna á Austurlandi sögðu 78% já, en 20% nei, þeir sem semja við ríkið sögðu allir já, eða 100%, hjá Fél. opinb. starfsmanna á Suðurlandi sögðu 92% já og 5% nei, já sögðu 85%. í samningi við ríki, en 14% nei og hjá Fél. opinb. starfs- manna á Vestfjörðum sögðu 84% já, en 13% nei. Félagar Starfs- mannafélags Akureyrar samþykktu samninginn með 83% atkvæða geng 13%. Starfsmannafélag Austur- Skaftfellinga samþykkti samninginn samhljóða, hjá Starfsmannaf. Borg- arness sögðu 80% já, en 11% nei og þeir er semja við ríkið sögðu allir já. Hjá Starfsmannafélagi Dalvíkurbæj- ar sögðu 87% já, en tæp 7% nei, og þeir er semja við ríkið sögðu allir já. Hjá Stafsmannaf. Garðabæjarsögðu 58% já, en 37% nei, ogþeir er semja við ríkið sögðu allir já. Hjá Starfs- mannafél. Hafnarfjarðar sögðu 81% já, en 9% nei og þeir er semja við ríki sögðu allir já. Hjá Keflavíkurbæ sögðu tæp 87% já, en 13% nei og þeir er semja við ríki samþykktu samninginn. f Kópavogi sögðu 87% já, en 7% nei og í samningi við ríkið sögðu allir já. Hjá Starfsmannaf. Mosfellsbæjar sögðu 68% já, en 20% nei, hjá Starfsmannaf. Nes- kaupstaðar sögðu 70% já og 26% nei, og þeir er semja við ríki sögðu já. Hjá Starfsmannafél. Reykjavík- urborgar sögðu 60% já, en 38% nei og hjá Starfsmannafél. Sauðárkróks í samningi við ríki sögðu 80% já, en 20% nei. Starfsmannafélag Selfoss- bæjar felldi samninginn, en þar sögðu tæp 8% já, en 89% nei og á Seltjarnarnesi sögðu 60% já, en 34% nei. Hjá Starfsmannafélagi Suðurnesjabyggða sögðu 87% já og 12% nei og hjá Starfsmannafélagi Vestmannaeyja sögðu 89% já og 7% nei, samningur við ríki sam- þykktur samhljóða. Snorri Oisen skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis telur það meginmarkmið að skattarnir séu réttlátir og þeir séu innheimtir. á að lokun er yfirvofandi ef opinber gjöld eru ekki greidd á réttum tíma? „Það má segja það að þessar rassíur og að við förum hring í innheimtu á þessum gjöldum sé tímabundið uppeldishlutverk. Við förum aftur í að innheimta stað- greiðslu, eftir að bifreiðagjöldin hafa verið til innheimtu og því næst í að hreinsa upp leifarnar af söluskattin- um. Ég trúi því að menn láti ekki ýta við sér oft, áður en þeir átta sig á hversu hert innheimtan er." Aðspurður sagði Snorri að hert innheimta væri að sínu mati mjög eðlileg aðgerð í stöðunni. „Þetta stafar fyrst og fremst af því að menn eru að taka á sig rögg hér á landi. Og það er rétt að athuga, í sambandi við skattbyrði að áður en farið er að huga að nýjum sköttum er eðlilegt að innheimta alla þá skatta sem lagðir hafa verið á. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að skattarnir séu réttlátir og að þeir séu innheimtir." sagði Snorri Olsen. Sem fyrr segir telur Snorri að í mars verði ráðist í innheimtu vegna vangoldinnar staðgreiðslu. Lauslega áætlað munu tveir milljarðar vera útistandandi. Hann segir að sú tala sér reyndar nokkuð villandi og gefi ekki rétta mynd af innheimtuhlut- fallinu árin 1988 og '89. „Þær skuldir sem eru útistandandi frá þessum árum hafa safnað miklum kostnaði og dráttarvöxtum. Frá árinu 1988 er um að ræða sex til sjö hundruð milljónir og frá síðasta ári eru um fjórtán hundruð milljónir útistand- andi." sagði Snorri. Kvartad að nœturiagi En það fylgja því óþægindi að vera í forsvari fyrir hertar inn- heimtuaðgerðir ríkissjóðs. Snorri nefnir sem dæmi að hann hafi fengið upphringingar á kvöldin og jafnvel að næturlagi, þar sem kvartað hefur verið yfir málsmeðferð og menn telja mikla ósanngirni felast í því að fyrirtækjum sé lokað vegna vangold- ins söluskatts. „Menn hafa ekki verið að hóta mér líkamlegum eða fjárhagslegum skaða, en þeir hafa látið heyra í sér. Það var mjög mikil ágengni á okkur í upphafi, bæði frá þeim sem lokað var á og einnig þeim sem tengdust þeim fyrirtækjum. Auðvitað getur lokun á einu fyrir- tæki haft áhrif á starfsemi hjá öðru og því kom oft þrýstingur frá þriðja aðila." -ES Sigurður Rúnar Jónsson með hljóðsnældu eins og þjófarnir höfðu á brott með sér úr innbrotinu. Timamynd Árai Bjama Ómetanlegum hljóðupptökum svo og tækjum stolið hjá Stúdíó Stemmu: Verðlaunum heitið Brotist var inn í Stúdíó Stemmu, sem er til húsa í gamla fsbjarnarhús- inu á Seltjarnarnesi á aðfaranótt föstudags eða laugardags og þaðan stolið verðmætum hljómflutnings- tækjum og um 40 hljóðupptöku- snældum. Engar skemmdir voru unnar á húsnæðinu, en reynt var að spenna upp hlera innanfrá, sem ekki er í sjónlínu frá íbúðarhúsum í grennd, líklegast til að koma tækjun- um út, en það tókst ekki. Sigurður Rúnar Jónsson eigandi Stemmu hef- ur heitið þeim sem getur veitt upp- lýsingar er leitt gætu til þess að málið upplýsist verðlaunum, sem skipta tugum þúsunda og allt upp í eitt hundrað þúsund krónur. Að sögn Sigurðar Rúnars upp- götvaði sonur hans síðari hluta laug- ardags að búið var að fara inn í stúdíóið og færa stóra hátalara, sem eru tveggja manna tak, og voru inni í upptökuherberginu fram að útidyr- ahurðinni sem ekki var að stöfum. „Hann leit yfir og gat ekki séð að nokkru hafi verið stolið og var því ekkert að trufla mig þar sem ég var að spila á hátíðarsýningu við upp- færslu á verki Havels," sagði Sigurð- ur Rúnar. Fyrsta sem honum datt í hug var að upptökumaður sem er með lykil hafi komið og þurft að fá lánaða hátalarana í hvelli og væri búínn að skila þeim. Hann lætur mig vita af þessu á sunnudagseftirmið- degi og með því orði að engu hafi verið stolið. „Ég er því rólegur og kem hérna á mánudag," sagði Sig- urður Rúnar. Þegar hann kemur í stúdíóið upp- götvar hann að Denon kraftmagnari og tvö hátalarapör, annað af gerð- inni Yamaha og hitt af gerðinni JBL, og digital upptökutæki af gerðinni Sony DAT, er horfið. DAT tækið er eingöngu notað í hljóðstúdíóum til upptöku og til að spila sérstakar snældur. Fimm til sex tæki þessarar gerðar eru til í landinu og eingöngu þá í stúdíóum, auk fjögurra annarra tækja af annarri tegund. „Auk þessa voru teknar um 40 spólur sem á voru bæði frumupptökur á efni sem búið var að gefa út, svo og efni sem átti eftir að gefa út," sagði Sigurður Rúnar og bætti við að þessar upptök- ur væru ómetanlegar. -ABO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.